Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 49
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 49
NÚ ER ÉG dapur.Fyrir hönd al-mennrar skynsemiog yfirvegunar,sem valdið, ein-
feldnin og hvatvísin keyrðu yfir
á skriðdrekum og öðrum dráps-
tólum aðfaranótt fimmtudags-
ins, 20. mars; fyrir hönd syst-
urdóttur minnar, 27 ára móður
og hermanns í árásarliði Banda-
ríkjamanna, sem þurfti að hlýða
kallinu, eins og aðrir, eðli máls-
ins samkvæmt, þegar blásið var
til atlögu; og fyrir hönd almenn-
ings í Írak, sem ekkert hefur til
saka unnið, annað en að tilheyra
þessu landi, með hina ævafornu
og um margt glæstu sögu.
Á fundi kirkjuleiðtoga flestra
stærstu kirkna Evrópu og
Bandaríkjanna, sem og fram-
kvæmdastjóra Lútherska
heimssambandsins og aðalritara
Kirknasambands Evrópu og Al-
kirkjuráðsins, í Berlín fyrir
nokkru, var gerð sameiginleg
yfirlýsing um yfirvofandi átök í
Írak. Þar sagði m.a.:
Við höfum miklar áhyggjur af því hvernig
Bandaríkin og nokkrar evrópskar rík-
isstjórnir kalla eftir stríðsaðgerðum gegn
Írak. Kærleikurinn til náungans knýr
okkur, sem trúaða einstaklinga, til and-
stöðu við stríð og til þess að leita frið-
samlegra lausna á ágreiningi … Við fyll-
umst hryllingi yfir því að valdamestu
þjóðir heims skuli enn á ný líta á stríð
sem ásættanlegt verkfæri til að beita í
utanríkisstefnu sinni.
En á þessu var bara ekkert
mark tekið, eins og öllum má
ljóst vera.
Athyglisverður þótti mér pist-
ill á baksíðu Fréttablaðsins að
morgni fyrsta árásardagsins, en
þar ritaði Steinunn Stef-
ánsdóttir eftirfarandi:
Aldrei hefur fólk um heim allan verið jafn
sammála um að vera á móti einhverju
eins og nú á móti innrás í Írak. And-
staðan er afar sýnileg. Þegar fólk er
spurt í skoðanakönnunum svarar mikill
meirihluti því til að hann sé á móti stríð-
inu. Um allan heim stendur fólk á torgum
og mótmælir, mótmælir sem aldrei fyrr.
Samt halda Bush og Blair málinu til
streitu án samþykkis Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna, sem þó er sá vettvangur
sem þjóðir hafa sameinast um að fara
með stríðsrekstur sinn í gegnum.
Ótrúlega mörg ríki hafa þó tekið sig til
og lýst stuðningi við bandalag B&B, þar
á meðal Ísland. Það er þó ekki fólkið sem
byggir þessi ríki sem styður þá félaga.
Það eru stjórnvöld þeirra, ráðamenn sem
kjörnir hafa verið til valda af fólki
sem alls ekki vill fara í stríð við írösku
þjóðina. Venjulegt fólk úti um allan heim
er gert að þátttakendum í aðgerð sem
það kærir sig ekki um. Aðgerð sem það
grátbiður um að þurfa ekki að taka þátt í
og horfa upp á. Við erum gerð að þátttak-
endum í því að fórna saklausum borg-
urum … Fólki sem fæddist bara á vit-
lausum stað á vitlausum tíma. Fólki sem
ekki var gefinn kostur á að kjósa sér
ráðamennn.
Það er óskiljanlegt og í raun óverjandi
að þeir sem fara með umboð geti gersam-
lega hunsað vilja þeirra sem þeir fara
með umboð fyrir. Þarna er einhver gríð-
arlegur misskilningur á ferð. Maður velt-
ir því fyrir sér hvað felst í að vera kjör-
inn fulltrúi í lýðræðisríki. Ég hélt að
minnsta kosti að þessum fulltrúum væri
ætlað að endurspegla vilja þeirra sem
kusu þá. Það virðist hins vegar ekki vera
skilningur ráðamanna víða um lönd, þar á
meðal ráðamanna okkar.
Á meðan þeir sem við kusum eru í óða
önn að leggja drög að mannfórnum
stendur fólkið sem kaus þá (og þeir sem
ekki kusu þá) ráðþrota og getur ekkert
gert annað en að mótmæla, svara því
þegar það er spurt að það vilji ekki stríð
og mótmæla meira. Og fólk er ekki bara
ráðþrota. Það er líka hrætt. Því enginn
veit hvað gerist næst. Hvað gerist næst?
