Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LESANDI góður, hefur þú nokkurntímann tekiðvatnsfötu með þér í sturtutil þess að minna vatns- magn fari til spillis? Kælt soðið af kartöflunum til þess að geta gefið það pottaplöntunum þínum vegna þess að þær hafa fylgt þér lengi og þig langar að sjá þær blómstra einu sinni enn? Velt fyrir þér hvort þú getir kannski einhvers staðar komið þeim í fóstur? Staðið augliti til auglitis við naut- pening baulandi af hungri, skepnur sem þú hefur fóstrað frá fæðingu, og reynt að útskýra fyrir þeim að hey- birgðirnar séu á þrotum? Að það þurfi að skammta heyið. Að kannski rigni bráðum. Kannski. Hefurðu séð gróðursæla mold breytast smátt og smátt í sand sem fýkur upp í vit þín, inn í öll húsakynni eða út í buskann í minnstu vind- hviðu? Undanfarnar vikur hefur Óðinn, nautið fræga, vakið aðdáun fyrir að ganga á smávaxin tröllatrén (euca- lyptus) eins og jarðýta og fella þau svo hjörðin geti etið laufin. Ekki er mikil næring í laufblöðunum en þau fylla magann. Enginn þarf að hafa áhyggjur af trjánum – hér vaxa trén eins og illgresi. Stöðuvatnið sem hvarf … Geturðu ímyndað þér Elliðaárnar þorna upp? 99% af Nýju Suður-Wales voru í febrúarmánuði yfirlýst þurrkasvæði. Vatnsleysið er orðið eitt stærsta vandamálið. Fjöldi vatnsbóla hefur þornað upp. Sum sveitaþorp eiga vatn aðeins til nokkurra vikna eins og t.d. Coonabarabran, NSW, þar sem búa 4.000 manns. Ströng vatns- skömmtun er í gildi víðast hvar. Margir hafa orðið að gefa alla garð- rækt upp á bátinn. Í Narrabri er hið fagra stöðuvatn sem fuglar hópuðust að og almenningur sótti sem kjörinn hvíldar- og skemmtistað, horfið með öllu. Ekkert nema smáleðja sést á vatnsbotninum. Ferskvatnsnotkun hefur aukist gífurlega samkvæmt skýrslu the Co-operative Research Centre for Freshwater Ecology eða frá 14.600 gígalítrum árið 1984 upp í 23.300 gígalítra árið 1997. 7% Ástrala drekka flöskuvatn og 24% eru óánægð með gæði drykkjarvatns. Satt best að segja er kranavatnið algjörlega ódrekkandi og halda margir því fram að heilsusamlegra sé að drekka bjór. Þá afsökun hafa Ís- lendingar ekki. Á nýársdag féll víða regn. Þá vökn- uðu vonir. Þá sáðu margir bændur korntegund sem kallast dúrra (sorg- hum) í stundarbjartsýni. Nú er öll sú uppskera í hættu og tekin að visna. Ekki er hægt að beita búpeningi á þessa korntegund nema hún sé orðin 60 cm há vegna vissra eitrunaráhrifa sem hreinlega drepa skepnurnar. Hitabylgja og rok stóð í rúma viku í febrúar. Þá viku var meðalhitinn 35 stig á Celsíus í Narrabri en fór víða hærra – og gerði illt verra. Þurrkurinn er svo slæmur að … Útvarpið gegnir gífurlega mik- ilvægu hlutverki í þessum nátt- úruharmleik. Einkum í sveitum reið- ir fólk sig á fréttir þess af veðri, vindum og eldum. Útvarpsstöð ABC hefur haldið uppi móralnum eftir bestu getu og notað m.a. Netið til þess að fá fólk á landsbyggðinni til þess að tjá sig. Eina vikuna var samkeppni í að botna setningu sem hófst á þessa leið: Þurrkurinn er svo mikill að … Margir „botnar“ urðu fleygir: „Þurrkurinn er svo mikill að við fyll- um regnvatnstankinn af bjór; …að kýrnar mjólka bara þurrmjólk; …að ull kindanna er orðin að stálull“ og þannig áfram. Einhver lagasmið- urinn bjó síðan til lag og setti bestu botnana saman í texta. Fólk hefur beitt skopskyni sínu óspart til að halda uppi samhygð, samvinnu og von. Þá er leikin tónlist