Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir VILLA Maria er einnþekktasti vínframleið-andi Nýja-Sjálands.Fyrirtækið var stofnað árið 1961 og á ekrur á helstu ræktunarsvæðum Nýja-Sjálands jafnt á Norðureyju (Gisborne og Hawkes Bayk) sem Suðureyju (Marlborough). Vínin frá Villa Maria eru traust og endurspegla vel sérkenni nýsjálenskra vína. Fersk og skörp hvítvín með djúpum ávexti. Þrjú vín frá Villa Maria eru nú í sölu hér á landi og eru þau öll úr hinni svoköll- uðu Private Bin línu, sem er fyrsta gæðastig fyrirtækisins. Þau eru öll unnin úr þrúgum frá Marlborough-héraði, sem er nyrst á Suðureyju. Sumur þar eru mjög heit og margar sól- skinsstundir en jafnframt sval- ar nætur gera hvítu þrúgunum kleift að ná mjög góðum þroska. Öll þrjú eru afbragðsgóð, tvö þeirra ung og fersk frá árinu 2002 en hið þriðja ögn dýpra og þroskaðra. Þau eiga það einnig sammerkt að vera með skrúfu- tappa, sem kann að virðast und- arlegt í fyrstu en venst vel. Tvö vínanna eru fáanleg í sérpöntun og á veitingastöðum. Char- donnay-vínið er fáanlegt á sér- lista ÁTVR. Villa Maria Chardonnay 2000 hefur meiri þyngd en hin vínin. Greina má eik, vínið er feitt, rjómi og jafnvel angan af andarfitu. Ávöxturinn sömuleiðis feitur og þykkur með sítrus, vanillu og hitabelt- isávöxtum. 17/20 Kostar 1.550 krónur. Villa Maria Sauvignon Blanc 2002 er grænt og berjamikið, í munni skarpt og ferskt með ríkjandi grænum Granny Smith- eplum. Þetta er að mörgu leyti skólabók- ardæmi um vín úr þrúgunni Sauvignon Blanc, allt að því ýkt. 17/20 Villa Maria Riesling 2002 er yndislegt vín. Sætur og gómsætur lime-ávöxtur, þykkt, fersktmikil sól og þroski í bragðinu. Algjört sælgæti. 18/20 Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is.  Dagana 17.–23 mars verður haldin umfangs- mikil kynning í Reykjavík á vegum Torres á spænskri matar- og vínmenningu. Til landsins koma tveir fagmenn frá Spáni, þeir Toni Batet Collado, vínþjónn, og Javier Lopez-Cruiz, mat- reiðslumeistari. Þessir fagmenn munu dvelja á Íslandi um vikutíma, en sérstakur spænskur mat- seðill verður á Hótel Holti dagana 19.–23. mars, og boðið upp á ýmsar nýjungar í vínum frá Torr- es. Auk þess verða fjölmörg námskeið í boði fyrir áhugafólk og fagfólk um vín og spænska mat- argerð. Toni Batet Collado hefur víðtæka menntun sem vínþjónn (Sommelier) frá Barcelona og Toul- ouse í Frakklandi. Toni starfar nú í hópi vínþjóna á vegum Torres-fjölskyldunnar í Vilafranca del Penedés, en þar áður starfaði hann á ýmsum veitingahúsum innan og utan Spánar, meðal ann- ars á hinum fræga veitingastað í París, Alain Du- casse, sem hefur 3 Michelin stjörnur. Javier Lopez-Cruiz er menntaður mat- reiðslumaður frá Barcelona, hann er katalónskur og starfar um þessar mundir á spánnýjum „fu- sion“ veitingastað í hjarta borgarinnar, Restaur- ant Reñer. Javier hefur víðtæka reynslu, m.a. af Michelin-stöðum í Frakklandi og Belgíu, auk þess sem hann hefur starfað á mörgum vel þekktum veitingastöðum á Spáni. Nánari upplýsingar um Torres-vikuna, nám- skeið og vínsmakkanir er að finna á www.mat- arlist.is og www.vin.is. Torres-vika  Þeir sem reglulega opna flösku af víni hafa ef- laust einhvern tíma orðið fyrir því óláni að vín sé skemmt. Í nær öllum tilvikum má rekja skemmd- ina til korktappans. Skemmd vín eru ekki hættu- leg heilsunni, þau eru