Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 12

Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 12
STRÍÐ Í ÍRAK 12 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÆR deilur, sem standa umlögmæti árásar bandalags-þjóðanna á Írak, snúastekki síst um hvernig beri að túlka ályktanir öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna í Íraksmálinu. Slík- ar deilur hafa komið upp áður, til dæmis í fyrri árásum á Írak og kring- um aðgerðir Atlantshafsbandalags- ins í Kosovo 1999. Ályktun 1441 er samþykkt var samhljóða í öryggisráðinu 8. nóvem- ber á síðasta ári er lögð til grundvall- ar árásunum. Í fyrstu grein hennar staðhæfir öryggisráðið að Írakar hafi gerst brotlegir í grundvallaratriðum við skuldbindingar sínar samkvæmt fyrri ályktunum ráðsins, þar á meðal ályktun 687. Sú ályktun var sam- þykkt í apríl 1991 og voru þar skjal- fest þau skilyrði er öryggisráðið setti fyrir vopnahléi við Íraka. Báðar eru þessar ályktanir samþykktar með tilvísun í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna en slíkar ályktanir eru bindandi fyrir aðildar- ríki SÞ. Öryggisráðið, Írak og Ísrael Í umræðum um ályktanir örygg- isráðsins hefur því stundum verið haldið fram að önnur ríki hafi ekki síður gerst brotleg við ályktanir ör- yggisráðsins og er Ísrael oftast nefnt sem dæmi um þennan meinta tví- skinnung. Þetta stenst hins vegar ekki nánari skoðun. Í fyrsta lagi hefur engin ályktun um Palestínudeiluna verið samþykkt á grundvelli sjöunda kafla stofnsáttmálans. Allar ályktanir um málið er byggjast á sjötta kafla sátt- málans eru því ekki bindandi heldur einungis tilmæli ráðsins. Að auki er í þessum ályktunum ekki að finna ein- hliða tilmæli til Ísraela heldur eru gerðar kröfur til jafnt Ísraela sem araba um leysa deilur sínar friðsam- lega. Þetta kemur skýrt fram í álykt- un 242, sem oftast er vísað til í þessu sambandi. Hernám Ísraela er ekki fordæmt en hvatt til að fundin verði lausn er byggist á landi fyrir frið. Það er því illskiljanlegt að þessar álykt- anir skuli dregnar inn í umræðuna. Hvað heimilaði 1441? Í ályktunum öryggisráðsins eru gerðar skýrar og afdráttarlausar kröfur til Íraka og þar sem þær eru samþykktar með vísun til sjöunda kafla áskilur ráðið sér rétt til vald- beitingar til að framfylgja þeim. Í fjórðu grein 1441 segir að veiti Írakar rangar upplýsingar eða ófull- nægjandi eða sýni ekki fullan sam- starfsvilja verði talið að þeir hafi enn brotið gegn fyrri ályktunum. Skýrt kveður á um að Írökum sé skylt að af- henda vopn en ekki eftirlitsmanna að leita þeirra. Í þrettándu grein 1441 segir að ráðið hafi ítrekað varað Íraka við „alvarlegum afleiðingum“ (serious consequences) af stöðugum brotum skuldbindinga sinna. Þetta orðalag er yfirleitt túlkað sem viðvör- un um valdbeitingu með herafli. Þar sem ályktanir undir sjöunda kafla eru bindandi eru þær að mörgu leyti áþekkar alþjóðlegum sáttmál- um. Við túlkun slíkra sáttmála er horft til Vínarsáttmálans frá 1969 um alþjóðlega sáttmála. Samkvæmt sex- tugustu grein hans er þjóð, sem telur sig eiga sérstakra hagsmuna að gæta vegna tiltekins alþjóðasáttmála, heimilt að rjúfa gildi sáttmálans í samskiptum við hið brotlega ríki. Orðalag 1441 þar sem segir að Írakar hafi gerst brotlegir í grund- vallaratriðum við fyrri ályktanir (orð- in „material breach“ vísa alla jafna til Vínarsáttmálans) má túlka þannig að ráðið líti svo á að ályktunin falli undir Vínarsáttmálann. Þá má einnig segja að þar sem ályktanir undir sjöunda kafla eru bindandi séu brot á þeim brot á stofnsáttmálanum, sem ótví- rætt fellur undir Vínarsáttmálann. Með broti á 1441 og þar með 687 er hægt að færa rök að því að vopna- hlésskilmálarnir frá 1991 séu fallnir úr gildi. Þar með tæki ályktun 678 frá 1990, er heimilaði hernað gegn Írak til að frelsa Kúveit, og