Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 21
GUÐRÚN Jónsdóttir sópr-
ansöngkona er Ísfirðingur
að ætt og uppruna. Hún
lagði stund á söngnám
bæði hér heima og erlendis
og hefur sungið í óperum
og óperettum í leikhúsum í
Noregi og á Íslandi. Hún er
nú búsett á Ísafirði og
kennir söng við Tónlistar-
skólann ásamt því að taka
þátt í sönglífinu af lífi og sál.
Hún hristir höfuðið skelli-
hlæjandi þegar ég spyr
hvort hlutverk Maríu í
Söngvaseið sé ekki einfalt
dæmi fyrir atvinnumann-
eskju.
„Það er kannski ekki svo
ýkja erfitt hvað sönginn varðar en ég gerði mér enga grein
fyrir hvað ég var að fara út í stórt leikhlutverk með töluðum
texta þegar ég greip þessa hugmynd á lofti einhvern tíma í
haust. Ég hef þurft að hafa talsvert fyrir því því auðvitað vill
maður gera þetta af fagmennsku.“
Erfitt?
„Já, þetta er auðvitað erfitt þegar allar æfingar lenda ut-
an venjulegs vinnutíma og heima er maður með tvö lítil
börn. En þetta er líka óskaplega skemmtilegt og frábært að
sjá hvað allir eru tilbúnir að
láta þetta takast sem best. Ég
held að þetta sé að verða
miklu betri sýning en nokkru
okkar datt í hug í upphafi að
gæti orðið.“
Undir þessi orð tekur tón-
listarstjórinn Beáta Joós en
undir hennar stjórn og hljóm-
sveitarstjórans Janusz Frach
hafa hljóðfæraleikararnir æft
tónlistina þrotlaust frá því í
desember. „Þetta hefur verið
mikil vinna en skemmtileg,“
segir Beáta. „Hér á Ísafirði
eru margir ágætir söngvarar
og ég safnaði saman kven-
röddum úr skólanum og kór-
unum í nunnukórinn í sýning-
unni. Í svona sýningu er auðvitað forsenda að geta sungið en
það er þó alls ekki nóg því kórinn verður að leika líka. Þar
hefur leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir heldur betur lagt
sitt af mörkum.“
Beáta sem kemur frá Ungverjalandi, þar sem tónlistarlíf á
sér langa og merka sögu, segist halda að svona viðamikið
samvinnuverkefni áhugamanna sé einsdæmi fyrir Ísland.
„Ég hefði aldrei látið mér detta þetta í hug en það er sann-
arlega þess virði að taka þátt í því,“ segir hún.
María og Abbadísin. Söngkonurnar Guðrún Jónsdóttir og
Ingunn Ósk Sturludóttir í hlutverkum sínum.
Fagmennska í fyrirrúmi
BÖRN og unglingar skipa stóran
hluta leikhópsins. Þau Helgi Þór
Arason og Ingibjörg Kristín Jóns-
dóttir leika Friðrik, elsta bróð-
urinn, og Grétu, yngstu systurina.
Helgi Þór er 16 ára og er í 1. bekk
Menntaskólans á Ísafirði og Ingi-
björg Kristín er 9 ára og í 4. bekk
Grunnskóla Ísafjarðar. Önnur börn
sem leika í sýningunni eru Herdís
Anna Jónasdóttir, Þórunn Arna
Kristjánsdóttir, Elma Sturludóttir,
Lísa Marý Viðarsdóttir, Anna
Marzellíusardóttir, Katrín María
Gísladóttir, Andri Pétur Þrast-
arson, Þorgeir Jónsson og Agnes
Ósk Marzellíusardóttir.
Helgi Þór býr að talsverðri
reynslu af leiklist enda segist
hann hafa verið illa haldinn af leiklistarbakteríunni frá
því hann man eftir sér. „Ég hef tekið þátt í Morranum,
atvinnuleikhúsi unga fólksins, sem rekið er á sumrin, ég
var í öllum leikritum sem sett voru upp í Grunnskólanum
og var formaður leikfélagsins þar í tvö ár. Svo lék ég
hlutverk Fatts í Hatti og Fatti sem Litli leikklúbburinn
setti upp í fyrra. Svo hef ég farið á nokkur leiklist-
arnámskeið fyrir sunnan og reyni að vera með í því sem
gert er hér.“
Ingibjörg Kristín er að leika í fyrsta skipti og stekkur
beint inn í nokkuð viðamikið hlutverk, þar sem Gréta,
yngsta systirin, er býsna áberandi þótt hún sé ekki há í
loftinu. Hvernig datt Ingibjörgu í hug að taka þátt í sýn-
ingunni?
„Ég bara heyrði að það ætti að halda leikprufu fyrir
krakkana og fannst það rosalega spennandi og svo var
hringt í mig eftir fyrstu prufuna og ég beðin að koma
aftur og enn var hringt í mig aftur og þá spurði Þórhild-
ur hvort við vildum ekki öll taka þátt í sýningunni og ég
sagði já og þá var þetta bara ákveðið.“
Hlutverk barnanna í sýningunni eru 7 og munu um 50
börn hafa sóst eftir þeim. Það var
því úr vöndu að ráða þegar kom að
því að velja þau 11 börn sem leika
hlutverkin, því þau yngstu skipta
með sér hlutverkunum til að álagið
af æfingum og sýningum verði ekki
alveg eins mikið.
Helgi Þór segir þetta hafa verið
alveg ómetanlega reynslu þótt álag-
ið sé talsvert, þegar leikæfingar
standa frá 4–6 klukkustundum dag-
lega eftir að venjulegum skóladegi
lýkur. „Mér finnst Þórhildur Þorleifs-
dóttir alveg frábær og hún gerir
miklar kröfur til okkar sem er fínt.
