Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Halifax og Brúarfoss
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Katla kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Fé-
lagsvist á morgun kl.
14
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, Kjal-
arnesi og Kjós. Félags-
starfið opið mánu- og
fimmtudaga. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
á sunnudögum kl. 11.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Dans-
leikur föstudaginn 28.
mars kl 20.30. Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Billjardstofan opinn
alla virka daga frá kl
13.30–16. Skráning í
billjardklúbbinn í
Hraunseli, s. 555 0142.
Gerðuberg, félags-
starf. Á morgun 9–
16.30 vinnustofur opn-
ar frá hádegi, spilasal-
ur opinn, kl. 15.15 dans
hjá Sigvalda. Allar
upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Einmánaðarfagnaður í
Gjábakka fimmtudag-
inn 27. mars. Hann er
samstarfsverkefni leik-
skólans Marbakka,
Digranesskóla og Gjá-
bakka og hefst kl. 14.
Leiðbeint verður í list-
vefnaði, starfsmenn
Marbakka og myndlist-
arhópur Gjábakka sjá
um sköpunarhornið,
skákklúbbar Gjábakka
og Digranesskóla tefla,
leiðbeinendur verða á
staðnum, Ólafur Kjart-
ansson syngur við und-
irleik Jónasar Ingi-
mundarsonar, lesin
verða frumort ljóð,
handverksmarkaður
eldra fólks verður op-
inn frá kl. 14. Allir vel-
komnir.
Vesturgata 7. Heyrn-
artækni býður upp á
ókeypis heyrnarmæl-
ingu þriðjudaginn 25.
marz frá kl. 9–15.30,
skráning í síma
562 7077.
Öldungaráð Hauka.
Fundur verður haldinn
miðvikudaginn 26.
mars kl. 20 á Ásvöllum,
kaffiveitingar.
Kvenfélag Hreyfils.
Fundur verður þriðju-
daginn 25. mars kl. 20.
ITC-deildin Harpa
heldur fund í Borg-
artúni 22 (3. hæð)
þriðjudagskvöldið
25. mars kl. 20, fund-
urinn er öllum opinn.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Aust-
urlandi: Egilsstaðir:
Gallery Ugla, Mið-
vangur 5. Eskifjörður:
Póstur og s., Strand-
götu 55. Höfn: Vilborg
Einarsdóttir Hafn-
arbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Norð-
urlandi: Ólafsfjörður:
Blóm og gjafavörur,
Aðalgötu 7. Hvamms-
tangi: Verslunin Hlín,
Hvammstangabraut
28. Akureyri: Bókabúð
Jónasar, Hafnarstræti
108, Möppudýrin,
Sunnuhlíð 12c. Mý-
vatnssveit: Pósthúsið í
Reykjahlíð. Húsavík:
Blómasetrið, Héðins-
braut 1, Raufarhöfn:
Hjá Jónu Ósk Péturs-
dóttur, Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Suð-
urlandi: Vestmanna-
eyjar: Apótek Vest-
mannaeyja, Vest-
mannabraut 24. Sel-
foss: Selfossapótek,
Kjarninn.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi), 2.
hæð, s. 552-2154.
Skrifstofan er opin
miðvikud. og föstud. kl.
16–18 en utan skrif-
stofutíma er símsvari.
Einnig er hægt að
hringja í síma 861-6880
og 586-1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld
á skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl.10–15.
Sími 568-8620. Bréfs.
568-8621. Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftir-
töldum stöðum: í síma
588-9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafn-
arfjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Landssamtökin
Þroskahjálp. Minning-
arsjóður Jóhanns Guð-
mundssonar læknis.
Tekið á móti minning-
argjöfum í síma 588-
9390.
Í dag er sunnudagur 23. mars, 82.
dagur ársins 2003. Orð dagsins: Mig
langar, að þeir uppörvist í
hjörtum sínum, sameinist í kær-
leika og öðlist gjörvalla auðlegð
þeirrar sannfæringar og skilnings,
sem veitir þekkinguna á
leyndardómi Guðs, Kristi.