var grundvöll- ur fyrra Persaflóastríðs, aftur gildi. Þetta er m.a. rökstuðningur Glad- stones lávarðar, ríkislögmanns Breta, í áliti sem hann skilaði á dögunum. Það má síðan deila um hvort til dæmis Bretar eða Bandaríkjamenn hafi nægilega ríkra hagsmuna að gæta, í skilningi Vínarsáttmálans, til að þeir geti beitt þessari röksemda- færslu. Ríkin gætu haldið því fram að gjöreyðingarvopn Íraka ógnuðu ekki einungis svæðisbundnum stöðugleika heldur heiminum sem slíkum. Þá gætu Bandaríkin rökstutt að líkleg- ast væri að þau yrðu fyrir barðinu á íröskum vopnum, kæmust þau til dæmis í hendur hryðjuverkamanna. Einnig má á hinn bóginn færa rök að því að 1441 heimili ekki einstaka ríkjum að grípa til aðgerða án þess að Hvenær er heimild til valdbeiting- ar skýr? Stríðið í Írak hófst án þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tæki til þess skýra af- stöðu. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér lögmæti stríðsins með hliðsjón af fyrri dæmum á vettvangi öryggisráðsins. ReutersBandarískur landgönguliði mundar byssu sína eftir að skotið var á herfylki hans í suðurhluta Íraks í gær. UNDANFARIN misseri hefur mik- ið verið rætt um óeiningu á vett- vangi öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna tengt málefnum Íraks. Bandaríkjamenn og Bretar eru í fararbroddi ríkja sem virðast telja að í ljósi framferðis Íraka sé ekki ráðrúm til að bíða frekar með að taka ákvarðanir um aðgerðir gagn- vart Írak. Önnur stórveldi í örygg- isráðinu virðast hins vegar hafa verulegar efasemdir um að næg nauðsyn sé til hernaðaraðgerða eins og sakir standa og sum hver jafnvel gefið í skyn að neitunarvaldi yrði beitt komi til þess að ný ályktun er feli í sér skýra heimild til valdbeit- ingar yrði lögð fram í ráðinu. Gildandi þjóðaréttur um rétt ríkja til að beita vopnavaldi end- urspeglast einkum í tilteknum ákvæðum sáttmála SÞ frá árinu 1945. Má segja að með sáttmálanum sé komið á laggirnar þriggja stoða kerfi hér um. Í fyrsta lagi er um að ræða efnislega meginreglu í grein 2.4 sem bannar að meginstefnu til beitingu vopnavalds í samskiptum ríkja. Í annan stað er um að ræða efnislega undantekningarreglu sem fjallar um rétt ríkja til sjálfsvarnar ef á þau er ráðist og sér stað í 51. gr. sáttmálans. Í þriðja lagi eru sér- stakar einkaheimildir öryggisráðs SÞ í VII. kafla sáttmála SÞ, til að ákvarða valdbeitingu, þ.m.t. beit- ingu vopnavalds, í tilefni af ófrið- arhættu, friðrofi eða árás. Önnur möguleg frá- vik frá meginreglunni í grein 2.4 njóta almennt ekki stuðnings í þjóða- rétti samtímans. Á hinn bóginn greinir menn á um túlkun sjálfsvarnar- réttar og um heimildir ráðsins til að beita vopnavaldi. Í ljósi stöð- unnar tengt málefnum Íraks sérstaklega skal nú aðeins fjallað um helstu álitaefni tengt heimildum öryggisráðsins til að heimila beitingu vopna- valds í skjóli VII. kafla sáttmála SÞ. Túlkun og beiting heimilda VII. kafla sáttmála SÞ er margslungið álitaefni þar sem lýstur saman ýms- um sjónarmiðum alþjóðalaga og al- þjóðastjórnmála. Sáttmáli SÞ kem- ur til í skjóli hörmunga síðari heimstyrjaldar og endurspeglar öðru fremur viðleitni aðildarríkj- anna til að varðveita frið í al- þjóðakerfinu. Virðist dreginn sá lærdómur af sögunni að stofnanir þjóðabandalagsins sáluga, fyrir- rennara Sameinuðu þjóðanna, hafi ekki reynst megnugar að varðveita friðinn. Varð úr að einni stofnun SÞ, öryggisráðinu, er fengið umtalsvert vald til og ábyrgð á að viðhalda eða endurreisa frið og öryggi í heim- inum þegar um er að tefla ófriðar- hættu, friðrof eða árás að mati ráðs- ins sjálfs, en um slíkt ályktar ráðið skv. 39. gr. og opnar þannig að segja má dyrnar að hinum mikilvægu valdbeit- ingarheimildum VII. kafla sáttmál- ans. Öryggisráð SÞ samanstendur nú af fulltrúum 15 ríkja hverju sinni. Fimm stórveldi hafa