Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 24
24 B ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mán.-fim. kl. 9-12 og 13-18, fös. kl. 9-12 og 13-17. Sýnishorn úr söluskrá. Sjá margar eignir og myndir á fmeignir.is og mbl.is. ELDRI BORGARAR GRANDAVEGUR - LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislus- alur o.fl. 21034 Einbýlishús SKAGASEL Til sölu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum bílskúr, staðsetning hússins er í enda lokaðrar götu. Húsið hefur þá möguleika að geta verið tveggja til þriggja íbúða hús en á neðri hæðinni er sérinngangur þar sem mætti útbúa forstofu fyrir neðri hæðina. Stærð hússins er 288 fm auk þess er um 100 fm óinnréttað rými sem gefur mjög mikla möguleika. Eign sem vert er að skoða. Verð 28,5 m. 7853 ÓLAFSGEISLI - GRAFARHOLT Erum með í sölu 164 fm einbýlishús ásmt 24 fm bílskúr. Húsið skilast fok- helt, glerjað, með útihurð, þakkant og bílskúrshurð. Verð 16,5 m. 7882 TJARNARSEL - BREIÐHOLT Vorum að fá í sölu glæsilegt einbýli á tveimur hæðum, auðvelt að skipta í tvær íbúðir. Parket og flísar á gólfum. Stór viðhaldsfrír (plast) garðskáli. Vel við haldin eign. Sjón er sögu ríkari. Verð 28,3 m. 7881 KJÓSAHREPPUR Til sölu íbúðarhús og útihús úr jörðinni Blönduholt í Kjós. Um er að ræða eldri hús, íbúðarhúsið hefur verið í endur- byggingu og gefur ýmsa möguleika. Sjá myndir á mbl. isl. 11225 Raðhús MOSFELLSBÆR - FURUBYGGÐ Endaraðhús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr 170 fm að stærð. Húsið er allt vandlega innréttað með sérsmíðuðum glæsilegum innréttingum. Baðherbergi flísalagt. Á gólfum eru flís- ar og parket. Í stofu er arinn. Lóðin er falleg með miklum gróðri og teiknuð og skipulögð af þekktum garðyrkjusér- fræðingi. 6552 VESTURBERG - RAÐHÚS Vel skipulagt raðhús. Vorum að fá í sölu ca 130 fm raðhús á einni hæð. Einnig er fokheldur kjallari undir öllu húsinu. Í húsinu eru þrjú herbergi og tvær stofur. Húsið er allt upprunalegt að innan. Góð staðsetning. Hús sem hefur ýmsa möguleika. 6560 Hæðir SILUNGAKVÍSL Vorum að fá í sölu mjög áhugaverða efri sérhæð í tvíbýlishúsi á þessum vin- sæla stað. Aðalhæðin er rúmir 100 fm auk þess tæplega 50 fm á neðri hæð. Einnig tilheyrir eigninni 31 fm bílskúr. Glæsilegt útsýni. Áhv. 4,2 m. húsbréf og bygg.sj. Sjá myndir á mbl. is. 5482 4ra herb. og stærri LAUGARNESVEGUR Vorum að fá í sölu rúmgóða íbúð á fyrstu hæð í fjögurra hæða fjölbýli. Þrjú svefnherbergi. Gert hefur verið við hús- ið að utan. Verð 12,7 m. 3816 VESTURBERG - BREIÐHOLT Erum með í sölu fallega fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð. Parket og flísar á gólfum. Tengt fyrir þvottavél í íbúð. Stórar vestursvalir. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Verð 12,4 m. 3814 SVARTHAMRAR - GRAFARV. Vorum að fá í sölu á frábærum stað 106 fm íbúð á annarri hæð með sérinn- gangi. Þrjú svefnherb. Parket og dúkur á gólfum. Verð 14,5 m. 3818 KLEPPSVEGUR Falleg þriggja til fjögurra herb. 117 fm íbúð í snyrtilegu og vel við höldnu fjöl- býli. Íbúðin skiptist í tvö rúmgóð svefn- herb., opna og bjarta stofu ásamt borð- stofu sem auðvelt er að breyta í þriðja svernherb. Fallegt eldhús með sprautu- lakkaðri innréttingu og borðkrókur ásamt þvottahúsi og geymslu innan íbúðar. Verð 11,4 m. 787 LAUGARÁSVEGUR Mjög góð 93 fm fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í litlu fjölbýli á þessum vin- sæla stað. Íbúðin er upprunaleg, var vandlega innréttuð með góðum innrétt- ingum og fallegum hurðum. Mjög vel um gengin eign. Gott útsýni. Eign sem vert er að skoða. 