Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 32
galleri sautjánTop Shop Cosmo FÖT eru veigamikill þáttur í fermingarhaldinu og úr mörgu að velja, bæði fyrir stráka og stelpur, um þessar mundir, segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, stílisti og höfundur vefsíð- unnar tiska.is. Eva skoðaði fermingartískuna fyrir Fermingar 2003. Segir hún hafa verið erfitt á tímabili að finna fermingarföt á stráka í þeirra stærð, eða föt sem þeir vildu klæðast. Nú séu sumar verslanir hins vegar farnar að sérsauma föt á fermingarbörnin í samræmi við tísku sem þeim þyki flott. Jakkaföt úr grófriffluðu flaueli eru eitt dæmi fyrir strákana. „Þau eru mjög vinsæl. Kosturinn við þannig föt er líka sá að hægt er að nota þau aftur og aftur. Flauelsjakkaföt eru í tísku fyrir þennan aldurshóp og fermingarstrákum finnst þeir ekki karlalegir í svona fötum, þvert á móti eru þeir í fötum sem móta tískuna,“ segir Eva. Litirnir eru dökkblátt, brúnt og ljósbrúnt og skyrturnar gjarnan köflóttar og án bindis. „Þessar skyrtur er líka sniðugt að nota áfram, til að mynda utan yfir buxur, og mér finnst alls ekki nauðsynlegt að vera með bindi. Bindi eru áfram í tísku, en þó dálítið á undanhaldi, og best að leyfa strákunum að ráða hvort þeir vilja. Skyrturnar eru farnar að gegna stærra hlutverki en áður,“ segir hún. Hægt er að nota margskonar skó við fermingarjakkafötin, bæði hefðbundna spariskó og leðurskó með íþróttasniði, sem enn eru mjög vinsælir. „Þessir skór eru framleiddir fyr- ir unga stráka, í stærðum allt niður í 38/39/40, og líkt og með fötin má nota þá áfram að fermingunni lokinni, sem er mikill kostur,“ segir Eva ennfremur, og kveðst ánægð með hversu mikil breidd sé að verða í strákatískunni. „Strákar þurfa ekki lengur að klæðast einskonar afa-jakkafötum á fermingardaginn. Þeir eru farnir að hafa meiri áhuga á fötum en áður og eru með sinn smekk, sem síðan hefur áhrif á götutískuna.“ Fermingarstelpurnar eru mikið í ljósum litum og hvítu, sem er í tísku í ár. Einnig klæð- ast þær skærum litum, sem munu verða meira áberandi þegar líða fer á árið. Skærlitir kínakjólar við hvítar buxur eru eitt afbrigði fermingartískunnar. „Ungu stelpurnar vilja ekki heyra minnst á rómantíska tísku fyrir sinn aldurshóp, en mér finnst fermingartískan kvenleg, rómantísk og hippaleg. Þær mega vera sætar, með liði í hárinu og í stelpulegum fötum. Seinna í sumar og haust koma skæru litirnir síðan inn í ríkari mæli,“ segir Eva. Flauelsdragtir eru vinsælar fyrir stelpurnar, líka hnésíð pils og kjólar. Eins skábolir, mörg lög af fötum, víðar ermar og reimar. „Tískan fer hraðar í hringi nú en áður og ekki langt síðan sumt af því sem nú er í tísku var í tísku síðast. Buxur undir kjólum voru vin- sælar fyrir fáeinum árum og eru nú komnar aftur. Blúndukjólar við hvítar buxur eru vinsæl- ir. Eins alls kyns snið sem minna á hermannaföt, vasar og rykkingar, en efnið er kannski satín í stað khakí.“ Frágangur er líka mismunandi, krumpuefni sést víða, sem og gegn- sæjar flíkur. Þá er mikið um þunna frakka yfir fermingarfötin, til dæmis úr flaueli, sem Eva segir auðvelt að finna á góðu verði. „Tískan núna er nokkuð sem allir geta sætt sig við, hún er svo breið. Eiginlega er hægt að henda hverju sem er saman til þess að vera smart,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískuráðgjafi og höfundur vefsíðunnar tiska.is. Aukin breidd í strákatískunni Morgunblaðið/Kristinn Fyrirsæturnar voru farðaðar með Bloom snyrtivörum sem njóta mikilla vin- sælda, ekki síst hjá ungu kynslóðinni, segir Eva. Hárgreiðsla: Ásthildur Sumarliðadóttir.galleri sautján Fermingarbörn: Arnar Þórarinsson Ása Dagmar Jónsdóttir Jón Guðni Sandholt Kristín Maríella Friðjónsdóttir Sigríður Ragnarsdóttir Þórey Heiðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.