Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Viðar Böðvarsson, framkvæmda-
stjóri Foldar, hefur verið í forsvari
fyrir fasteignasölu í 23 ár. Það er
mikilvægt fyrir þá sem eru að
kaupa eða selja fasteign að vita að
reynsla liggur að baki hjá þeim sem
annast viðskiptin. Tjaldaðu ekki til
einnar nætur heldur byggðu við-
skiptin á traustum grunni.
Viðar Böðvarsson
Sími 552 1400
fax 552 1405
Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
löggiltur fasteignasali
Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is
Traust og reynsla eru mikilvæg
í fasteignaviðskiptum
Á UNDIRSKRIFTARDEGI
samninga við ameríska álfurstann
lýsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar
því yfir, að nú væri á enda kljáð
varnarbarátta Austfirðinga.
Með leyfi að spyrja: Hvaða
varnarbarátta? Hvenær hófst hún?
Hver var undirrót hennar?
Bæjarstjórinn á vafalaust við
baráttuna gegn eyðingu byggða
Austurlands. Sú varnarbarátta var
að vísu ekki ný af nálinni. Lengi
hafði yfirstjórn landbúnaðarmála
verið með þeim hætti að harðnaði
á dalnum hjá búaliði og byggðir
eyddust. Það er þó fyrst með lög-
unum, sem bönnuðu Austfirðing-
um að sækja sjóinn sinn, sem bar-
áttan fyrir framtíð austfirzkra
byggða hófst upp á líf og dauða.
Lögunum um gjafakvótann; lög-
unum um braskið; lögunum um
brottkastið; lögunum um arðrán
íslensku þjóðarinnar; lögunum sem
gert hafa utansveitarmönnum færi
á að hramsa undir sig aðal auðlind
Austfirðinga og halda með hana á
brott, þegar minnst vonum varir,
og með arð hennar til útlanda,
skattfrjálsan, ef svo ber undir.
Það er grundvallarmisskilningur
bæjarstjórans að halda að þeirri
baráttu sé lokið. Henni lýkur ekki
fyrr en ólögunum um stjórn fisk-
veiða hefir verið með öllu hrundið.
Það er að vísu rétt, að sókn er
hafin í atvinnumálum, sem treystir
byggð á Reyðarfirði og í nágrenni
stórlega. Með þær stórfram-
kvæmdir má óska viðkomandi til
hamingju, og raunar landsmönnum
öllum. Á daginn mun þó koma, því
miður, að samningarnir við ál-
risann verða okkur þungir í skauti,
þegar fram líða stundir. En það er
önnur saga.
Hitt ætti öllum að vera ljóst, að
frambúðarlausn fyrir landsfjórð-
unginn allan verður ekki fundin
með umsvifunum, sem nú eru
hafnar og 700 ársverkum sem til
verða, þegar þar að kemur. (Því
má skjóta hér inn í, að hvert árs-
verk mun kosta samfélagið 143
milljónir króna, og er á það minnt
án ofsjóna.) Aðalatriðið fyrir alla
Austfirðinga til framtíðar er að
þeim gefist færi á að nýta gæði
lands og sjávar, og er ekki með því
verið að varpa rýrð á beizlun orku
stórfljóta og önnur umsvif henni
samfara.
Ef tekst að kúvenda í málefnum
sjávarútvegs og landbúnaðar, sam-
fara eflingu iðnaðar, er Austfirð-
ingum fyrst óhætt að slaka á í bar-
áttu sinni fyrir framtíð byggða
Austurlands, enda þótt sú varnar-
og sóknarbarátta muni og eigi að
standa um alla framtíð.
En kannski bæjarstjórinn
áminnzti vilji auka leti þess sem
hér heldur á penna, og upplýsa
hann um stöðuna í lífsbaráttu ann-
arra landshluta, t.d. Vestfirðinga?
Jafnvel á Suðurnesjum, þar sem
því hefir jafnan verið haldið á loft
að drypi smjör af hverju strái,
heyja Sandgerðingar harða varn-
arbaráttu vegna þess að kvóta-
greifar hafa náð af þeim stærstum
hluta veiðiheimilda. Og lénsherrar
annars staðar frá að loka fyrir
þeim fiskimjölsverksmiðjunni. Eða
hvernig skyldi Raufarhafnarbúum
lítast á sóknarfæri í atvinnumálum
nú, þegar verksmiðju þeirra verð-
ur lokað strax að loknum kosn-
ingum? Eða Skagstrendingum,
þegar Eimskip ákveður að láta
togara þeirra landa afla sínum í
nýja „fiskihóteli“ félagsins í
Sundahöfn? Og einhverjar grímur
munu vafalaust renna á Akurnes-
inga, þegar nýir ráðamenn í H.
