Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 3 Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í mars og apríl á ótrúlegu verði. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu og tryggt þér farmiða frá aðeins 19.550 og upplifað fallegasta tíma ársins í Prag. Hér upplifir þú mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Síðustu sætin til Prag 31. mars frá kr. 19.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 3. apríl, 4 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hotel Park, 4 stjörnur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 24. eða 31. mars. Almennt verð með sköttum. M.v. heimkomu á fimmtudegi. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. 3. apríl - Helgarferð frá 39.950 Glæsileg hótel í hjarta Prag Adria Park hótel Munið Mastercard ferðaávísunina Spennandi kynnisferðir GAMLI BÆRINN – 3 klst. Venceslas torg, Republiky torg, púðurturninn, Staromestské Námestí. Þaðan er farið í Gyðingahverfið og áfram niður á Karlsbrú þar sem ferðin endar. Verð kr. 1.900. Íslenskur fararstjóri. Kastalahverfið Laugardaga kl. 13.00. Ferðin hefst við Republiky og Venceslas torg kl. 13.00. Ekið upp að Strahov klaustri. Helgidómar og hallir, Loreta, Schwarzenberg höll, erkibiskupshöllin, Vitusarkirkja. Gullna gata og niður í Malá Strana. Verð kr. 1.900. Íslenskur fararstjóri. KARLSBAD Sunnudaga kl. 9.00. Ómissandi tækifæri til að kynnast „hinni hliðinni“ á Tékklandi, náttúru, landslagi og lífi. Ekið í um 2 klst. þar til komið er til Karlovy Vary sem er án efa einn frægasti heilsuræktarbær Evrópu. Verð kr. 2.900. Íslenskur fararstjóri. Helgarferð 3. apríl – sértilboð – aðeins 29 sæti Verð frá aðeins 2.900 M.v. 2 í herbergi á Parkhotel. Tryggðu þér síðustu sætin í vor 20. mars - 11 sæti 24. mars - laust 31. mars - síðustu sætin 3. apríl - 29 sæti 7. apríl - laust 10. apríl - 23 sæti 13. apríl - 19 sæti 17. apríl - Páskaferð MÁLÞING UM BYGGÐAMÁL föstudaginn 21. mars Fólk og fyrirtæki Um búsetu- og starfsskilyrði á landsbyggðinni Kynning á skýrslu Byggðarannsóknastofnunar og Hagfræðistofnunar DAGSKRÁ: 13:15 Setning Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 13:25 Bakgrunnur og tilurð verkefnisins Dr. Grétar Þór Eyþórsson, Byggðarannsóknastofnun 13:35 Drifkraftar í byggðaþróun - sögulegt yfirlit Dr. Ásgeir Jónsson, Hagfræðistofnun 14:05 Búsetuskilyrði á landsbyggðinni - Hvað segir fólkið sjálft? Kjartan Ólafsson M.A., Byggðarannsóknastofnun 14:35 Flutningar og samgöngur Axel Hall M.Sc., Hagfræðistofnun 15:05 Kaffi 15:35 Menntamál Dr. Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun 16:05 Tillögur á grundvelli rannsóknarinnar Dr. Tryggvi Þór Herbertsson, Hagfræðistofnun 16:30 Pallborðsumræður 17:30 Málþinginu slitið Léttar veitingar í boði Háskólans á Akureyri Stjórnandi málþingsins: Þorsteinn Gunnarsson rektor HA Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti til ingunn@unak.is eða í síma 463-0593 fyrir miðvikudaginn 19. mars, sjá einnig www.brsi.is Staðsetning: Háskólinn á Akureyri, Sólborg, Sal L-201 Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið • Byggðarannsóknastofnun • Hagfræðistofnun brjóti blað viðvíkjandi hönnun íbúð- arhúsnæðis. Nefna má að sérstök áhersla er lögð á útsýnið, sem er ein- stakt til allra átta, sér í lagi þegar of- ar dregur í húsunum, en á efstu hæð- unum koma íbúarnir ekki aðeins til með að sjá út á flóann, til Esjunnar, í Bláfjöllin og vestur á Snæfellsness, heldur yfir Skólavörðuholtið og allt yfir til Álftaness og Reykjaness. Sér- stök