Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 28
NEMENDUM í 8. bekk grunnskóla stendur nú til boða kennsluefnið í Í fullorðinna tölu sem vísar til þess að börn verða fullorðin í vissum skilningi, eru tekin í tölu fullorðinna, með fermingunni í kristnum sið. „Að ferma er sagt nú á dögum en staðfesta var algengt á fyrri öld- um. Að biskupa var sagt í kaþólskum sið og stundum var jafnvel talað um að kristna. Að fermast var svo stórt skref að oft var sagt að menn kæmust í fullorðinna (eða kristinna) manna tölu með henni. Svo stendur í bókinni Í fullorðinna tölu eftir Þorstein Helgason sagnfræð- ing og dósent í Kennaraháskóla Íslands, en Námsgagnastofnun gaf hana út. Þar stendur einnig í framhaldi: „Sumir höfðu um þetta orð eins og að ganga fyrir gafl eða að ganga innar. Fermingarundirbúningurinn hjá prestinum var kallaður spurningar. Presturinn spurði börnin út úr fermingarkverinu eða katekíseraði ef menn vildu hafa svipað orð um þetta og notað var í nágrannalöndunum. Af því að spurningarnar, sér- staklega fyrir ferminguna, fóru fram í kirkjunni var stundum talað um að fara á kirkjugólf eða að fara upp.“ (Bls. 9) Fermingin varpar ljósi á sögu Búinn var til vinnuhópur til að undirbúa gerð þessa kennsluefnis undir verkstjórn Birnu Sigurjóns- dóttur á Námsgagnastofnun en í hann völdust, auk Þorsteins, Lilja M. Jónsdóttir kennslufræðingur, starfandi kennari viðkomandi skólastigs í Háteigsskóla og lektor í Kennaraháskóla Íslands, og Rebekka Cord- ova, kennari í Garðabæ. Tveir liðsmenn komu til viðbótar, ungir að árum. Annar var Guð- brandur Benediktsson sem hefur sinnt ljósmyndum sem sagnfræði- heimildum, bæði í námi sínu og starfi á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hinn var María Gísladóttir kennari. Þorsteinn skrifaði m.ö.o. lesheftið, María tók saman bréf og minn- ingar, Guðbrandur setti saman myndefni og Lilja Jónsdóttir gerði kennarahefti. Í fullorðinna tölu er saga, að sögn Þorsteins, um af- markaða þætti menningar og samfélags á fyrri tíð með persónulegri nálgun. En þar eru stjórnmál og þjóðfélagshræringar í bakgrunni ef að er gáð, einkum eins og þau speglast í ákvæðum um hag ungling- anna. Að áminna með hægð Á bls. 24 stendur t.d. og á textinn við um síðari hluta 18. aldar: „Fermingin var nú orðin eins konar lokapróf. Prófið var munnlegt, presturinn var oftast kennari og prófdómari og allur söfnuðurinn hlustaði á. Það var því engin furða að sum börn kviðu fyrir og væru taugaóstyrk að fara í slíkt opinbert próf. Í fyrirmælunum um ferm- inguna eru leiðbeiningar fyrir prestinn í þessum efnum þegar hann fer að spyrja hvert barn fyrir sig frammi fyrir söfnuðinum í kirkjunni.“ „Ef eitthvert barnið getur eigi svarað til einnar eða annarrar spurn- ingar, þá gangi hann fram hjá því og spyrji hitt annað að því sem stendur næst og það án þess að óvirða hið annað barnið með hinu minnsta orði fyrir söfnuðinum því kennimaðurinn skal í þessu verki forðast alla hrekki og manngreinarálit. Þyki honum börnin svara eigi nógu skýrt og skiljanlega, þá áminni hann þau með hægð að tala djarflega og svo hátt að fólkið fái það skilið.