Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bjartsýni á Austurlandi AUSTFIRÐINGAR hafa margir fyllst bjartsýni við fregnir af fyrirhugaðri stóriðju og stórframkvæmdum á Austurlandi. Víða má sjá merki þeirra breytinga sem eru í vændum. Í Shell- skálanum á Reyðarfirði er boðið upp á ALCOA Special ham- borgara, sem er með osti, skinku, beikoni, grænmeti, eggi og sósu. Þegar nemendur Grunnskólans á Reyðarfirði héldu árshátíð síðastliðið föstudagskvöld kom alls staðar nálægt ál- verið að sjálfsögðu við sögu í skemmtidagskránni. Hátíðarhöldin fyrir austan, þegar stjórn Alcoa samþykkti áform um að reisa álver á Reyðarfirði, eru í fersku minni. Fán- ar Alcoa voru þá dregnir að húni í Fjarðabyggð og flugeldum skotið á loft. Eins konar álþjóðhátíð. Fögnuðurinn er þó blend- inn og á Reyðarfirði má sjá íslenskan fána sem flaggað hefur verið í hálfa stöng frá því Alþingi samþykkti álverið. Austurland hefur átt undir högg að sækja í búsetulegu tilliti. Þar hefur verið fólksfækkun og breytingar á hefðbundnum at- vinnuháttum komið hart niður á fjórðungnum. Sumir voru farnir að efast um að Austurland ætti framtíð fyrir sér. Áratug- um saman hafa stjórnmálamenn talað um nauðsyn þess að treysta atvinnulíf og búsetu á Austurlandi. Oft hefur verið bryddað upp á stóriðju sem lausn, en áformin oltið um koll hvað eftir annað. Stóriðjuhugmyndirnar hafa aldrei komist jafn langt og nú. Menn eru farnir að undirrita samninga og sprengja jörðina. Þegar blaðamenn Morgunblaðsins voru á ferð eystra í vik- unni fundu þeir að mikill hugur er í mörgum og fram- kvæmdagleðin vakin. Íbúðarhús eru aftur tekin að rísa og nýjar verslanir að bætast við. Sumir þora vart að trúa því að áformin fái framgang, fyrr en þeir þreifa á. Endurtekin vonbrigði fyrri ára hafa sett sitt mark í sálirnar. Við Kárahnjúka eru verktakar með stórvirkar vinnuvélar byrjaðir að undirbúa smíði stærstu virkjunar landsins. Fjöldi Ís- lendinga og útlendinga er þar við störf og vinnur dag og nótt. Niður ljósavélanna er kominn í stað öræfaþagnarinnar og skær vinnuljós keppa við skin frá tungli og stjörnum á björtum nótt- um. Í liðinni viku urðu menn vitni að gríðarmiklum spreng- ingum í árgili Jöklu við Kárahnjúka. Það bærðust blendnar til- finningar í hjörtum viðstaddra. Hrifning yfir þeirri getu manna að geta kastað tugum þúsunda tonna af bjargfastri fósturjörð í háaloft í einni svipan og svo tregi, allt að því sorg, yfir því að sjá náttúruperlum fórnað. Jafnvel þótt ætlunin sé að treysta mann- líf og búsetu á Austurlandi til frambúðar. Stórframkvæmdir við Kárahnjúka og væntanleg álversbygging á Reyðarfirði hafa hleypt fjöri í atvinnulífið fyrir austan. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson fóru í Fjarðabyggð og að Kárahnjúkum. EINN fimmtán norskra starfsmanna NCC sem vinna við gangagerð Íslenskra aðalverk- taka við Kárahnjúka er Sindre Aspehjell frá Tafjord, bæ sem er um 100 km frá Ålesund. „Ég kom hingað eftir jól,“ sagði Sindre. „Við vinnum í 12 daga lotum, 12 tíma á dag, og för- um svo í 9 daga frí. Við Norðmennirnir erum vanir að fara heim í fríunum. Vinnuveitandinn borgar fyrir ferðirnar.“ Sindre er ekki óvanur því að vinna fjarri heimili sínu og hefur unnið víða um Noreg og eins í Stokkhólmi í Svíþjóð. En hvernig er að vinna á Íslandi? „Mér þykja ferðirnar heim og að heiman taka mikinn tíma. Þegar ég fer heim fer ég héðan á fimmtudegi, þarf að gista í Reykjavík og er kominn heim á föstudagskvöldi. Þegar ég kem hingað fer ég að heiman klukkan 6 á mánudagsmorgni og er kominn hingað klukk- an tíu um kvöldið.