Morgunblaðið - 26.03.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.03.2003, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 19 vinnuvélar Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10 - 110 Reykjavík - Símar 585 2500 og 567 8757 KENNAMETAL DAEWOO lyftarar fleygar - krabbar - klippur o.fl. borbúnaður blöð og fræsitennur Notaðir lyftarar á lager - Viðgerðarþjónusta Varahlutir í flestar gerðir lyftaraFjaðrir og loftpúðar í vörubíla, sendibíla og jeppa VÉLASVIÐ Heklu hf. er annað af tveimur meginsviðum fyrir- tækisins. Starfsemi sviðsins felst í sölu og þjónustu á at- vinnutækjum og tengdum bún- aði. Ásmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri vélasviðs Heklu, segir það bjóða viðskiptavinum sínum breiða línu Caterpillar vinnuvéla, lyftara, aflvéla í skip og rafstöðva. Einnig Scania vöruflutninga- og hópferðabif- reiðar, HIAB hleðslukrana, Sörling palla og malarvagna, Goodyear hjólbarða, Combilift og Aisle Master fjölnota lyftara auk búnaðar frá mörgum öðrum framleiðendum, fyrir íslenskt atvinnulíf til lands og sjávar. „Vélasvið Heklu er eitt elsta og stærsta starfandi fyrirtæki í sölu og þjónustu á atvinnutækj- um hér á landi. Við höfum kom- ið við sögu í helstu stórfram- kvæmdum á sviði jarðvinnu hérlendis á undanförnum ára- tugum svo sem við vegafram- kvæmdir, verkefni á sviði orku- framleiðslu, virkjanagerðar og svo framvegis. Við höfum einnig þjónustað íslenskan sjávarútveg um árabil. Þá höfum við á skömmum tíma byggt upp öfl- uga lyftaraþjónustu þar sem við bjóðum lyftara fyrir allar að- stæður. Undanfarin tvö ár hefur verið frekar rólegt yfir þessum mark- aði – nú hins vegar finnum við fyrir breytingum þar á. Ýmis fyrirsjáanleg verkefni, víðsveg- ar um landið, gera það að verk- um að stærri og smærri verk- takafyrirtæki og fram- kvæmdaaðilar af ýmsum toga eru þegar komnir í startholurn- ar. Það hefur í för með sér aukna spurn eftir bæði vöru og þjónustu sem við höfum orðið áþreifanlega vör við. Okkur finnst þar af leiðandi tilltölulega bjart framundan og aðgerðir stjórnvalda á sviði verklegra framkvæmda voru kærkomnar fyrir þennan iðnað sem og at- vinnulífið í heild,“ segir Ás- mundur. Hann segir árið hafa farið vel af stað, pantanir í tæki og bún- að slagi nú þegar hátt í heild- arsölu síðasta árs. „Við höfum sem dæmi á fyrstu þremur mánuðum ársins afhent 10 Scania vöru- og flutningabif- reiðar en allt árið í fyrra afhent- um við 17 slíkar bifreiðar. Þrátt fyrir það var Scania annað árið í röð söluhæst í flokki stærri vöru- og flutningabifreiða. Mik- ið er fyrirliggjandi af pöntun- um, bæði í Scania og Caterpill- ar.“ Fyrir utan höfuðstöðvar véla- sviðs Heklu er fyrirtækið með þjónustuaðila á Akureyri og Reyðarfirði og „framundan er enn frekari uppbygging á að- stöðu okkar á þessum stöðum,“ segir Ásmundur. Aukin spurn eftir vöru og þjónustu Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.