Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
EYJA PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR,
Háteigsvegi 15,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 24. mars kl. 13.30.
Guðlaug Jónsdóttir, Arnór V. Valdimarsson,
Elísabet Jónsdóttir, Grétar Árnason,
Auðunn Jónsson, María Níelsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini.
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS GUÐBRANDSSON,
Laugalæk 34,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 15. mars, verður jarð-
sunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn
27. mars kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minn-
ingarkort Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík,
sími 570 5900.
Sigrún Andrésdóttir, Vilberg Sigurjónsson,
Ólöf Vilbergsdóttir, Andri Vilbergsson,
Ingibjörg Vilbergsdóttir, Eric M. Myer,
Daníel Thor Myer.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
FRIÐÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR,
frá Nöf
við Hofsós,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju þriðju-
daginn 25. marz kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Sambýlið
við Lindargötu í Siglufirði njóta þess á reikning við Sparisjóð Siglufjarðar;
1102 05 401610.
Sigríður Jóhannsdóttir, Henning Finnbogason,
Þorvaldur Jóhannsson,
Stefanía Jóhannsdóttir,
Indriði Jóhannsson, Kristjana Leifsdóttir,
Freysteinn Jóhannsson, Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
TÓMAS KRISTJÁNSSON,
Hraunbraut 32,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju-
daginn 25. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir,
en þeim, sem vilja minnast hans, er vinsam-
lega bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar 11E,
Landspítala, sími 543 1151.
Hólmfríður Gestsdóttir,
Kristrún Tómasdóttir, Pétur Oddgeirsson,
Jóhanna Tómasdóttir,
Guðlaug Tómasdóttir, Steingrímur Sigurðsson,
Tómas Þórarinn, Arnar Oddgeir, Marta,
Sindri Þór, Steinar Páll og Sara Ósk.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
KJARTAN A. STEFÁNSSON
húsasmíðameistari,
Suðurtúni 18,
Álftanesi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 12. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigurður Kjartansson, Helga Gréta Ingimundardóttir,
Kolbrún Kjartansdóttir, Smári Kristinsson,
Sigmundur Kjartansson, Kristín Ólafsdóttir,
Kjartan Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Helgi Már Krist-jánsson fæddist á
Hólum í Helgafells-
sveit á Snæfellsnesi,
5. ágúst 1941. Hann
lést á heimili sínu 1.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhanna Þórunn
Þorsteinsdóttir og
Kristján Sveinsson.
Helgi Már var fjórði
af sjö systkinum,
fjögur þeirra kom-
ust á legg, eitt
þeirra dó í fæðingu
en tvö dóu skömmu
eftir fæðingu. 1) Sveinn Geir, f.
1937, d. 1986, kvæntur Jónínu
Sigríði Sigurjónsdóttur, börn
þeirra eru Kristján, Þórunn og
Sóley, fósturdóttir Sveins er Sig-
rún Fjóla Baldursdóttir. 2) Þóra
Guðrún, f. 1939, lést af slysför-
um 1971, gift Guðbjarti Kristni
Kristinssyni, börn
þeirra eru Jóhanna
Kristín, Guðbjörg
Kristný er lést á
unga aldri, Kristinn
Þór, Hafþór og
Guðbjörg Sigríður.
3) Helgi Már, f.
1941, sem hér er
minnst. 4) Guð-
brandur, f. 1943,
kvæntur Halldóru
Kristinsdóttur, börn
þeirra eru Kristinn
Helgi, Bryndís og
Kristján.
Helgi Már var
ókvæntur og barnlaus. Hann var
lærður vélstjóri og var til sjós
mestalla starfsævi sína, ýmist
sem háseti eða vélstjóri en allra
síðustu árin vann hann í landi.
Útför Helga Más var gerð að
heiðnum sið 11. mars, í kyrrþey
að ósk hins látna.
Okkur brá mjög mikið er okkur
var tilkynnt um andlát Helga Más.
Hann lést langt fyrir aldur fram.
Fjölskyldan var nýbúin að vera
saman og þar lék Helgi á als oddi.
Helgi var stór partur af lífi okkar,
hann var einn af fjölskyldunni.
Hann var fullur af fróðleik um ætt-
fræði og mörg önnur mál sem við
nutum góðs af og höfðum gaman af
að hlusta á hans frásagnir.
Til margra ára hafði Helgi nær
engan áhuga á ættfræði, en það
breyttist þegar árin færðust yfir.
Hin seinni ár var ættfræði hans
helsta áhugamál, ásamt lestri bóka
og kvæða. Ættfræðiáhugi hans var
svo mikill að ekki mátti minnast á
nokkra manneskju þá þurfti hann
að vita hverja manna hún væri.
Segja má að hann hafi vitað ætt-
fræði flestra okkar vina og kunn-
ingja.
