Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR erstærsta lánastofnun Íslandsmeð heildareignir upp á 402milljarða króna og jukust heildareignir sjóðsins um 39,5 millj- arða á síðasta ári. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 9.947 milljónum króna eða 2,5% af heildareignum. Þetta kemur fram í ársreikningi Íbúðalánasjóðs fyrir árið 2002, sem var staðfestur af stjórn og fram- kvæmdastjóra sjóðsins á stjórn- arfundi hinn 25. mars. Þess má geta að ætla má að markaðsvirði sjóðsins sé um 50 milljarðar króna. Lögbundið hlutverk ÍLS Íbúðalánasjóður er opinber sjóð- ur í eigu almennings og hlutverk hans er, eins og skýrt er tiltekið í núverandi lögum um húsnæðismál, að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi að landsmenn geti bú- ið við öryggi og jafnrétti í húsnæð- ismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Með stofnun Íbúðalánasjóðs árið 1999 má segja að íslenska húsnæð- iskerfið hafi verið markaðsvætt, þar sem lög um húsnæðismál gera ráð fyrir að Íbúðalánasjóður sé fjárhagslega sjálfstæður og skuli standa undir kostnaði af lánveit- ingum og rekstri með eigin tekjum. Þessum markmiðum hefur sjóð- urinn gert með því að bjóða íbúða- kaupendum lán með hagkvæmustu mögulegu vöxtum sem unnt er að fá á fjármálamarkaði. Vaxtamunur útlána Íbúðalána- sjóðs er einungis 0,35%. Þar af renna 0,20% í sérstakan af- skriftasjóð sem standa skal undir mögulegum útlánatöpum. Einungis 0,15% vaxtamunar rennur til rekst- urs Íbúðalánasjóðs. Hagnaður 2002 Hagnaður Íbúðalánasjóðs á árinu 2002 var 1262 milljónir króna. Þar af er gengishagnaður sjóðsins af gengistryggðum lánum 300 milljónir. Þess ber að geta að Íbúðalána- sjóður hefur hætt að verðleiðrétta ársreikninginn og er það gert í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í lok árs 2002. Ef beitt hefði verið sömu reiknings- skilaaðferð og á síðasta ári hefði hagnaður ársins 2002 orðið 220 milljónum lægri. Gjaldfært tjón vegna fasteigna- sölunnar Holts var 31 milljón króna af rekstrarkostnaði sjóðsins. Ef sú fjárhæð er undanskilin hækkaði rekstrarkostnaður Íbúða- lánasjóðs um 1,2% á árinu sem er lægra en nemur verðlagsbreyt- ingum, en vísitala neysluverðs hækkaði um 2,0%. Útistandandi lán sjóðsins í lok ársins voru rúmir 392 milljarðar króna, en heildareignir sjóðsins voru tæplega 402 milljarðar krónar eins og áður segir. Helstu stærðir í ársreikningi Íbúðalánasjóðs árið 2002: Sjá með- fylgjandi töflu. Íbúðalánasjóður stærsta lánastofnun Íslands 2002 2001 í millj. kr. í millj. kr. Rekstur: Hreinar vaxtatekjur 1.845 1.004 Aðrar rekstrartekjur 927 -4 Önnur rekstrargjöld 761 721 Framlag í afskriftarreikning útlána 748 652 Hagnaður/-tap ársins 1.263 -373 Efnahagur: Kröfur á lánastofnanir 6.216 4.044 Útlán 392.926 355.569 Markaðsverðbréf 2.416 2.489 Eignir samtals 401.722 362.263 Lántaka 391.618 353.419 Aðrar skuldir 158 159 Eigið fé 9.947 8.684 Skuldir og eigið fé samtals 401.722 362.263 Markaðurinn eftir Hall Magnússon, sérfræðing stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/ hallur@ils.is Reykjavík - Fasteignasalan Stak- fell er nú með í sölu einbýlishúsið Heiðargerði 4 í Reykjavík. Þetta er hlaðið hús sem reist var 1954 og því fylgir bílskúr steinsteyptur sem byggður var 1960. Húsið er 189,4 fm, en bílskúrinn er 32,8 fm. „Þetta er gullfallegt einbýlishús, hæð og ris,“ sagði Þórhildur Sand- holt hjá Stakfelli. „Húsið hefur verið endurnýjað mikið og stækk- að og var byggt við það á árunum 1995 til 1996. Mjög hefur verið vandað til endurnýjunarinnar, m.a. var húsið einangrað að utan og klætt með múrsteinsklæðningu, sem hefur gert hitakostnað lágan. Þakskífur á húsinu eru úr vönd- uðu, lituðu áli sem er bæði seltu- og tæringarvarið. Komið er inn í forstofu með flís- um á gólfi, fallegum fataskápum og skóskáp. Þá er rúmgott for- stofuherbergi með glerrennihurð og teppi á gólfi. Hægt er að hafa arin, en forstofan og forstofuher- bergið tilheyra nýja hluta hússins. Gestasnyrting er nýlega upp- gerð á fallegan máta. Innra hol er einnig með flísum og tveimur geymslum og þaðan er gengið um teppalagðan stiga upp á efri hæð. Borðstofan er með teppi og einu þrepi neðar er stofan með parketi og er gengið úr henni í fallega garðstofu sem er flísalögð með hita í gólfi og er hægt að opna út á fallega timburverönd og í glæsi- legan garð með heitum potti og skemmtilegri lýsingu. Lítið herbergi er við hlið borð- stofu. Gengið er úr því og gangi inn í eldhús með fallegri nýrri, hvítri innréttingu. Inn af eldhúsi er þvottaherbergi og geymsla með útgangi út á lóðina. Flísar eru á eldhúsgólfi. Allt gler er innan við tíu ára gamalt nema tvær rúður uppi. Garðhurðir eru frá Gluggum og garðhúsum og gluggar í nýja hlutanum líka. Í stofunni er viðarloft og er í því falleg lýsing. Stór