“ Fjársjóður á handritadeild Þorsteinn segir að María hafi fljót- lega verið komin í leit á handritadeild Landsbókasafns þar sem mörg gersemin leynist. Hún spurðist fyrir um bréf til og frá börnum á fyrri tíð og var vísað á öskjur með bréfasöfnum nokkurra fjölskyldna. Þar rakst hún á mikinn fjársjóð – röð bréfa frá dreng sem hóf skrif sín níu ára gamall árið 1879, skrifaði samfellt upp frá því í tvo áratugi og fékk bréf frá skyldmennum sínum. Allt er þetta varðveitt og í sann- leika fjársjóður. Ekki spillti að á handritadeildinni starfaði kona sem átti þennan dreng að afabróður og gat aflað viðbótarupplýsinga. Mér er ekki kunnugt um neitt efni sem kemst í hálfkvisti við þetta bréfa- safn. Drengurinn hét Þorlákur Jónsson og var sendur frá heimili for- eldra sinna, Jóns Sigurðssonar og Solveigar Jónsdóttur á Gautlönd- um, í fóstur til móðursystur sinnar Jakobínu Jónsdóttur og manns hennar, Gríms Thomsen skálds og alþingismanns á Bessastöðum. Þorlákur Jónsson er óþekkti unglingurinn sem á kannski eftir að verða þekktasta persóna nítjándu aldar í skólum landsins. Hér er bréf sem Þorlákur skrifaði á Bessastöðum 29/5 1885 þar sem hann segir m.a. frá því að hann hafi fermst. Stafsetningin er hans: Elskulega mamma mín Jeg skammast mín fyrir að hafa ekki skrifað þjer með sein- asta pósti; systir mín skrifaði þjer og hefur held jeg skilað kveðju frá mjer. Hjeðan er lítið af frjetta tíðin er allbærileg en þó heldur köld einkanlega núna í 2 daga og erum við því hálf- hrædd um að hann hafi nú rekið ísinn að og er hann ekki góð- ur gestur; fiskiríið er hjer mjög tregt svo hart er orðið manna á millum. Í Flensborg fæddist drengur þann 8 Apríl, það kvað vera bæði stórt og fallegt barn jeg hefi raunar ekki sjeð hann enþá ekki er enn búið að skíra hann, en það verður víst áður en Kr. fer að þinga. Mjer líður alltaf vel og verður aldrei misdægurt. Jeg var fermdur á Hvítas. og hugsaði jeg þá heim til ykkar fermingin fór fram á Görðum, og fórum við sjó suður eptir þar á meðal var Steini, og einnig Ágústa frændstúlka okkar. Jeg óska þjer til lukku með Stjönu og ykkar öllum hún hefur víst verið fermd á Hvítas. Nú er jeg víst búinn að telja upp allt sem jeg veit jeg bið þig auðmjúklega að forláta hvað brjefið er stutt og illa skrifað og stýlað. Jeg bið kærl. að heilsa öllum sem jeg þekki; og því næst kveð jeg þig og kyssi allra best. Jeg er þinn elskandi sonur Þ. Jónsson Í námsefninu Í fullorðinna tölu fæst ágæt innsýn í sögu ferming- arinnar á Íslandi og fræðsluna annarsstaðar á Norðurlöndunum. Einn- ig er sagt frá á unglingalífi og -siðum í framandi löndum. Sérstaklega er fjallað um átjándu öldina þegar fermingin var lögfest á Norðurlönd- unum, og síðasta fjórðung nítjándu aldar (1875-1900) þegar fjöl- breyttar heimildir eru fyrir hendi, þar á meðal ljósmyndir og sendibréf. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Guðbrandur Benediktsson valdi m.a. þessa fallegu mynd í myndheftið Í fullorðinna tölu. Hún sýnir kaþólsk fermingarbörn um 1915. Í fullorðinna tölu Námsgagnastofnun hefur gefið út skemmtilegt efni um ferminguna. Þar eru meðal annars birt bréf eftir unglinginn Þorlák Jónsson sem fæddist árið 1870. Hann skrifaði þau á Bessastöðum. Þorlákur Jónsson níu ára gam- all, skömmu eftir að hann var settur í fóstur á Bessastöðum. Jakobína Jónsdóttir Thomsen móðursystir Þorkláks. Grímur Thomsen skáld hús- bóndinn á Bessastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.