Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 16

Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 16
16 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINN þekktasti sjónvarpskokkur Fær-eyja, Guðmundur Guðmundssonmatreiðslumeistari, fæddist í Reykja-vík fyrir 37 árum og ólst þar upp.Guðmundur hefur búið í Færeyjum frá árinu 1990, að undanskildum fjórum árum sem hann var í Danmörku. Fyrir fimm árum hleypti hann af stokkunum matreiðsluþætti í færeyska sjónvarpinu sem ber nafnið Okkara kokkar (Kokkarnir okkar). Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og verið sendir út og endur- sendir þrisvar í viku yfir vetrartímann. Í fyrra kom út í Færeyjum matreiðslubók eftir Guð- mund, Okkara kokkur, og hefur hún þegar selst í 3.500 eintökum. Þess má geta að í Færeyjum eru 16 þúsund heimili. Ævintýramennska í Færeyjum „Ég lærði matreiðslu á veitingahúsinu Arn- arhóli á meðan það var og hét,“ segir Guð- mundur. „Meistari minn er Skúli Hansen og eins starfaði þar Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari og nafni minn. Ég lauk námi 1986 og vann eftir það meðal annars á Naustinu, Jónatan Livingstone Mávi og Café Óperu.“ Guðmundur segir að það hafi verið ævintýra- mennska sem dró hann til Færeyja árið 1990. Hann sá auglýst í blöðunum eftir matreiðslu- meistara á Hótel Borg í Þórshöfn, sótti um og var ráðinn. Guðmundur starfaði á Borg þeirra Færeyinga í tvö ár, en þá varð hótelið gjald- þrota. Síðar hófst starfræksla Hótels Færeyja í sömu húsakynnum. Eftir að Hótel Borg lagði upp laupana fór Guðmundur að vinna á Hótel Hafnia í Þórshöfn og var þar í eitt ár. Síðan lá leiðin til Danmerkur þar sem Guðmundur vann bæði í Árósum og Álaborg í fjögur ár. Hann kom aftur til Færeyja 1997. Guðmundur býr með færeyskri konu og hafa þau verið saman í tíu ár. Þau eiga tvö börn, sjö ára dreng og þriggja ára stúlku. „Konan réð ferðinni,“ segir Guðmundur. „Hún lærði arkitektúr í Danmörku og ég ákvað að vera með henni þar síðustu fjögur ár náms- tímans. Þegar strákurinn okkar fór að stálpast ákváðum við að fara aftur til Færeyja vegna fjölskyldunnar. Mér var boðið starf yfirmat- reiðslumanns á Hótel Hafnia og þar hefi ég unn- ið síðustu sex ár.“ Sjónvarpsþættirnir Okkara kokkar (Kokk- arnir okkar) hófu göngu sína í Sjónvarpi Fær- eyja fyrir fimm árum. Guðmundur er upphafs- maður þáttanna og hugmyndasmiður. „Við byrjuðum þrír, Íslendingur, Færeyingur og Dani. Færeyingurinn og Daninn hættu og í fyrravetur gekk til liðs við mig Kristvin Jacob- sen, sem er færeyskur,“ segir Guðmundur. Þættirnir eru sýndir þrisvar í viku í vetr- ardagskránni. Í byrjun voru þættirnir 40 mín- útna langir. Guðmundur segir að erfitt hafi ver- ið að halda athygli áhorfenda svo lengi svo þættirnir voru styttir og eru nú 20 mínútur. Hver þáttaröð, alls 24 þættir, er tekin upp á um 10 dögum. Þá er búið að undirbúa efnistök, upp- skriftirnar og gera ráðstafanir með hráefni. „Við klippum ekki mikið. Myndatakan byrjar í upphafi þáttarins og er að mestu leyti búin þegar þættinum lýkur. Fyrir hvern þátt tökum við upp 25–30 