einungis bragðvond. Stundum er einungis um það að ræða að vínið er dautt, allt líf og allur ávöxtur horfinn. Í öðrum til- vikum hafa ömurleg fúkkaeinkenni komið í stað ljúfrar anganar. Þetta er alltaf svekkjandi en ekki síst þegar um góð vín er að ræða, kannski flösku sem búið er að geyma í kjallaranum í mörg ár. Þar sem framleiðendum er yfirleitt kennt um það ef vínið er korkað (flestir neytendur átta sig ekki á því að vínið sé korkað heldur líta svo á að það sé vont og kaupa ekki sömu tegund aftur) hafa margir brugðið á það ráð að sleppa kork- inum. Sumir nota gervikorka, sem hægt er að fá í öll- um regnbogans litum, en aðrir taka skrefið til fulls og nota venjulega skrúfutappa. Lengi vel voru skrúfutappar einkenni ódýrra ruslvína en nú hafa nokkrir toppframleiðendur hafið notkun þeirra með þeim rökum að þannig sé víninu skil- að í bestu ásigkomulagi til neytenda. Í þessum hópi eru ekki síst fyrirtæki í Ástralíu og Nýja- Sjálandi, til dæmis nýsjálenska fyrirtækið Villa Maria. Margar forvitnilegar upplýsingar má fá á vef- síðunni www.screwcap.co.nz sem er upplýs- ingasíða nýsjálenskra baráttumanna fyrir notkun skrúfutappa. Þar kemur fram að árið 2000 voru engin nýsjálensk vín með skrúfutöppum en nú eru tæp 15% allra nýsjálenskra vína með skrúfu- tappa. Enginn korkur! S UÐUR við Miðjarðarhaf er að finna kjöraðstæður fyrir sítrónur og þær er hægt að rækta þar allt árið um kring. Sítrónutré eru við- kvæmar plöntur og þola illa mikl- ar hitabreytingar eða frost, en þola á hinn bóginn mjög vel mik- inn hita svo framarlega sem þær eru vökvaðar stöðugt. Sítrónur eru vitanlega ekki bara rækt- aðar suður við Miðjarðarhaf, heldur t.d. einnig í Kína, Bandaríkjunum (bæði í Flórída og Kali- forníu), Japan og Brasilíu svo dæmi séu tekin. Sítrónur eru afar hollar og C-vítamínríkar og börkurinn inniheldur dýrmæta olíu (gætið þess ávallt að kaupa lífrænt ræktaðar sítrónur ef nota á börkinn). Byggjum okkur upp eftir veturinn með hjálp hins glaðlega ávaxtar. Sítrónubætt hressingarvín og líkjörar SÍTRÓNUVÍN MEÐ EINIBERJUM Leggið börk af 1 sítrónu og 15 g af einiberjum í bleyti í 1 flösku af þurru hvítvíni (helst með hátt áfengismagn) og látið standa í lokaðri flösku í 15 daga. Síið og hellið á flösku. Drekkið tvö staup af drykknum á dag til hressingar og meltingarörvunar. Hann hentar sérlega vel þeim sem þjást af gigt og lystarleysi. SÍTRÓNUVÍN MEÐ RÓSMARÍNI Leggið börk af 1 sítrónu ásamt 30 g af fersku rósm- aríni í bleyti í 1 lítra af rauðvíni. Geymið í lokuðu íláti í eina viku. Síið og hellið á flösku. Fáið ykkur eitt glas af drykknum ef meltingin er erfið. VIN BRULÉ (BRENNT VÍN) Setjið börk af einni sítrónu, 5 g af kanil, 2 negul- nagla, 2–3 einiber og 1⁄2 l af rauðvíni saman í pott og hitið að suðumarki. Þegar fyrsta suðumarks gætir, rennið þá logandi eldspýtu yfir heita gufuna til að brenna burt áfenga hluta drykkjarins. Slökkvið því næst logann og bætið hunangi og sykri saman við drykkinn sem skal síaður áður en hann er borinn fram. Drekkið eitt glas ef flensa eða kvefpest er að hrjá ykkur. Þrjár góðar sítrónusósur SÍTRÓNUÍDÝFA 1 sítróna 50 g rjómaostur í litlu sexhyrndu öskjunum (eða ferskur hvítur geitaostur) 50 g smjör salt Mýkið smjörið við stofuhita, skerið í bita og hrærið það mjúkt og froðukennt í skál með tré- sleif. Blandið ostinum varlega saman