Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 22
Einn góður . . . Hvað sagði Tarsan þegar hann sá fílana koma yfir hæðina? Þarna koma fílarnir yfir hæðina. Fjör að föndra        Það eru ekki margir krakkar sem hafa lent í álíka ævintýri og hann Baldur Þór Sigurðarson, 10 ára nemandi í Grandaskóla. Fyrir nokkrum vikum kom hann heim frá Afríku, þar sem hann bjó sex mánuði í landinu Ghana, sem er á austurströnd heimsálfunnar Afr- íku. Lærði bara enskuna „Ég fór með mömmu minni til Ghana, þar sem hún var að vinna á munaðarleysingjahæli, og það var bara mjög gaman,“ útskýrir Bald- ur Þór. „Við bjuggum fyrst í litlu þorpi og síðan fluttum við til höf- uðborgarinnar sem heittir Accra.“ – Og gekkstu í skóla í Accra? „Já, ég fór í skóla með afrískum krökkum, svo ég var eini hvíti strákurinn í bekknum.“ – En skildirðu það sem krakk- arnir og kennarinn sögðu? „Já,“ segir Baldur Þór og bros- ir. „Þetta var enskur skóli. Reynd- ar kunni ég ekki ensku þegar ég fór út, en ég lærði hana bara.“ – Og voru krakkarnir að læra það sama og hér? „Nei, þeir voru langt á eftir. Ég átti að fara í 4. bekk, en fór í 3. bekk, og það var einsog að vera í 1. bekk. Krakkarnir voru enn að læra stafina.“ Allir í eltingarleik – Eignaðist þú marga vini? „Já, ég kynntist krökkunum í bekknum mjög vel.“ – Hvernig lékuð þið ykkur sam- an? „Algengasti leikurinn var eigin- lega eltingarleikur,“ segir Baldur Þór, og fannst það greinilega ekki mjög spennandi. – En fótbolti? „Í þorpinu sem ég átti heima í fyrst voru margir í fótbolta. Afr- íkubúar eru mjög góðir í fótbolta, og betri en nokkur landsliðsmað- ur hér. En í skólanum höfðu krakkarnir ekki áhuga á fótbolta.“ Risarotta og eitraður snákur – Sástu mikið af villidýrum? „Nei, ekki mjög. Einu sinni stóð samt fíll einn metra fyrir framan mig. Hann var með trjágrein í munninum og ég beit í hana,“ seg- ir Baldur Þór. „Svo sáum við mamma mann sem hélt í skottið á risarottu. Hún var bæði feit og áreiðanlega 50 cm löng. Mamma hljóp inn á klósett.“ – En hér er mynd af þér á krókódílabaki. „Já, við mamma fórum í ferða- lag upp í landið. Þá sáum við þenn- an krókódíl. Fyrst togaði ég í skottið á honum og hann gekk smá áfram, svo settist ég á hann. Hann var mjög harður.“ – Varstu ekkert hræddur? „Nei, þeir borða bara það sem er fyrir framan þá. Þarna voru menn sem hentu lifandi kjúkling í átt að krókódílnum sem stökk upp og greip hann með munninum og hljóp með hann út í vatnið. Svo var einu sinni eitraður snákur fyrir framan húsið okkar, en þá komu nágrannar okkar og drápu hann. Þá lyfti ég honum upp með spýtu.“ Allt of mikil athygli – Var eitthvað sem þér fannst erfitt að venjast í Afríku? „Já, hvítt fólk er dáð og það er kallað peningur, af því að allt er svo ódýrt þar. Það var íslensk stelpa með okkur og áreiðanlega sautján menn úti á götu voru að biðja hana og mömmu að giftast sér. Svo voru allir að koma við hárið á mér. Ég er ekki vanur að fá svona mikla athygli.“ – En var veðrið ekki gott? „Það var eiginlega of mikill hiti. oftast var svona 40–43 stiga hiti.