Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 33
ekki afstæð. Þetta er raunveruleg ógn sem Ís-
lendingar ekki síður en aðrar þjóðir heims
verða að taka afstöðu til. Heimurinn breyttist
vissulega með lokum kalda stríðsins en ekki í
þá veru að ríki þyrftu ekki lengur að hafa
áhyggjur af öryggi sínu. Hulunni var svipt af
þeirri tálsýn ellefta september fyrir rúmu ári.
Raunar höfðu margir varað við þessari ógn
um árabil. Það var hins vegar ekki fyrr en hinn
örlagaríka septembermorgun sem öllum varð
ljóst að ógnin var raunveruleg.
Þessa þróun má rekja til margra þátta. Ann-
ars vegar tækniframfara sem gera að verkum
að stöðugt verður auðveldara að framleiða
skelfileg vopn, jafnvel með tiltölulega litlum til-
kostnaði. Sú þekking sem lá að baki smíði
fyrstu kjarnorkusprengjunnar markaði á sínum
tíma þáttaskil í vísindasögunni. Í dag þykja þau
fræðilegu atriði, sem þarf að kunna skil á til að
setja saman slíkt vopn, sjálfsögð á sviði eðlis-
fræðinnar. Það sem helst hamlar því að fleiri
geti komið sér upp slíkum vopnum er að enn
sem komið er hefur tekist að hamla aðgangi að
auðguðu úrani og plútóni. Þær áhyggjur sem
menn hafa af smíði kjarnorkuvera í Íran og
ekki síst Norður-Kóreu er að með gangsetn-
ingu þeirra gæti hafist fjöldaframleiðsla á þeim
efnum er þarf til smíði kjarnorkusprengju.
Talið er víst að Írakar hafi nú þegar um
langt skeið búið yfir þekkingu og getu til að
smíða kjarnorkusprengju. Þeim hefur hins veg-
ar ekki enn, að því er talið er, tekist að verða
sér úti um auðgað úran.
Ef Norður-Kórea gangsetur hið umdeilda
kjarnorkuver í Yongbyon, en smíði þess olli því
að litlu munaði að stríð hæfist á Kóreuskaga ár-
ið 1994, gætu slík „vandamál“ verið úr sögunni.
Við kjarnabruna versins yrði árlega til nægilegt
magn af plútóni til að gera marga tugi vopna
virk. Helmingunartími plútons hleypur á tug-
þúsundum ára. Sé þessu skrímsli hleypt út á
annað borð gæti það reynst mannkyninu dýr-
keypt, ekki einungis næstu árin heldur árþús-
undin.
Hvað ef þetta efni kemst í hendur samtaka á
borð við Al-Qaida eða ofbeldisseggja á borð við
Saddam Hussein? Treysta menn því að kjarn-
orkuvopnum verði ekki beint gegn Vesturlönd-
um? Hvaða áhrif myndi það hafa á heiminn ef
kjarnorkusprengja spryngi í vestrænni stór-
borg? Tilhugsunin kann að virka fjarlæg og
jafnvel fjarstæð en því miður er þetta raun-
verulegt vandamál sem við stöndum frammi
fyrir. Dettur einhverjum í hug að Íslendingar
geti haldið sig til hlés í þessari umræðu? Að
það hefði engin áhrif á Ísland og hagsmuni Ís-
lendinga ef hryðjuverkamenn beittu slíkum
vopnum t.d. í London eða New York?
Auk þeirrar staðreyndar að ávallt er fjöldi Ís-
lendinga á ferli í flestum vestrænum stórborg-
um myndi atburður sem þessi hafa áhrif á allt
umhverfi okkar. Hagkerfi heimsins stæði
frammi fyrir kreppu er væri alvarlegri en
kreppan mikla á þriðja og fjórða áratug síðustu
aldar. Alþjóðavæðingin svokallaða myndi heyra
sögunni til, ríki myndu draga sig inn í skel sína
og leggja áherslu á öryggi sitt framar öllu öðru.
Hvers vegna?
Jessica Stern, sér-
fræðingur í starfsemi
hryðjuverkahópa og
kennari við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum,
rekur í bók sinni The Ultimate Terrorist (sem
rituð var fyrir ellefta september) fimm megin-
ástæður fyrir því að líkur séu að aukast á að
hryðjuverkamenn muni í framtíðinni beita
kjarnavopnum, efnavopnum eða sýklavopnum
gegn almennum borgurum.
Í fyrsta lagi séu þessi vopn kjörin fyrir
hryðjuverkamenn er vilji sýna fram á guðlega
hefnd, vísindalega hæfni eða einfaldlega myrða
sem flesta til að valda usla.
