Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 B 19 ferðalög JÓHANNES ætlaði alltaf að verða bóndi á sama tíma en Sólveig gat ekki hugsað sér að búa í sveit. Þau eru bæði „af mölinni“ eins og þau segja, hann verkstjóri hjá Garðyrkjustjór- anum í Reykjavík og hún vann ýmis skrifstofustörf. Saman bjuggu þau í þriggja hæða raðhúsi á besta stað í bænum. En sumir eltast við draum- inn þar til hann rætist og svo fór að Sólveig féllst á flutninginn, „ég lofaði Jóhannesi að gefa þessu eitt ár,“ segir hún, þegar jörðin Höfðabrekka var föl. Þetta eina ár er nú orðið að 14 ár- um og ekkert fararsnið á Sólveigu aft- ur til Reykjavíkur. Ekki nógu mörg börn Þau tóku við myndarlegum húsa- kosti í Höfðabrekku, en byggðu skjótt hæð ofan á íbúðarhúsið. „Það var nú svo, að við áttum ekki nóg af börnum fyrir öll þessi herbergi, það datt því í Sollu að smíða skilti sem á stóð Bed and breakfast. Hún arkaði síðan með það niður að þjóðvegi og setti það þar niður. Það var fullt hjá okkur sama kvöld. Þetta voru að vísu aðeins þrjú herbergi svona í byrjun, en þessi byrjun gaf okkur byr undir báða vængi.“ Þau stækkuðu við sig jafnt og þétt og notast var við eldhús og stofu heimilisins til ársins 1993. En ef athafnasemi þeirra hjóna er skoðuð, þá var smíðað 5 herbergja hús árið 1989 og 1991 var bætt við 12 herbergja húsi og öll voru herbergi þessi með baðherbergi. Árið 1993 var innréttaðaur nýr matsalur, 1995 kom síðan annað 12 herbergja hús, allt 2 manna herbergi með baði. Sama ár voru smíðuð þvotta- og starfsmanna- hús. 1998 var matsalur stækkaður og bætt við 10 herbergja húsi og 2001 var eldhúsið stækkað, svo og móttak- an. Í fyrra var síðan baðhúsi með sex heitum pottum bætt við. Öll umrædd aðstaða með tilheyrandi gróskumikl- um görðum og skógrækt, í návígi við stórbrotna náttúru Mýrdalssvæðis- ins, gerir staðinn aðlaðandi, sérstak- lega á góðviðrisdögum. Höfðabrekkuhjónin sem eru aðilar að ferðaþjónustu bænda byggja starf- semina fyrst og fremst upp á hópum erlendra ferðamanna sem eru á ferð um landið og tjalda til einnar nætur. Menn hafa þó í mörgum tilvikum síð- an möguleikann á að vera lengur og síðan eru bæði innlendir- og erlendir ferðamenn á eigin vegum sem stoppa í lengri eða skemmri tíma. Ennfrem- ur, einkum utan hins hefðbundna ferðamannatíma, standa stundum hjá þeim brúðkaup, stórafmæli, árshátíð- ir og fleira í þeim dúr. Fastmótað fyrirkomulag Jóhannes segir þau í Höfðabrekku vel staðsett með tilliti til þekktra staða, því menn víli ekki fyrir sér langar dagleiðir. „Við höfum séð að það eru í raun aðeins tvö svæði sem eftir sitja í hugum þeirra ferðamanna sem við umgöngumst, suðaustur- hornið með Höfn, Jökulsárlón og Skaftafell í öndvegi og svo Mývatns- svæðið, en inni í því eru menn einnig að tala um þjóðgarðinn í Jökulsár- gljúfrum og Ásbyrgi. Þetta stafar lík- lega af ferðamátanum, algengt er að hópar séu hér í vikutíma og þá er farið hratt yfir. Ég veit dæmi um erlenda ferðaskrifstofu sem kynnti sér sér- staklega svæðið frá Borgarfirði og út á Vestfirði, sá alla þá draumastaði sem þar er að finna, en það seldist bara nákvæmlega ekkert í þær ferðir sem átti að fara um þær slóðir og hætt var við allt saman. Þetta segir manni að fyrrnefndu svæðin hafa áralangan sess, fólk þekkir nöfn eins og Jökuls- árlón, Dettifoss og Mývatn, spyr um þá og vill sjá þá.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ferðabændurnir í Höfðabrekku í Mýrdal, Sólveig Sigurðardóttir og Jóhannes Kristjánsson. Stöðug uppbygging í Höfðabrekku Óhætt er að segja að Sólveig Sigurðardóttir og Jóhannes Kristjánsson sem eru ferða- þjónustubændur í Höfða- brekku í Mýrdal hafi hreiðrað myndarlega um sig. Guð- mundur Guðjónsson heim- sótti þau á dögunum og fræddist um stöðuga upp- byggingu frá árinu 1987. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Barinn er í veiðihúsastíl. Sonur þeirra Jóhannesar og Sól- veigar, Björgvin, er ötull í rekstrinum. Situr hér í bjartri setustofunni í Höfðabrekku.  