Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 B 19HeimiliFasteignir Furugrund - 3ja + aukaherbergi Góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð sem er efsta hæð í góðu fjölbýli. Góðar innrétting- ar og parket á gólfum. Stórar suðursvalir. Á jarðhæð er 12 fm herbergi með vaski og aðgangi að snyrtingu. Sameign öll að utan sem að innan er í góðu standi. V. 12,4 m. 2171 3ja herb. 6 Skipasund Mikið endurnýjuð 3ja her- bergja kjallaríbúð í tvíbýli. Sérinngangur. Nýleg innrétting og tæki í eldhúsi. Nýlegar vatns- og raflagnir. Stór skjólsæl og gróin lóð með leiktækjum. Áhv. ca 4,7 m. byggsj. og lsj. V. 10,2 m. 3601 Hraunbær - mikið endurnýjuð Mikið endurnýjuð, björt og rúmgóð 91 fm íbúð á 3. hæð í góðu Steniklæddu fjölbýlis- húsi Rofabæjarmegin í Hraunbæ. Góð sameign. Suðursvalir. Gott útsúni. Barn- vænt umhverfi. 3610 Hringbraut - Hafnarfirði Mikið end- urnýjuð 76 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu og vel staðsettu tvíbýlishúsi við Hamarinn. Íbúðin hefur öll, meira og minna, verið endurnýjuð, þ.m.t. hurðir, skápar, baðherbergi, gólfefni, ofnar, lagnir o.fl. Góður garður kringum húsið. V. 10,9 m. 3566 Hamraborg stór 3ja 91,4 fm rúmgóð 3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi sem skiptist í, hol, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, bað- herbergi, geymslu innan íbúðar og sameig- inlegt þvottahús á jarðhæð ásamt ómerktu stæði í bílageymslu. V. 10,3 m. 3603 Stíflusel m. sérgarði Vel skipulögð og snyrtileg ca 74 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt ca 18 fm sérgeymslu í kjallara. Baðherbergi nýlega endurnýjað. Verönd og sérgarður út úr stofu. Sam- eign í ágætu ástandi og snyrtileg. V. 10,5 m. 3483 Hlíðar - laus við samning Góð og mikið endurnýjuð ca 105 fm íbúð á 2. hæð neðarlega í Hlíðunum. Íbúðin er öll nýlega endurnýjuð þ.m.t. nýjar hurðir fram á gang. V. 13,7 m. 1078 Barðastaðir - m. bílskúr Rúmgóð ca 110 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Bílskúrinn er sérstæður með flísalögðu gólfi og góðri lofthæð. V. 16,5 m. 2981 Hraunteigur - miðhæð Góð 3ja her- bergja íbúð á 1. hæð, sem er miðhæð í góðu þríbýlishúsi. Húsið er forskallað timb- urhús á steyptum kjallara. Gólf 1. hæðar er þar með steinsteypt. Fyrir ca 20 árum var húsið tekið í geng að utan, m.a. skipt um glugga og gler, klætt utan með lituðu áli o.fl. Rafmagnstafla í sameign er nýleg. Góður garður umhverfis húsið. V. 9,5 m. 3596 Gunnarsbraut - Mjög falleg sér- hæð 81 fm mjög falleg sérhæð á frábær- um stað sem skiptist í: Hol, svefnherbergi, tvær stofur, baðherbergi, eldhús og tæp- lega 8 fm sérherb./geymslu í kjallara ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Auðvelt að bæta við svefnherb. Nýlegt parket og flísar á gólfum. V. 12,2 m. 3587 Vegghamrar - stór 3ja - frábær staðsetning 92,4 fm mjög góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð með sérinngangi af svölum Tvö stór svefnherb. stofa með sólskála. Parket og flísar á gólfum. Stutt í skóla og alla þjónustu. Barnvænn staður. V. 12,4 m. 3565 Möðrufell - laus Rúmgóð 3ja her- bergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í; hol, stóra stofu með vest- ursvölum, stórt baðherbergi, gott eldhús með ágætum innréttingum og borðkrók og 2 rúmgóð svefnherbergi. Áhv. ca 6,4 m. í húsbr. og lsj. V. 9,8 m. 3462 Sólvallagata - rishæð - LAUS STRAX Góð ca 80 fm