Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 19
Margréti Völu Kristjánsdóttur.
„Hér á skrifstofunni ríkir mjög
góður andi. Þetta er sérstaklega
skemmtilegur vinnustaður og það er
svo gott að vinna innan um annað
fólk. Þrátt fyrir að hafa verið heilluð
af verkefninu mínu og þótt gott að
geta hellt mér út í grúskið var ég
vægast sagt orðin rykfallin og ein í
heiminum að sinna rannsóknum og
skrifa ritgerð í samtals í fjögur ár.
Þau tvö ár sem ég vann að ritgerð-
inni hér heima fannst mér ég svo
sannarlega vera ein í heiminum fag-
lega. Síðasta árið starfaði ég reyndar
í ReykjavíkurAkademíunni innan
um aðra sjálfstætt starfandi fræði-
menn sem voru mjög góður fé-
lagsskapur, en hér á landi var enginn
sem vann á mínu sviði og mér fannst
enginn skilja hvað ég var að fást við.
Við vorum bara tvær saman dag eftir
dag, ég og tölvan.
Það var því gott að komast í eitt-
hvað gjörólíkt. Eftir á að hyggja
hefði kennslan ekki gefið mér þetta.
Þegar allt kemur til alls var ýmislegt
jákvætt sem leiddi af því að ég fékk
ekki prófessorsstöðuna. Mér finnst
svo gott að vera í svona fjölbreyttu
starfi og fá fólk til mín á skrifstofuna
og vera í þessum beinu samskiptum
við það. Auk þess er mikill léttir að fá
verkefni sem jafnvel klárast sam-
dægurs eða í sömu vikunni.
Skemmtilegast finnst mér að fást
við mál sem tengjast mínu sviði,
mannréttindamálum, stjórnsýslu-
rétti og vinnurétti. Auðvitað bý ég að
náminu og allri minni fræðilegu
hugsun og nálgun við viðfangsefnin.
En svo þarf ég að fást við það að
koma málum fram með formlega
réttum hætti og þau samskipti sem í
starfinu felast og það finnst mér
mjög heillandi.“
Lenti á fæðingardeildinni
á leiðinni í doktorsvörnina
Oddný segir að þrátt fyrir að dokt-
orsnámið hafi ekki leitt til áfram-
haldandi starfa á akademískum vett-
vangi sé doktorsgráðan nokkuð sem
hún muni alltaf búa að. En það gekk
vægast sagt ekki þrautalaust fyrir
hana að verja doktorsritgerðina.
„Ég ætlaði að verja ritgerðina 22.
nóvember 2001 í Edinborg. Annar
ritdómendanna er prófessor í Sví-
þjóð og ætlaði að koma þaðan. Hinn
er lektor í Edinborg. Vörnin átti að
vera seinni part dagsins og ég ætlaði
að fljúga út samdægurs. Ég hafði
skipulagt þetta allt til hins ítrasta því
von var á öðru barni í janúar og ætl-
unin var að vera búin að verja rit-
gerðina áður. En þegar ég vakna eld-
snemma þennan morgun til að fara í
flugið er byrjað að blæða frá fylgj-
unni og í staðinn fyrir að fara út á
flugvöll fór ég í sjúkrabíl upp á fæð-
ingardeild.
Ég hafði verið að undirbúa vörnina
og stílaði allt inn á hana. Ég var ekki
á leiðinni að eiga barn og þegar ég
var sett í mónitorinn upp á fæðinga-
deild var ég enn að hugsa um það
hvenær ég kæmist út á flugvöll og
hvort ég næði fluginu.
Þess í stað var ég svæfð og barnið
tekið með keisaraskurði. Að mörgu
leyti var þetta áfall. Barnið var að
fæðast sjö vikum fyrir tímann og
doktorsvörnin var í óvissu. Auðvitað
þurfti að hringja út og tilkynna þetta
og á leiðinni á skurðarborðið var ég
að skipuleggja hvernig standa ætti
að því með manninum mínum. Svíinn
var náttúrulega mættur á svæðið og
ekkert hægt að gera í því.“
Allt líf Oddnýjar var skipulagt út í
æsar frá því hún eignaðist fyrsta
barnið og á meðan á náminu stóð.