Helgi var mjög gjafmildur maður
og hjálpaði mörgum, til dæmis bjó
Bryndís hjá honum í eitt ár þegar
hún stundaði Háskólanám. Sá tími
var ógleymanlegur fyrir margar
sakir, þar kynntist hún Helga mjög
náið, bæði kostum og göllum. Ekki
fannst Helga verra að finna ilmandi
matar- og sápulykt þegar hann kom
af sjónum. Helgi var mjög örlátur
maður og voru þeir til sem nýttu
sér það til hins ýtrasta.
Helgi sýndi okkar áhugamálum
og lífi mikinn áhuga, hann þurfti
alltaf að fá fréttir af fótboltanum,
hestunum, náminu, vinnunni og
börnunum. Kristján fór í hestaferð
síðasta sumar og var Helgi þá í
beinu sambandi við hann um ferð-
ina. Hann vissi um alla bæi, ábú-
endur og staðarhætti. Helgi var
mikið hraustmenni, það var ógleym-
anleg stund er Bryndís var nýbyrj-
uð í hjúkrun og við systkinin vorum
öll stödd hjá honum. Hann hafði
óhemju trú á okkur öllum og bað
hana um að skera smá glerbrot úr
hendinni sem hafði verið þar í
nokkur ár eftir bílslys. Hún neitaði
enda hafði hún hvorki kunnáttu né
tæki til að gera slíka aðgerð en
Helgi gaf sig ekki. Glerbrotið var
skorið úr hendinni án þess að hann
bliknaði, það reyndist vera stórt og
mjög djúpt.
Við höfum nú kvatt góðan frænda
og vin sem við munum geyma góðar
minningar um í hjörtum okkar.
Kristinn, Kristján,
Bryndís og Ingimundur.
Er ég fékk fréttir um að þú værir
farinn frá okkur fór ég að rifja upp
gamla tíma. Mér er fyrst mikið
þakklæti í huga. Ég á þér mikið að
þakka því þú komst því í kring að
ég færi í sveitina til Heiðu og Jón-
asar, sem tóku mig að sér og ólu
mig upp sem eigin dóttur. Fyrir
það verð ég þér þakklát ævilangt.
Ég man að þú komst oft í heim-
sókn þangað og gafst mér eina
dúkkuvagninn sem ég eignaðist í
barnæsku og dúkku sem ég skírði
Helgu. Ég var svo stolt af því að
eiga svona góðan frænda sem vildi
mér svo vel. Eitt árið fórstu til
Moskvu á Ólympíuleikana og komst
með ólympíubangsa ásamt öðrum
minjagripum.
Þetta var alveg toppurinn.
Er ég fluttist til Keflavíkur 16
ára til að ganga í framhaldsskóla
bjóst þú hjá móður þinni, móður-
ömmu minni. Að því kom að að ég
tæki bílpróf. Þú varst búinn að lofa
mér að gefa mér það er að því
kæmi og auðvitað stóðst þú við það.
Ég man líka að þú hafðir mjög
gaman af að fíflast í okkur krökk-
unum, t.d að þykjast taka af manni
nefið og sýna okkur það með þum-
alfingri á milli vísifingurs og löngu-
tangar. Þessu trúðum við í fyrstu.
Svo komst þú stundum inn í her-
bergi er ég var komin upp í og
sagðir mér að fara að sofa í stóru
tána á mér. Þetta fannst manni
voða fyndið.
Þú hafðir mjög gaman af krökk-
um. Eitt sinn er ég kom í heimsókn
á Bræðraborgarstíg hafðir þú keypt
þér örbylgjuofn í einni siglingunni.
Og af því að ég hafði tekið eftir því
vildir þú endilega gefa mér hann.
Þú vildir gefa en ekki þiggja. Þann-
ig varst þú og ekki mátti þakka fyr-
ir sig. Ég virti þig fyrir það þó
stundum fyndist mér ég eiga að
þakka fyrir sig. Manni var jú kennt
það frá barnæsku. Örlæti þínu voru
engin takmörk sett.
Þú lést skoðanir þínar óhræddur
í ljós og dáðist maður oft af því. Þú
varst þú sjálfur og kom engum það
við hvernig og hverjar skoðanir þín-
ar væru. Ég verð nú að minnast á
áhuga þinn á ættfræði og ef ein-
hvern vantaði að vita um ættir ein-
hvers var bara að spyrja þig. Þú
vissir nánast undantekningarlaust
um hana og hafðir gaman af. Á því
sviði varstu eins og alfræðibók.
Aragrúa af allskonar bókum áttir
þú og var eins og að koma á bóka-
safn er maður leit inní bókaher-
bergið þitt. Eitt skipti vantaði mig
bók í íslensku til að gera ritgerð og
auðvitað leitaði ég til þín því ég
vissi að þú ættir hana.
