Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 35
Skattaumhverfið er til dæmis ákaf- lega óvinveitt sjálfstætt starfandi listamönnum og þyrfti að gera nokkra uppstokkun á því til að gera það sveigjanlegra, en um leið skil- virkara. Jafna þarf aðstöðu list- greina gagnvart innheimtu virðis- auka, auk þess sem reynsla annarra þjóða sýnir að ýmsar ívilnandi skattaaðgerðir í þágu menningar og lista skila að jafnaði auknum tekjum til ríkissjóðs. Starf hins skapandi listamanns er auðlind í sjálfu sér, undirstöðustarf sem starf margra annarra byggist á. Starf hans er auk þess verðmæta- skapandi til framtíðar, menning dagsins í dag verður að menningar- arfleifð morgundagsins. Það er ljóst á niðurstöðum mín- um að stefnumálum ríkisstjórnar- flokkanna í menningarmálum hefur ekki verið fylgt eftir af þeim þunga sem ætla má að efni hefðu staðið til. Verkin hafa ekki talað í hlutfalli við orð og yfirlýsingar. Þau rök að viljann vanti ekki, bara fjármagnið, duga skammt, ekki síst í ljósi þess átaks sem ný- lega var hleypt af stokkunum til að örva hagvöxt til mótvægis við áhrif fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda á efnahagslífið. Aðgerð sem fól í sér að milljarðafjármagni verður varið á næstu misserum til nýfram- kvæmda og atvinnuuppbyggingar. Hugmyndaflug ráðamanna virð- ist einskorðast við áþreifanlega hluti svo sem jarðgöng og vegagerð þegar atvinnuuppbygging er annars vegar. Menningarstarf er þar ekki á lista frekar en fyrri daginn. Einu tilburðir til uppbyggingar á sviði menningar eða lista er viljayfirlýs- ing um byggingu menningarhúss á tveim stöðum á landinu. Annað á Akureyri, en sú ráðstöfun skýtur skökku við meðan ekki er tekið á rekstrarvanda þess menningarhúss sem þar hefur lengst starfað, eða Samkomuhússins, sem er samastað- ur Leikfélags Akureyrar. Þar á bæ var öllum listamönnum sagt upp í sömu vikunni og yfirlýs- ing stjórnvalda um byggingu menn- ingarhúss á svæðinu var gerð op- inber. Hitt menningarhúsið sem vilji er til að reisa á að vera í Vestmanna- eyjum, en það skýtur líka skökku við, þar sem menningarhús hefur um árabil staðið fokhelt á Selfossi vegna þess að ekki hefur fengist fjármagn til að klára byggingu þess. Þar þarf þó aðeins herslu- muninn og ætti að liggja beinna við að fullklára menningarhús sem stendur í einum stærsta byggða- kjarna á Suðurlandi áður en ráðist er í nýbyggingu í Vestmannaeyjum. Og talandi um menningarhús hefði að mínu mati verið nær að drífa í að reisa tónlistarhús í höf- uðborginni, enda á Reykjavík sér í raun hvorki menningarhús né fé- lagsheimili, en hýsir þó bróðurpart landsmanna á sínu svæði. Þau orð úr landsfundarályktun- inni að „þörf sé á að gerð verði ít- arleg úttekt á framlagi íslensks menningarlífs til atvinnulífs í land- inu og þjóðarbúskaparins í heild“ eru vissulega í tíma töluð, enda nokkuð víst að væru stjórnmála- menn á Íslandi betur upplýstir um framlegð menningarinnar til þjóð- arbúskaparins og hinn efnahags- lega ávinning sem menningarstarf skilar myndu þeir ekki bara hugsa öðruvísi, heldur að öllum líkindum einnig fjárfesta öðruvísi. Þá hefðu þeir hugsanlega til dæmis séð sér leik á borði að fjár- magna nýjan sjónvarpsmyndasjóð eða sett fjármagn í eflingu listkynn- inga í skólum, svo eitthvað sé nefnt sem er allt í senn atvinnuskapandi, byggðavænt og mannvænlegt. Í tilefni komandi kosninga í vor vil ég leyfa mér að hvetja stjórn- málamenn í öllum flokkum til að stefna að því að virkja mannauðinn í landinu og líta til þeirra sókn- arfæra sem eru í lista- og menning- arstarfi í auknum mæli. Orð eru til alls fyrst og vissulega góðra gjalda verð, en hafa litla þýð- ingu sé þeim ekki fylgt eftir með verkum. Höfundur er leikkona og forseti BÍL. