Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 13
ráðið komi fyrst saman til viðræðna líkt og kveðið er á um í tólftu grein ályktunarinnar. Rökstyðja má að ein- ungis ráðið geti ákveðið að beita valdi vegna brota á ályktunum þess. Á móti má segja að staðan sé óljós ef ráðið tekur ekki ákvörðun um að- gerðir. Hliðstæðan við Eyðimerkurref Svipuð álitamál komu upp árið 1998 en Bretar og Bandaríkjamenn hófu loftárásir á Írak í desember það ár í aðgerð er nefndist Eyðimerkur- refur. Í janúar 1998 krafðist Bill Clinton Bandaríkjaforseti að Írakar veittu vopnaeftirlitsmönnum skilyrðislaus- an aðgang að öllum svæðum, annars yrði gripið til hernaðaraðgerða. Bandaríkjamenn vísuðu til fyrri ályktana öryggisráðsins í þessu sam- bandi en þeirri túlkun var mótmælt af fulltrúum annarra ríkja er áttu fastafulltrúa í ráðinu. Eftir för Kofi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, til Bagdad í lok febrúar samþykkti ráðið ályktun 1154 á grundvelli minnis- blaðs um vopnaeftirlit sem Annan og leiðtogar Íraka höfðu undirritað. Hvergi var getið um leyfi til valdbeit- ingar en Bandaríkjastjórn túlkaði 1154 hins vegar með þeim hætti með tilvísun í ályktun 678. Samkvæmt þessum skilningi hafði valdbeitingar- heimild 678 einungis verið frestað með 687 og síðari ályktunum en ekki verið felld úr gildi. Því væri heimilt að grípa til 678 þegar Írakar gerðust brotlegir við vopnahlésskilmálana. Þessa ólíku túlkun mætti rekja til orðalags 678 þar sem ekki aðeins kvað á um frelsun Kúveit heldur gef- in heimild til að „koma á alþjóðlegum friði og stöðugleika á svæðinu“. Hvernig á t.d. að túlka „svæðið“? Túlkun á heimildum og meintum heimildum SÞ til valdbeitingar er að mörgu leyti grátt svæði vegna þeirra margvíslegu fordæma sem eru fyrir hendi. Frægt dæmi er þegar Indverj- ar lögðu undir sig borgina Goa árið 1961, sem hafði verið undir yfirráðum Portúgals. Indverjar réttlættu að- gerðina með vísun til fordæmingar öryggisráðsins á „nýlendustefnu“. Þótt meirihluti öryggisráðsins hafi mótmælt þeirri túlkun Indverja voru nægjanlega mörg ríki SÞ henni sam- mála til að fallist var á hana í raun. Það er líka athyglisvert, í ljósi deilna um hvort 1441 réttlætir vald- beitingu eða hvort nauðsynlegt hefði verið að samþykkja aðra ályktun til að heimila hernað, að líta til röksemda fyrir aðgerðunum 1998. Þar vísaði Bandaríkjastjórn, við túlkun á hvern- ig bregðast ætti við broti á 1154, til Kúbudeilunnar 1962. Þá stöðvuðu Bandaríkjamenn sovésk skip á leið til Kúbu. Þar var deilt um hvort óbein heimild væri til staðar þótt ráðið hefði ekki samþykkt hana. Ráðið hafði hins vegar hafnað tillögu Sovétríkjanna um að banna aðgerðir. Röksemdirnar 1998 voru svipaðar. Þar sem ráðið hefði ekki samþykkt ályktun er bein- línis bannaði valdbeitingu væri óbein heimild til staðar. Þessi túlkun er vissulega umdeild eins og margt ann- að í þessu sambandi. Svipaðar deilur komu upp 1999 vegna Kosovo. Í september 1998 samþykkti ráðið ályktun 1199 þar sem yfirvöld í Júgóslavíu eru hvött til samvinnu við Alþjóðlega stríðsglæpa- dómstólinn fyrir Júgóslavíu og fara eftir ályktun 1160. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli sjöunda kafla og skipaði Júgóslavíustjórn að finna friðsamlega lausn á Kosovo-deilunni. Í 16. grein 1199 segir að verði ekki farið að hinum beinu kröfum þeirrar ályktunar sem og ályktunar 1160 muni ráðið „íhuga frekari aðgerðir og frekari ráðstafanir til að tryggja ör- yggi og stöðugleika á svæðinu“. Þegar valdbeiting vegna Kosovo- deilunnar var rædd í ráðinu var fallið frá að bera upp tillögu um heimild til valdbeitingar þar sem margt benti til að Rússar og jafnvel Kínverjar myndu beita neitunarvaldi. Þess í stað var gripið til aðgerða á grund- velli 1199 (og þar með einnig 1160). Íslensk afstaða Þetta var umdeilt á sínum tíma rétt eins og aðgerðirnar í Írak nú. Ís- lenskir stjórnmálamenn tóku flestir svipaða afstöðu í Kosovo-deilunni og nú gagnvart Írak. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks tóku undir með þeim sem töldu vald- beitingu réttlætanlega en fulltrúar vinstri grænna snerust einarðir á móti. Leiðtogi Samfylkingarinnar tók hins vegar afstöðu með Kosovo-að- gerðunum en hefur snúist gegn Íraks-aðgerðunum. Í blaðaviðtali í apríl 1999 sagði Össur Skarphéðins- son: „Það vill enginn styrjöld. En um- heimurinn gat ekki setið hjá og látið blóðhundinn Milosevic komast upp með þjóðernishreinsanir. Það er eng- um vafa undirorpið að NATO gerði rétt í því að hefja loftárásir á Júgó- slavíu. En undirbúningurinn var slakur og hinn hernaðarlegi viðbún- aður ber þess glöggt merki að banda- lagið gerði sér ekki grein fyrir til hvaða grimmdarráða Milosevic myndi grípa. Það er ekki nóg að dunda sér við að skjóta flaugum utan úr öryggi Adríahafsins ef engin ráð eru til að stöðva framsókn hervéla sem notaðar eru til að hrekja fólk frá heimilum sínum. Það er fyrst núna sem NATO er mætt með tæki til að svara því. Eftirleikurinn hefur auð- vitað verið í stíl það hreinlega hörmu- legur ...En maður spyr sjálfan sig: Var einhver önnur leið? Ég tel það ekki.“ Össur hefur hins vegar aðra af- stöðu þegar kemur að Íraksstríðinu. Í blaðaviðtali í vikunni segir hann: „Ég tel þessa aðgerð líka ólögmæta og í andstöðu við stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna ...ég er ósam- mála þeirri stefnu Bandaríkjamanna sem telja sig geta ráðist í einhliða fyr- irbyggjandi aðgerð ef alþjóðasam- félagið vill ekki fylgja þeim. Án sam- þykkis öryggisráðsins er þetta grímulaust árásarstríð. Er Saddam Hussein sú ógn við heimsfriðinn að það sé í lagi að setja hundruð þús- unda borgara í hættu? Mitt svar er nei.“ urrefur). Frá sjónarhóli þjóðaréttar voru eftirtektarverðustu skýringar af hálfu vesturveldanna þriggja þær að undanfarandi alvarleg brot Íraka gegn ályktun nr. 687 um vopna- hlésskilmála, auk eindreginna að- varana í ályktunum ráðsins nr. 1154 og 1205, hafi í reynd endurvakið heimild til aðgerða í skjóli ályktunar 678 frá árdögum Persaflóastríðsins. Þetta má telja umdeilda lögskýr- ingu en fyrst við hana hefur verið stuðst verður engu að síður að gefa henni nokkurn gaum tengt þeirri stöðu sem nú blasir við. Í síðustu umtalaðri ályktun nr. 1441 gefur að líta áþekkt orðalag og í ályktunum nr. 1154 og 1205, þar sem Írakar eru varaðir við „alvar- legum“ afleiðingum þess að fara ekki að fyrirliggjandi ályktunum ráðsins. Þótt Bandaríkjamenn og Bretar hafi greinilega kosið að reyna til þrautar að ná fram sam- stöðu um nýja ályktun með skýrri heimild ráðsins til aðgerða er ekki þar með sagt að þeir telji sig í alger- um órétti að beita valdi við svo búið ef litið er til þessa máls. Hvort fram- vindan verði með þeim hætti að hið nýja orðalag í ályktunum ráðsins verði talið réttlæta mögulegar að- gerðir gagnvart ríki sem brýtur verulega gegn fyrri ályktunum ráðsins verður tíminn einn að leiða í ljós. Hver sem ætlunin var blasir þó við að slíkt eindregið orðalag ratar naumast inn í ályktanir örygg- isráðsins fyrir tilviljanir einar. Vert er að árétta að lokum að hlutverk fræðimanna á sviði þjóða- réttar er fyrst og fremst að greina og útskýra hin ólíku sjónarmið er við blasa á eins hlutlægan máta og mögulegt er og stuðla þannig að upplýstri umræðu um alþjóðalög á þessum tvísýnu tímum sem við nú búum við. Höfundur kennir alþjóðalög við Háskóla Íslands. STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 13 Allt að sparnaður Optical Studio í leiðinni til útlanda Aðeins 15 mínútur að útbúa öll algengustu gleraugu 40% OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR • SÍMI 425 0500 • FAX 425 0501 VERIÐ VELKOMIN Í VERSLANIR OKKAR ÞAR SEM ÞJÓNUSTAN ER Í FYRIRRÚMI. Þjónustu- og ábyrgðaraði lar fyrir Optical Studio Duty Free Store: GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD • GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR • OPTICAL STUDIO RX, SMÁRALIND • GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS le tu rv al - hb k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.