Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Grundarstígur 2ja herbergja íbúð á 1.
hæð í virðulegu fjöleignahúsi í hjarta borgar-
innar. Lofthæð 2,7 m. Íbúð með mikla mögu-
leika. Verð 7,3 millj.
Asparfell Vorum að fá í sölu mjög góðar
68 fm íbúð á 3. hæð í fjöleignarhúsi með
lyftu. Vel um engin íbúð með parketi og góð-
um suðursvölum. Áhv. 3,8 m. byggsj. Verð
8,5 millj.
Hraunbær - Laus Mjög góð 2ja her-
bergja íbúð á jarðhæð í nýlega klæddu fjöl-
eignahúsi. Áhv. um 3 millj. Verð 6,2 millj.
Ránargata Góð 2ja-3ja herbergja íbúð á
2. hæð í góðu húsi á þessum eftirsótta stað.
Áhv. 3,2 millj. byggsj. Verð 7,8 millj.
Lómasalir - Glæsilegar 4ra herb.
íbúðir í litlu fjölbýli á þessum skemmtilega
stað, sérinngangur í hverja íbúð og stæði í
bílageymslu. Hægt er að fá íbúðir afh. tilbún-
ar til innréttingar, ef samið er strax. Verð frá
14,6 millj. Ekki missa af þessu, hringdu strax
og tryggðu þér íbúð.
Til leigu - Vegmúli 140 m² á götu-
hæð, sem er að mestu salur með starfs-
mannaaðstöðu, rúmlega 200 m² á 3. hæð
(2. frá götu) sem verður innréttuð eftir þínu
höfði. Lyfta er í húsinu. Til afhendingar strax.
Starfsmenn fasteignasölunnar eru á staðn-
um og sýna húsnæðið þegar þér hentar.
Stórhöfði Í nýju og mjög vel staðsettu
húsi eru til sölu fjórar einingar, 153 m² á 1.
hæð, 426 m² á 2. hæð, 158 m² á 2. hæð og
218 m² á 4. hæð. Húsnæðið er til afhending-
ar nú þegar, fullbúið að utan og sameign
fullfrágengin með lyftu og snyrtingum, að
innan er húsnæðið tilbúið til innréttinga.
Þingvellir - Sumarhús óskast
Viðskiptavin okkar vantar gott sumarhús eða
land við Þingvallavatn, niður við vatnið.
Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar
gefur Pálmi.
Pálmi B. Almarsson
Löggiltur fasteignasali
Sverrir B. Pálmason
Sölumaður
Jón Guðmundsson
Sölumaður
Katrín Magnúsdóttir
Ritari
Sigurður Á. Reynisson
Sölumaður
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf.
hefur hafið sölu á stórglæsilegum 2ja, 3ja,
4ra, 5 og 6 herbergja íbúðum í glæsileg-
um fjöleignahúsum í Bryggjuhverfinu.
Íbúðirnar eru frá 95 m² og uppí 218 m².
„Penthouse“-íbúðir eru á tveimur hæðum
og verður þeim skilað tilbúnum til innrétt-
ingar. Öðrum íbúðum verður skilað full-
búnum án gólfefna. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Nokkrar íbúðir til af-
hendingar nú þegar. Glæsilegur sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 14,9
millj. Skemmtileg staðsetning við smábátahöfnina og sjávarilmur í lofti.
NAUSTABRYGGJA 12-22
Vegna mjög mikillar sölu, það sem af er ári, vantar okkur nú þegar á skrá 2ja, 3ja og
4ra herb. íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú ert í söluhugleiðingum eða ekki hefur
gengið að selja, settu þig þá í samband við okkur. Miðlægur eignagrunnur fjögurra
fasteignasala en samt einkasöluþóknun. Hringdu núna og við skoðum eignina.
FJÓRFÖLD SKRÁNING – MARGFALDUR ÁRANGUR – MINNI KOSTNAÐUR
MIKIL SALA - LÆGRI SÖLUÞÓKNUN
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf.
hefur hafið sölu á stórglæsilegum 3ja og
4ra herbergja íbúðum, 96-119 m² í glæsi-
leg fjöleignahúsi í Grafarholtinu. Lyfta er í
húsinu og sérinngangur í hverja íbúð.
Vandaðar innréttingar frá Brúnási, tölvu-
og símalagnir í öllum herb. Hægt er að fá bílskúr. Frábær staðsetning og glæsilegt
útsýni. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Glæsilegur sölubæklingur á
skrifstofu Bifrastar. Verð frá 13,2 millj.
KRISTNIBRAUT 77-79
Torfufell - Endurnýjuð Mjög falleg
og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð í fjöleignahúsi. Nýtt eldhús og bað.
Gólfefni ný. Þetta er toppíbúð. Áhv. 3 millj.
Verð 9,5 millj.
Grafarvogur - Staðahverfi Mjög
fallega innréttuð 113 m² 4ra herb. íbúð á 2.
hæð í góðu fjöleignahúsi. Fallegar innrétting-
ar og vönduð gólfefni. Áhv. 9 millj. Verð 14,9
millj.
