Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 28. marz 1993: „Hvarvetna í öðrum löndum mundi það teljast til stórtíðinda, að markaðsverðmæti hlutabréfa í stórfyrirtæki félli um nær 40%. Þetta hefur gerzt hjá Flugleiðum án þess að mikla eftirtekt vekti en markaðs- verðmæti hlutabréfa í félag- inu hefur lækkað um hvorki meira né minna en 2 millj- arða á tveimur árum. Þetta er mikið tap fyrir hluthafana í fyrirtækinu, þótt það fari auðvitað að nokkru leyti eftir því á hvaða verði þeir hafa keypt hlutabréf sín. Sem dæmi má taka, að eign- arhlutur Eimskipafélagsins í Flugleiðum, sem nemur rúm- lega 34%, hefur lækkað að markaðsverðmæti um hvorki meira né minna en 700 millj- ónir króna og eignarhlutur Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna í Flugleiðum hef- ur lækkað um 129 milljónir á sama tíma…“ . . . . . . . . . . 27. marz 1983: „Enginn bandarískur forseti hefur rætt jafn opinskátt um kjarn- orkuvígbúnað síðan John F. Kennedy leið og Ronald Reagan, John F. Kennedy varð tíðrætt um hið svo- nefnda „missile gap“, það er að segja að Bandaríkjamenn mættu ekki verða undir í samkeppni við Sovétríkin um smíði eldflauga sem gera bor- ið kjarnorkuvopn. Síðan hef- ur verið á það bent af sagn- fræðingum að hættan á því að Sovétmenn næðu forskoti á þessu sviði fyrir 20 árum hafi verið orðum aukin, svo ekki sé meira sagt. Nú horfa mál svolítið öðruvísi við. Það er viðurkennd staðreynd að árið 1969 kom til sögunnar síðasta langdræga land- eldflaug Bandaríkjanna sem ber kjarnorkusprengju, en síðan hafa Sovétmenn smíðað fimm gerðir slíkra eldflauga og gert á þeim endurbætur að minnsta kosti átta sinn- um…“ . . . . . . . . . . 25. marz 1973: „Ríkisstjórnin beitir sér fyrir lagasetningu til þess að leysa togaraverk- fallið, en togararnir liggja enn bundnir við bryggju og ekkert, sem bendir til, að þeir muni leysa landfestar á næst- unni. Ástæðan er sú, að rík- isstjórnin hefur ekki enn gert ráðstafanir til að tryggja rekstrargrundvöll togaranna, enda þótt fulltrúar togaraeig- enda hafi átt viðræður við ríkisstjórnina um þetta mál frá því á s.l. ári. Þessi furðu- legu vinnubrögð ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar eru í fullu samræmi við allt annað, sem frá stjórninni hefur kom- ið, hálfkák og aðgerðarleysi frammi fyrir vandanum ein- kennir starfsferil hennar…“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S TRÍÐIÐ gegn Írak á sér lang- an og margslunginn aðdrag- anda. Þær ástæður er liggja að baki því, að Bandaríkin og Bretland tóku ákvörðun um að hefja stríð gegn Saddam Hussein, þrátt fyrir gífurlega andstöðu víða um heim, eru flóknar og langt frá því léttvægar. Það vill gjarnan verða svo í dægurumræðu stjórnmálanna að reynt er að gera flókna hluti einfalda. Stríðið er þannig skýrt, jafnvel af fólki er vill láta taka sig alvarlega, með tilvísun í að George W. Bush Bandaríkjaforseti sé að ljúka því verki er faðir hans hóf. Aðrir reyna að skýra ákvarðanatöku Bandaríkjaforseta með vísun í kristna trú hans. Afstaða Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, er í augum þeirra er styðjast við svona skýringar einungis dæmi um hversu ósjálfstæðir Bretar eru í utanríkis- málum. Þeir fylgi Bandaríkjunum sem einhvers konar kjölturakkar. Þrátt fyrir það, hversu algeng sjónarmið sem þessi eru í almennri umræðu, missa þau marks. Það tekur enginn leiðtogi vestræns lýðræðis- ríkis ákvörðun um að halda út í