risíbúð í góðu þrí- býlishúsi. Þaki hefur verið lyft að hluta. Stigahús nýmálað og teppalagt. Góð stað- setning. V. 11,8 m. 2286 Vesturbær Rvk - Hringbraut Góð og mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt herbergi í kjallara. Íbúð er öll með nýlegum vönduðum innréttingum og gólfefnum. V. 10,2 m. 3460 Veghús - jarðhæð m. bílskúr Vorum að fá í einkasölu fallega 88 fm íbúð á jarðhæð ásamt sérgarði og 25 fm bílskúr. Áhv. byggsj. ca 6,2 m. V. 13,2 m. 3527 Mosfellsbær - Miðholt Falleg og vel staðsett 3ja herbergja endaíbúð á 3ju hæð(efstu) en 1. hæðin er jarðhæð. Eldhús með góðri innréttingu, suður- svalir. Öll sameign mjög snyrtileg, sam- eiginleg hjóla og vagnageymsla. Gott útsýni er úr íbúðinni til suðurs, vesturs og norðurs. V. 10,9 m. 3567 Framnesvegur - vestan Hring- brautar Rúmgóð, 3ja herbergja ca 75 fm íbúð á 3ju hæð (efstu) ásamt ca 7 fm herbergi og góðri geymslu í kjallara. áhv. ca 8,6 m. húsbréf og viðbótarlán. Suð-austursvalir. V. 10,5 m. 3550 Smáíbúðahverfi - Bakkagerði Fal- lega innréttuð og rúmgóð 3ja herbergja ris- íbúð í þríbýlishúsi í þessu rólega og rót- gróna hverfi ofarlega á Grensásnum. Góðir kvistir og suðursvalir. Nýlega endurnýjaðar vatns-og hitalagnir, rafmagn o.fl. V. 9,9 m. 3338 Grensásvegur - laus fljótlega Mik- ið endurnýjuð og falleg 78 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Bað og eldhús nýlega endurnýjað. Nýtt eikar-parket á gólfum. Snyrtileg sameign. Góðar svalir og gott út- sýni. Laus fljótlega. Áhv. byggsj. 4,1 m. V. 11,4 m. 3423 2ja herb. Eikjuvogur - sérinngangur Rúmgóð 2ja herbergja íbúð í kjallara í góðu tvíbýlis- húsi á rólegum og rótgrónum stað. Falleg- ur garður umhverfis húsið. V. 8,6 m. 3499 Árkvörn - Sérinngangur - bílskúr Góð vel skipulögð 63,8 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi, ásamt bílskúr. Sérgarður, parket á flestum gólfum. Áhv. húsbréf ca 5,7 m. V. 11,4 m. 3472 Atvinnuhúsnæði o.fl 2 Grandatröð - Nýtt - stálgrinda- hús Glæsilegt og vandað stálgrindarhús 259,6 fm og 127 fm bil samtals 381 fm á sérlóð ca 1200 fm lóð. Atvinnuhúsnæði (t.d. fiskverkun o.fl.). Lofthæð 5-6 metrar, innkeyrsludyr ca 4 metrar á hæð. Frábær staðsetning og aðkoma, góð lóð, útsýni. Afhendist fullbúið að utan, tilbúið til innrétt- inga að innan (einn salur). rafmagn og hita- veituinntak komið. V. 26,7 m. 3607 Verslun/Skrifst. við Miðhraun - Garðabæ Nýtt atvinnuhúsnæði fyrir skrifstofur, verslanir eða iðnað, lager o.fl. á jarðhæð og efri hæð til sölu í einu lagi eða í einingum, frá ca 62,5 fm og að 143,5 fm (samtals 6 séreiningar). Eignin er til afhendingar fljótlega, fullbúin að ut- an og að innan, flísar á neðri hæð og parkett á efri hæð. Stigahús verður full- búið með riðfríum póstum og viðarborð á milli. Lýsingarbúnaður og öryggiskerfi verður komið. Stefnt er að því eignin verði sérlega glæsileg. Eignin er mjög vel staðsett með tilliti til auglýsinga. Næg bílastæði. Verð frá 6,9 m. 2185 Ásbraut - Kópavogi - Laus Í einkasölu vel staðsett og mjög notarleg ca 41 fm einstaklingsíbúð á 3. hæð. Stórar suðursvalir. Laus strax. V. 6,5m. 3372 Veghús- góð lán áhv. Stór og rúmgóð 72,5 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar svalir. Góð sameign og barnvænt umhverfi. Áhv. byggsj. 