“ Sindre segir landslagið fyrir austan minna hann á það sem gerist í Noregi þegar komið er upp í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli, nakin fjöll og engin tré. Vinnubúðir ÍAV eru hins vegar í um 600 m.y.s. En hvernig er að vinna með Íslendingum? „Það gengur vel að vinna með þeim,“ sagði Sindre. Ferðirnar taka langan tíma Sindre Aspehjell frá Tafjord í Noregi. SIGURBERGUR Konráðsson, einn eigenda Arnarfells og staðarstjóri, sagði að vegurinn, sem verið er að leggja niður gilvegginn, ætti að liggja að hjárennslisgöngum fyrir ána undir stíflustæðinu. Starfsmenn Arnarfells ehf. við Kárahnjúka eru 14 talsins og koma víða að af landinu. „Við komum hingað 22. febrúar síðastlið- inn í þessa törn. Í haust vorum við hér og gerðum meðal annars stafninn fyrir göngin sem Íslenskir aðalverktakar eru að grafa. Einnig tókum við prufuholur í stíflustæðinu og væntanlegum efnisnámum,“ sagði Sig- urbergur. „Þeir sem vinna hér eru allir þaul- vanir og vita hvað þeir eru að gera. Þegar við fórum í þetta vorum við sammála um að þetta væri ekki staður fyrir lærlinga.“ Unnið er tólf tíma á dag, frá 7 að morgni og til 19 að kvöldi. „Ætlunin var að vinna í tíu daga lotum, en vegna veðuraðstæðna ákváðum við að nýta góðu dagana til vinnu og slæmu dagana til hvíldar,“ sagði Sig- urbergur. Arnarfellsmenn urðu sammála um að hafa þetta fyrirkomulag og fara ekki heim í frí. Stefnt er að því að ljúka gerð slóðans niður gilvegginn fyrir páska svo útivistin get- ur orðið löng. Hvað finnst Sigurbergi um umræðuna sem verið hefur um Kárahnjúkavirkjun? „Mér finnst fólk ekki hafa verið sjálfu sér samkvæmt í henni. Margir hafa tjáð sig án þess að þekkja málið né hafa komið hingað. Ég held að hluti af andmælunum sé andstaða gegn virkjunum, sama hvar þær eru. Það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á því að Dimmugljúfur verða óskert hér neðan við stífluna.“ En hvernig verja menn frístundum til fjalla í svo langri útivist? „Það er svo sem ekki margt að gera,“ sagði Sigurbergur. „Við erum nýbúnir að fá gervihnattasjónvarp og getum horft á ýmsar stöðvar. Svo lesa menn og hvíla sig.“ Ekki staður fyrir lærlinga Sigurbergur Konráðsson STARFSMENN Íslenskra aðalverktaka eru að grafa aðgöng undir stíflustæði Kára- hnjúkavirkjunar. Göngin liggja í víðum boga niður í iður jarðar og á leiðinni er op út um þverhníptan bergvegginn í gljúfri Jöklu. Göngin eiga að verða 719 metra löng og um 6 metrar í þvermál. Þar sem aðgöngin enda verður hjáleið Jöklu undir stíflustæðið grafin í báðar áttir. Verkinu á að ljúka um miðjan apríl. Uppi á yfirborði jarðar varð Árni Long verkstæðisformaður ÍAV fyrir svörum. Hann var að mæta úr vaktafríi síðastliðinn fimmtu- dag, en þá eru vaktaskipti. Sem verkstæð- isformaður hefur Árni yfirumsjón með við- gerðum og viðhaldi á tækjum. Auk þess er hann öryggisstjóri og hefur umsjón með slökkviliði og sjúkraflutningum. Á staðnum er bæði brunalið með fullkominn reykköfunar- búnað og sjúkrabíll. Eins fylgist hann með notkun öryggisbúnaðar starfsmanna á staðn- um. Árni var fyrst spurður um vinnutilhögun. „Hér vinna 18 Íslendingar og 15 norskir starfsmenn NCC. Norðmennirnir eru aðal- lega við borun og sprengingar í göngunum. Íslendingar eru líka í því og fleiru. Það eru tvískiptar vaktir, 12 stundir í senn, og unnið allan sólarhringinn. Íslendingarnir vinna í tvær vikur og fara í frí þá þriðju svo það eru þrjár vaktir við þetta. Fyrri vikuna er unnið á næturvakt og þá síðari á dagvakt.“ Árni er fjölskyldumaður og býr í Reykja- vík. Hvernig líkar honum þessi vinna? „Þetta er erfitt vegna fjölskyldunnar. Við hjónin eigum þrjá stráka. Maður þarf að eiga góða konu til að geta staðið í þessu. Það er alltaf erfitt að fara að heiman eftir vaktafrí. Svo lagast líðanin þegar kemur í seinni vik- una og maður getur talið niður dagana. Kost- urinn er að þessi vinna gefur ágætlega af sér.