(Kól. 2, 2.)
Oft gætir tvískinnungs ímálflutningi stjórn-
málamanna á Vest-
urlöndum þegar kemur
að umræðu um aðstoð við
fátækari ríki heims. Flest-
ir telja það mikla dyggð
að ausa þangað fé til upp-
byggingar. Vera má að
það hjálpi til en einna
mikilvægast er að skapa
þessum ríkjum umhverfi
svo þau geti hjálpað sér
sjálf. Og þar gegna for-
ystumenn á Vest-
urlöndum veigamiklu
hlutverki til að bæta hag
þessara ríkja og um leið
hag sinna eigin lands-
manna til lengri tíma.
Þetta kom m.a. fram ímáli utanrík-
isráðherra Mósambík í
Morgunblaðinu á föstu-
daginn. Sagði hann nið-
urgreiðslur landbún-
aðarvara í Evrópu,
aðgangstakmarkanir og
verndartolla koma fátæk-
um ríkjum illa. Vörur það-
an næðu ekki að keppa við
niðurgreiddar vörur á
mörkuðum Evrópu.
Væri þessum hindr-
unum rutt úr vegi yrðu
vörur frá Afríku sam-
keppnishæfari og tekjur
ríkjanna ykjust vegna
aukinna viðskipta. Þeir
peningar færu svo í aukn-
ar fjárfestingar, ný at-
vinnutækifæri byðust og
hagvöxtur ykist.
Ráðherrann sagði al-þjóðafyrirtæki mik-
ilvæg í þessari þróun:
„Það er engin leið fyrir
okkur að þróast áfram án
alþjóðlegra fyrirtækja.
Við þurfum á þeim að
halda.“ Koma þessara fyr-
irtækja skapaði störf og
gerði meiri kröfur til
ríkjanna um réttlátar
reglur samfélagsins og
öflugra innra skipulag. Í
ljósi þessa viðhorfs hlýtur
að vera sárt fyrir for-
ystumenn þessara ríkja
þegar ráðist er á fyr-
irtæki sem fjárfesta í fá-
tækari ríkjum og þau sök-
uð um að misnota
bágborna stöðu þessa
fólks. Það hræðir stórfyr-
irtæki frá að stíga þetta
skref.
Hægt er að ímynda sérað slík andstaða sé
forréttindi sem almenn-
ingur á Vesturlöndum
geti leyft sér. Hins vegar
er um lífsafkomu fólks í
þessum hluta heimsins að
ræða. Valið getur staðið á
milli þess að vinna áfram
við akuryrkju eða hjá al-
þjóðlegu iðnfyrirtæki,
sem sækist eftir ódýrara
vinnuafli en er á Vest-
urlöndum. Það er ekkert
rangt við það og gagnast
báðum aðilum.
Ef ríki Afríku fengjuóheftan aðgang að ís-
lenskum markaði áynnist
tvennt: Annars vegar
fengju Íslendingar marg-
víslegar landbúnaðar-
afurðir á lægra verði og
hins vegar ykjust tekjur
fátækari ríkja sem not-
aðar væru til uppbygg-
ingar. Það eykur bæði
hagsæld íbúa Afríku og
Íslands. Er einhver á móti
því?
STAKSTEINAR
Viðskipti án takmark-
ana; raunveruleg þróun-
araðstoð til lengri tíma
Víkverji skrifar...