“ – Langar þig að fara aftur til Afríku? „Já, kannski fer ég þegar ég verð tvítugur. Ég veit það ekki. Mig langar að fara í safaríferð til Kenýa,“ segir Baldur Þór að lok- um, heldur betur reynslunni rík- ari eftir þetta ævintýri. Baldur Þór hittir krakka á ströndinni. Myndin var tekin seint í desember. Ekki mjög jólalegt! Best að fá sér sæti! Baldur Þór í bekknum sínum. Ævintýri í Afríku Sá fíl og togaði í krókódíl Börn í Afríku eiga oft engin leikföng, og þessi leikur var fundinn upp þar. Þið þurfið bara 12 eggja eggjabakka, 2 túnfisksdósir (hreinar!) og 48 litla steina eða marmarakúlur. Reglurnar eru hins vegar svolítið flóknar, svo gott er að taka nokkra æfingaleiki. Svo má allt- af breyta og bæta reglurnar. Mankala-reglur: 1) Eggjabakkinn er á þverveginn á milli kepp- endanna tveggja. Þú átt þá röð sex eggjabikara sem að þér snúa og þína dós – eða Mankala – hægra megin við bakkann. Setjið 4 steina í hvern eggjabikar, og ákveðið hver byrjar. 2) Leikurinn gengur út á að keppendur nái sem flestum steinum í Mankala, áður en hinn hreinsar alla steina úr sinni hlið eggjabakkans. 3) Sá sem byrjar tekur upp alla steinana í einum af sínum bikurum. Hann setur einn stein í hvern bikar til hægri, eða í átt að Mankala. Ef hann kemst út á enda á sinni röð, setur hann einn stein í sitt Mankala, áður en hann byrjar að fara upp röð andstæðings. Þannig fer leikmaður kannski heilan hring ef steinarnir í bikarnum eru orðnir það margir. Hann á samt aldrei að setja stein í Mankala andstæðingsins. Ef leikmaður setur seinasta steininn í sitt Mankala, má hann gera aftur. Dæmi: Ef þú byrjar leikinn er kannski gáfulegt að velja fjórða bikar frá hægri. Þú tekur upp 4 steina og setur hvern stein í einn bikar og endar í þínu Mankala (sjá mynd). 4) Ef seinasti steinn keppanda lendir í auðum bikar á hans svæði, eignast hann alla steinana sem eru í bikar andstæðingsins beint á móti. Hann setur þá seinasta steininn og alla sem hann vann í sitt Mankala. 5) Leikmaður má ekki snerta steinana í bik- arnum til að telja þá og finna út hvort sniðugt sé að taka þá upp eða ekki. Ef hann snertir verður hann að taka upp úr þeim bikar. Vinningshafi: Þegar annar leikmannanna á enga steina eftir á sinni hlið eggjabakkans, hef- ur sá unnið sem hefur fleiri steina í sínu Mank- ala. Leikur frá Afríku Mankala Hvernig væri að föndra diskamottu í fánalitum Ghana? Það er bæði auðvelt og skemmtilegt. Það sem til þarf: ✖ Rauða, gula og græna örk af föndurpappír. Ein á að vera stærst. ✖ Skæri ✖ Reglustiku ✖ Lím Það sem gera skal: 1) Takið stærstu örkina og brjótið hana til helminga. 2) Teiknið línur með 3 cm bili frá brotinu alveg að 2–3 cm frá brúninni, og klippið eftir línunum (sjá mynd). 3) Fletjið pappírinn út. 4) Klippið 3 cm breiðar lengjur úr hinum papp- írnum og vefjið inn í rifur stóru arkarinnar (sjá mynd). 5) Klippið af enda lengjanna sem standa út úr og límið niður. 6) Þá er bara að setjast til borðs! Diskamotta Hér sérðu þessa fínu mynd af hæsta fjalli í Afr- íku. Það er óvirkt eldfjall og heilir 6.000 metrar á hæð. Á hægri hlið þess rækta heimamenn kaffi, banana og korn. Hvað heitir fjallið? A) Everest B) Fusijama C) Kilimanjaro. Lausn á næstu síðu. Hvaða fjall er þetta? Litið þessa afrísku konu vel, en hún er einmitt með höfuðklút eins og algengt er. Afrískar kon- ur eru mjög fínar og skrautlegar þegar þær klæða sig upp svo það er um að gera að nota nóg af litum. Afrísk kona Litið listavel … og það ekkert smá flott. Kannski getur þú teiknað miklu betur en þessi mynd sýnir, en ef ekki getur verið gott að æfa sig með þessari aðferð. Fáðu þér rúðu- strikað blað og horfðu bara á eina rúðu í einu og færðu sömu strik inn, og ljónið ætti að verða nákvæmlega eins. Með litlum rúðum kemur lítið ljón, en stórum rúðum kemur stórt ljón. Síðan má teikna rúður yfir hvaða mynd sem þú sérð, og teikna hana upp. Teiknaðu ljón …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.