ávallt fastafulltrúa með neitunarvald í ráðinu en fulltrúar tíu annarra ríkja eru kosnir á vettvangi Allsherjarþings SÞ til tveggja ára setu í ráðinu í senn. Til að fá ályktun samþykkta efnis- lega í ráðinu þarf a.m.k. atkvæði níu ríkja með ályktun auk þess sem enginn fastafulltrúi má greiða at- kvæði gegn tillögunni. Ráðið hefur í reynd einkaheimildir til að heimila beitingu vopnavalds í milliríkja- samskiptum nema þá um sjálfsvörn ríkja í tilefni af vopnaðri árás er að ræða og ályktanir ráðsins í þá veru geta talist bindandi fyrir aðildar- ríkin séu þær svo sniðnar af hálfu ráðsins. Greining á valdheimildum ráðsins sem og hvenær það hefur nægjan- lega heimilað tiltekna aðgerð má telja áleitið viðfangsefni. Skiptir þar máli sú staðreynd að ráðið er í senn stofnun á meiði alþjóðalaga og al- þjóðastjórnmála auk þess sem kalda stríðið sem varði lengst af starfs- tíma ráðsins sá í reynd til þess að ýmis túlkunarsjónarmið sem ekki verða beinlínis lesin út úr texta sátt- málans hafa náð nokkurri festu. Hefur ráðið þannig ekki yfir að ráða herafla til að ákvarða aðgerðir eins og ákvæði 42. og 43. gr. sáttmálans virðast gera ráð fyrir, heldur fer al- mennt þá leið að heimila aðild- arríkjum að „beita öllum mögu- legum úrræðum“ eins og það er almennt orðað, með almennri skír- skotun til VII. kafla sáttmálans. Má telja það viðtekna túlkun á VII. kafla sáttmála SÞ að til að heimila beitingu vopnavalds þurfi örygg- isráðið annars vegar að álykta að fyrir hendi sé ófriðarhætta, friðrof eða árás og hins vegar að heimila sérstaklega aðgerðir af því tilefni. Aðstaðan í Íraksmálinu í dag er nokkuð sérstæð og á rætur að rekja allt aftur til innrásar Íraks inn í Kúveit árið 1990 og samstæðra við- bragða ríkja veraldar í kjölfarið sem fólust í beitingu vopnavalds með heimild öryggisráðs SÞ til að bregð- ast við þeirri ófyrirleitnu innrás þegar um allt annað þraut. Er skemmst frá því að segja að Írakar voru hraktir út úr Kúveit og þeim í framhaldinu settir margvíslegir skilmálar með ályktunum örygg- isráðs SÞ en óhætt er að segja að slík staða ríkis eigi sér ekki hlið- stæðu frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Síðan 1991 hafa Írakar með sínu óbreytta stjórnarfari í reynd verið í nokkurs konar „gjörgæslu“ öryggisráðs SÞ sem hefur m.a. sett á fót undirstofnanir er fjalla um skaðabótakröfur á hendur Írak, annast vopnaeftirlit og afvopnun í Írak, auk eftirlits með framfylgd viðskiptabanns á landið. Slíka skil- mála alþjóðasamfélagsins sem birt- ast í fjölmörgum ályktunum örygg- isráðs SÞ allt frá lokum Persaflóastríðsins hafa Írakar í ýmsum atriðum ekki viljað virða, samfara því sem samstaða stórveld- anna frá lokum Persaflóastríðsins um viðbrögð við þeim ætluðu brot- um hefur óumdeilanlega rofnað í veigamiklum atriðum. Auðsýnt er að Bandaríkjamenn og Bretar hafa viljað ganga harðar fram gagnvart ætluðum brotum Íraka á skilmálum SÞ og jafnframt viljað veita þjóðernisminnihlutum í landinu virka vernd með flugbanns- svæði og afmörkuðum aðgerðum. Hafa ríkin í nokkur skipti staðið fyr- ir hernaðaraðgerðum gagnvart Írak sl. ár án þess að fyrir hafi legið ný afdráttarlaus heimild öryggisráðs- ins. Þær aðgerðir hafa Bandaríkja- menn og Bretar hins vegar einkum réttlætt með því að verið sé að fram- fylgja þegar fyrirliggjandi álykt- unum ráðsins. Tilgreina má í þessu sambandi sögulegt dæmi sem virð- ist nokkuð nærtækt í þeirri stöðu sem nú blasir við. Árið 1998 hættu Írakar að heitið getur öllu samstarfi við vopnaeftirlit SÞ og í kjölfar afréðu Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar einhliða hernaðaraðgerðir gagnvart Írak í desember 1998 (Aðgerð Eyðimerk- Um málefni Íraks og alþjóðalög tengd beitingu vopnavalds Pétur Leifsson Eftir Pétur Leifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.