Böðvarssyni hverfa á brott með
fyrirtækið í nafni „hagræðingar“?
Þá verður kátt í hárri höll léns-
höfðingjanna!
Varnarbaráttan
Eftir Sverri
Hermannsson
„Aðalatriðið
fyrir alla
Austfirðinga
til framtíðar
er að þeim
gefist færi á að nýta
gæði lands og sjávar…“
Höfundur er alþingismaður.
ÁRIÐ 2002 var næst hlýjasta ár á
jörðinni síðan mælingar hófust. Árið
2001 var þriðja hlýjasta árið, en hlýj-
ast varð árið 1998. Á lista yfir tíu
hlýjustu ár frá því að mælingar hóf-
ust eru eingöngu ár frá því eftir
1980, þar af eru sex frá síðasta ára-
tug. Þessi hlýnun er ein ástæða þess
að Alþjóða veðurfræðidagurinn í ár
er tileinkaður viðfangsefninu: Veð-
urfar framtíðar.
Breytingar á meðalhita stafa af
breytingum á geislunarjafnvægi,
þ.e. breytingum á jafnvægi milli upp-
hitunar sólar og varmataps vegna
hitageislunar út í geiminn. Á 20. öld
jókst mjög losun svo nefndra gróð-
urhúsalofttegunda út í andrúmsloft-
ið, en þessar lofttegundir tefja
varmatap, og hækka þannig meðal-
hitann. Aðrir þættir, eins og
t.d. þróun skýjahulu, ryk-
magn í andrúmslofti, stór eld-
gos og breytingar á útgeislun
sólar, hafa einnig áhrif, en
hlýnun liðinnar aldar virðist
að mestu leyti eiga rætur að
rekja til aukningar gróður-
húsalofttegunda. Því fer þó
fjarri að þessar hitabreyting-
ar hafi átt sér stað jafnt og
þétt.
Meðfylgjandi mynd sýnir
þróun meðalhita jarðar, þ.e.
heimsmeðaltalsins, frá því ár-
ið 1880 til okkar daga. Á síð-
ustu öld jókst meðalhitinn um u.þ.b.
0.7 °C. Myndin sýnir að hlýnunin
varð í nokkrum áföngum, og á sum-
um árabilum kólnaði aftur. Ef skoð-
uð eru kort af landfræðilegri dreif-
ingu hitabreytinga síðustu 40 ára,
kemur í ljós að þær eru mestar yfir
Síberíu og norðurhluta N-Ameríku
og meiri að vetri til en að sumri. Að
auki sýna slík kort að sum landsvæði
kólna þó heimsmeðaltalið þokist upp
á við á sama tíma. Þannig kólnaði t.d.
á Norður-Atlantshafi milli 1961 –
1990, þó víðast annarsstaðar hlýnaði.
Myndin sýnir einnig hitabreyting-
ar í Stykkishólmi frá 1880. Þar sem
einungis er um eina stöð er að ræða
er útslag hitabreytinga mun meira
en fyrir heimsmeðaltalið, þó heild-
arbreytingin frá upphafi tímabilsins
til loka þess sé álíka mikil. Vegna
þessa er kvarðinn á lóðrétta ásnum
ekki sá sami fyrir Stykkishólm og
fyrir heimsmeðaltalið. Hitahámarkið
á miðri 20. öldinni er mjög greinilegt
í Stykkishólmi og kólnunin í kjölfar
þess kemur vel fram. Greinilegt er
að sú upphitun sem gætir síðustu 20
árin í heimsmeðaltalinu, er ekki jafn
eindregin í Stykkishólmi. Þetta birt-
ist m.a. í því að þrátt fyrir nokkra
hlýnun síðastliðinn áratug hefur
meðalhiti á Íslandi ekki náð að slá
hitametin sem sett voru á hlýskeið-
inu um miðbik liðinnar aldar.
