Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 18

Morgunblaðið - 16.03.2003, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög ÞEGAR tvenn vinahjón, Kristín Traustadóttir og Jón Ingimars- son og Jóhanna Guðbjörnsdóttir og Wilhelm Norðfjörð, fóru til Krítar sumarið 2001 var dagskráin tvískipt. Fyrst var hefð- bundin sólarlandaferð í viku á hóteli í nágrenni Chania og síðan tók við gönguferð um suðurströnd eyjunnar. Þar voru batteríin hlaðin með göngu meðfram ströndinni í fallegu landslagi innan- um gamlar minjar. Lítil krítversk ferðaskrifstofa sem þau fundu fyrst í ferðabók Lonely Planet um Krít og voru síðan í sambandi við á Netinu sá um að skipuleggja fríið og útvega þeim leiðsögumanninn Di- mitris Batsakis sem Kristín segir að hafi verið einstakur. Þau hófu gönguna í Paleohora sem er gömul hippanýlenda. Þaðan var gengið til Sougia og síðan siglt yfir til Agia Roumeli, því að þarna ganga fjöllin fram í sjó. Frá Agia Roumeli, sem þeir kannast við sem hafa gengið Samariagljúfrið, var gengið áfram til Loutro þar sem gist var í 4 nætur en göngunni lauk síðan í Hora Sfakion. „Við vorum í viku á suðurströndinni en gönguferðin stóð yfir í fimm daga. Við fórum í júní en þá er hitinn mátulegur, milli 20 og 30 gráður fyrri hluta dags, meðan við vorum á göngu. Leiðin var mátulega strembin yfirferðar og ekki það erfið að fjöl- skyldur með stálpuð börn ættu að geta farið slíka ferð.“ Stórbrotin saga við hvert fótmál Kristín segir að landslagið sé frekar hrjóstrugt meðfram suður- ströndinni og gróður aðallega í giljum. „Þetta var trússferð svo við þurftum ekki að bera farangurinn okkar á milli staða, eingöngu vatnsbirgðir og annað sem nauð- synlegt var að hafa yfir daginn. Við fengum sól og blíðu alla dagana og Dimitris gætti þess vel að við værum með höfuðföt og nýttum þá skugga sem buðust. Þetta skiptir miklu máli, því að sólin er sterk og skín beint ofan á höfuðið. Hann lagði einnig áherslu á að við drykkjum vatn með reglulegu millibili.“ Hún segir að það hafi verið stórkostlegt að skoða sig um á Krít því eyjan sé full af menningarminjum allt frá því fyrir Kristsburð og stórbrotin saga sé við hvert fótmál. „Þó að það hafi verið sérstaklega gaman að flétta inn í göngu- ferðina menningu og sögu þá var einnig athyglisvert að virða fyrir sér gróðurinn og ekki síst trén sem mörg hver voru orð- in gömul og jafnvel sáum við þúsund ára ólífutré, eftir því sem Dimitris sagði okk- ur.“ Hún segir að fáir hafi verið á göngu meðfram ströndinni sem þeim hafi þótt mikill kostur og leið- sögumaðurinn lagði sig fram um að velja fáfarnar slóðir. Í ferð- inni var m.a. gengið niður Aradenagljú- frið sem liggur sam- síða hinu þekkta Samariagljúfri sem ferðamenn heim- sækja gjarnan og við höfðum gengið niður vikunni áður. Það þýddi að þau rákust þar á eina og eina fjallageit og fugla í staðinn fyrir aðra ferðamenn. Áð í litlum, afskekktum þorpum Kristín segir að í hádeginu hafi þau borðað krítverskan mat á litlum og fábrotnum stöðum heimamanna. „Það var frábært að hafa Dimitris með sér til að velja fyrir okk- ur ekta krítverskan mat og yfirleitt voru þetta léttir en góðir réttir. Eftir hádegi var lífinu svo tekið með ró, gjarnan í litlu þorpi og þar var gist fram á næsta dag.“ Einn áfangastaðurinn höfðaði sérstaklega til Íslendinganna, þorpið Loutro. „Það er ekki hægt að aka þangað heldur einungis sigla og þetta litla þorp er mjög rómantískt og skemmtilegt ekki síst vegna þess að þar voru fáir erlendir ferðamenn. Þegar við vorum búin að ganga í fimm daga dvöldum við áfram í tvo daga í Loutro. Við gistum á litlu og notalegu gistihúsi og leigðum okkur einn daginn kanóa sem við rérum á yfir í næstu vík þar sem við sóluðum okkur þann daginn.“ Sama verð og hóteldvöl í viku En er ekki dýrt að fá leiðsögumann til að fylgja sér í fimm daga? „Kostnaðurinn var sá sami fyrir okkur fjögur og ef við hefðum framlengt dvöl okkar á hótelinu sem við gistum á fyrri vikuna um aðra viku. Í ferðinni okkar var innifalinn akstur til og frá Chania, gisting í sjö daga, allur matur (ekki drykkir) og bátsferðir og leiðsögn í gönguferðinni svo og að ferja farangurinn okkar á milli staða.