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 35 OPIÐ HÚS - Flúðasel 76 - Reykjavík Páll Guðjónsson Gsm 896 0565 pallg@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT Heimilisfang: Flúðasel 76, jarðhæð. Stærð eignar: 75 fm. Brunabótamat: 7,7 millj. Byggingarefni: Steypa. Verð: 9,9 millj. Páll, sölufulltrúi RE/MAX, tekur á móti gestum milli kl. 13 og 15. FLÚÐASEL - 4RA HERBERGJA BJÖRT OG FALLEG ÍBÚÐ Í SÉRLEGA BARNVÆNU UM- HVERFI. Nánari lýsing: Komið er inn í flísalagt hol, gengið inn í stofuna sem er opin og björt með fallegu parketi. Eldhús með góðri viðar- innréttingu, uppþvottavél fylgir með. Opið milli eldhúss og stofu. Forstofugangur flísalagður með vönduðum steinflísum, 3 rúmgóð svefn- herbergi með góðum skápum. Dúkur á her- bergjum. Geymsla í íbúð. Baðherbergi flísalagt hólf í gólf. Sameiginlegt þvottahús og þurrk- herbergi. Nýbúið að fjárfesta í leiktækjum fyrir börnin á sameiginlegri lóð hússins. ÍBÚÐIN ER LAUS. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Njálsgata 58 Fallegt 74 fm einbýlishús sem skipt- ist í forstofu, hol, eldhús, samliggj- andi stofur, 1 herbergi og baðher- bergi auk 60 fm ósamþ. húsnæðis sem getur hentað sem íbúð eða vinnuaðstaða. Kjallari er undir stór- um hluta hússins og er lofthæð ca 150 cm. Afgirtur garður og hiti í stétt- um. Áhv. húsbr. 4,1 millj. Verð 16,5 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14 og 16 Flétturimi 28 Góð 84 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð, íbúð 0202, í Rimahverfi í Grafarvogi. Íbúðin skiptist í hol, þrjú rúmgóð her- bergi, stofu með útgangi á vestur- svalir, eldhús, rúmgott þvottaher- bergi og baðherbergi. Áhv. 8,0 millj. Verð 11,9 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14 og 16 Laufrimi 32 Mjög falleg 3ja herb. 92 fm íbúð á 2. hæð, íbúð 0202, í Rimahverfi í Graf- arvogi auk geymslu í kj. Sérinngang- ur í íbúð. Íbúðin skiptist í eldhús með góðri innrétt. og borðaðstöðu, þvottahús innaf eldhúsi, rúmgóða stofu, 2 herbergi með góðum skáp- um og flísalagt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Stutt í alla þjónustu. Laus strax. Áhv. húsbr. 2,9 millj. Verð 12,9 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14 og 16 OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16 ÓTTI við valdbeitingu forsætis- ráðherra þjóðarinnar í ólíklegustu málum er orðið helsta kosningamál allra flokka nema Framsóknar. Það er vissulega ævagömul hefð Framsóknar að treysta ekki eigin pólitík. Enda ekki að furða. Mál- efnafátæktin er slík, og undirstað- an harla ótraust þar sem bænda- samfélögum var útrýmt fyrir löngu, reyndar af Framsóknar- flokknum sjálfum. Það er löngu tímabært að Fram- sóknarflokkurinn og hin gamla hugmyndafræði verði sett á minja- safn kaupfélaganna sem fyrrum áttu alla bændur með húð og hári. Ellegar taki flokkurinn ákvörðun um það hvar hann vill staðsetja sig á leikvelli stjórnmálanna. Fyrir þá sem Davíð hefur ekki kært sig um að kynnast og einnig hina sem vilja ekki kynnast honum, eru hræðslusögurnar frekar goð- sagnakenndar fullyrðingar þeirra sem líða fyrir skort á málefnum og í raun merkilegt að fullorðið fólk skuli láta þjarma að sér með þess- um hætti. „Ótti við hvern fjand- ann?