3746 HJALTABAKKI Mjög góð fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi. Húsið tekið í gegn að utan fyrir nokkrum árum. Ný- legt eldhús, flísalagt baðherbergi og öll parketlögð. Suðursvalir. Mjög barnvænt umhverfi. Verð 11,9 m. 3742 SUÐURHÓLAR - BREIÐHOLT Vorum að fá í sölu rúmgóða íbúð, þrjú svefnherbergi. Flísar og parket á gólf- um. Tengt fyrir þvottavél í íbúð. Stutt í skóla og sundlaugina. Húsið var lagfært og málað fyrir þremur árum. Ásett verð 14,4 m. 3819 FRÓÐENGI - BÍLSKÝLI Mjög góð fjögurra herb. íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bílskýli. Þrjú svefn- herb. Snyrtilegar innréttingar. Skápar í öllum herb. Stutt í skóla og alla þjón- ustu. Eign sem vert er að skoða. 3731 3ja herb. íbúðir HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega íbúð á fyrstu hæð með frábæru útsýni. Þvottahús í íbúð. Flísar og parket á gólfum. Sólríkar suð-austursvalir. Rúmgóður bílskúr. Verð 15,8 m. 21107 FURUGRUND - KÓPAVOGUR Vorum að fá í sölu fallega, rúmgóða 3ja herb. íbúð á 1. hæð á þessum vinsæla stað niður við Fossvoginn. Parket og flísar á gólfum. Verð 11,9 m. 21106 LAUFENGI - GRAFARVOGUR Vorum að fá í sölu þriggja herb. íbúð á annarri hæð. Parket og flísar á gólfum. Stutt í alla þjónustu. Sérinngagur af svölum. Barnvænt umhverfi. Ekker áhv. Verð 10,6 m. 21104 ÆSUFELL - LYFTUHÚS Erum með í sölu fallega 87 fm íbúð á annarri hæð. Getur verið laus við undir- ritun kaupsamnings. Flísar og perket á gólfum. Tengt fyrir þvottavél á baði. Verð 9,5 m. 21096 MIÐVANGUR - HAFNARFIRÐI Til sölu áhugaverð 106 fm íbúð á ann- arri hæð í mjög góðu fjölbýli. Íbúðin er þriggja herb. og skiptist í anddyri, stofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi, gang og tvö góð svefnherbergi. Parket á gangi og stofu, dúkur á öðru. Nýbúið að taka allt húsið í gegn að utan m.a. með glæsilegri klæðningu. Laus nú þegar. Eign sem vert er að skoða. 21033 2ja herb. íbúðir IÐUFELL Vorum að fá í sölu rúmgóða tveggja herb. íbúð á fyrstu hæð. Yfirbyggðar svalir. Húsið hefur verið klætt að utan. Ekkert áhv. Verð 7,5 m. 1795 BOÐAGRANDI - BÍLSKÝLI Erum með fallega 82 fm íbúð í sölu í ný- legu lyftuhúsi ásamt stæði í bíla- geymslu. Vandaðar innréttingar. Stórglæsileg eign sem vert er að skoða. Verð 15 m. 1758 Atvinnuhúsnæði MIÐBÆR REYKJAVÍKUR Mjög gott 136 fm húsnæði sem skiptist í hársnyrtistofu og vörugeymslu í kjall- ara. Í dag er starfrækt vel innréttuð hársnyrtistofa á hæðinni en í kjallara er vörugeymsla. Góður leigusamningur í gildi. Þetta er falleg eign. Hús í topp- standi. Verð 10 m. 9499 Hesthús HESTHÚS - HEIMSENDI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða fjögur bil. Húsinu er skipt upp í fimm sjálfstæðar einingar, tvær sjö hesta einingar, eina átta hesta einingu og eina þrettán hesta. Húsið er allt með vönduðum inn- réttingum, loft upptekin klædd litaðri járnklæðningu. Kjallari er undir öllu hús- inu sem er vélmokaður, lofthæð þar um 2,2 m. Gott gerði er við húsið og einnig rampur eða innkeyrsla í kjallarann. 12199 VANTAR - VANTAR Vegna mikillar sölu að undanförnu vantar okkur eignir á söluskrá. BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur eru nú um 150 áhugaverðar jarðir, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs veg- ar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . HÁI-MÚLI Í FLJÓTSHLÍÐ Til sölu jörðin Hái-Múli í Fljótshlíð. Hái-Múli er talin með feg- urstu jörðum í Fljótshlíðinni. Á jörðinni er m.a. íbúðarhús, fjós, hlaða og vélaskemma. Jörðin selst án véla, bústofns og fram- leiðsluréttar. 