Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 46
Feðgarnir í Eyjum eru miklir áhugamenn um golf.
KRISTJÁN Björnsson sóknarprestur í Landakirkju í Vestmannaeyjum
segir að 60 fermingarbörn hafi tekið þátt í fermingarundirbúningi frá því
í september. Hann segir það tækifæri að fá að kynnast heilum árgangi
af ungu fólki, mikilvægt fyrir sóknarprestinn. Börnin hafa staðið sig
mjög vel í fermingarundirbúningnum, þau séu létt og skemmtileg og
hann eigi þau öll sem persónulega vini.
„Það kemur okkur öllum til góða seinna í lífinu,“ segir Kristján. En
hann sér nú fram á það að þjóna sóknarbörnum sínum við allar kirkju-
legar athafnir, frá skírn og fermingu, giftingu og aftur skírn.
Á undirbúningstímabilinu hafa börnin gert ýmislegt, haldnar hafa ver-
ið kvöldvökur og foreldradagar auk þess sem ýmsir leikir hafa verið
stundaðir. Kirkjusókn fermingarbarnanna og foreldra hefur verið góð.
Pabbinn fermir börnin Börnin unnu skoðanakönnun sem hluta
af fermingarundirbúningnum, þau gengu í hús í Eyjum og gerðu trúar-
viðhorfskönnun. Börnin könnuðu kirkjusókn Vestmannaeyinga, viðhorf
þeirra til kirkjunnar sinnar og einnig voru Eyjamenn spurðir hvort þeir
vissu hvað prestarnir hétu og virtust flestir kunna svarið við þeirri
spurningu. Flestir þekktu prestana með nafni (Kristján og Þorvald Víð-
isson) og viðhorf Vestmannaeyinga til kirkjunnar sinnar er mjög jákvætt
og kirkjusókn yfir höfuð góð að sögn Kristjáns.
Það sérstaka við þennan undirbúning fermingarbarnanna í Landa-
kirkju að þessu sinni er að sonur Kristjáns og Guðrúnar konu hans,
Bjarni Benedikt, er eitt fermingarbarnanna, en áður hefur Kristján
fermt tvær dætur sínar.
Bjarni Benedikt segist ekki hafa neina sérstöðu meðal ferming-
arbarnanna, þótt ætlast sé til að hann sé betur að sér í kirkjulegum
siðum sem sonur prestsins. Hann hefur þegar lokið við að sækja sínar
10 messur og hann segir undirbúningurinn hafa gengið vel og hann sé
reiðubúinn.
Drengurinn með golfmót Fjölskylda þeirra er öll á fastalandinu
svo undirbúningurinn fór tímanlega af stað og boðskort send út fyrir
löngu, og gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns komi til Eyja í
ferminguna. Bókuð eru nokkur herbergi á tveimur hótelum. Fermingar í
Eyjum eru í apríl, 12., 13., 24. og 27.
Bjarni Benedikt lætur sér ekki nægja að bjóða sínu fólki bara í ferm-
ingarveislu því laugardaginn 26. apríl, daginn fyrir ferminguna, hefur
hann sett á golfmót B. Ben jr. open og nú þegar hafa 30 manns skráð
sig í mótið. Mótið verður sett upp svo allir geti verið með, verða því spil-
aðar 18 holur fyrir þá sem lengst eru komnir, 9 holur fyrir aðra og 3 hol-
ur fyrir byrjendur auk þess sem keppt verður í að pútta. Verðlaun verða
afhent í fermingarveislunni sem haldin verður á veitingastaðnum Pró-
fastinum og fá sigurvegararnir skjöl sem staðfesta árangur þeirra í
þessu sérstæða fermingargolfmóti.
Fjölskyldan er mikil golffjölskylda og eru foreldrar Bjarna Benedikts
bæði golfarar. En fjölskyldan stundar ýmsar aðrar íþróttir saman af
miklum krafti, þau eru oft á skíðum en það þykir mikið undur í Vest-
mannaeyjum að renna sér á bognum spítum. Hestamennska er þeim í
blóð borin og Bjarni hefur fylgt í fótspor föður síns sem hefur verið
björgunarmaður til margra ára, og er félagi í Björgunarfélaginu í Eyjum
og skátafélaginu Faxa.
Flórída eftir þjóðhátíð Það er því óhætt að segja að hjá þessari
glaðværu fjölskyldu eru sjaldan rólegir tímar, þau stunda sín áhugamál
saman af krafti.
Í lok sumars, stuttu eftir þjóðhátíð Vestmannaeyinga, mun fjöl-
skyldan svo taka sig upp og flytjast til Tampa í Flórída en þar mun séra
Kristján leggja stund á sálgæslu, C.P.E. í um eitt ár í námsleyfi, séra
Þorvaldur Víðisson prestur mun leysa Kristján af í þessa mánuði.
Bjarni Benedikt og sr. Kristján faðir hans horfa á eftir kúlunni.
Golfmót fyrir ferminguna
Bjarni Benedikt lætur
sér ekki nægja að bjóða
sínu fólki bara í ferming-
arveislu því laugardag-
inn 26. apríl, daginn fyr-
ir ferminguna, hefur
hann sett á golfmót
B. Ben jr. open og nú
þegar hafa 30 manns
skráð sig í mótið.
Hestamennska er annað áhugamál
feðganna sr. Kristjáns og Bjarna,
sem hér er á baki.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Signing
Í nafni Guðs + föður og sonar og heilags anda.
Tvöfalda kærleiksboðorðið
Elska skaltu Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu,
allri sálu þinni og öllum huga þínum og náunga
þinn eins og sjálfan þig (Matt. 22.37-38)
Gullna reglan
Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra. (Matt. 7.12)
Litla Biblían
Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn
eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist
ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16)
Valin sæluboð
Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir
verða.
Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæt-
inu, því að þeir munu saddir verða.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs
börn kallaðir verða.
Faðir vor
Faðir vor, þú, sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef
oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vor-
um skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, held-
ur frelsa oss frá illu. Því þitt er ríkið, mátturinn og
dýrðin að eilífu. Amen.
Boðorðin tíu
Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði
hafa.
Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við
hégóma.
Halda skaltu hvíldardaginn heilagan.
Heiðra skaltu föður þinn og móður.
Þú skalt ekki mann deyða.
Þú skalt ekki drýgja hór.
Þú skalt ekki stela.
Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón,
þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.
Trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins
og jarðar. Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason,
Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar
Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig nið-
ur til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauð-
um, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs
föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lif-
endur og dauða. Ég trúi á heilagan anda, heilaga
almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu
syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.
Kanntu þetta?
Morgunblaðið/Kristinn