Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar NÝJA BMW sjöan virkar dálítið klumpsleg við fyrstu sýn og eiginlega komin langt frá BMW-útliti síðustu ára. Þetta er nýja línan sem menn eiga eftir að sjá í öðrum bílum BMW, eins og nýrri 3-línu sem væntanleg er á þarnæsta ári. Yfirbyggingin er síð en hjólin risastór, 245/55 á 17 tommu álfelgum, og framendinn kraftalegur með fjórum xenon-ljóskerum og kraftalegu broti í vélarhlífinni. Uggar eru á hliðarspeglunum til að draga úr loftmótstöðu. Þakið er lágt og kúpt og krómlisti er eftir allri þaklínunni og annar í kringum hliðargluggana sem setja sportlegan blæ yfir þennan stóra bíl. Þetta er hraðbrautabíll, nógu virðulegur fyrir kaupendahóp- inn en um leið með sportlegri ein- kennum en margur keppinauturinn. Tvær nýjar sjöur eru komnar á markað hérlendis. Þetta er því ekki sölubíll hér á landi enda virði hans vel á annan tug milljóna króna. Þetta er stórforstjórabíll með öllum hugsan- legum þægindum og nýjustu tækni í rafkerfi, vélarkerfi og tölvutækni. Við fengum afnot af lengri gerðinni, BMW 745Li, og dagarnir sem á reynsluakstri stóð voru eins og í draumaheimi. Sægur af stjórnrofum Li er 14 cm lengri en styttri gerðin, alls 5,17 metrar á lengd, og því sér- staklega rúmgóður í aftursætum þar sem gert er ráð fyrir að eigandinn haldi mest til. 745Li er það sem á eng- ilsaxnesku kallast „chauffeur driven limousine“ eða eðalvagn með bíl- stjóra. Það er vel búið að farþegum í aftursætum og eiginlega allt til alls; sími, rafstilling á sætum, gardínur, miðstöð með kælingu svo fátt eitt sé nefnt. Það gengur ekki hefðbundinn lykill að þessum bíl heldur nokkurs konar kortalykill sem stungið er í rauf við stýrið og síðan er þrýst á Start- hnapp til að ræsa vélina. Hurðir eru þungar og þykkar og með rafmagns- lokun. Það þarf því ekki að skella á eftir sér, nægir að tylla hurðinni og rafbúnaðurinn sér síðan um að loka henni. Þegar skottlokið er opnað blas- ir við feikistórt rými. Þegar því er aft- ur lokað nægir að þrýsta á hnapp í skottlokinu og það lokast sjálfkrafa. Stýrið er með rafstýringu á aðdrætti og veltu og lagar sig sjálfkrafa í þá stillingu sem sett hefur verið inn í minni. Þegar inn er komið blasir við sæg- ur af stjórnrofum sem allir skipta talsverðu máli ætli menn að njóta bílsins til fullnustu. Fyrst í stað verð- ur manni eiginlega ekki um sel. Of mikið af tækni og tökkum. En þetta venst furðufljótt og eftir einn dag á bílnum er ökumaður farinn að eiga samskipti við hann með öðrum hætti en menn eiga að venjast. Lengst til vinstri í mælaborðinu er handbremsuhnappur – já, hnappur. Handbremsan er nefnilega undra- smíð út af fyrir sig. Þegar hún er sett á og bíllinn er í gangi læsir bremsu- kerfið öllum hjólunum með bremsu- klossunum. Það þýðir ekki að reyna að hagga bílnum fyrr en handbrems- an hefur verið tekin af. Þegar drepið er á bílnum tekur við rafmótor sem togar í barka og handbremsuborðarn- ir sjá þá um að halda bílnum. Einn af fjölmörgum stjórnrofum í stýrinu kallast Auto P og sé þrýst á hann fer handbremsan á í hvert sinn sem stöðvað er. Síðan nægir að snerta bensíngjöfina til að handbremsan fari af. Þetta er afar þægilegur búnaður, t.d. þegar stöðvað er á rauðu ljósi í halla. i-Drive Ofan við sjálfvirka miðstöðina og loftfrískunarkerfið er átta tommu skjár sem gegnir veigamiklu hlut- verki. Þar koma fram hinar ýmsu upplýsingar sem menn sækja í i- Drive-kerfið sem sjölínan státar af. i- Drive er stór snúningsrofi í milli- stokknum sem gefur upp átta val- myndir á