Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 5 en föngum, eins og búist var við. Nemarnir voru að hylma yfir með öðrum, en í rannsóknum á föngum kom fram að helsta ástæða fyrir fölskum játningum þeirra var þrýstingur frá lögreglu. Þetta bendir til að ungir afbrotamenn séu ólíkir öðrum afbrotamönnum, en það er í samræmi við enska rannsókn frá 1991 á hegðun afbrotaunglinga. Þar kom fram, að helsta ástæða þeirra fyrir fölskum játningum var að vernda félaga sína. Á unglingsárum skipta vina- tengsl miklu máli og það að vernda félaga innan hópsins getur gefið ákveðna virðingu, en það gæti að einhverju leyti skýrt þessa niðurstöðu.“ Grundvöllur frekari rannsókna Emil og Eva Björk segja að sá hópur framhaldsskólanema, sem játaði á sig brot sem hann hafði ekki framið, sé svo fámennur, að erfitt sé að skipta honum niður eftir brotum eða fullyrða um hann að öðru leyti „Því var ekki hægt að prófa tilgátur um hvort þeir sem játa falskt séu undanlátssam- ari, minna félagsmótaðir, harð- lyndari eða tilfinningasamari en jafnaldrar þeirra. Tilgáta um að falskir játarar séu frekar fíkni- efnaneytendur og hafi framið fleiri og alvarlegri brot voru líka ópróf- anlegar.“ Flestir framhaldsskólanemanna höfðu verið yfirheyrðir af því að þeir voru á vettvangi brots. Þótt ekki hafi verið hægt að leggja sér- stakt mat á þá tíu, sem játuðu á sig brot sem þeir höfðu ekki fram- ið, þá kom fram að þeir sem segja lögreglu ósatt, þ.e. neita að hafa framið brot sem þeir frömdu eða játa á sig brot sem þeir hafa ekki framið, hafa svipuð persónuleika- einkenni. „Við lögðum persónu- leikapróf fyrir hópinn, sem mæla undanlátssemi, tilfinninganæmi, hvatvísi, samkennd, áræðni og sjálfsvirðingu, svo dæmi séu tekin. Þeir sem sögðust hafa sagt lög- reglu ósatt reyndust andfélags- legri en hinir. Þeir eru harðlynd- ari og félagsmótun þeirra er minni en jafnaldranna.“ Emil og Eva Björk segja að rannsóknir af þessu tagi gangi út á að kanna hversu algengar falsk- ar játningar séu, enda sé nauðsyn- legt að lögregla sé sér meðvitandi um að þær geti átt sér stað. Nið- urstöðurnar nýtist sem innlegg í umræðuna og sem grundvöllur frekari rannsókna. „Lögregla er að öllum líkindum meðvitaðri um þessa hættu nú en fyrir nokkrum árum, enda hefur komið fram á síðustu árum að þeir sem eru mjög undanlátssamir láta gjarnan undan þrýstingi lögreglu, þótt þeir séu saklausir. Í rannsókn, sem Jón Friðrik Sigurðsson og Gísli H. Guðjónsson gerðu meðal fanga, kom í ljós að 12% höfðu einhvern tímann játað á sig rang- ar sakir, en þá verður að hafa í huga að í þeim hópi voru síbrota- menn, sem höfðu verið yfirheyrðir margoft. Sem fyrr sagði var al- gengasta ástæða falskra játninga meðal fanga þrýstingur frá lög- reglu við yfirheyrslur. Hlutfallið hjá framhaldsskólanemum reynd- ist hins vegar hærra en við bjugg- umst við.“ Emil og Eva Björk segja að mikilvægi rannsóknarinnar liggi í því að ekki hafi verið gerð slík rannsókn áður. „Þar sem niður- stöðurnar byggja á gögnum frá úrtaki framhaldsskólanema á höf- uðborgarsvæðinu og á Akureyri er aðeins hægt að alhæfa þær yfir á þann hóp, en ekki alla á þessum aldri. Hugsanlegt er að þeir sem eru ekki í framhaldsskóla séu ólík- ir að því leyti að þeir brjóti ann- aðhvort meira eða minna af sér, við vitum það ekki. Einnig getur verið að framhaldsskólanemar af þessum svæðum endurspegli ekki ungmenni annars staðar frá.“ Hvatvísir í handalögmálum Framhaldsskólanemarnir 1.080 í úrtakinu áttu stundum bágt með að skilja spurningalistana. Emil og Eva Björk segja að þau hafi t.d. þurft að skýra orðið hvatvísi í nær öllum bekkjum og sama hefði verið uppi á teningnum með orðið handalögmál. Í næstum því hverj- um bekk voru einhverjir sem skildu ekki orðið, jafnvel þótt þeir hefðu lent í átökum sjálfir. GRAFARHOLT Útboð á byggingarrétti fyrir fjölbýlishús, raðhús og þyrpingu parhúsa og einbýlishúsa Auglýst er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á neðangreindum lóðum í Grafarholti: Tvær lóðir fyrir fjölbýlishús: • Þorláksgeisli 19 - 41: Lóð fyrir 60 – 72 íbúða hús. • Marteinslaug 8 - 16: Lóð fyrir 30 - 35 íbúða hús. Fimm lóðir fyrir raðhús: • Gvendargeisli 118 – 126, 128 – 136, 138 – 146, 148 – 156 og 158 - 166: Fimm lóðir fyrir raðhús, 5 íbúðir á hverri lóð. Ein þyrping parhúsa og einbýlishúsa við Grænlandsleið: • Grænlandsleið 1 – 15: Byggingarréttur fyrir 4 íbúðir í parhúsum og 4 einbýlishús með aukaíbúðum, boðinn út í einu lagi. Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja. Hæstbjóðandi þarf að vera reiðubúinn að leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun fram- kvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður tekin til tilboðs hans. Kauptilboðum skal skila til skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 25. mars 2003. Tilboðin verða opnuð í Skúlatúni 2, 5. hæð, sama dag klukkan 16:10 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Kauptilboðum skal skila í lokuðum umslögum, merktum „Grafarholt - kauptilboð”. Tilboðseyðublöð, útboðsreglur og skipulagsskilmálar fást á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, frá og með mánudeginum 17. mars. Einnig er hægt að nálgast tilboðseyðublað og útboðsreglur á heimasíðu borgarverkfræðings (www.rvk.is/bv) undir málaflokknum „Lóðir”. Brýnt er fyrir bjóðendum að kynna sér gögnin rækilega. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2310. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík Reykjavíkurborg • Umhverfis- og tæknisvið Skrifstofa borgarverkfræðings Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.