10997 ÍGEGNUM aldir hefur mað-urinn notað margs konar hita-tæki og hitakerfi til að haldahita í hýbýlum sínum og kroppi, það er að segja þeir sem á slíku þurfa að halda. Á okkar norð- lægu breiddargráðum er þörfin óum- deilanleg og fyrr á öldum var kuld- inn, ásamt hungrinu, versti óvinurinn. Hér á landi var vandamálið ekki aðeins að finna einhver nothæf tæki til hitunar; skortur á eldiviði var landlægur og fróðir menn telja að þannig hafi menn á fyrstu öldum Ís- landsbyggðar eyðilagt skóga lands- ins. Þeir brenndu þá einfaldlega til að fá einhvern yl, gengu svo rækilega til verks að þegar galdrabrennur hófust til björgunar sálum, var vart hægt að öngla saman hrísi til bálfarar. Aldrei munu þó staðföst yfirvöld hafa gefist upp og hætt við brennslu- verkin. Ekki ólíklegt að vegna þess hve Vestfirðingar bjuggu vel að rekaviði hafi þeir verið brenndir öðr- um mönnum fremur. Svo kann að vera að þeir hafi verið öðrum mönnum syndugri að áliti klerkdóms og veraldlegs valds. En nóg um galdrabrennur, aldrei urðu þær svo algengar að menn gætu ornað sér við þær nema stutta stund. Kolaofninn er genginn Hann var ekki aðeins tæki til upp- hitunar, hann var víða stofustáss og kolaofnar voru oft framleiddir með miklu skrauti og flúri. Kolaofnar voru ekki aðeins á heldri manna heimilum. Á nítjándu öld og langt fram á þá tuttugustu voru þeir algengir á sveitabæjum og einnig hjá tómthúsmönnum á möl- inni. Hinsvegar var oft erfitt að verða sér úti um kolamola til að stinga í ofninn, til þess þurfti peninga sem víðast voru af skornum skammti. Kolaofninn var fádæma óhag- kvæmt tæki ef litið er á hvernig hann nýtti það brennsluefni sem í hann var látið og í honum brann. Vissulega gaf hann góðan hita svo lengi sem kolin brunnu eða annar sá eldiviður sem í hann var settur. En nýtingin, sú var ekki beysin. Því miður fór stór hluti af varmanum út um reykpípuna og upp um skor- steininn engum til gagns. Geislahitun þótti stórkostleg nýjung Manni að nafni Crittall hug- kvæmdist á fyrri hluta tuttugustu aldar að leggja rör á uppslátt fyrir loftplötur áður en steypt var og nota þessi rör síðan sem hitakerfi hússins. Þar með var geislahitunarkerfið orðið til, hitakerfi sem margir héldu á þeim tíma að væri framtíðarkerfið til hitunar, kerfið sem mundi útrýma ofnakerfum, sem þá voru oftast nefnd miðstöðvarkerfi. En svo varð aldeilis ekki, ofnakerf- ið lifir góðu lífi, en geislahitun er orð- in fátíð og enginn leggur geislahit- unarkerfi hérlendis nú til dags. Geislahitun barst til Norðurlanda um 1930 en kom til Íslands upp úr 1950 og hér stofnuðu frumkvöðlarnir fyrirtæki sem hét Geislahitun hf. Síðan tileinkuðu margir pípulagn- ingamenn sér þá tækni sem til þurfti til að leggja geislakerfi, fyrst og fremst þurftu menn að vera góðir í logsuðu. Geislahitun er enn í fjölmörgum húsum á Íslandi, húsum sem byggð voru á árunum 1950–70. Þessi kerfi hafa enst mjög vel og mörg þeirra geta enst enn um ár, áratugi, jafnvel aldir. Það er engin ástæða til að af- skrifa þessi kerfi séu þau á annað borð í húsinu. Það sem vantar er yfirleitt end- urnýjun á stjórntækjum og að stilla þau vandlega í framhaldi af því. Sé það gert geta geislahitakerfi verið hin þægilegustu. En hvað er skylt með kolaofni og geislahitun í steinsteyptu lofti. Þetta er í rauninni hvorutveggja geislahitun, hitinn frá loftinu er að langmestu leyti geislun á fólk og fasta hluti. Þannig hitaði kolaofninn einnig, menn sátu í hæfilegri fjarlægt og fundu ylinn geisla um sig, þótt bakhlutinn væri kannski ærið kaldur. Geislahitun í lofti eða kolaofn á gólfi Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Hér er verið að leggja geislahitun í steypta plötu. Kolaofnar þóttu oft stofuprýði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.