styrjöld er mun kosta fjölda mannslífa af ástæðum sem þessum. Forseti Bandaríkjanna, þótt hann sé að mörgu leyti valdamesti einstaklingur veraldar, getur ekki einn og óstuddur leitt Bandaríkin út í stór- fellda styrjöld ef fyrir því liggja ekki haldbær rök. Forsætisráðherra Bretlands getur sömu- leiðis ekki sent stóran hluta herafla Bretlands í stríð án þess að fyrir því séu fullgildar ástæður og pólitískur stuðningur. Langur aðdragandi Það gleymist oft að deilan við Saddam Hussein á sér langan aðdraganda. Hún hófst ekki er George W. Bush komst til valda. Hún hófst er Saddam Hussein ákvað að hefja innrás í Kúveit árið 1990. Saddam hefur á þeim árum sem síðan eru lið- in virt vopnahlésskilmálana frá 1991 að vettugi og haldið áfram tilraunum sínum til að komast yfir gjöreyðingarvopn. Tíminn mun leiða í ljós hversu mikið hann á af slíkum vopnum. Sú staðreynd að Írakar skutu á fimmtudag Scud-flaugum á Kúveit er hins vegar sönnun þess að hann hefur gerst brotlegur við ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt þeim skilmálum er Írakar gengu að við lok Persaflóastríðsins var þeim gert að láta allar Scud-flaugar sínar af hendi. Samkvæmt ályktun 1441 er samþykkt var samhljóða af ör- yggisráðinu í nóvember var Írökum gefið loka- tækifæri til að láta af hendi öll gjöreyðingar- vopn sín og önnur vopn er féllu undir vopnahlésskilmálana frá 1991. Flugskeyti lang- drægari en 150 kílómetrar féllu undir þá skil- greiningu. Írakar hafa árum saman haldið því fram að þeir eigi engar Scud-flaugar. Þrátt fyr- ir starf vopnaeftirlitsmanna SÞ undanfarna mánuði hafa engar vísbendingar komið fram um hvar Scud-flaugar Íraka væru faldar þrátt fyrir að vestrænar leyniþjónustur hafi talið yfir- gnæfandi líkur á að þeir ættu enn slíkar flaug- ar. Scud-árásin á Kúveit vekur óneitanlega upp spurningar hversu mörg óleyfileg vopn til við- bótar kunni að leynast í vopnabúri Saddams. Hvað með önnur ríki? Í umræðum um stríð- ið er algengt að heyra þá röksemd að Írak sé ekki eina rík- ið sem hafi komið sér upp gjöreyðingarvopnum. Nefna megi Ísrael, Pakistan, Indland og Norð- ur-Kóreu sem dæmi um önnur ríki er hafi ekki einungis reynt að koma sér upp kjarnorkuvopn- um heldur hafi að öllum líkindum nú þegar komið sér upp slíkum vopnum. Gjarnan er spurt: Hvers vegna er ekki gripið til sambæri- legra aðgerða gegn þessum ríkjum? Hvers vegna eru Ísraelar eða Pakistanar ekki afvopn- aðir með hervaldi líkt og nú á að gera við Íraka? Hér er hins vegar ólíku saman að jafna. Eng- ir bindandi alþjóðasáttmálar eru til staðar sem meina þjóðum að koma sér upp ákveðnum vopnum. Þeir sáttmálar sem fyrir hendi eru, s.s. sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna (NPT) eða sáttmálinn um bann við sýklavopnum, eru samningar sem ríkjum er frjálst að gerast aðilar að. Það fylgir jafnframt að ríki geta sagt sig frá þeim samningum ef þau vilja. Það er engum ríkjum bannað að koma sér upp tilteknum vopnum, þessir samningar kveða einungis á um að ríkin taka sjálfviljug ákvörðun um að koma sér ekki upp tilteknum vopnum. Ein undantekning er þó á þessu. Í einu tilviki hefur alþjóðasamfélagið, eins og það er stund- um kallað, tekið ákvörðun um að heimsbyggð- inni stafi það mikil hætta af tilteknu ríki að því sé beinlínis meinað að koma sér upp ákveðnum vopnum. Það gerðist þegar öryggisráð Samein- uðu þjóðanna ákvað að meina Írökum að eiga tiltekin vopn. Sú ákvörðun var