Já, það býr ótti í hjörtum
margra þessa dagana og á eftir
að vaxa og ríkja þar lengi. Ótti
vegna þess sem nú hefur gerst,
og ótti vegna þess, sem e.t.v. á
eftir að gerast, ekki bara í Írak,
heldur mögulega einnig á öðrum
slóðum. Munu arabar sameinast
gegn innrásaröflunum og úr
verða ein allsherjar trúar-
bragðastyrjöld? Og hvað munu
Bandaríkin gera á Kóreuskag-
anum, ef þetta stríð vinnst? Eða
annars staðar, þar sem einhver
hefur gerst svo djarfur að ulla í
vesturátt? Hvar verður línan
dregin? Við stærð og hernaðar-
mátt ríkis, eða munu duttlungar
örfárra ráðamanna stjórna ferð-
inni?
Ein ástæðan fyrir innrásinni í
Írak nú kvað vera sú, að breyta
þyrfti um stjórnarfar, koma ein-
ræðisherra frá og lýðræði á. En
miðað við framansagt, í pistli
Steinunnar, hlýtur maður að
velta því fyrir sér, hvort er
betra, hið gamla stjórnarform
eða nýja. Eða er einhver munur,
þegar svona er á málum haldið?
Íslenska þjóðin hefur aldrei, í
meira en þúsund ára sögu, farið
með hernaði gegn annarri þjóð.
Fyrr en núna. Og úr gildi eru
með því fallin orð skáldkon-
unnar Huldu, í þjóðhátíðarljóð-
inu árið 1944:
Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð,
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Reuters
Hvað svo?
„Heimskan er sett í háu stöðurnar, en göfug-
mennin sitja í niðurlægingu,“ segir í 10. kafla
Prédikarans. Sigurður Ægisson telur þau orð
passa vel atburðum líðandi stundar.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
FRÉTTIR
Aðalfundur Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis
verður haldinn á Grand Hótel, Gullteig,
kl. 17:00, miðvikudaginn 26. mars 2003.
Aðgöngumiðar og
atkvæðaseðlar verða afhentir á
fundarstað í fundarbyrjun.
Sparisjóðsstjórnin
Aðalfundur
Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 2002.
2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur
sparisjóðsins fyrir árið 2002, ásamt tillögu um ráðstöfun
tekjuafgangs fyrir liðið starfsár.
3. Tillögur til breytinga á samþykktum sparisjóðsins. Tillögurnar lúta í
fyrsta lagi að því að færa samþykktirnar til samræmis við ákvæði
nýrra laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í öðru lagi að því að
taka upp almennt ákvæði um 3 daga framboðsfrest við stjórnarkjör
og í þriðja lagi að því að kjósa 5 varamenn til stjórnar og í því
sambandi bráðabirgðaákvæði um hvernig staðið skuli að því kjöri á
aðalfundinum 26. mars 2003.
Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu sparisjóðsstjóra og verður
þeim dreift á fundrstað.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning endurskoðanda.
6. Tillaga um ársarð af stofnfé.
7. Tillaga um að auka stofnfé með ráðstöfun hluta hagnaðar.
8. Tillaga um þóknun stjórnar.
9. Önnur mál.
A
B
X
90
30
23
1
Áhugamannafélagið Afríka 20:20
heldur málstofu miðvikudaginn 26
mars kl. 20, í Alþjóðahúsinu, 3. hæð,
Hverfisgötu 18. Ingvar Birgir Frið-
leifsson forstöðumaður Jarðhita-
skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
heldur erindi sem ber heitið: „Orku-
mál í Afríku“ og fjallar um hvernig
Ísland aðstoðar Afríkulönd við að
rannsaka og nýta jarðhita sem víða
er að finna í álfunni. Allir velkomnir.
Nýherji stendur fyrir hugbún-
aðarráðstefnu í húsakynnum Ný-
herja, Borgartúni 37, þriðjudaginn
25. mars kl. 8.30–18. Innlendir og er-
lendir sérfræðingar frá IBM flytja
erindi um ýmsan hugbúnað sem fá-
anlegur er hérlendis. Fluttir verða
um 20 fyrirlestrar sem haldnir verða
í tveimur sölum samtímis og verður
hægt að velja á milli erinda um við-
skiptahugbúnað og IBM hugbúnað.
Flestir IBM fyrirlestrarnir eru
fluttir af sérfræðingum IBM og eru
á ensku. Þátttaka tilkynnist á rad-
stefna@nyherji.is eða í síma. Dag-
skrá ráðstefnunnar má sjá á heima-
síðu Nýherja, www.nyherji.is.