Í öðru lagi séu markmið hryðjuverkamanna
að breytast. Ný kynslóð hryðjuverkamanna hafi
komið fram sem stjórnist af trúarlegu ofstæki,
öfgahægristefnu eða heimsendasýn. Ofstækis-
menn séu stöðugt vaxandi ógn.
Í þriðja lagi hafi með hruni Sovétríkjanna
myndast svartur markaður fyrir vopn, vopna-
hluti og þekkingu. Öryggiskerfi Sovétmanna á
tímum kalda stríðsins hafi miðast við að Banda-
ríkin gætu ekki komist yfir vopn og þekkingu
Sovétmanna. Það hafi ekki gert ráð fyrir því að
hætta gæti stafað af innherjum. Hundruð tonna
af geislavirkum efnum eru geymd á viðkvæm-
um stöðum víðs vegar um Sovétríkin fyrrver-
andi af illa launuðum gæslumönnum. Jafnvel sé
ekki hægt að útiloka að hægt sé að stela heilum
vopnum. Þótt hinar langdrægu kjarnorkuflaug-
ar Rússa séu vel varðar sé ástæða til að hafa
áhyggjur af minni vopnum.
Í fjórða lagi séu stöðugt fleiri ríki að verða
sér úti um gjöreyðingarvopn, jafnvel ríki sem
eru þekkt fyrir að styðja hryðjuverkahópa.
Í fimmta lagi geri tækniframfarir að verkum
að auðveldara er fyrir hryðjuverkamenn að
gera árásir með gjöreyðingarvopnum. Í gegn-
um Netið geti þeir náð til breiðs hóps stuðn-
ingsmanna og verið í stöðugum samskiptum.
Stern telur að þrátt fyrir þetta bendi líkur til
að árásir hryðjuverkamanna með gjöreyðingar-
vopnum verði sjaldgæfar. Hins vegar megi ekki
einungis taka mið af líkunum. Einnig verði að
taka mið af hugsanlegum afleiðingum, sem
gætu verið tugir eða jafnvel hundruð þúsunda
fórnarlamba.
Fred C. Iklé, fyrrum aðstoðarvarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, velti fyrir sér svipuðum
sjónarmiðum í grein í tímaritinu The National
Interest árið 1997. Þar segir hann m.a.: „Morg-
uninn eftir stórfellda árás með efnavopnum eða
sýklavopnum eða eftir að kjarnorkuvopni hefur
verið beitt mun lögmál hernaðar breytast í
grundvallaratriðum um heiminn allan. Ef beit-
ing slíkra vopna yrði látin óáreitt, eða, sem er
enn verra, hún myndi koma gerandanum til
góða, myndi harðstjóra um allan heim fýsa að
komast yfir slík vopn og að endingu beita þeim.
Þessi harðstjóri framtíðarinnar gæti orðið ann-
ar Saddam Hussein sem ógnaði Bandaríkjunum
eða bandamönnum þeirra með árásum. Eða …
hann gæti verið nýr Lenín eða Hitler sem
reyndi að koma upp harðsvíruðu einræðiskerfi
innan frá.“
Vangaveltur sem þessar eru því miður ekki
fjarri sanni. Á síðastliðnum áratug hafa stöðugt
fleiri fræðimenn, sérfræðingar og stjórnmála-
menn í Bandaríkjunum komist að þeirri nið-
urstöðu að þetta sé mesta ógnin sem heimurinn
stendur frammi fyrir. Í kjölfar ellefta sept-
ember má segja að þessi sjónarmið hafi orðið
ofan á í umræðum um öryggismál og myndi
þann grunn sem til dæmis stefnan gagnvart
Írak byggist á. Í mörgum Evrópuríkjum eru
umræður um þessi mál mun skemur komnar
þótt til dæmis forsætisráðherra Bretlands hafi
sett þessi mál á oddinn um margra ára skeið.
Reuters
Það tekur enginn
leiðtogi vestræns
lýðræðisríkis
ákvörðun um að
halda út í styrjöld er
mun kosta fjölda
mannslífa af ástæð-
um sem þessum.
Forseti Bandaríkj-
anna, þótt hann sé
að mörgu leyti
valdamesti ein-
staklingur veraldar,
getur ekki einn og
óstuddur leitt
Bandaríkin út í stór-
fellda styrjöld ef
fyrir því liggja ekki
haldbær rök.
Laugardagur 22. mars
Breskir landgönguliðar í Suður-Írak.