skjánum, þ.e. samskipta- kerfi, gagnakerfi um þjónustuviðhald, leiðsögukerfi, afþreyfingakerfi, still- ingar (m.a. á fjöðrun), loftfrískunar- kerfi og BMW Assist, sem ásamt leið- sögukerfinu nýtist ekki hér á landi, en býður kaupendum í Þýskalandi að sækja ýmsa þjónustu og upplýsingar með GSM-skilaboðum. Í fyrstu virkar kerfið of flókið en fyrr en varir er maður farinn að spila á það í akstri, t.d. með því að breyta fjöðruninni þegar komið er á vissan hraða, svissa á milli útvarpsstöðva eða taka af veg- gripsstýringuna og spólvörnina. Horft á fréttir Skjárinn nýtist einnig fyrir sjón- varp og meðan beðið var á rauðu ljósi sá ég það helsta í fréttatíma Stöðvar 2 og varð miklu vísari um gang mála í Írak. Um leið og ekið er af stað hverf- ur sjónvarpsmyndin af skjánum í ör- yggisskyni. Til enn frekari afþreying- ar er í bílnum geislaspilari með sex diska magasíni og hljómtækin eru ekkert slor. Samskipti eru heldur ekki vanda- mál í nýju sjöunni. Prófunarbíllinn var með tveimur símum og þremur tólum. Eitt tólið er reyndar einvörð- ungu notað til að slá inn símanúmer sem bílsíminn hefur ekki í minni, en að öðru leyti er hægt að stjórna öllum aðgerðum frá hnöppum í stýrinu og síminn er fullkomlega handfrjáls. Prófunarbíllinn er leðraður í hólf og gólf og stútfullur af búnaði og nýj- ungum sem undirritaður hefur ekki séð annars staðar. Bíllinn er með regnskynjara sem setur rúðuþurrkur af stað ef vatn sest á rúðuna. Það merkilega við regnskynjarann í sjö- unni er að hann er með hraðastillingu og auk þess breyta þurrkurnar sjálfar um stöðu á rúðunni á fjögurra daga fresti sem lengir líftíma þurrkublað- anna. Fjarlægðavari er í bílnum sem varpar upp mynd á skjánum sem gef- ur til kynna hve nálægt bíllinn er fyr- irstöðu og gefur jafnframt hljóð- merki. Þarflegur búnaður í svona stórum bíl og kemur að góðum notum þegar beita þarf lagni við að leggja í þröng íslensk bílastæði. Rafstillingar eru á báðum framsætum en auk þess er hiti í sætunum og blástur – já, það er vifta í setunni sem blæs köldu lofti og kælir óæðri endann, sem stundum vill hitna meira en góðu hófi gegnir í leðrinu á heitum sumardögum. Til að verjast sólargeislum má þrýsta á hnapp á hurðarspjaldinu og draga gardínur fyrir aftari hliðarglugga og afturglugga. Séu menn á hinn bóginn fíknir í sól geta þeir opnað rafstýrða sóllúguna og notið geislanna óhindr- að. Ljósleiðari BMW hannaði einnig nýtt líknar- belgjakerfi, ISIS, í nýju sjöuna. Þekkt er að líknarbelgir geta slasað og jafnvel leitt til dauða. Í eldri kerf- um ákvarðaði einn höggnemi fyrir miðjum bíl og einn í hvorum síls vegna hliðarhögga hvenær líknar- belgir skyldu blásast upp. Í ISIS- kerfinu eru höggnemarnir alls ellefu, þar á meðal skynjari sem nemur loft- þrýsting inni í hurðum. Kerfið notar ljósleiðara til að flytja upplýsingar og ákveður á nanósekúndum hver besta leiðin sé að bregðast við hverju sinni. Hér er aðeins drepið á því helsta í búnaði bílsins og hægt væri að halda lengi áfram. Eins og nærri má geta þyrfti miklar víraflækjur til að sinna öllum búnaði og kerfum bílsins en BMW 7 byggir að öllu leyti á svokall- aðri bus-samskiptatækni. Alls eru 50 Morgunblaðið/Jim Smart Lengri gerð 745 er komin vel yfir fimm metra, 5.169 mm nákvæmlega. Tvö tonn af tækni á íbúðarverði Stór og stæðilegur með sportlegu yfirbragði. Leður og viður og tækni. Króm umlykur þakið og skreytingar eru líka við hliðarglugga og á skottloki. Fjölrofastýri og auk þess takkaskipting í stýrinu. REYNSLUAKSTUR BMW 745iL Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.