Um líðan og störf grunnskóla-
kennara Sólveig Karvelsdóttir al-
þjóðafulltrúi við Kennaraháskóla Ís-
lands heldur fyrirlestur á vegum
Rannsóknarstofnunar KHÍ miðviku-
dag 26. mars kl. 16.15 í salnum
Skriðu í Kennaraháskóla Íslands v/
Stakkahlíð og er hann öllum opinn.
Sagt verður frá niðurstöðum rann-
sóknar á líðan kennara sem kenna í
skóla þar sem félagslegir og tilfinn-
ingalegir erfiðleikar nemenda ásamt
hegðunarvanda setja mark sitt á
starfið.
Á NÆSTUNNI
KONUR frá kvennadeild Reykja-
víkurdeildar Rauða kross Íslands
hafa afhent peningagjöf til félags
Einstakra barna að upphæð kr.
452.300. Peningarnir voru af-
rakstur jólabasars kvennadeild-
arinnar sem haldinn var í nóv-
ember 2002.
Á myndinni er formaður
kvennadeilarinnar, Hulda Ó.
Perry, ásamt stjórnarkonum að
afhenda Arnþrúði Karlsdóttur,
formanni Einstakra barna, og
Kristínu Steinarsdóttur pen-
ingagjöfina.
Gjöf til félags Einstakra barna
LÖGREGLUFÉLAG Kópavogs
telur að þjónusta og öryggisstig
við þá sem þurfa á næturþjónustu
lögreglunnar í Kópavogi að halda,
hafi verið verulega skert með
skipulagsbreytingum sem yfir-
stjórn lögreglu bæjarins ákvað á
dögunum en þær fela m.a. í sér að
lögreglustöðin verði ómönnuð á
virkum dögum um nætur. Sýslu-
maður bendir hins vegar á að þörf-
in á viðveru lögreglumanns á stöð-
inni á þessum tíma sé hverfandi.
Í bréfi sem sýslumaðurinn í
Kópavogi hefur sent til bæjarráðs
kemur fram að á undanförnum
fimm árum hafi innbrotum fjölgað
um 88% í umdæmi lögreglunnar í
Kópavogi. Til að bregðast við því
hafi lögreglan ákveðið að auka eft-
irlit að nóttu til í umdæminu með
því að binda ekki lögreglumann
inni á stöðinni á virkum dögum um
nætur heldur loka henni fyrir al-
menningi, enda sé ljóst að þörfin á
viðveru lögreglumanns á stöðinni á
þessum tíma sé hverfandi. Þannig
geti fjórir lögreglumenn verið í
eftirliti á tveimur til þremur bílum
að jafnaði.
Fremri forstofa lögreglustöðvar-
innar verður eftir sem áður opin
almenningi og verður þar komið
fyrir myndavél auk myndavéla ut-
an við húsið. Myndavélarnar verða
síðan tengdar við Fjarskiptamið-
stöð lögreglu og inn á varðstofu
stöðvarinnar auk þess sem símtöl
verða flutt með símtalsflutningi í
farsíma varðstjóra þegar hann er
við eftirlit úti við.
Segir í niðurlagi bréfsins að
þrátt fyrir þessa breytingu þá
dragi það ekki úr þörf á að fjölga í
lögregluliði Kópavogs vegna síauk-
inna verkefna sem fylgja fjölgun
íbúa í umdæminu og aukinni at-
vinnustarfsemi.
Varðstjórar sinni einnig
skyldum úti við
Lögreglufélag Kópavogs hefur
hins vegar óskað eftir endurskoð-
un á þessari ákvörðun enda telur
það ekki eðlilegt að brugðist sé við
mannaflaþörf með þessum hætti.
Telur félagið að þjónusta við þá
sem þurfi að leita til lögreglu-
stöðvarinnar að næturlagi sé með
þessu verulega skert og gildir það
hvorutveggja um þá sem koma á
stöðina og þá sem hringja, þar
sem gert sé ráð fyrir að varðstjóri
svari síma á meðan hann gegnir
störfum úti við.
Þá er mótmælt þeirri ákvörðun
að hafa varðstjóra sem stjórna
dagvakt hverju sinni úti við. Ljóst
sé að verði varðstjóri bundinn við
að sinna einstökum verkefnum
sem upp geta komið, líkt og al-
mennur lögreglumaður, geti hann
ekki sinnt þeim almennu stjórn-
unarskyldum sem á hann eru lagð-
ar samkvæmt reglugerð um starfs-
stig innan lögreglu.
Lögreglustöðinni
lokað um nætur