EITT af því sem gerir knattspyrnuvinsælustu íþróttagrein heims er
stemmningin á áhorfendapöllum þeg-
ar leikur fer fram. Andrúmsloftið á
leikvöllum á Bretlandseyjum er ólýs-
anlegt – menn verða að fara á leiki
þar til að upplifa það. Þegar Víkverji
ætlar að skemmta sér konunglega í
góðra vina hópi, þá leggur hann leið
sína til London og fer á skemmtileg-
asta völl heims, Highbury. Andrúms-
loftið er stórkostlegt fyrir leik, með-
an á leik stendur og eftir leik.
x x x
ENGLENDINGAR hafa sem beturfer náð að koma í veg fyrir þróun
sem átti sér stað á árum áður, þegar
fámennur hópur knattspyrnubullna
setti svartan blett á enska knatt-
spyrnu. Um var að ræða hópa manna
sem gagngert fóru á knattspyrnu-
leiki til að koma á stað slagsmálum og
ólátum. Hert gæsla á völlum í Eng-
landi kom þessum hópum frá.
x x x
VÍKVERJI er einnig mjög hrifinnaf knattspyrnuunnendum frá Ír-
landi og Skotlandi, sem kunna svo
sannarlega að skemmta sér er þeir
fara á völlinn. Íslendingar fengu að
kynnast rúmlega þúsund skoskum
knattspyrnuunnendum sem komu
með pilsin sín til Íslands í október sl.
til að hvetja sína menn til dáða í leik
gegn Íslendingum á Laugardalsvell-
inum. Þeir voru landi sínu og þjóð til
sóma.
x x x
ÞAÐ eru ekki knattspyrnuunn-endur frá Bretlandseyjum sem
valda forráðamönnum knattspyrnu-
mála í Evrópu áhyggjum. Nei, það er
hópur áhorfenda þjóðanna á Balkan-
skaga, á Ítalíu og á Spáni, sem hafa
sett svartan blett á knattspyrnuna.
Hópur manna sem hefur gert dökk-
um knattspyrnumönnum lífið leitt
með ókvæðishrópum og kastað í þá
ýmsu lauslegu.
x x x
LEIKMENN Arsenal fengu heldurbetur að kynnast kynþátta-
fordómum áhorfenda í Valencia í vik-
unni og er það ekki í fyrsta skipti sem
þeir hafa fengið að finna fyrir þeim í
Evrópukeppninni í vetur. Patrik
Vieira, fyrirliði Arsenal, segir að
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, þori ekki að taka af alvöru á
kynþáttafordómum sem fari stöðugt
vaxandi á meginlandi Evrópu. „Þeir
segjast ætla að gera eitthvað í þessu
vandamáli en það eina sem þeir gera
er að sekta viðkomandi félög um tvö
til þrjú þúsund pund (um 300 þúsund
krónur), sem eru smáaurar hjá þeim.
Það verða engar úrbætur á meðan
UEFA bregst ekki betur við.“
Víkverji er sammála Vieira og
skorar á framtakssama forráðamenn
Knattspyrnusambands Íslands að
beita sér í málinu á fullum krafti. Þeir
geta tekið málið upp á fundi hjá
UEFA í Róm í vikunni.
Skoskir áhorfendur fagna á Laug-
ardalsvellinum.
Í fylgd með
fullorðnum
MIG langar að taka undir
þau orð sem skrifuð voru í
Velvakanda þriðjudaginn
18. mars um móðurina sem
fór með son sinn í sund
laugardaginn 8. mars.
Ég fór með son minn í
sund laugardaginn 15. mars
í sundlaugina í Grafarvogi.
Hann er reyndar orðinn 7
ára, en hann treystir sér
ekki til að fara einn í klefa
og finnst öryggi í að fara
með mér í kvennaklefann
þegar pabbi hans er ekki
með okkur.
Þegar við ætluðum að
láta fötin okkar í geymslu
hjá tveimur konum sem
voru við gæslu byrjuðu þær
strax að spyrja hvað strák-
urinn væri gamall. Þegar ég
sagði það sögðu þær hvor í
kapp við aðra að það væri
stranglega bannað að strák-
urinn, orðinn þetta gamall,
væri í kvennaklefa, hann
ætti að fara í karlaklefa.