gluggi er við stigann upp á loft. Þar uppi er fal- legt flísalagt baðherbergi með bað- kari, sturtuklefa, þakglugga, góð- um skápum og hita í gólfi. Þá er herbergi með nýjum kvisti, pan- elklæddum, og skápum og inn af því er stórt herbergi sem tilheyrir nýrri hluta hússins. Annað lítið herbergi er með fataskáp, kvisti og nýlegum glugga og gleri. Stórt hjónaherbergið er með skápum og litlum svölum. Framan við hjónaherbergið er skápur með fatahengi. Gegnheilt parket er á herbergjunum nema nýja herberginu, þar er blátt filt- teppi. Stór bílskúr með geymslu er innst, en malarlagt bílastæði er við bílskúr. Lagnir eru allar nýjar frá húsinu og dren líka, en hitalagnir eru upphaflegar nema í nýja hluta hússins. Danfoss-hitikerfi er í hús- inu. Ásett verð á þessa eign er 27,9 millj. kr.“ Ljósmynd/Þórhildur Húsið er 189,4 ferm., en bílskúrinn er 32,8 ferm. Húsið er með garðstofu, timburverönd og glæsilegum garði með heitum potti. Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Stakfelli. Heiðargerði 4 Efnisyfirlit Austurbær ................................ 5 11 Ás ....................................... 5 20-21 Ásbyrgi ....................................... 5 9 Berg ................................................. 3 Bifröst ........................................... 12 Borgir ................................... 34-35 Brynjólfur Jónsson .................. 56 Eign.is .......................................... 52 Eignaborg ....................................... 9 Eignalistinn ................................ 53 Eignamiðlun ........................ 28-29 Eignaval ....................................... 55 Fasteign.is .................................. 25 Fasteignamarkaðurinn ........ 10-11 Fasteignamiðlunin ..................... 13 Fasteignamiðstöðin ................. 24 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 21 Fasteignasala Íslands ............... 15 Fasteignastofan ........................... 6 Fasteignaþing ............................ 54 Fjárfesting .................................. 54 Fold .................................................. 7 Foss .............................................. 48 Frón .............................................. 27 Garður .......................................... 34 Garðatorg .................................... 42 Gimli ............................................. 46 101 Reykjavík ................................ 4 Heimili ........................................... 17 Híbýli ............................................ 53 Hóll ........................................ 22-23 Hraunhamar ........................ 32-33 Húsakaup ..................................... 37 Húsavík ........................................ 43 Húsið ............................................ 49 Hús.is ............................................ 31 Húsin í bænum ............................ 51 Höfði .............................................. 41 Höfði Hafnarfirði ....................... 40 ÍAV ................................................ 26 Kjöreign ....................................... 45 Laufás ............................................. 8 Lundur .................................... 18-19 Lyngvík ........................................ 36 Miðborg ................................... 16-17 Remax .......................................... 44 Skeifan ............................................ 5 Smárinn ....................................... 49 Stakfell .......................................... 11 Tröð .............................................. 47 Valhöll ..................................... 14-15 ÞAÐ VEITIR ekki af að búa vel um viðkvæma hluti áður en flutt er. Sterkir kassar, bólu- plast og dagblöð geta verið besta tryggingin fyrir því að hlutirnir komist heilu og höldnu á nýja staðinn. Byrjaðu snemma að safna kössum úr sterk- um pappa og veldu kassa sem lokast vel. Til öryggis er gott að styrkja þá enn frekar með því að líma aftur botninn með brúnu pakkabandi. Bóluplast er frábært til að pakka í gleri og postulíni. Látið berast til kunningjanna að halda til haga öllu bóluplasti sem til þeirra berst og sannið til, það er ótrúlegt hvað safnast saman. Dagblaðapappír er líka góð ein- angrun fyrir allt brothætt og það er um að gera að eiga nóg af hon- um. Safnaðu saman góðum stafla af Mogganum og krumpaðu ark- irnar vel saman áður en þú raðar þeim milli hlutanna sem þú pakk- ar niður. Byrjaðu snemma að pakka nið- ur því dóti sem þú notar ekki daglega og gefðu þér tíma til að ganga vel frá því brothætta. Vel einangraðar umbúðir geta bæði sparað þér peninga, áhyggjur og leiðindi. Byrjaðu snemma að pakka því sem þú notar ekki daglega. Um- búðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.