Þó þróun meðalhita sé flókið fyr-
irbæri, hefur í meginatriðum tekist
að herma eftir þessum breytingum
með veðurfarslíkönum. Þær rann-
sóknir sýna að losun gróðurhúsaloft-
tegunda er drifkrafturinn í upphitun
síðastliðna áratugi. Það er afar lík-
legt að meðalhitinn muni halda
áfram að hækka næstu áratugi, því
enn hefur ekki dregið úr losun gróð-
urhúsalofttegunda.
Samanburðurinn við hitafar á Ís-
landi sýnir vel hvernig þróun ein-
stakra landsvæða getur verið ólík
þróun jarðarinnar í heild sinni. Fyrir
afmörkuð landsvæði geta hitabreyt-
ingar ráðist af sveiflum í aðflutningi
á varma. Þannig hafa breytingar í
styrk Norður-Atlantshafsstraums-
ins, og breytingar á veðrakerfum
haft áhrif á hitafar hér á okkar slóð-
um. Skilningur á því hversu stór slík
áhrif eru og hvernig þau hafa birst á
mismunandi tímabilum er takmark-
aður, en þetta er viðfangsefni rann-
sóknarverkefna á Veðurstofu Ís-
lands og víðar. Það virðist vera
óhætt að veðja nokkru að meðalhiti
jarðar, segjum áratuginn 2010 –
2020 verði hærri en meðalhitinn síð-
astliðinn áratug. Fyrir breytingar á
meðalhita Íslands eru slíkar stað-
hæfingar óvarlegar. Þó það sé
reyndar líklegra en ekki, að hita-
breytingar á Íslandi stefni í sömu átt
og breytingar á heimsmeðaltali, þá
sýnir reynslan að þróun meðalhita
hér á landi getur verið nokkuð á
skjön við jörðina í heild sinni.
Verður hlýrra
á næstu öld?
Eftir Halldór
Björnsson
Höfundur er sérfræðingur
á Veðurstofu Íslands.
„Þróun með-
alhita hér á
landi getur
verið nokk-
uð á skjön
við jörðina í heild sinni.“
3
4
40
3-
3
43-
56
56
7
2*
8
-
2 *
(
9:;88<=>8>?#82
+
(
+#>
%
#
""3 !33 !03 !3 !@3 !"3 0333
! &
'
Á SÍÐUSTU starfsdögum Alþing-
is var rædd fyrirspurn til heilbrigð-
isráðherra um endurhæfingu
krabbameinssjúklinga. Fyrirspyrj-
andi, Þuríður Backman, vildi kanna
hvernig staða endurhæfingar fyrir
krabbameinssjúklinga væri við End-
urhæfingarsvið Landspítala háskóla-
sjúkrahúss (LSH) í Kópavogi.
Ekki verið
gengið eftir boði
Í fyrirspurn hennar kom fram að
safnað hefði verið 3 millj. kr. í þjóðar-
átaki Krabbameinsfélags Íslands
(KÍ) í mars 2001 til dagdeildar fyrir
endurhæfingu krabbameinssjúk-
linga. Það er ekki alveg rétt. Stjórn
KÍ ákvað hins vegar að veita 3 millj.
kr. af söfnunarfénu í stofnkostnað til
að útbúa dagdeildina sem fyrirhugað
var að opna í Kópavogi með nauðsyn-
legum húsbúnaði. Magnúsi Péturs-
syni forstjóra LSH var tilkynnt það
með bréfi 17. september 2001.
Fulltrúar KÍ hafa síðar ítrekað
þetta boð sitt en ekki verið gengið
eftir því af hálfu Landspítala. Það
stendur því ekki á KÍ að aðstoða
LSH við uppbyggingu endurhæfing-
ar fyrir krabbameinssjúklinga með
fyrrgreindum hætti og í samráði við
stjórnendur spítalans. Eins og fram
kom í svari heilbrigðisráðherra hefur
ekki enn verið ráðist í opnun dag-
deildarinnar en göngudeild hefur
verið starfrækt sl. ár og þjónustu
hennar verið vel tekið af sjúklingum.
Aukinn stuðningur
Meginmarkmið í landssöfnun KÍ
2001var að auka stuðning og þjón-
ustu við krabbameinssjúklinga, eink-
um við endurhæfingu, efla forvarnir
en einnig að styrkja aðildarfélög KÍ í
starfi sínu víða um land svo og stuðn-
ingshópa krabbameinssjúklinga sem
starfa innan vébanda félagsins.
Unnið hefur verið að þessum
markmiðum á vegum félagsins síðan.