við ásamt tveimur tsk af sítrónusafa, 1 tsk af rifnum berki og ögn af salti. Berið ídýfuna fram með hráum grænmetisstönglum eða ristuðu brauði. SÍTRÓNUSÓSA MEÐ EGGJUM 1 stór sítróna 2 egg múskat salt og pipar Hrærið allt saman í mjúka froðukennda blöndu. Notið blönduna sem salatsósu út á heit eða köld grænmetissalöt. BESTA FISKISÓSA Í HEIMI (SALMORIGLIO SICILIANO) Þessi sósa er ættuð frá Sikiley og er himnesk með öllum grilluðum fiski (a.m.k. langflestum). Safi úr tveimur safaríkum sítrónum 5 msk góð ólífuolía ögn af origanó pipar 1 hvítlauksgeiri Þeytið allt saman og hellið yfir grillaðan fisk- inn. Sítrónur allt árið Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r Morgunblaðið/Áslaug Snorradóttir ALTO Adige er drauma-staður fyrir sælkeraekki síður en útivist-arfólk. Á veturna er varla hægt að hugsa sér betra skíðasvæði en Renon-hérað og þá er tilvalið að gista t.d. í litla þorp- inu Collalbo (Klobenstein). Svæðið er ekki síður spennandi á sumrin, þá getur maður notið hins fríska fjallalofts og nýtt hinar óteljandi gönguleiðir. Það er mjög þægilegt og ekki síður ævintýri, að ferðast til Suð- ur-Tíról með lest. Þá er tekin lest til Bolzano og þaðan farið upp með fjallakláf (funivia) til Sopra Bolz- ano. Útsýnið á leiðinni gefur fögur fyrirheit um það sem koma skal. Í Sopra Bolzano flytur lítil trélest (sem er ævintýri út af fyrir sig) mann til Collalbo. Ef maður vill fara á skíði er e.t.v. þægilegra að vera á bíl en tíu mínútna akstur er upp að rótum fjallsins Ritterhorn sem er um 2.200 metra hátt og mikil skíðaparadís. Í hlíðum fjallsins eru krár þar sem boðð er upp á kjarngóða, klassíska Dólómítarétti eins og „speck“, „knödel“ að ógleymdu hinu margrómaða „apfelstrudel“, sem er ljúft að gæða sér á ásamt heitum epladrykk eftir skíðatörn. Einnig er skylda að bragða eggja- köku með bláberjasultu „frittata con mirtilli“. Háklassaveitingastaður á sveitabýli Frábær veitingastaður er fyrir ofan bæinn, á gömlu býli sem ber nafnið Kematen. Þar er boðið upp á það besta sem héraðið hefur fram að færa og matreiðslan er fáguð og hugmyndarík. Eins stendur staðurinn reglulega fyrir þemavikum (þegar myndirnar voru teknar var t.d. fiskiþema). Vínlistinn er líka spennandi. Santa Maddalena er sú tegund sem aðallega er ræktuð í hæð- unum fyrir ofan Bolzano, en í Bolzano sjálfri er víngerðin Gries vel þekkt. Merlot frá Lago di Caldaro og vínið Silvenar og Müll- er Turgao eru meðal þekktra vína af svæðinu. Frábær Gewürstram- iner og eins Sauvignon eru á list- anum og mæli ég sérstaklega með Sauvignon frá Lafoa. Miði flösk- unnar (eins sjá má á mynd) er ekki síður listaverk en vínið sjálft og er gott dæmi um nána samvinnu listamanna og vínframleiðenda héraðsins. Gyllti liturinn í mið- anum er í fullkomnu samræmi við gylltan glampa vínsins og myndin kallast á ljóðrænan hátt á við aprí- kósusteinakeim, krydd ofl. spenn- andi og dularfullt sem vínið hefur að geyma. Til merkis um ágæti vínsins hlaut það 6 glös af 6 mögulegum í hinni virtu vínbók Gambero rosso. Heimasíða Renon-svæðisins er: www.renon.it Falin Dólómítaparadís Morgunblaðið/Hanna Gætt sér á Speck.Sveppa-, spínat-, og ostaknödel. Hið ljúfa Lafoa sauvignon ásamt blönduðum sjávarréttum à la Kematen (þ.á m. forvitnilegu kol- krabbaterrine lengst t.v.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.