eins og „Look at the bright side of life …“ – Lítið á björtu hliðar lífsins. Því miður er það eins og að leita að nál í heystakki sem reyndar er ekki til lengur. Hið fræga viðkvæði Ástrala „No worries, mate“ eða „Engar áhyggjur, félagi“ hljómar hálfankannalega við núverandi aðstæður þurrka og elda. Undir skopskyninu býr þó djúp ör- vænting og eru góð ráð dýr. Kirkjufeður biðja með söfnuðum sínum til hinna ýmsu guða um regn. Bændakonur fækka fötum og dansa naktar úti á akrinum – eyði- mörkinni öllu heldur – til þess að hvetja regnguð sinn til dáða. Borgar- konur mæta á staðinn og dansa með til að sýna samstöðu með kynsystr- um sínum á landsbyggðinni. Það er ekki nóg með að þurrkarnir séu hinir verstu í heila öld heldur eru skógareldarnir það líka. Ekki þarf nema smáneista til að koma öllu í bál og brand. Einn sígarettustubbur út um bílglugga og allt fuðrar upp. Fyrsta verk manna að morgni er að skima eftir reyksúlum sem kunna að sjást á skógivöxnum hæðum og fjöllum eða meðfram vegum. Algjört bann ríkir við að kveikja elda og hef- ur slíkt bann ríkt vikum saman í NSW. Sennilega á evrópsk akuryrkja lít- ið erindi til Ástralíu. Frumbyggjarn- ir lifðu um árþúsundir við aðstæður þurrka, flóða og elda í Ástralíu, og öfluðu sér dýrmætrar reynslu. Ein gömul sögn segir – svo for- vitnilegt dæmi sé nefnt – að frum- byggjakonur sem komnar voru að því að fæða, hafi gert holu í sandkennda moldina, kveikt eld og látið öskuna kólna. Í þessari holu fæddist síðan barnið – í mjúku, sótthreinu rúmi öskunnar. Ekki er þetta kannski til eft- irbreytni á nýrri öld. Ýmislegt mætti þó af frumbyggjunum læra en hver nennir að huga að því. Hafið hljótt, slökkviliðsmenn sofa Víða hafa geisað skógareldar. Fréttir af þeim hafa borist um alla heimsbyggðina. Þykkur reykur and- rúmsloftsins blandast hugrekki þeirra þúsunda sjálfboðaliða sem hafa barist vikum saman – 125 daga – við hlið hinna opinberu slökkviliðs- manna – við elda í borgum, í sveitum, í þjóðgörðum og víðar og berjast enn. Angist og skelfingu þeirra sem reyna að verja eigur sínar og tilveru getur hver maður skilið. Og konur smyrja samlokur út í eitt handa þessu ósér- hlífna, fórnfúsa liði. Sjálfboðaliðarnir eru ólaunaðir. Unnið er á vöktum. Sums staðar í litlum þorpum má sjá spjöld þar sem á stendur: Hafið hljótt – slökkviliðs- menn sofa. Aka þarf varlega eftir þjóðvegum og þó einkum sveitavegunum þar sem engin beit er lengur fyrir keng- úrur, emufugla og önnur villt dýr í skógunum. Dýrin sækja því í smá- vegis beit sem finna má meðfram vegunum. Margir sveitabæir fá óvæntar heimsóknir. Tröllaeðlur, eit- urslöngur, furðufuglar og fleiri dýr koma í leit að vatni og fæðu. Bænda- konur eru skyndilega farnar að gefa nokkrum þessara gesta vatn og fæði. Sumir bændur hafa leitt hjarðir sínar út á vegina og er kúnst að aka milli kúnna sem rása yfir veginn í sífellu því þær halda ævinlega að grasið sé grænna hinum megin við veginn. Í einum hópi vágesta hefur þó fækkað í þessum þurrkum fyrir utan moskítóflugurnar en það eru villi- svínin. Tekist hefur að skjóta um 4.000 villsvín úr flugvél í nágrenni Narrabri en svínin eru hin versta plága og geta verið stórhættuleg mönnum. Hroki Yfir hásumartímann – janúar og febrúar – er krikket ein aðalíþróttin hér í Ástralíu – fyrir utan tennis. Yfir jól og áramót er setið sem fastast fyr- ir framan skjáinn og leikmenn verða