Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 11
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 11
AÐGERÐIR Bandaríkja-manna og Breta í Írakmagnast jafnt og þétt ogandstaðan yfirleitt lítil.
Enginn vafi leikur á því hver útkom-
an verður á vígvellinum, en sigur í
stríðinu þýðir ekki að Bandaríkja-
menn hafi náð takmarki sínu. Inn-
rásin í Írak boðar gagngerar breyt-
ingar á hinu pólitíska landslagi í
arabaheiminum, en ekki er hægt að
segja til um hvernig það landslag
mun líta út þegar upp er staðið.
Til marks um það að Bandaríkja-
menn þurfa ekki aðeins að hafa í
huga hvað þeir gera heldur hvernig
er lítið atvik, sem gerðist þegar
bandarískir landgönguliðar lögðu
undir sig hafnarbæinn Umm Qasr á
föstudag. Einn landgönguliðinn
byrjaði á því að draga niður íraska
fánann og draga þann bandaríska að
húni í staðinn. Myndum af þessu var
slegið upp á arabísku fréttasjón-
varpsstöðinni al-Jazeera. Ekki leið
hins vegar á löngu áður en fáninn
var dreginn niður aftur vegna þess
að hann þótti gefa til kynna að
Bandaríkjamenn væru að hernema
Írak.
Sennilega hafa myndir af við-
brögðum íbúa Safwan, fyrsta bæj-
arins, sem bandarískar og breskar
sveitir náðu á sitt vald, fremur verið
bandarískum ráðamönnum að skapi.
Þar búa sítar, sem sungu og döns-
uðu, kysstu hermennina og buðu
þeim mat og vatn. Íbúarnir rifu nið-
ur veggspjöld af Saddam Hussein,
tröðkuðu á þeim og hrópuðu: „Sadd-
am, dagar þínir eru taldir.“
Farnir að huga að eftirleiknum
Leiðtogar í Mið-Austurlöndum
virtust margir hafa sætt sig við það
nokkrum vikum áður en átökin hóf-
ust að þau væru óumflýjanleg og
þess í stað sett á oddinn að tryggja
stöðu sína að þeim loknum. Í
egypskum fjölmiðlum hefur verið
lögð áhersla á að Saddam Hussein
leiðtogi Íraks hafi kallað stríðið yfir
sig sjálfur. Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, sagði þegar hann var í
Berlín nýverið að það væri tími til
kominn að binda enda á ágreininginn
og koma Hussein frá völdum. Um
leið hafa egypskir embættismenn
gefið til kynna að fyrir hendi væri
vilji til pólitískra umbóta. George
Bush hefur sagt að aðgerðirnar gegn
Írak boði það að áhersla verði lögð á
aukið lýðræði í þessum heimshluta.
Sádar hafa verið loðnir í yfirlýs-
ingum um stríðið, en Abdullah krón-
prins hefur kvatt til þess að Araba-
bandalagið samþykki nýja stefnu-
skrá um umbætur.
Þegar Persaflóastríðið braust út
fyrir 12 árum stilltu Jórdanar sér
upp við hlið Íraka. Nú hafa þeir
fengið stýriflaugakerfi frá Banda-
ríkjamönnum og bandarískir um-
sjónarmenn munu manna þær og
engum blöðum að fletta um það
hvorum megin þeir standa.
Sýrlendingar hafa einnig gefið til
kynna að þeir muni ekki verða til
vandræða.
Arabaleiðtogar laga sig að
breyttum valdahlutföllum
Dennis Ross, sem var sérstakur
erindreki í málefnum Mið-Austur-
landa í stjórn Bills Clintons og starf-
aði einnig í stjórn George Bush
eldra, en stjórnar nú rannsóknar-
stofnun um Austurlönd nær í Wash-
ington, skrifar í dagblaðið Wall
Street Journal á fimmtudag að þetta
beri því vitni að arabaleiðtogar séu
að laga sig að breyttum valdahlut-
föllum. Þeir gera sér grein fyrir því
að Hussein muni víkja og fyrir vikið
koma þeir honum ekki til varnar.
Ross segir að sú reiði, sem safnast
hafi upp í aðdraganda stríðsins muni
nú þverra, en þar með sé hins vegar
ekki sagt að hún muni hverfa:
„Frelsun Íraks mun skapa okkur
[Bandaríkjamönnum] og þessum
heimshluta tækifæri. Ef frelsunin
fer hins vegar að fá á sig yfirbragð
hersetu, ef notkun okkar á lýðræði
fer að líta út eins og slagorð til að
nota gegn þeim, sem okkur líkar
ekki, en aldrei gegn þeim, sem okkur
líkar, og ef við höldum áfram að láta
okkur engu varða sárindin, sem
skapast hafa vegna ágreiningsins
milli Palestínumanna og Ísraela,
munum við komast að því að þessi
afstaða stjórnvalda er tímabundin og
andúð í okkar garð frekar til fram-
búðar.“
Leiðaraskrif dagblaðsins Daily
Star í Líbanon bera því vitni hvað er
í húfi. Þar segir að bera megi stríðið í
Írak við fall tyrkneska heimsveldis-
ins og stríð Araba og Ísraela árið
1948: „Nú eins og þá má benda á
þrjá þætti í þessu ferli breytinga,
sem er sérstakt áhyggjuefni út frá
sjónarmiði Araba. Helsti aflvaki
breytinganna kemur utan þessa
heimshluta, arabar virðast hafa lítil
ef nokkur áhrif á atburðarásina, sem
mun marka framtíð þeirra, og fáir ef
einhverjir á þessum slóðum virðast
hafa nokkra hugmynd um það hvað
sé í vændum.“
Í samantekt, sem Stofnun stríðs-
og friðarrannsókna (IWPR) tekur
reglulega saman um Írak og tengd
mál um þessar mundir, er vitnað í
Sheikh Naim Qassem, aðstoðarfor-
mann Hezbollah-flokksins í Líban-
on, sem sagði á ráðstefnu að stríðið í
Írak væri rekið í krafti fyrirætlana
Bandaríkjamanna um að endurgera
hið pólitíska landakort í Mið-Aust-
urlöndum í því skyni að ná yfirráðum
yfir olíuauðlindum þeirra.