“, eins og við segjum fyrir norðan. Téður Davíð getur ekki beitt valdi sínu án samþykkis meirihluta þjóðarinnar og það er stjórnarand- stöðunnar að sjá til þess að hann misnoti ekki ríkjandi stöðu sína. Almenningur getur vissulega ótt- ast getuleysi stjórnarandstöðunnar en verk stjórnarflokkanna dæma sig sjálf, þau eru opinber og í allra augsýn. Verkin kunna á stundum að skjóta mönnum skelk í bringu, en tæplega maðurinn í skjóli emb- ættisins, svo lengi sem hann mis- notar ekki vald sitt. Þessi ótti er því ástæðulaus. Óttinn við nafngreindan einstak- ling felur í sér annaðhvort minni- máttarkennd eða vanmátt og hræðslu við óskilgreindan og oft ímyndaðan andlegan eða líkamleg- an styrk viðkomandi. En þegar upp er staðið er mesta ógnunin við ör- yggi einstaklinga og þjóða upplýs- ingaskortur um ríkjandi aðstæður. Það er hægt að segja fólki að halda kjafti, lemja það í hausinn, lítillækka það og hælbíta það. En óttinn er ástæðulaus. Það er í raun heiður að að fá Davíð upp á móti sér, þar sem hann hefur tamið sér þann ósið að heilsa aðeins þegar hann er í stuði, tala helst bara við Hannes Hólmstein og Hrein Lofts- son og gera veður út af smámunum á borð við 300 milljónir. Iss, mað- urinn er bara svona og það er nú ekki svo skelfilega ógnvekjandi. Segjum sem svo að forsætisráð- herrann ógurlegi hafi bara hirð bláeygra sjálfstæðisdrengja í kring um sig, pilta sem hlýða valdboði hans. Þá hljóta málefni slíkrar samfylkingar að vera fátækleg og kjósendum, sérstaklega konum, ekki að skapi. Bláa höndin fölnar í samanburði við þá grænu og rauðu og tapar kosningunum. Eða hvað? Skortir stjórnarandstöðuflokk- ana ef til vill málefnalega stöðu fyrir þessar kosningar og kýs því fremur að opinbera ótta sinn? Það er erfitt að svara því á þessu stigi, því málefnaleg umræða og mikil- væg kosningamál hafa fallið í skuggann af barnalegum og vest- urheimskum spurningum: Ertu indjáni eða kúreki? Ertu vinur þessa eða hins? Í huga flestra karl- manna ríkir sá skilningur, eða öllu heldur misskilningur, að sértu vin- ur eins, þá ertu sjálfkrafa óvinur annars. Svo kemur jafnvel fram þessi hápólitíska spurning: Ert þú einn af sjóræningjum Íslands eða ertu ræfillinn sem leigir miðin af lottóvinningshöfum hafsins? Valdið er mest og virkar best þegar menn þurfa ekki að beita því, þegar valdhafar hafa komið málum þannig fyrir að lýðræðinu hafa verið settar leikreglur sem virka. Þá þarf ekkert vald, aðeins eftirlit. Þetta eftirlit er sem betur fer stöðugt að styrkjast og það er ósvinna að halda því fram að lög- gjafarvaldið starfi aðeins af ótta við vald Davíðs Oddssonar. Svo mikla upphefð á hann nú ekki skilda. Enda er sú kenning, sem Ingi- björg Sólrún reyndar dró mjög fagmannlega til baka, súrrealísk og jafnvel líka absúrd. Ingibjörg Sól- rún þarf að varast það að dragast inn í málefnalítinn stjórnarand- stöðu-hugsunarhátt og hún þarf að sanna að sjálfstæðar konur, ekki síður en karlar, hafa engan að ótt- ast árið 2003, allra síst sinn höf- uðandstæðing. Leikurinn