þjóðhetjur og eru kjörnir menn árs- ins – ekki bara íþróttmenn ársins eins og annars staðar tíðkast. Um áramótin 2002–2003 var keppt við England og Sri Lanka í krikket í helstu borgum álfunnar. Ástralar sigruðu alla andstæðinga sína með yfirburðum – jafnvel svo miklum að við lá að engin spenna myndaðist í leikjunum. Sjálfstraust og sjálfsöryggi ástr- alska liðsins auk frábærrar getu þess er með ólíkindum, hins vegar virðast leikmenn heldur hrokafullir. Eiga þeir erfitt með að sætta sig við úr- skurði dómarans. Sætir einn leik- manna leikbanni nú um tíma auk þess sem hann verður að sækja ráð- gjöf. Hann viðhafði orðin „black cunt“. Slíkt orðbragð er því miður ekkert einsdæmi og illu heilli eru lið frá Asíulöndum að sumu leyti búin að sætta sig við slíkt. Í þetta sinni var það hvítur Ástrali sem heyrði um- mælin og kvartaði við rétta aðila. Þessa dagana stendur heims- meistarakeppnin í krikket yfir og eru Ástralar að sjálfsögðu óðfúsir í að verja titil sinn sem þeir nældu sér í á Englandi árið 1999. Flestir leik- anna fara fram í Suður-Afríku. Hins vegar hefur staðið styr um Afr- íkuríkið Zimbabve þar sem nokkrir leikir eiga að fara fram. Öryggi leik- manna er talið ótryggt vegna stjórn- málaástandsins í því landi. Var Áströlum eða Suður- Afríkumönnum spáð sigri en krikket er þannig leikur að allt getur í raun- inni gerst og nú eru Ástralar komnir í fjögurra liða úrslit, en Suður- Afríkumenn dottnir út. Hnípin þjóð í vanda … Herskip Ástrala, HMAS Ka- nimbla, sigldi úr höfn í janúarlok með sérþjálfaðar hersveitir innan- borðs sem eiga að taka þátt í stríði við Írak. Ekki þurfti alríkisstjórnin samþykki þingsins til þessarar ákvörðunar – hvað þá þjóðarinnar. Virðuleg athöfn fór fram við höfn- ina í Sydney þar sem forsætisráð- herra, John Howard, og leiðtogi Verkamannaflokksins, Simon Crean, héldu eftirminnilegar ræður. Sagðist Simon Crean vera því mótfallinn að senda skipið og hersveitirnar. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja bíða eftir úrskurði SÞ og telja marg- ir einhliða árás ólögmæta. Hefur þríeyki Bandaríkjanna, Bretlands og Ástrala verið kallað „The New White Man’s Club“ í blaðagreinum. Þetta var átakanleg kveðjustund fyrir fjölskyldur og vini þeirra sem sigldu á braut og varð atburðurinn gífurlegt fréttaefni fjölmiðla. Stjórnarandstaðan vildi fá að ræða málið á þingi og beina spurningahríð að forsætisráðherra en það tókst ekki fyrr en löngu síðar. Í járngreipum náttúru Miklir þurrkar hafa gert íbúum Nýju Suður-Wales lífið leitt undanfarið. Vatnsleysi er orðið eitt stærsta vanda- málið og ströng vatnsskömmtun er í gildi víðast hvar. Sólveig Einarsdóttir gerir þurrkana að umfjöllunarefni sínu og segir auk þess frá andstöðu almennings við stefnu ástralskra stjórnvalda í Íraksdeilunni. Reuters 99% af Nýju Suður-Wales eru yfirlýst þurrkasvæði. Vatnsleysið er orðið eitt stærsta vandamálið, en fjöldi vatnsbóla hef- ur þornað upp. Sum sveitaþorp eiga vatn aðeins til nokkurra vikna og ströng vatnsskömmtun er í gildi víðast hvar. Hópur Ástrala mótmælir hér hótunum Bandaríkjamanna um árás á Írak og stefnu áströlsku stjórnarinnar í því máli. Á spjaldinu í forgrunni er mynd af for- sætisráðherra landsins, John Howard, og á hann hefur verið málað yfirvara- skegg að hætti Adolfs Hitlers. Reuters Hitasvækja, reykur og ryk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.