Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 26
26 B ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Frábær staðsetning – hagstætt verð Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin. Verðdæmi: 2ja herb. 72 fm verð frá 11.230.000 kr. með sér stæði í bílageymsluhúsi 3ja herb. 84 fm verð frá 12.620.000 kr. með sér stæði í bílageymsluhúsi 4ra herb. 105 fm verð frá 14.760.000 kr. með sér stæði í bílageymsluhúsi • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi • Þvottaherbergi í íbúðum • Innangengt í sérstæði í bílageymsluhúsi • Frábær staðsetning • Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda Laugarnesvegur 87 og 89 Rúmgóðar íbúðir á einum eftirsóttasta stað í bænum (gömlu Goðalóðinni). 5 og 6 hæða fjölbýlishús, fallega hannað og með lágmarks- viðhaldi. Húsin eru einangruð að utan og með álklæðningu. Sérstaklega er hugað að hljóð- einangrun. Sérinngangur af glerjuðum svalagangi eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Teikni- stofan Úti og Inni hannaði húsin. Klapparhlíð Mosfellsbæ Glæsilegar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í nýju hverfi í Mosfellsbæ. Skipulag og hönnun hverfisins er til fyrirmyndar. Gott rými er á milli húsa og bæði leikskóli og skóli eru í göngufæri án þess að fara þurfi yfir fjölfarnar götur. Íbúðirnar eru vel hannaðar og með sérinngangi. Húsin eru einangruð að utan og klædd með áli og harðviði. Borgartún 30 A og B Stórglæsilegt sex hæða lyftuhús með stórum og björtum lúxusíbúðum sem hannaðar eru með þægindi íbúa í huga af Ingimundi Sveinssyni arkitekt. Sérlega vandaður frágangur úti sem inni, viðhald í lágmarki. Húsið er einangrað að utan og með álklæðningu. Brunaviðvörunarkerfi er í húsinu, sérstaklega er hugað að hljóðein- angrun, loftskiptakerfi, mynddyrasími, lyfta opnast beint inn í íbúðir, sólskáli til suðurs, tvennar svalir með endaíbúðum, tvö baðherbergi o.m.fl. Þórðarsveigur 2–6 Grafarholti Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Einnig eru ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is. Nánari upplýsingar Innréttingar eru sérlega vandaðar en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk tökum við vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma. Breytingar á íbúðumBreytingar á íbúðum Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is. Þrjár aðrar staðsetningar í boði TVEIR meginþættir hafaöðru fremur einkenntþróun félagslegrar hús-næðismálastefnu á Ís- landi á 20. öld. Í fyrsta lagi hefur íslensk húsnæðisstefna einkennst af því hve félagslegar íbúðabygg- ingar voru lengst af litlar að vöxt- um, samanborið við þau lönd sem Íslendingar oftast kjósa að bera sig saman við. Í öðru lagi hafa Íslendingar skapað sér þá sérstöðu, að fé- lagslegar íbúðir hér á landi hafa fyrst og fremst verið látnar fólki í té sem eignaríbúðir. Verkamannabústaðakerfið, sem árið 1990 var breytt í svonefnt fé- lagslegt eignaríbúðakerfi, byggðist á því að íbúarnir væru skráðir eig- endur íbúðanna, en jafnframt var þeim óheimilt að selja þær á frjálsum markaði, þannig að eign- arrétturinn var í rauninni aldrei óskoraður, heldur alltaf háður sterkum kvöðum og takmörk- unum. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar setti árið 1974 lög um sérstakt áták til byggingar 1.000 leiguíbúða utan Reykjavíkur. Þegar upp var staðið voru 2⁄3 hlutar þeirra íbúða sem byggðar voru látnar umsækj- endum í té sem eignaríbúðir en ekki sem leiguíbúðir. Þessu olli að nokkrum hluta tregða sveitarstjórna til þess að taka á sig fjárhagslegar skuld- bindingar og rekstrarkostnað vegna leiguíbúða, enda íslensk sveitarfélög á þessum tíma – áður en sameining sveitarfélaga hófst í stórum stíl – flest mjög fámenn. Ríkisvaldið taldi upp úr þessu litla þörf á lánveitingum til leigu- íbúða og þegar ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen ýtti úr vör átaki um félagslegar íbúðabyggingar í byrjun níunda áratugarins voru lán til eignaríbúða til 43 ára en að- eins til 15 ára til leiguíbúða sveit- arfélaga, sem nánast janfgilti bólu- setningu gegn því að ein einasta félagsleg leiguíbúð yrði byggð. Aukinn hlutur leiguíbúða Með lagabreytingum árið 1984 fór svo fyrst að verða vart ákveð- innar stefnubreytingar stjórnvalda í þá átt að efla leiguíbúðir sem fé- lagslegt húsnæðisúrræði. Fé- lagasamtök öðluðust nú í fyrsta sinn rétt til lána úr Bygging- arsjóði verkamanna og 1988 öðl- uðust húsnæðissamvinnufélög, sem lýsa má sem milliformi milli eignar og leigu, fullan rétt til lána úr sjóðnum. Árið 1990 voru svo þessar áherslubreytingar staðfestar í heildstæðri nýrri félagsíbúðalög- gjöf. Á fyrstu árum tíunda áratug- arins voru félagslegar íbúðabygg- ingar á Íslandi meiri að vöxtum en nokkru sinni fyrr, eða um og yfir Hin nýja leiguíbúðastefna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Búseti í Reykjavík hefur nú uppi áform um rekstur 300 leiguíbúða fyrir almennan markað, sem að stórum hluta munu rísa í höfuðborginni, segir greinarhöfundur. Myndin er af leiguíbúðum Búseta, sem eru í smíðum við Þorláksgeisla. Leiguhúsnæði eftir Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðing hjá Borgarfræða- setri/jonrunar@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.