Spóahólar - Gott verð Falleg 3ja
herbergja endaíbúð á 2. hæð í fjöleignahúsi
ásamt bílskúr. Parket og flísar. Húsið er ný-
viðgert að utan. Laus í janúar. Áhv. 4,4 millj.
Ótrúlegt verð 11 millj.
Brekkubyggð - Hæð
Mjög góð 62 m² neðri hæð í raðhúsaklasa á
þessum eftirsótta stað. Sérinngangur og allt
sér. Parket og flísar. Áhv. 6 millj. Verð 11,5
millj.
Jöklafold - Laus
Vorum að fá í sölu mjög góða 58,6 fm, 2ja
herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu litlu fjöl-
eignahúsi. Áhv. 4,6 millj. byggsj. Verð 9 millj.
VANTAR 30 íbúðir Vegna mikillar
sölu á 2ja herb. íbúðum vantar okkur nú
þegar allt að 30 íbúðir í Rvík og Kópa-
vogi. Skoðum þér að kostnaðarlausu,
Skráðu eignina þína núna.
Fensalir - Bílskúr
Mjög falleg 115 m² 4ra herbergja íbúð á
efstu hæð í litlu fjöleignahúsi á þessum eftir-
sótta stað ásamt 29 m² bílskúr. Parket og
flísar. Áhv. 8,5 millj. Verð 17,9 millj.
Veghús
Vorum að fá í sölu 3-4ra herbergja 93 fm
íbúð á tveim hæðum með bílskúr. Í dag rúm-
góð 2ja herbergja og 30 fm íbúðarherbergi í
risi, sérinngangur í bæði rýmin. Auðvelt að
breyta til fyrri vegar. Áhv. 6,1 m. byggsj.
Verð 13,2 millj.
Dúfnahólar - Mikið áhv. Falleg 72
m² 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í fjöleigna-
húsi með lyftu. Falleg baðherbergi. Parket
og flísar. Útsýni. Áhv. 5,5 millj. húsbr. og 1,6
millj. viðb.lán. Hátt brunab.mat. Verð 9,9
millj.
Nökkvavogur - Bílskúr
Vorum að fá í sölu góða 2ja til 3ja herbergja
íbúð á 1. hæð ásamt bílskúr í fjórbýlishúsi.
Nýleg eldhúsinnrétting. Eitt herb. í kjallara
sem er innangengt í. Verð 11,3 millj.
VANTAR EIGNIR Vegna mikillar sölu
og eftirspurnar vantar okkur 3ja-5 herb.
íbúðir á skrá. Fjöldi kaupenda á skrá.
Ekkert skoðunargjald og samtengd sölu-
skrá. Skráðu þína eign núna.
Hlaðbrekka - Skipti
Vorum að fá í sölu mjög gott og vel viðhaldið
161 m² einbýlishús á tveimur hæðum með
innb. bílskúr. Þrjú svefnherbergi. Hús í mjög
góðu ástandi. Parket og flísar. Skipti á minni
eign koma til greina. Áhv. 9 millj. Verð 22
millj.
Rauðás - Raðhús
Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt og rúm-
gott 196 m² raðhús á tveimur hæðum með
innb. bílskúr. Þrjú góð svefnherbergi, stofa,
borðstofa og sjónvarpshol. Glæsilegt bað-
herbergi og eldhús. Parket og flísar. Glæsi-
legt útsýni. Verönd. Áhv. 11 millj.
Reykjabyggð - Mos. Vorum að fá í
sölu mjög gott 144 fm einbýlishús á einni
hæð auk 30 fm innb. bílskúrs á þessum frið-
sæla stað. Endurnýjað eldhús og gólfefni.
Ákv. 6,5 millj. húsbréf. Verð 20,8 millj.
Hliðsnes - Bessastaðahreppi
Vorum að fá í sölu á frábærum útsýnisstað,
rétt við fjöruborðið, tvö hús sem seljast sam-
an. Nýrra og stærra húsið er um 140 m² og
eldra húsið um 80 m². Sjávarilmur í lofti og
útsýni til allra átta. Sælureitur rétt við borg-
ina. Verð 23,8 millj.
Kirkjuteigur - Glæsileg
Vorum að fá sölu mjög fallega innréttaða
138 m² jarðhæð í þríbýlishúsi á þessum eftir-
sótta stað. Lofthæð um 3 m. Stór stofa og
svefnherbergi. Parket og flísar. Verð 14 millj.
Hraunteigur - Sérhæð Mjög góð
136 m², 5 herbergja, neðri sérhæð með góð-
um bílskúr á þessum eftirsótta stað. Þrjú
svefnherbergi og tvær stofur. Flísar og park-
et. Verð 16,9 millj.