er fyrir- fram tapaður, hefji maður hann í hysterísku óttakasti. Davíð Oddssson vekur vitaskuld vissa öryggiskennd meðal fólks, þótt ekki væri nema fyrir líkamlegt atgervi, maðurinn er jú rúmur um sig og kósý. Stjórnunarstílinn þekkjum við, svo ekki sé nú minnst á hlýjuna og velvildina sem er svo mikilvæg í tilfinningaþroska sam- félaga. Getur verið að óttinn sé afleiðing af því hvað forsætisráðherra er gjarnt að hlífa fólki við þeirri hlýju, sem óneitanlega er einn af þeim eiginleikum sem hann býr yfir á stundum? Það er lenska íslenskra stjórn- málamanna og þjóðarleiðtoga að svara ekki boðum og fyrirspurnum hins almenna borgara og þar opin- berast skorturinn á hlýju og velvild í garð vinnandi stétta, hins óbreytta borgara. Þessi tegund af dónaskap er ein birtingarmynd snobbs og stétta- mismununar. Það er ekki nema rétt fyrir kosningar að menn stíga út úr sérhönnuðum vinahópi sínum og biðja okkur hin um hjálp. Kjósið mig! Skortur á almennri hlýju og vel- vild einkennir jú þá kynslóð karl- manna sem Davíð er hluti af. Jón Baldvin datt að vísu í tilfinninga- pyttinn í bókinni sinni og verður örugglega seint fyrirgefið af vinum og kynbræðrum. Hannes Hólmsteinn reynir ítrek- að að bræða þessa ísjaka og klippa á þær gaddavírsflækjur sem ein- kenna þá tilfinningalega, en ferst það ekki vel úr hendi. Og eitt er víst, það býr margt að baki manni sem hefur mikinn front. Vonandi kemur Ingibjörg Sólrún óttalaus og sterk inn í íslensk stjórmál og leggur sig fram um að sýna hlýju og velvild. Í samfélagi hraða og ógnar þar sem fjölskyldur riðlast og lífsneisti margra dofnar og hverfur er gott að vita til þess að þarna úti, einhvers staðar, er einhver sem gengur fyrir mann- gæsku án kosningaloforða. Og vill umvefja alla hlýju, hvar í flokki sem þeir standa, hvern sem þeir kjósa, hvar á landinu sem þeir búa og hvort sem þeir aka í Bens eða taka strætó. Tilfinningagreind heitir leikur- inn og er mikilvægasti leikurinn. Í hörðum heimi tækni og spillingar, þá skortir ekki á hina almennu greind þjóðarinnar og því hlýtur að vera hægt að þroska, henni sam- hliða, tilfiningagreindina. Maður- inn er jú ekki bara hulstur. Óttist ekki…Enginn mannlegur máttur, ekki einu sinni máttur Davíðs Oddssonar, er þess megn- ugur að koma í veg fyrir trúverð- uga og málefnalega umfjöllun um efni sem er lífsspursmál þorra fólks í litlu eyríki. Nefnilega um það hvernig við lifum lífinu best saman! Því er augljóst að umfjöllun um þetta ógurlega meinta vald er í raun einn allsherjar sýndarveru- leiki. Hinsvegar hljóta flestir að geta viðurkennt að Davíð þarf á endurhæfingu að halda í almenni- legheitum. Og það þarf að minna hann á að bera virðingu fyrir sín- um yfirmönnum, kjósendunum. Allt þetta fólk á eitt atkvæði eins og hann hefur sjálfur sagt og á bak við hvert atkvæði býr mestmegnis fólk sem ber náttúruna fyrir brjósti, hefur áhyggjur af börnum sínum, heilsunni, skólunum, afkom- unni, fiskimiðunum og öllu því sem gerir samfélagið að þjóð. Það mikilvægasta í góðu lýðræð- isríki verður samt ávallt sterk og óttalaus stjórnarandstaða. ÓGNVALDURINN DAVÍÐ ODDSSON Eftir Jónínu Benediktsdóttur Höfundur er íþróttafræðingur. „Það mikil- vægasta í góðu lýð- ræðisríki verður samt ávallt sterk og óttalaus stjórnarandstaða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.