mínútur af efni. Venjulega tökum við upp 3–4 þætti á dag,“ segir Guðmundur. Færeyskt hráefni á nýjan hátt Í þáttunum hefur verið lögð áhersla á fær- eyskt hráefni og að meðhöndla það með nýjum hætti. „Færeyingar hafa verið fremur íhaldssamir í matargerð, en það er að breytast og mikill áhugi fyrir þáttunum,“ segir Guðmundur. „Yngra fólkið tekur sérstaklega vel við þessu. Hefð- bundinn færeyskur matur er mjög fituríkur, líkt og sá íslenski. Það er mikið talað um það hér, eins og á Íslandi, að fitan sé óholl. Við höfum tekið tillit til þess í gerð uppskriftanna að draga úr fitu.“ Guðmundur og félagar hans komu meðal ann- ars hingað til lands og tóku upp fjóra sjónvarps- þætti, þar af tvo í Vestmannaeyjum. „Þá bökuðum við brauð í Eldfellinu og gróf- um eins lambakótilettur í heita gjóskuna. Eftir einn og hálfan tíma grófum við þær upp full- steiktar! Þetta vakti mikla athygli hér í Fær- eyjum og fólki þótti merkilegt hvað enn var heitt í eldfjallinu eftir nærri þrjátíu ár. Einn þátt gerðum við á Naustinu. Við fórum einnig í Hveragerði og í sumarbústað hjá foreldrum mínum í Öndverðarnesi. Mér þótti gaman, sem Íslendingi, að sýna að það er hægt að rækta alls konar grænmeti á Íslandi. Hér er ræktað rótar- grænmeti á borð við kartöflur, gulrætur og gul- rófur.“ Íslendingar eiga auðvelt með að lesa fær- eysku, en framburðurinn er gjörólíkur þeim ís- lenska. Hvernig gengur Guðmundi að tala fær- eyskuna? „Þeir hlæja stundum að því sem ég segi í sjónvarpinu því ég er með íslenskan framburð,“ segir Guðmundur. Margt líkt með skyldum Hefðbundinn færeyskur matur er mjög líkur þeim íslenska, að sögn Guðmundar. Lambið er undirstaða alls í kjötneyslu og Færeyingar borða næstum allt af lambinu, líkt og við. Fær- eyingar hafa þó fram yfir okkur að matreiða lambakjöt með þurrkun og gera bæði skerpu- kjöt og ræst kjöt eða sigið. „Færeyska lambið er mjög svipað því ís- lenska og eins á bragðið eftir að það hefur fros- ið. Ef ég borða ófrosið lamb þá þykir mér það færeyska betra. Það er eins og meira saltbragð af því fersku. Hér gengur sjór víða yfir þar sem kindurnar eru á beit. Kjötið bragðast svipað og af kindum í Vestmannaeyjum. Þessi munur finnst mér þó hverfa þegar búið er að frysta kjötið. Þá er það færeyska alveg eins og það ís- lenska.“ Guðmundur segist lengi hafa haft áhuga á að matreiða úr lambakjöti og öðrum sauðfjár- afurðum. „Mér þótti leiðinlegt að sjá t.d. öllum eistum hent hér í Færeyjum. Heima á Íslandi eru þau þó notuð í þorramat. Við, strákarnir á Hótel Hafnia og í sjónvarpsþáttunum, ákváðum að gera eitthvað í þessu og prófuðum okkur áfram með uppskriftir úr hrútaeistum. Þessu var rosalega vel tekið og nú er þetta allt notað og engu hent.“ Í matreiðslubókinni er uppskrift að eistum í súraldinsafa og birtist hún hér með. Guð- mundur segir þennan rétt hafa heppnast ótrú- lega vel. „Þessi réttur er ofboðslega góður. Þeg- ar bókin kom út var ég með móttöku og eldaði þennan rétt. Það héldu allir að þeir væru að borða grísalundir.