Það er líka ótrúlega gott að hafa at-
vinnusöngkonurnar Guðrúnu Jóns-
dóttur og Ingunni Ósk í aðalhlutverk-
unum. Þetta verður til þess að við
þurfum að leggja okkur enn meira fram.“
Ingibjörg segir að hún hafi ekki haft hugmynd hvað
það væri mikil vinna á bakvið svona sýningu og neitar
því ekki að hún sé stundum ansi þreytt á kvöldin þegar
hún leggur höfuðið á koddann.
„Ég er líka að gera ýmislegt annað. Æfa sund og
körfubolta og gera allt sem þarf í sambandi við skólann,
og þar erum við að æfa fyrir árshátíðina sem verður
núna bráðum. Það er nóg að gera.“
Helgi Þór kinkar kolli við spurningunni hvort hann hafi
ekki nóg að gera þessa dagana. „Það er ekki mikill tími
eftir af sólarhringnum þegar skólinn, vinnan í kjörbúð-
inni, handboltaæfingar og leikæfingar eru búnar.“
Af hverju eruð þið að þessu? Væri ekki miklu
skemmtilegra að hafa nógan tíma til að slappa af og
horfa á sjónvarpið og leika sér?
Þau horfa á blaðamann eins og hann sé ekki alveg
með á nótunum.
„Þetta er skemmtilegt. Skemmtilegast af öllu er að
hafa nóg að gera og vera með alls konar skemmtilegu
fólki.“
„Erfitt en skemmtilegt,“ segja þau Helgi
Þór Arason og Ingibjörg Kr. Jónsdóttir.
Skemmtilegast að hafa nóg að gera
SÖNGLEIKUR væri
varla mikils virði án
hljóðfæraleiksins og
hljómsveitin sem leik-
ur á sýningunni á
Söngvaseið er í raun-
inni hluti af skóla-
hljómsveit Tónlistar-
skólans. Tveir af
hljóðfæraleikurunum
gáfu sér tíma til að
svara spurningum
blaðamanns, en sögðu
að þær yrðu stöðugt
að vera til taks því
langan tíma tæki að
samhæfa leik, söng og
hljóðfæraleik í þá heild
sem leikstjórinn ætlaðist til. Hljóm-
sveitarstjóri er Janusz Frach en þau
Beáta Joó tónlistarstjóri og Sigríður
Ragnarsdóttir hafa annast hljóm-
sveitar- og raddæfingar.
„Þetta er miklu meiri vinna en við
höfðum ímyndað okkur,“ segja þær
Sandra Rún Jóhannesdóttir, 17 ára,
sem spilar 1. fiðlu í hljómsveitinni og
Arnþrúður Gísladóttir, 16 ára, sem
spilar á þverflautu. Þær eru báðar
komnar talsvert langt í tónlistarnámi,
Sandra Rún hefur lokið 7. stigi og
Arnþrúður hefur lokið miðprófi eftir
5. stig. Þær eru því þaulvanar að
leika alls kyns tónlist og taka þátt í
samspili sem er stór hluti af námi
þeirra við tónlistarskólann. „Þetta er
samt mjög ólíkt því tónlistin er öðru-
vísi en ég er vön að spila,“ segir Arn-
þrúður. „Og svo er hljómsveitin ekki í
aðalhlutverki eins og maður er vanur
á tónleikum. Nú þurfum við að gæta
að því að fylgja leikurunum, spila
hraðar eða hægar eftir þörfum og
spila ekki of sterkt til að yfirgnæfa
ekki sönginn,“ segir
Sandra Rún.
Tónlistin í sýning-
unni er viðamikil eins
og nærri má geta og
kemur kannski á óvart
að lögin eru hvorki
fleiri né færri en 43.
„Þetta eru auðvitað
ekki allt sönglög, sum
lögin eru örfáar línur
og eru millispil á milli
atriða eða þátta. En í
allt þá er nótnaheftið
60 blaðsíður sem er
auðvitað talsvert,“
segir Arnþrúður.
„Þetta er kannski
ekki sérlega flókin eða erfið tónlist,
en maður verður aðallega þreyttur á
að spila svona lengi á æfingunum,
kannski í fjóra klukkutíma. Maður er
alveg búinn í handleggjunum,“ segir
Sandra Rún. Arnþrúður tekur undir
það.
Þær eru sammála um að þrátt fyr-
ir þreytuna og erfiðið þá sé þetta svo
sannarlega þess virði; „Það er ótrú-
lega gaman að taka þátt í þessu og
þetta verður örugglega mjög flott
sýning.“
„Verður örugglega mjög flott sýning,“ segja Sandra Rún Jóhannes-
dóttir fiðluleikari og Arnþrúður Gísladóttir þverflautuleikari.
Nótnaheftið er 60 blaðsíður
islandssimi.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SS
2
06
14
03
/2
00
3
*Meðan birgðir endast.
Startpakkinn
- tölvuleikur fylgir!
Verslun Íslandssíma í Kringlunni.
Þú velur!
Tölvuleikur að verðmæti 4.990 kr.
fylgir með Startpakkanum.*
3.750 kr. á mánuði
256 Kb/s 512 Kb/s hraði
og 100 MB til útlanda innifalið.
Startpakkinn
- allt sem til þarf
Innifalið í ADSL II Startpakka er:
USB mótald, stofngjald og smásía.
Samtals að verðmæti 18.125 kr.
Miðað er við 12 mánaða áskrift.
Internetaðgangur er innifalinn í mánaðargjaldi.
0 kr.
Hvergi lægra mánaðargjald!
til 15. apríl