einstök. Ávarp Tonys Blairs Í ávarpi er Tony Blair flutti á fimmtu- dagskvöld ræddi hann ástæður þess að Bretar hefðu ákveðið að taka þátt í hernaðar- aðgerðum gegn Saddam Hussein. Blair sagði þar meðal annars að markmið breskra hersveita væri að koma Saddam Huss- ein frá völdum og afvopna Íraka. Þá sagði Blair: „Ég veit að þessi stefna hefur valdið klofningi meðal þjóðar okkar en ég veit sömuleiðis að hersveitir okkar eru í hugum og bænum bresku þjóðarinnar. Þessar sveitir eru þær bestu í veröldinni og Bretland allt er stolt af þeim. Sú ógn er nú stafar að Bretlandi er ekki sú sama og kynslóð föður míns stóð frammi fyrir. Stríð á milli stórveldanna er ólíklegt, í Evr- ópu ríkir friður, kalda stríðið er þegar hluti af minningunni. Hinni nýju veröld stafar hins vegar ógn af óskipulagi og óreiðu sem rekja má annars veg- ar til grimmra ríkja á borð við Írak vopnuðum gjöreyðingarvopnum eða þá öfgafullra hryðju- verkahópa. Þessir aðilar hata lífsstíl okkar, frelsi okkar, lýðræði okkar. Ótti minn, sem er djúpstæður, og byggist að hluta á þeim leynilegu upplýsingum sem ég fæ í hendur, er að þessar ógnir muni sameinast og valda hörmungum í landi okkar og heiminum okkar. Þessi harðstjórnarríki skeyta engu um virð- ingu fyrir mannslífinu. Hryðjuverkamennirnir dásama það að tortíma mannslífum. Sumir segja að ef við grípum til aðgerða séum við skotmark. Sannleikurinn er sá að við erum öll skotmark. Balí var aldrei í framvarðarlínu þeirra er börðust gegn hryðjuverkum. Bandaríkin réðust aldrei á Al-Qaida, þau réðust á Bandaríkin. Bretar hafa aldrei verið þjóð er felur sig í skjóli annarra. Og jafnvel ef sú væri raunin myndi það ekki koma okkur að gagni. Ef hryðjuverkamenn komast yfir þau vopn sem nú er verið að framleiða og selja víðs vegar í heiminum yrðu eyðileggingaráhrifin slík gagnvart hagkerfum okkar, gagnvart öryggi okkar og friði í heim- inum að það er handan þess sem við getum ímyndað okkur. Mat mitt sem forsætisráðherra er að þessi ógn er raunveruleg, vaxandi og allt annars eðlis en þær ógnir er Bretland hefur staðið frammi fyrir til þessa. Í tólf ár hefur umheimurinn reynt að afvopna Saddam að loknum styrjöldum hans er kostað hafa hundruð þúsunda lífið. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að enn hafi ekki verið gerð grein fyrir gífurlegu magni efnavopna og sýklavopna á borð við miltisbrand, VX taugagas og sinneps- gas af hálfu Íraka. Valkostir okkar eru því skýrir: Hörfum og styrkjum þar með Saddam eða höldum áfram og afvopnum hann af festu. Brotthvarf gæti veitt okkur augnabliks frið. Í kjölfarið myndu hins vegar fylgja mörg ár þar sem við yrðum að gjalda fyrir veikleika okkar. Vissulega er Saddam ekki eina ógnin. Við Bretar vitum hins vegar að besta leiðin til að fást friðsamlega við ógnir framtíðarinnar er að taka á ógnum samtímans af festu. Það verður mikil blessun fyrir írösku þjóðina að losna við Saddam. Fjórar milljónir Íraka dvelja í útlegð, 60% íbúa landsins eru háð mat- vælaaðstoð, þúsundir barna látast ár hvert af vannæringu og farsóttum, hundruð þúsunda hafa verið hrakin frá heimilum sínum eða myrt.