Hjallavegur Góð 126 m² 5 herb. efri
sérhæð á 2 hæðum (hæð og ris) í fjórbýlis-
húsi, sem hefur verið töluv. endurn. Parket
og flísar. Áhv. 3,8 millj. Óskað er eftir tilboði.
SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR
bifrost@fasteignasala.is
NÚ ER sá tími kominn aðfólk er að skríða undanvetrinum og farið aðhuga að fjölmörgum
hlutum er varða framkvæmdir á
lóðum og utanhússframkvæmdum
almennt til að undirbúa vorið og
sumarið.
Húseigendafélagið fær fjölmarg-
ar fyrirspurnir þessu tengt inn á
borð til sín. Í greinarkorni þessu
verður farið nokkrum orðum um
þau meginatriði sem eigendur í
fjöleignarhúsum þurfa að huga að
við framkvæmdir á lóðum.
Skipting lóða
Við athugun á því hvernig skipt-
ingu lóða er háttað ber í fyrstu að
leita fanga í þinglýstum skjölum
viðkomandi eignar. Í eignaskipta-
og lóðarsamningum er yfirleitt að
finna leiðbeiningar um skiptingu
lóðar.
Mjög algengt er að lóðir séu í
óskiptri sameign allra eigenda en
þó geta verið sérstök ákvæði um
að tiltekinn hluti lóðar sé háður
sérafnotarétti einstakra eigenda.
Sú meginregla gildir að lóð telst í
sameign allra eigenda ef ekki er
annað að ráða af þinglýstum gögn-
um.
Til Húseigendafélagsins leita
margir til að spyrjast fyrir um
hvort jarðhæðir í fjöleignarhúsum
eða kjallaraíbúðir eigi sjálfkrafa
tiltekinn rétt til þess hluta lóðar
sem er beint fyrir utan viðkom-
andi íbúðir. Eins og áður segir eru
það þinglýstar heimildir sem taka
af skarið um hvort eign sé í sam-
eign allra eða háð sérafnotarétti.
Ef ekkert kemur fram um að til-
tekinni jarðhæð fylgi sér-
afnotaréttur fyrir framan íbúðina
gildir meginreglan um sameign.
Því eiga eigendur slíkra eigna ekki
aukinn rétt til þess hluta og er
þeim óheimilt að afmarka hann
með einum eða öðrum hætti.
Hins vegar geta eigendur sam-
þykkt að ákveðnir hlutar lóðar
verði gerðir að sérafnotarétti en
slíka ákvörðun verða allir í við-
komandi húsi að samþykkja á hús-
fundi. Þinglýsa verður slíku sam-
komulagi til þess að gildi hafi
gagnvart þriðja manni.
Afmörkun sérafnotaréttar
Ef ótvírætt er um að ræða sér-
afnotarétt eigenda að tilteknum
hluta lóðar er meginreglan sú að
eigendum er almennt heimilt að
afmarka slíka sérafnotafleti með
girðingum, trjágróðri eða skjól-
veggjum og geta húsfélög ekki
staðið í vegi fyrir því.
Þetta gildir ef girðing eða skjól-
veggur er í samræmi við það sem
gert var ráð fyrir í upphafi og ef
um nauðsynlega og venjulega girð-
ingu er að ræða miðað við það sem
gengur og gerist í sambærilegum
húsum og útlitsatriða og samræm-
is er gætt. Ef girðing er hins veg-
ar óþörf eða óvenjuleg þarf hús-
félag eða einstakir eigendur ekki
að sætta sig við hana.
Skjólveggir og girðingar hafa
áhrif á útlit húss og heildarmynd
og hafa allir eigendur þess um það
að segja hvernig þeir eru úr garði
gerðir og verður því að leggja mál
af þessu tagi fyrir húsfund. Þannig
geta þeir eigendur sem vilja af-
marka sína sérafnotafleti ekki rok-
ið einir út í framkvæmdir án þess
að spyrja kóng né prest. Sam-
þykki einfalds meirihluta miðað
við hlutfallstölur á húsfundi myndi
í flestum tilvikum nægja til töku
ákvörðunar.
Um kostnaðinn við skjólveggi og
girðingar, sem afmarka sérafnota-
hluta í fjöleignarhúsum, gildir sú
megingregla að eigendur lóða sitt
hvoru megin við garðinn eða girð-
inguna eiga að greiða kostnaðinn
að jöfnu.
Benda má á að í vissum tilvikum
þarf samþykki byggingarnefndar
vegna framkvæmda af þessu tagi,
t.d. ef girðing á að vera hærri en
1,8 m. Í byggingarreglugerð kem-
ur fram að girðing á mörkum lóða
er háð samþykki beggja lóðarhafa.
Skipulagning lóða
Allir eigendur í fjöleignarhúsum
eiga óskoraðan rétt á að eiga og
taka þátt í öllum ákvörðunum er
„Lóðin mín og lóðin þín“
Hús og lög
eftir Hrund Kristinsdóttur,
lögfræðing hjá Húseigenda-
félaginu/huso2@islandia.is