Þegar hún sá fram á að klára ritgerð-
ina fannst þeim hjónum tímabært að
eiga annað barn, en áður en það átti
að fæðast ætlaði hún að vera búin að
ljúka við ritgerðina um haustið, verja
hana í nóvember og sinna vinnunni
hjá ReykjavíkurAkademíunni fram í
janúar.
„Eftir á að hyggja setur svona at-
burður lífið í samhengi,“ segir hún.
„Auðvitað skipti ekkert annað máli
en að sonur okkar, Arnar, kom heil-
brigður í heiminn þótt hann þyrfti að
vera þrjár vikur á vökudeild á meðan
lungun voru að þroskast meira.“
Ritgerðin orðin fullvaxið
fræðirit í virtri ritröð
Líklega gerist það ekki oft að sá
sem er að fara að verja doktorsrit-
gerð eignist barn sama dag. En í
kjölfarið ákváðu prófdómendurnir að
Oddný ætti ekki að þurfa að verja
ritgerðina. Það var gert á þeim
grundvelli að þeir töldu ritgerðina
standa fyrir sínu án varnar. Oddný
segir þetta mjög sjaldgæft og auðvit-
að hafi þetta tilboð verið freistandi
og að vissu leyti mikinn heiður.
„Ég velti þessu mikið fyrir mér
hvort ég ætti að þiggja þetta eða fá
að verja ritgerðina. Á endanum
komst ég að þeirri niðurstöðu að mig
langaði til að hafa þetta eins og ég
taldi að það ætti að vera. Sem sagt að
verja ritgerðina. Frá mínum bæjar-
dyrum séð hefði mig alltaf vantað
þennan endapunkt og ég sá fyrir mér
að ég þyrfti alltaf að vera að skýra út
fyrir fólki hvers vegna ég hefði ekki
varið ritgerðina. Jafnvel taldi ég að
fólk gæti talið að þetta væri þá ekki
alvöru doktorsgráða.
En þá hófust vandræðin við að
skýra út fyrir prófdómendunum að
ég vildi verja ritgerðina þrátt fyrir
þetta tilboð. Auðvitað var það léttir
að vita fyrirfram að þeir væru
ánægðir með hana því þá vissi ég að
þetta mundi ganga vel. Það kostaði
töluvert stríð að fá það í gegn og þeir
voru ekkert að flýta sér að svara mér
og skipuleggja nýja vörn. Mér var
m.a. bent á að ég ætti bara að sætta
mig við að ritgerðin væri svona góð!
Eftir japl, jaml og fuður tókst mér
að fá dagsetningu á vörnina og var
ákveðið að hún færi fram í Uppsölum
Svíþjóð 23. maí 2002.“
Oddný segir að það hafi beinlínis
verið gaman að verja ritgerðina og
hún sjái ekki eftir því að hafa sótt
það svo fast. „Bara að fá að tala um
viðfangsefnið við fólk sem hafði
kynnt sér ritgerðina út í hörgul var
stórkostlegt því þetta voru einu
mannseskjurnar fyrir utan leiðbein-
endur mína sem höfðu lesið hana.“
Oddný sendi rigerðina til Kluwer,
sem er eitt stærsta útgáfufyrirtæki
lögfræðirita. Hún var síðan send til
umsagnar hjá óháðum sérfræðingi á
þessu sviði. Ritgerðin fékk góða um-
sögn og var Oddnýju boðið að hún
yrði gefin út í sérstakri bók í rit-
röðinni International Studies in
Human Rights. Þetta gerðist allt áð-
ur en Oddný varði ritgerðina og er
bókin nú nýkomin út undir titilinum
Equality and Non-Discrimination
under the European Convention on
Human Rights.
„Í raun og veru er þessi útgáfa há-
punkturinn í þessu ferli. Hún er ekki
gefin út sem doktorsritgerð heldur
sem fullvaxið fræðirit í virtri ritröð,“
segir Oddný Mjöll. „Og það er góð
tilfinning að þegar er farið að vitna í
ritgerðina í öðrum ritum því ritdóm-
andinn í Svíþjóð hafði samband við
mig og vildi fá að vitna í hana í
kennsluriti sem hann var að semja.
Þetta er allt svolítið skrítið af því að
allt þetta umstang virðist ekki skipta
neinu máli í hinu akademíska um-
hverfi hér á landi.“
asdish@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 19
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18