“ Hver sá sem fylgst hefur með Tony Blair á síðastliðnum mánuðum gerir sér grein fyrir því að hann hefur tekið ákvörðun um að eiga aðild að hernaðinum í Írak vegna þeirrar djúpstæðu sannfæringar að það sé mannkyninu til góðs. Breski forsætisráðherrann hefur reynzt mun áhrifameiri talsmaður þeirra aðgerða sem nú standa yfir í Írak en Bandaríkjaforseti. Í lok ávarps síns á fimmtudagskvöld sagði Blair að harðstjórar á borð við Saddam og hryðjuverka- hópar á borð við Al-Qaida ógnuðu skipulagi og stöðugleika heimsins. Sú ógn er forsætisráðherra Bretlands lýsti er VERND MANNLEGRAR VIRÐINGAR Umræða um sókn klámvæð-ingar og kynlífsiðnaðarhefur farið vaxandi hér á landi síðustu misserin. Ljóst er að sú uppfræðsla sem t.d. Stígamót og V-dagurinn hafa komið á fram- færi hefur fengið mikinn hljóm- grunn og stöðugt fleiri finna sig knúna til að taka siðferðilega af- stöðu til þessa málefnis. Nýverið stóðu Samtökin ’78 fyr- ir málþingi um atvinnumál í sam- vinnu við Mannréttindastofu Ís- lands. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, en hann fjallaði um hugtakið „mannleg virðing“ í tengslum við nektar- dans. Í frétt sem birtist í Morg- unblaðinu 17. mars sl. kom fram að Ragnar gerði nýgenginn dóm Hæstaréttar Íslands í einkadans- máli að umfjöllunarefni í erindinu og segir í fréttinni að honum virð- ist sem „konur dansi naktar til að hafa áhrif á fýsnir manna en ekki í neins konar listrænum tilgangi eða öðrum réttlætanlegum til- gangi“. Sú áhersla sem Ragnar leggur þarna á hlutskipti kvenn- anna og tilgang dansins er afar at- hyglisverð, því í umræðu um hvað skuli vera leyfilegt í þessu sam- bandi er yfirleitt litið framhjá hinu mannlega hlutskipti, þ.e.a.s. reisn og virðingu þeirra einstaklinga sem veita þjónustuna, og sjónum frekar beint að sjálfri umgjörðinni um klámiðnaðinn, að atvinnu- rekstrinum sjálfum. Ragnar segir að ákvæði um mannlega virðingu hafi verið sett í stjórnarskrá Þjóðverja árið 1949, en þar segir að mannleg virðing sé óskerðanleg og handhöfum ríkis- valdsins sé skylt að virða hana og vernda. Fleiri lönd fylgdu í kjöl- farið, en að hans sögn er sambæri- legt ákvæði þó ekki að finna í ís- lensku stjórnarskránni. Ragnar telur að ekki hafi verið litið til raka um vernd mannlegrar virð- ingar í umræddum dómi en að hans mati hlýtur þýðingarmesti þáttur málsins að vera „þátttaka kvennanna í nektardansinum, hvort sem er fyrir lokuðum dyrum eða ekki“ og að mikilvægt hefði verið „að Hæstiréttur tæki afstöðu til þess hvort mannleg virðing nýt- ur verndar að íslenskum rétti og þá hversu víðtækrar verndar“. Eðli þess markaðar sem kynlífs- iðnaðurinn þjónar er þannig að um leið og loku er skotið fyrir eina út- færslu þjónustunnar er henni ein- faldlega fundinn nýr farvegur. Nú þegar ekki er lengur hægt að selja einkadans kvenna á nektardans- stöðum hefur annað birtingarform þeirrar niðurlægingar komist í há- mæli; nuddstofur þar sem naktar konur nudda viðskiptavininn. Ein- hverjir hljóta að spyrja hvaða eðlismunur sé á því að dansa einkadans og að veita einkanudd, í þeim einum tilgangi að hafa áhrif á „fýsnir manna“, svo vísað sé til orða Ragnars. Er ekki kominn tími til þess að mannleg virðing njóti ótvíræðrar verndar ríkisvaldsins hér á landi svo girt sé fyrir þær smugur sem atvinnurekendur á sviði klámiðn- aðar nýta sér? Með þeim hætti tæki íslenskt samfélag fyrirbyggj- andi afstöðu til mannlegs hlut- skiptis í viðskiptum sem vissulega vega að reisn þess sem þjónustuna veitir. Um leið væri komið í veg fyrir að klámiðnaðurinn notfærði sér mismunandi tæknilegar út- færslur til að hagnast á niðurlæg- ingu eða jafnvel neyð kvenna sem hlutgerðar hafa verið eins og hver önnur neysluvara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.