“ Árni segir að aðbúnaðurinn sé til fyrir- myndar og stemmningin ágæt. „Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Ég byrjaði að vinna hjá ÍAV við Vatnsfellsvirkjun 1999 og kom þaðan hingað í haust. Við fylgdumst að nokk- ur sem höfðu unnið í Vatnsfelli, þeirra á með- al kokkurinn hún Kolbrún Geirsdóttir.“ Árni segir að það hafi verið mögulegt að skreppa frá Vatnsfelli til Reykjavíkur á frí- vakt, ef eitthvað kom uppá. Það er ekki hægt frá hálendi Austurlands. „Hér er þetta eins og sjómannslíf. Ekki svo auðvelt að komast frá.“ Þetta er eins og sjómannslíf Árni Long, verkstæðisformaður ÍAV. „ÁSTANDIÐ á fasteignamarkaði hér eystra hefur breyst frá því Alcoa kom inn í myndina,“ sagði Ásmundur Ásmundsson umboðsmaður Fasteignasölunnar Hóls í Fjarðarbyggð og á Suðurfjörðum í viðtali við Morgunblaðið. „Þeg- ar stjórn Alcoa samþykkti álverið í janúar síð- astliðnum fékk fólk trú á að hér yrði hægt að búa. Fólk af Norðurlandi og eins að sunnan hefur spurst fyrir um íbúðar- og atvinnuhús- næði. Í þessum hópi eru margir iðnaðarmenn og tækjamenn af Eyjafjarðarsvæðinu og eins hefur verið spurt um atvinnu fyrir háskóla- menntað fólk.“ Ásmundur segir skort á húsnæði af þeirri stærð sem fjöldinn leitar að, það er 120 til 140 m2 íbúðir. Nokkuð er til af stórum einbýlis- húsum, 250 til 300 m2 sem byggð voru á 8. ára- tug síðustu aldar. Þessi hús eru m.a. á Reyð- arfirði, Eskifirði, Norðfirði og Fáskrúðsfirði. „Hér á Reyðarfirði vantar fjögurra herbergja hús með bílskúr. Ég tel einnig að hér þurfi að reisa fljótbyggt sex til átta hæða fjölbýlishús. Það eru margir sem vilja búa í slíku húsnæði,“ sagði Ásmundur. Fasteignaverð er mun lægra fyrir austan en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Innan Austfjarða er verðið einnig breytilegt. Að sögn Ásmundar er fermetraverð lægra á Suðurfjörðum en í Fjarðarbyggð. Í fyrra var íbúðarhúsnæði selt fyrir minna en helming brunabótamatsverðs á Suðurfjörðunum, að sögn Ásmundar. „Hér í Fjarðarbyggð hefur verð á góðum húsum verið þetta 60 til 65% af brunabótamatsverði og minni eignir seljast betur en þær stærri. Ástand eignanna hefur auðvitað einnig áhrif. Fasteignir hafa hækkað undanfarið í verði og til dæmis var síðasta salan okkar upp á 86% af brunabótamati. Fyrir ári var fólk tilbúið að borga 55% af brunabótamati fyrir sama hús.“ Þrátt fyrir þessa hækkun telur Ásmundur ólíklegt að verð á notuðu húsnæði fyrir austan nái því sem það er á höfuðborgarsvæðinu. En hvaða staðir þykja þeim sem hugleiða fast- eignakaup mest spennandi? Fasteignamarkaðurinn breyttist með Alcoa Ásmundur Ásmundsson „Fólk setur samasemmerki á milli Reyðar- fjarðar og álvers. Til þessa hefur Fáskrúðs- fjörður lítið verið í myndinni, en það mun breytast með tilkomu jarðganganna.“ Ásmundur telur að þegar í vor muni auknir þungaflutningar um höfnina á Reyðarfirði skapa þar meiri atvinnu, fljótlega verður einn- ig farið í hafnargerð fyrir væntanlegt álver. Hann segist ekki hafa trú á að bygging íbúðar- húsnæðis hefjist fyrir alvöru fyrr en á næsta ári þegar nær dregur stórframkvæmdum á Reyðarfirði. Ásmundur hefur búið á Reyðarfirði í 37 ár og segir að lengst af þann tíma hafi verið impr- að á stóriðju á staðnum. „Sumir hafa ekki trúað því að þeir mundu nokkru sinni sjá af þessu verða. Maður veit aldrei hvort af þessu verður fyrr en það er orðið, styrjaldir og náttúruham- farir geta sett strik í reikninginn. En ég er bjartsýnn á að botninum sé náð. Þetta kostar fórnir, en ég lít svo á að atvinnumöguleikar fólksins hér séu mikilvægari en vonir um ferða- menn frá útlöndum sem geta brugðist hvenær sem er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.