Ég veit að þú færð góðar mót-
tökur þarna hinum megin, því þú
átt ekkert annað skilið. Þú fékkst
að sofna þínum hinsta svefni, sem
ég veit að margir myndu vilja fá, en
það er ekki okkar að ráða því. Þig
hefur vantað í eitthvert þarfara
starf þarna en þú gegndir hér á
jörðu. Verst þykir mér hvað við
hittumst sjaldan í seinni tíð. Mig
langar að enda þetta á að þakka þér
fyrir allt það sem þú hefur gert fyr-
ir mig. Megir þú hvíla í Guðsnánd.
Þín frænka
Guðbjörg.
Ask veit eg standa,
heitir Yggdrasill,
hár baðmur, ausinn
hvíta auri;
þaðan koma döggvar,
þær er í dala falla,
stendur æ yfir grænn
Urðarbrunni.
Þaðan koma meyjar
margs vitandi
þrjár úr þeim sæ,
er und þolli stendur;
Urð hétu eina,
aðra Verðandi,
– skáru á skíði –
Skuld ina þriðju.
Þær lög lögðu,
þær líf kuru
alda börnum,
örlög seggja.
(Úr Völuspá.)
Örlögin hafa nú kallað Helga Má
Kristjánsson langt fyrir aldur fram;
enginn má sköpum renna.
Helgi Már ólst upp á Hólum í
Helgafellssveit en fluttist til Kefla-
víkur vorið 1958 og síðan til
Reykjavíkur að Bræðraborgar-
stígnum rúmlega fertugur og bjó
þar til æviloka.
Kynni mín af Helga Má og Ása-
trúarfélaginu voru samtvinnuð í
byrjun fyrir rúmlega fimmtán árum
síðan og þó hann drægi sig í hlé frá
félaginu um tíma var áhugi hans
alls ekkert minni á fornum sið og
fornum menningarverðmætum og
vinátta okkar óslitin.
Um margt var Helgi Már sér-
stakur maður og margfróður sér-
staklega um allt sem íslenskt er,
hann hafði sérstakt dálæti á kveð-
skap, orðsnilld, þjóðlegum fróðleik
og síðast en ekki síst ættfræði,
enda var hann einhvernveginn svo
rammíslenskur.
Hann var skapmikið tryggðatröll
sem gustaði stundum af og sagði
það tæpitungulaust sem honum
fannst. Ekki þræddi hann hinn
þrönga veg meinlætalífs því hann
kunni vel að meta kjarnmikinn mat
og drykk. Gjafmildur og greiðvikinn
var hann og opnaði oft heimili sitt
fyrir vinum og vandalausum um
lengri og skemmri tíma og meðan
hann var á sjónum var hann ekki
spar á að gefa fólki í soðið, einnig
var hann mjög barngóður og fylgd-
ist ávallt vel með frændfólkinu sínu
og vinum af yngri kynslóðinni og
áföngum þeirra í lífi, starfi og leik.
Berserkur var Helgi Már til
vinnu á yngri árum, hlífði sér aldrei
og kunni ekki að kvarta, honum var
aldrei kalt, sama í hvaða hitastigi, á
sjó eða landi og var nokkurskonar
jang-maður svo vitnað sé í aust-
urlensk fræði.
Helgi Már var mjög sjálfstæður í
hugsun og hafði gaman af að kynna
sér speki hinna ýmsu menningar-
samfélaga og ekki síst indíána. Auk
þess var hann mikill verkalýðssinni
og harður herstöðvarandstæðingur
og vildi meina að Ísland sem her-
setin þjóð ætti alls ekki skilið að
eiga þjóðfána.
Sérstæða lífssýn hafði Helgi Már;
kvað sig trúlausan og jafnframt
heiðinn en þrátt fyrir það og
kannski einmitt vegna þessarar sér-
stæðu lífssýnar studdi hann dyggi-
lega við andleg mál og þá sérstak-
lega á fyrri árum Snæfellsáss-
mótanna (mannrækt undir Jökli),
og þar á undan í félaginu Þrídrangi.
Heiðinn siður er jú líka andleg
braut.
Óhætt er að segja að mesta líf og
yndi Helga Más hafi verið bækur
og á hann stóran þátt í að lyfta því
Grettistaki á síðustu árum að koma
Ásatrúarfélaginu upp myndarlegu
bókasafni og fær félagið aldrei full-
þakkað honum fyrir það en Helgi
var vakinn og sofinn yfir bókakosti
félagsins og að afla safninu fjöl-
breytts efnis.
Helgi Már hugsaði oft á Snæ-
fellsnesið og var þess fullviss að eft-
ir þessa jarðvist gengi hann í
Helgafellið, hans helgasta helgra
fjalla og myndi hann sitja þar að
teiti og við langeld, skrafa í góðum
félagsskap og væri þar ekki í kot
vísað.
Heill þú farir Helgi Már. Megi
goðin, góðar vættir og Bárður Snæ-
fellsás taka þér fagnandi.
Fjölskyldu og vinum Helga votta
ég innilega samúð; megi goð og
góðar vættir og allir góðir kraftar
styrkja ykkur.
Jónína K. Berg,
Þórsnesgoði.
HELGI MÁR
KRISTJÁNSSON