“ Kristín segist alls ekki mæla með að fólk fari í göngu sem þessa á eigin vegum. „Leiðsögumaðurinn okkar þekkti leiðina mjög vel og var fróður um það sem fyrir augu bar en aðallega myndi ég mæla með að fólk fengi leiðsögn af því heimamenn vita hvenær dags er best að ganga út frá veðurútliti, þeir passa vel vökvajafnvægi lík- amans í brennandi sólinni, auk þess sem þeir þekkja náttúruna og söguna vel og koma þessu öllu til skila af tilfinningu.“ Þegar Kristín er spurð hvort hún stefni á að heimsækja Krít á ný segir hún engan vafa á því enda sé hún rétt að byrja að skoða eyjuna. Vinahjón ákváðu að fara í frí til Krítar, fara fyrst í hefðbundna sólarlandaferð en ganga síðan í nokkra daga meðfram suðurströnd þessarar grísku eyjar í Mið- jarðarhafi. Þau fengu krítverska leiðsögn allan tímann og Kristín Traustadóttir heillaðist af því sem fyrir augu bar. Landslagið er yfirleitt frekar hrjóstrugt meðfram suðurströnd Krítar og gróður aðallega í giljum. Maturinn var léttur en góður og Kristín segir að leiðsögumað- urinn hafi aðstoðað þau við að panta ekta krítverskan mat. Þorpið Loutro höfðaði sérstaklega til göngugarpanna og þar var gist á litlu, notalegu gistihúsi við sjóinn. Þúsund ára tré og fjallageitur á Krít  Ferðaskrifstofan sem sá um að skipuleggja fríið fyrir Kristínu og ferðafélaga hennar heitir Alpine travel. Vefslóð: www.alpine.gr Tölvupóstfang: info@alpine.gr Sími 0030 821 50939 eða 0030 821 53309. Vikuganga með gistingu, morgunverði, hádegisverði og kvöldverði, bátsferðum, ferjun farangurs milli staða og leiðsögn kostaði um 40.000 íslenskar krónur á mann- inn, sumarið 2001. Hér eru Kristín og Jón og Jóhanna og Wilhelm á göngu í Aradenagljúfrinu. Eftirminnileg ferð Í VIAREGGIO, sextíu þúsund manna bæ á Versilia-strandlengj- unni á Ítalíu, er mikið um að vera í febrúar og mars. Þá stendur yfir ár- leg kjötkveðjuhátíð í bænum. Hátíð- in er vel sótt og að þessu sinni voru allt að 250.000 manns sem tóku þátt í henni. Börnin klæðast grímubúning- um og gestir geta tekið þátt í happ- drætti þar sem vinningarnir eru veg- legir, eða sá stærsti var nú um 1 milljón evra. Hátíðin á sér langa sögu því þetta var í 130. skipti sem hún var haldin. Há- punktur hátíða- haldanna hefur í ár- anna rás verið þegar sérstakir kjötkveðjuvagnar keppa til verðlauna í tveimur flokkum. Vagnarnir eru búnir til úr pressuðum pappír og keppst er við að gera þá sem skrautlegasta. Þeim er síðan ekið eftir strandlengj- unni þar sem gestir geta virt þessi listaverk fyrir sér. Yfirleitt eru vagn- arnir tileinkaðir persónum í stjórn- málum bæði þá ítölskum og frá öðr- um löndum. Að þessu sinni voru flestir vagnarnir tileinkaðir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Vagninn sem hlaut fyrstu verðlaun að þessu sinni bar heitið Mente Int- elligente eða gáfaði heilinn og er þar vísað til Berlusconi. Í öðru sæti var Sinistre ossessioni del Cavaliere, eða ásækni vinstri hluta heila Berlus- coni. Trúðurinn einkennismerki Kjötkveðjuhátíðin í Viareggio hef- ur frá árinu 1931 átt sitt einkenn- ismerki sem er trúðurinn Burla- macco. Búningur hans hefur breyst með tímanum en hann er nú hvítur og rauður. Upprunalega var með hon- um fylgdarkonan Ondina sem var í sundfötum og nú klæðist hún hvítu bikiní. Á safni lista og alþýðuhefða í Róm, Museo della Arti d della Tradi- zioni popolari di Roma, er gína klædd í búning af Burlamacco og höfuð hennar er búið til úr press- uðum pappír eins og vagnarnir í Via- reggio. Hafi lesendur hug á að gera sér ferð á kjötkveðjuhátíðina að ári þá eru vagnarnir búnir til á 16 stöðum við torg í La cittadella del Carnevale di Viareggio. Á einum staðnum er búið að koma upp safni sem er til- einkað sögu kjötkveðjuhátíðarinnar. Hægt er að láta skrásetja sig til að fá leiðsögn um safnið en slík ferð tek- ur þrjár klukkustundir. Vagnarnir eru skrautlegir og að þessu sinni voru þeir flestir skírðir í höfuðið á ítalska forsætisráðherranum Silvio Berlusconi. Kjötkveðjuhátíð í Viareggio á Versilia-strandlengjunni á Ítalíu Skrautlegir vagnar keppa til verðlauna Í bænum Viareggio á Ítalíu er árlega haldin kjötkveðjuhátíð. Bergljót Leifsdóttir fylgdist með nýafstöðnum hátíðarhöldunum.  Safnið sem tileinkað er sögu kjötkveðjuhátíðarinnar er þess virði að skoða geri fólk sér ferð á hátíðahöldin að ári eða síðar. Hægt er að láta skrásetja sig á lista til að fá leiðsögn um safnið sem tekur þrjá tíma. Hafa þarf samband í síma 0039 0584 47503 eða 0039 005584 962568. begga@inwind.it

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.