“ Hvað varðar sjávarfang vekur athygli að í matreiðslubókinni er töluverð áhersla lögð á skelfisk. Er auðvelt að nálgast hann í Fær- eyjum? „Við fáum kafara til að kafa eftir skelfiski, bæði kræklingi, öðuskel og öðru,“ segir Guð- mundur. „Það er eins og á Íslandi, að erfitt er að ná í skelfisk í verslunum. En hótelin hér fá stráka til að kafa eftir þessu og eru með skelfisk á sínum matseðlum. Það er fullt af strákum sem eiga köfunargræjur og hafa gaman af að ná í þetta. Líka á Íslandi.“ Færeyingar borða helst þorsk þegar fiskur er á borðum. Guðmundur segir að í Færeyjum sé engin fiskbúð þar sem hægt er að kaupa ferskan fisk. Margir hafi reynt að opna slíka verslun en gefist jafnóðum upp. Ástæðan er líklega sú að flestir eiga smábáta og fara sjálfir og fiska í frystikistuna. Í matreiðslubókinni eru einnig uppskriftir að villibráð, fuglum, grindhval og héra. „Sjófugl- arnir eru þeir sömu og á Íslandi,“ segir Guð- mundur. „Fýll, lundi og svartfugl. Lundinn og svartfuglinn eru að koma aftur. Svartfuglinn hvarf á tímabili því það var ekkert æti fyrir hann. Hérinn er töluvert skotinn á haustin og vinsæll matur.“ Guðmundur átti sjálfur frumkvæði að gerð bókarinnar Okkara kokkur. Það var oft verið að biðja hann um uppskriftir að hinu og þessu svo hann dreif í að semja handritið og láta taka myndirnar. Í fyrravor gekk Guðmundur svo inn á Bókadeild Føroya Lærarafelags (Kenn- arafélags Færeyja) og bauð bókina til útgáfu. „Réttina lærði ég suma í náminu og sumt hef ég samið og notað í sjónvarpsþáttunum. Sumt hef ég ekki enn notað í sjónvarpinu. Bókinni var mjög vel tekið, það eru þegar seldar 3.500 bæk- ur. Miðað við að það eru 16 þúsund heimili í Færeyjum er það nokkuð hátt hlutfall.“ Guðmundur nefndi að ef einhverjir vildu eignast bókina gætu þeir haft samband við hann í tölvupósti, gg@hafnia.fo. Þess má geta að á heimasíðu færeyska sjónvarpsins er að finna uppskriftir úr þáttunum Okkara kokkar sem voru á dagskrá í vetur. „Okkara kokkur“ er íslenskur Ljósmyndir/Per á Hædd Guðmundur Guðmundsson er einn vinsælasti sjónvarpskokkur Færeyja og yfirmatreiðslumaður á Hótel Hafnia í Þórshöfn. Einn þekktasti sjónvarps- kokkur Færeyja er Íslending- urinn Guðmundur Guð- mundsson. Í fyrra kom út eftir hann matreiðslubókin Okkara kokkur (Kokkurinn okkar). Guðni Einarsson ræddi við Guðmund um matreiðslu og fleira. gudni@mbl.is TENGLAR ................................................................... http://www.svf.fo/sendingar/OK_uppskriftir/ index.html 400 g hrútaeistu 1 súraldin (lime) 100 reykt flesk (beikon) 1 dl eplasafi (cider) 50 g smjör salt og pipar Hreinsið eistun. Endahnútar skornir af og himna fjarlægð. Skerið eistun í bita og leggið þá í skál. Súraldinsafinn kreistur yfir. Hver biti er nú vafinn í beikonsneið. Brúnið beikonvafðar sneiðarnar á heitri pönnu. Eplasaf- anum (cider) hellt yfir og soðið niður. Bitarnir fjarlægðir af pönnunni og haldið heitum. Kalt smjörið þeytt sam- an við soðið á pönnunni þar til það hef- ur samlagast. Bragðað til með salti og pipar. Meðlæti: Grænt salat og nýtt brauð. HRÚTAEISTU Í SÚRALDINSAFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.