Ég fékk að vera þarna í
þetta skipti því við stóðum
þarna á Evuklæðum einum
svo það var ekki hægt að
reka okkur út. Mér finnst
þetta alveg óhæft að ég sem
móðir geti ekki dæmt um
það sjálf hvort strákurinn
minn fari einn í klefa eða
ekki. Fyrir utan það að
maður lætur ekki einhvern
ókunnugan sjá um að koma
barni sínu í og úr lauginni.
Ég verð nú að segja það
að mér finnst þetta líka vera
ábyrgðarleysi af starfsfólki
að standa fyrir framan
mann þegar maður er kom-
inn úr fötum og láta strák-
inn hlusta á að móðirin sé að
gera eitthvað sem er bann-
að!
Ef þetta eru reglur þá á
það að standa skýrum stöf-
um fyrir framan miðasöl-
una að þetta sé stranglega
bannað því þá getur fólk
snúið við ef það er á móti því
að senda börnin ein í klefa.
Enda sagði strákurinn þeg-
ar við vorum komin í sturtu;
mamma við skulum ekki
fara í þessa laug aftur.
Sigríður Helgadóttir.
Góð þjónusta
ÉG keypti prentara í ágúst
sl. hjá Office One Super-
store en hann bilaði og þeg-
ar ég fór með hann í viðgerð
voru einhver vandræði með
viðgerð svo ég fékk nýjan af
nýrri tegund. Vil þakka fyr-
ir góða þjónustu.
Þorbjörg.
Tapað/fundið
Gullhringur týndist
GULLHRINGUR með
bláum steini og snúningi í
kringum steininn týndist á
síðasta ári. Hringurinn hef-
ur mikið tilfinningalegt
gildi fyrir eiganda. Skilvís
finnandi er beðinn að hafa
samband í síma 565 3670.
Rautt veski týndist
RAUTT veski, svart að inn-
an, með mynd af lítilli flösku
framan á, týndist sl.
fimmtudag annaðhvort í
strætó eða í miðbænum.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 552 4456 og
698 9371.
Dýrahald
Skógarköttur týndist
HVÍTUR og svartur skóg-
arköttur, ársgamall, merkt-
ur með blárri ól með síma-
númeri, týndist frá
Veghúsastíg 9 sl. þriðjudag.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
551 8356 og 699 8356.
Kettlingur týndist
GULBRÖNDÓTTUR kett-
lingur með hvíta sokka á
afturfótum, hvítar tær á
framloppunum og hvítt
undir höku týndist frá
Seljavegi 5 sl. mánudag.
Hann er ómerktur og ólar-
laus. Þeir sem hafa orðið
hans varir hafi samband í
síma 552 7688.
Kettlingur fæst gefins
KETTLINGUR, 9 vikna
svört og hvít læða, kassa-
vön, blíð og góð, fæst gefins.
Upplýsingar í síma
562 4555.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
LÁRÉTT
1 fast tak, 8 gangi, 9 fal-
leg, 10 tölustafur, 11
seint, 13 blómum, 15 reif-
ur, 18 svívirða, 21 klók,
22 fetil, 23 endurskrift,
24 sifjaspell.
LÓÐRÉTT
2 kjör, 3 láta hér og hvar,
4 fljót, 5 sterts, 6 asi, 7
veikburða, 12 tíni,
14 tryllt, 15 guðshúss, 16
kirtil, 17 vik, 18 kjaftæði,
19 áleiðis, 20 sigaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 áþekk, 4 klapp, 7 útrás, 8 afmáð, 9 tík, 11 tíra,
13 frír, 14 meyra, 15 þrot, 17 rusl, 20 ódó, 22 tæmir, 23
dögun, 24 iðrar, 25 lærði.
Lóðrétt: 1 ágúst, 2 eirir, 3 kost, 4 klak, 5 aumur, 6 puð-
ar, 10 ímynd, 12 amt, 13 far, 15 þótti, 16 ormur, 18 ugg-
ur, 19 lungi, 20 órór, 21 ódæl.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16