Þannig hefur Krabbameinsfélagið
keypt tvær nýjar íbúðir, aðra í sam-
vinnu við Rauða krossinn og hina í
samvinnu við Öryrkjabandalagið.
Þær eru þá orðnar sjö íbúðirnar sem
standa krabbameinssjúklingum utan
af landi og aðstandendum þeirra til
boða þegar þeir koma til meðferðar í
Reykjavík. Í þessu er fólginn mjög
verðmætur stuðningur.
Sálfræðingur og félagsráðgjafi
hafa undirbúið skipulegt stuðnings-
starf við krabbameinssjúklinga og
aðstandendur og var nýlega haldið
fjölmennt námskeið á vegum félags-
ins um hlutverk sjálfboðaliða sem
fékk mjög góðar undirtektir. Fleira
er á döfinni til að liðsinna stuðnings-
hópum krabbameinssjúklinga og
mynda nánari tengsl við hjúkrunar-
fræðinga Krabbameinsráðgjafarinn-
ar, símaráðgjöf félagsins. Aðildar-
félögum úti á landi verður einnig
boðin aðstoð við að koma svipuðum
stuðningi á laggirnar þar. Námskeið-
ið „Að lifa með krabbamein“ hefur
verið haldið af Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur (KR) í samvinnu við
LSH síðan haustið 1999. Á hverju
námskeiði eru 20 manns, um helm-
ingur sjúklingar og helmingur að-
standendur og hafa fleiri leitað eftir
þátttöku í hverju námskeiði en hægt
hefur verið að sinna. KÍ hefur lagt fé
til að styðja við þjálfun fleiri leiðbein-
enda og hefur því verið hægt að
fjölga námskeiðum. Stuðningur hef-
ur verið veittur við tilraunaverkefni
um heimahlynningu og líkn krabba-
meinssjúklinga í Skagafirði í sam-
vinnu við Heilbrigðisstofnunina á
Sauðárkróki og Krabbameinsfélag
Skagafjarðar. Ef vel tekst til verður
hægt að nýta þessa fyrirmynd víðar á
landinu, krabbameinssjúklingum og
aðstandendum þeirra til góða.
Efling stuðningshópa
Nú eru starfræktar þjónustumið-
stöðvar á vegum KÍ á sex stöðum á
landinu sem hafa notið stuðnings af
fé úr landssöfnuninni. Þar er unnið
þarft starf við að styðja krabba-
meinssjúklinga í heimabyggð auk
þess að sinna tóbaksvörnum og al-
mennri fræðslu. Árlegir styrkir hafa
verið veittir til stuðningshópa
krabbameinssjúklinga innan vé-
banda KÍ m.a. til sérstakra verkefna.
Er einmitt að koma út mjög gagnlegt
upplýsingarrit fyrir krabbameins-
sjúklinga á vegum Krafts (félags
ungs fólks með krabbamein og að-
standenda). Stuðningshóparnir eru
nú sjö talsins.
Fastir liðir eins og venjulega
Auk þess sem hér hefur verið talið
heldur Krabbameinsfélagið áfram
fjölþættri starfsemi sinni að mikil-
vægum verkefnum í þágu þjóðarinn-
ar svo sem leit að krabbameini í leg-
hálsi og brjóstum kvenna sem hefur
skilað góðum árangri. Félagið annast
rekstur Krabbameinsskrár sem veit-
ir okkur einstakar og verðmætar
upplýsingar um þróun og tíðni
krabbameina hér á landi. Líka rekst-
ur Rannsóknastofu í sameinda- og
frumulíffræði sem birt hefur niður-
stöður um veigamiklar nýjungar, t.d.
í brjóstakrabbameinsrannsóknum.
Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir
þjónustu Heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins og einnig eftir íbúð-
unum fyrir krabbameinssjúklinga af
landsbyggðinni. Öflugt fræðslustarf
er áfram rekið af KR, einkum varð-
andi tóbaksvarnir.
Krabbameinsfélag Íslands ítrekar
þakkir sínar til allra þeirra fjölmörgu
sem hafa lagt og leggja félaginu stöð-
ugt lið með einum eða öðrum hætti
og sýna þannig vilja sinn í verki til að
styðja baráttuna gegn krabbameini.
Endurhæfing
krabbameinssjúklinga
Eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
„Krabba-
meins-
félagið held-
ur áfram
fjölþættri
starfsemi sinni að mik-
ilvægum verkefnum í
þágu þjóðarinnar.“
Höfundur er forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.