áhersla er líka lögð á bjartar íbúðir, stórar svalir, mikið af glugg- um, góða hljóðeinangrun, rúma sam- eign og síðast en ekki síst góða loft- hæð, 2,70 metra í stað 2,50 sem venjulega er í íbúðum,“ segir Einar. „Þarna verður byggt upp stórt hverfi, sem er skipulagt heildstætt á einstökum stað við miðbæinn. Marg- ir hafa þegar gert sér grein fyrir að ekki gefist annað slíkt tækifæri á næstu áratugum til að eignast góða íbúð í miðbænum með því útsýni, sem þar er að finna,“ bætir hann við. Efstu íbúðirnar dýrastar Gert er ráð fyrir að framkvæmd- um við heildarverkefnið verði lokið fyrir árslok 2006. „Við lögðum áherslu á það í hönnuninni að nýta kosti svæðisins með tilliti til birtu og útsýnis, allra þeirra „kjarvals-mál- verka“, sem eru þarna fyrir utan, og eru íbúðirnar að sjálfsögðu verðlagð- ar eftir því. Það þýðir að íbúðirnar eru dýrari eftir því sem ofar dregur í byggingunum og getur munað allt að einni milljón króna milli hæða þó um sams konar íbúðir sé að ræða enda segir það sig sjálft að íbúarnir njóta meira útsýnis eftir því sem ofar dregur. Verð á íbúðunum, sem eru eins og áður sagði allt frá 54 fermetr- um og upp í rúma 200 fermetra, verður á bilinu frá 11 milljónum og upp í 40 milljónir, en á efstu hæðum turnanna fimm verða svokallaðar penthouse-íbúðir á tveimur hæðum, 200 fermetrar hver, og má gera ráð fyrir að þær verði seldar á nálægt 50 milljónum,“ segir Einar. Aðspurður hvort eftirspurn sé á Íslandi eftir fjölbýlishúsa penthouse-íbúðum á 50 milljónir króna, svarar hann því til að nú þegar hafi þrjár af fimm pent- house-íbúðunum, sem í boði væru, verið fráteknar. „Verð á íbúðarhús- næði í miðborginni, sérstaklega í Þingholtunum, undanfarin misseri segir til um ákveðna þróun, sem er að gerast í öllum miðborgum alls staðar í veröldinni. Eftir því sem nær dregur miðborg, er húsnæði einfaldlega dýrara. Í ofanálag bætist við í þessu sambandi kostnaður við landakaup og húsaniðurrif.“ Fólk í miðborgina Einar telur að sóknarfæri mið- borgarinnar séu fjölmörg og að staða verslunar í miðborginni sé alls ekki jafn slæm og af er látið. Sam- starf fyrirtækisins við borgina hafi verið gott enda skynji borgaryfir- völd nauðsyn aðgerða til eflingar borginni. Nýtt skipulag hefur til að mynda verið samþykkt fyrir Lauga- veginn sem segja má að fari bil beggja, bæði þeirra sem vilja vernd- un gamalla húsa og þeirra sem vilja nýtt í staðinn fyrir gamalt. Hönnun- arvinna er að hefjast og má gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstu misserurum. „Það er margt á döfinni í miðbænum og nágrenni hans sem mun styrkja og efla mið- borg Reykjavíkur enn frekar og má segja að hvert skref, sem stigið er í þá átt, sé liður í þeirri viðleitni. Hreyfing er aftur komin á undirbún- ingsvinnu við tónlistar- og ráð- stefnuhús við Norðurbakkann. Unn- ið er að skipulagningu Valssvæðisins með tilliti til atvinnureksturs og skrifstofuhúsnæðis og gera má ráð fyrir ákveðinni uppbyggingu í Vatnsmýrinni, að hluta eða öllu leyti, þegar fram líða stundir. Við viljum auðvitað öll hafa skemmtilegan og líflegan miðbæ. Það gerist ekki nema að í miðbænum búi fólk og að þar séu vinnustaðir. Að öðrum kosti myndu menn bara sjá fram á stein- dauða miðborg að amerískri fyrir- mynd,“ segir Einar I. Halldórsson, að lokum. Tólf mismunandi íbúðargerðir verða í boði. Við hönnun íbúðanna er lögð áhersla á þætti á borð við birtu, útsýni, mikla loft- hæð, stórar svalir, mikið gluggarými, góða hljóðeinangrun og rúma sameign. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.