Höfðabrekka Símar eru 487 1208 og 892 9116, Fax er 487 1218 Netfang hotel-hofdabrekka@is- holf.is MÉR hefur ekki tekist að fá óyggjandi upplýsingar um fjölda kristinna manna í Egyptalandi, líklega eru þeir þó um tíu prósent þjóðarinnar sem þýðir að þeir eru um 7 milljónir. Samskipti þeirra og múslima eru yfirleitt áfallalítil enda finnst mér í fljótu bragði margt líkt með þeim, með- al annars með tilliti til fjölskyldu. Ég hitti Ísak, nýtrúlofaðan og lukkulegan strák, í Sjarm el Sjeikh á dögunum. Hann sagði mér að hann og unnustan kepptust nú við að safna í búið svo þau gætu stofnað heimili eftir ár eða svo. Hann hafði kennt í Franska skólanum í Mádi, einni útborg Kaíró, í nokkur ár en laun kennara eru yfirgengilega lág og þegar honum bauðst vinna á líbönskum veitingastað i Sjarm el Sjeik sló hann til. „Ég hef um túsund pund á mánuði hér og allt frítt,“ sagði hann mér mjög glaður í bragði. Þúsund egypsk pund eru um fimmtán þúsund krónur og þau laun eru um helmingi hærri en kennaralaunin. Mamma og amma fylgja með Ísak fræddi mig einnig á því hvernig þau ætla að haga heimilishaldinu, hjónin ungu, þegar þar að kemur. Hann sagðist til dæmis hafa sett það skilyrði þegar samið var um trúlofunina að mamma og amma yrðu á heimilinu. „Ég get ekki hugsað mér lífið án ömmu, hún er svo einstök manneskja,“ sagði Ísak og bætti við að unnustan væri afar ánægð með ömmu og hefði ekki talið það annað en sjálfsagt og það gæti verið að móður- amma hennar fylgdi henni. Svo ömmur eru sem sagt eftirsóttar hér og það þykir mér ljómandi uppörvandi og vænti þess að barnabörnin mín á Íslandi lesi þetta og athugi málið. Verðlagið hærra en í Kaíró Sjarm el Sjeikh er einn helsti útlend- ingaferðamannastaður í Egyptalandinu, syðst á Sínaískaga, og það munu hafa verið Ísraelar sem hófu uppbyggingu á þessum stað þegar þeir réðu Sínaí. Það var ekki komið mikið fjör í ferðamanna- bransann þegar ég var þarna nýlega en veðrið var hlýtt og ferðamenn gengu um léttklæddir en Egyptarnir voru enn í peysum. Langflestir ferðamennirnir virt- ust vera Ítalir, Þjóðverjar og Rússar og það mátti sjá á matseðlum veitingahús- anna þar sem allt var kynnt á þessum tungumálum, auk arabískunnar. Og ég rakst ekki á nema einn veitingastað sem hafði egypskan mat á boðstólum, sá stað- ur er raunar rekinn af Magnúsi Magn- ússyni sem ég hef áður minnst á, en hann á einnig kínverskan stað í Sjarm el Sjeikh. Aftur á móti voru ítalskir staðir hvert sem litið var svo og skyndibitastað- ir eins og McDonalds og Kentucky Fried. Og þótt ferðamannastraumurinn væri ekki kominn á skrið var auðfundið að maður var á útlendingastað, verðlagið var yfirleitt langtum hærra en í Kaíró. Hótelið mitt, Gazella, var við Námafló- ann, prýðilega í sveit sett og þægilegt. Þar mátti velja um notaleg herbergi fyrir 40–50 dollara upp í smáhýsi á 130 dollara. Með rútu til Kaíró Það er dýrðlegt að skoða neðansjáv- arlífið og köfun er vinsæl íþrótt ferða- manna en þeir sem ekki lögðu í það gátu farið með glerbotnabátum út á flóann og kíkt niður í djúpin og séð fiska og sjáv- argróður í öllum regnbogans litum. Ég tók rútuna heim til Kaíró og fannst mikið til um landslagið á Sínaískaganum og var stundum til að sjá eins og hallir væru höggnar inn í fjöllin. Og á hina höndina Rauða hafið, þar sem olíubor- pallar Egypta voru rétt undan ströndinni og hvert stórskipið af öðru sigldi niður skurðinn og eins og hlammaði sér á Rauða hafið. Sum væntanlega á leiðinni til að taka þátt í árás á Írak og margir eru mjög óhressir með að Múbarak forseti og stjórn hans skuli ekki hafa lagt bann við siglingum stríðsskipa um skurðinn nú á þessum viðkvæmu tímum. Dagbók frá Kaíró Ömmur eru eftirsóttar Um þessar mundir eru egypskir koptar, það eru kristnir Egyptar, að hefja föstu vegna páskanna, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Þeir kalla þetta föstu en það er ekki alls kostar rétt því þeir mega borða grænmeti á föstunni.  Ghazala Hotel Sharm el Sheikh, Naama Bay, Tölvupóstfang: ghazala@s- inainet.com.eg Morgunblaðið/Ómar Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Verona kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.