„Munu tapa stríðinu pólitískt“
„Írak er nauðsynlegur lykill að því
að ná því fram, sem Washington
vill,“ sagði Qassem. „Bandaríkja-
menn munu vinna stríðið í Írak auð-
veldlega vegna hernaðarlegra yfir-
burða sinna, en þeir munu tapa
stríðinu pólitískt, félagslega og efna-
hagslega vegna þess að þeir hafa lát-
ið til skarar skríða einhliða, sem hef-
ur vakið andstöðu um allan heim.“
Í yfirliti IWPR er bent á að meira
að segja megi greina ákveðinn sam-
hljóm með Ísraelum og aröbum
gagnvart Bandaríkjamönnum. Vitn-
að er í leiðara blaðsins Yediot
Ahronot þar sem spurt er: „Af
hverju Írak? Af hverju núna? Af
hverju með stríði? Þegar allt kemur
til alls lítur næstum allur heimurinn
svo á að Saddam Hussein sé ekki
fyrirhafnarinnar virði heldur af-
dankaður harðstjóri með takmörkuð
völd, sem nú sé þannig komið fyrir
að hann ógni hvorki velferð heimsins
né stöðugleika.“
Blaðið sagði að kostnaðurinn og
umfang stríðsins yrði aðeins réttlætt
ef herir Husseins hryndu eins og
spilaborgir og íbúar Bagdad myndu
fagna herjum Bandaríkjamanna og
Breta og gereyðingarvopn fyndust
fljótlega. Annars hlyti „trúverðug-
leiki stjórnar Bush banvænt sár,
Bandaríkin myndu draga sig inn í
skel sálarkreppu og myndin af
bandarískum hermönnum að drepa
arabíska hermenn án góðs tilgangs
myndu verða brennd í þjóðar- og
trúarvitund Mið-Austurlanda til
frambúðar og með skömm.“
Þau ummæli, sem hér hafa verið
rakin sýna, að samhliða stríðinu í
Írak fer fram stríð um ímyndir. Upp
á framhaldið skiptir sigur Banda-
ríkjamenn ekki aðeins máli, heldur
hvernig hann verður knúinn fram.
Þegar hryðjuverkin voru framin í
Bandaríkjunum 11. september árið
2001 áttu Bandaríkjamenn samúð
heimsbyggðarinnar. Bandamenn í
baráttunni gegn hryðjuverkum voru
viljugir og auðfundnir. Þegar stjórn
Talibana var steypt í Afganistan og
lagt til atlögu gegn al-Qaeda, hryðju-
verkasamtökum Osamas bin Lad-
ens, var stuðningurinn almennur og
víðtækur. Bandaríkjamönnum hefur
ekki tekist að sýna heimsbyggðinni
fram á að aðgerðirnar á hendur
Írökum séu rökrétt framhald af því
sem á undan er gengið í baráttunni
gegn hryðjuverkum. Nú er þess beð-
ið í arabaheiminum að sjá hvernig
Bandaríkjamenn fara með vald sitt
þegar stríðinu lýkur.
Ólga og raunsæi
togast á í pólitík
Mið-Austurlanda
Reuters
Reuters
Íraki lemur mynd af andliti Saddams Husseins með skó á meðan banda-
rískur landgönguliði rífur myndina niður í bænum Safwan á föstudag.
Leiðtogar í arabaheiminum einbeita sér nú margir að því að tryggja stöðu sína þegar við blasir gerbreytt pólitískt
umhverfi og lenda réttum megin þegar upp er staðið, skrifar Karl Blöndal. Andrúmsloftið í Mið-Austurlöndum
sýnir að það verður ekki hlaupið að því fyrir Bandaríkjamenn að öðlast trúverðugleika í þessum heimshluta.
BANDARÍSKIR hermenn drógu að húni þjóðfána sinn og tóku niður þann
íraska er þeir tóku hafnarbæinn Umm Qasr á föstudag. Er ljóst var að það
þótti senda röng skilaboð að sjá bandarískan fána blakta yfir íraskri jörð
var hann tekinn niður aftur. Í gær mætti innrásarlið Bandaríkjamanna og
Breta nokkurri mótstöðu í bænum og féll einn bandarískur landgönguliði.
Um 450 Írakar hafa verið tekin til fanga í bænum og umhverfis hann.
Tóku fánann niður