6,1 m. m. 4,9% vöxtum 3455 Hverfisgata - Rvík Samþykkt og rúmgóð 2ja herbergja kjallaraíbúð í góðu fjórbýlis-steinhúsi. Góð sameign og ró- legt sambýli. V. 7,9 m. 3569 Furugrund - aukaherbergi Ágæt ca 55 fm íbúð á 1. hæð ásamt ca 10 fm herbergi í kjallara með aðgangi að snyrt- ingu. Góð og endurnýjuð sameign. Möguleg skipti á stærri eign. V. 9,5 m. 2888 Smiðjuvegur - laust strax Ágætt 106 fm atvinnuhúsnæði á efri hæð í EV húsinu við Smiðjuveg. Hentugt f. ýmsan smáiðnað, heildverslun o.s.frv. Vinnusalur og þar innaf er skrifstofa og geymsla. Snyrting. Góð aðkoma er að húsinu, næg bílastæði og húsnæðið vel staðsett með tilliti til auglýsinga. V. 7,9 m. 3535 Sumarhús Jarðlangsstaðir - við Langá Nýleg- ur og vandaður 55 fm sumarbústaður á 7800 fm eingarlóð úr landi Jarðlangsstaða, í grennd við Langá. Landið er þarna kjarri vaxið. Bústaðurinn hefur verið í byggingu síðustu 4-5 árin og hefur verið vandað til alls. Hann er nú fullbúinn með köldu vatni úr borholu frá nágranna. V. 8,7 m. 3586 Eyrarbakki Snoturt og vel staðsett ein- býli á Eyrarbakka. Húsið hefur mikið verið endurnýjað m.a. nýtt gler og póstar, raf- magn og þak. V. 6,9 m. 3493 Landið Einbýli - Hveragerði Fallegt og vel innréttað ca 132 fm einbýlit, parkett á holi, gangi stofu og nýtt parkett á eldhúsi, flísar á baði, glæsilegt baðherbergi. Nýjar ma- hóní-hurðir eru í öllu húsinu. Áhvílandi ca 8 m. í hagstæðum lánum, byggsj. húsbréf og lífeyrissj. V. 13,9 m. 2154 Vogar - Ægisgata Nýlega innréttað og nánast algjörlega endurnýjað 141 fm ein- býlishús á einni hæð ásamt rúmgóðum ca 38 fm bilskúr. Suðurgarður með heitum potti og skjólveggjum. Bílskúrinn er rúm- góður með öllum búnaði. V. 19,1 m. 3441 Breiðamörk - Hveragerði Í þessu vandaða og vel byggða húsi er öll efri hæðin til sölu. Um er að ræða þrjár fallega innréttaðar íbúðir, tvær 3ja herbergja 78 fm og eina 2ja herbergja 44 fm Vandaðar inn- réttingar. Stórar svalir. Gott tækifæri til að eignast ódýrt húsnæði í Hveragerði. Verð frá 6,9 millj. 3572 Akurgerði - Vatnsleysuströnd Einbýli í Vogum ca 142 fm, mikið útsýni. Falleg eign og talsvert endurnýjuð. 3 svefnherbergi með skápum, nýtt park- ettá herbergjum. V. 14,2 m. 3171 Flúðir - sumarhús - nýtt í sölu Sumarhús á 5418 fm eignarlóð úr landi Reykjabóls, Hrunamannahreppi. Raf- magn og heitt vatn. Húsið er á einni hæð 47,4 fm ásamt 30 fm. Staðsetning er mjög góð í skipulagðri sumarhúsa- byggð, ca 3-4 km frá Flúðum. V. 4 m. 3109 Athugasemd: Villandi upplýs- ingar KÆRA ritstjórn. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Í fasteignablaðinu þriðjudag- inn 18. mars birtist stutt grein með mynd og var þar fjallað um klipp- ingu á Dísarunnum (sýrenum) og var þar fullyrt að sýrenur þurfi klippingu og að það megi klippa þær niður í 25-30 cm og að það fari að vera síðustu forvöð að snyrta þessa fallegu runna. Mér finnst innskot eins og gert er þarna í blaðinu skemmtilegt, góð litmynd með léttlesnum texta, en þetta eru mjög villandi upplýsingar til almennings, en ég veit ekki hvaða heimildir þið hafið fyrir þessu? Sem garðyrkjufræðingur og landslagsarkitekt vil ég benda á eft- irfarandi: Ef sýrenur eru klipptar svona missa þær náttúrulegt vaxtarútlit, auk þess að blómin á sýrenum sem eru svo eftirsótt eru hreinlega klippt burt með slíkri klippingu. 1.) Sýrenur þarf ekki að klippa mikið, þær þurfa snyrtingu svo sem að fjarlægja skemmdar greinar eða greinar sem vaxa innávið, eða þvert hver á aðra, og flokkast það undir árlega snyrtingu. 2.) Það þarf með nokkurra ára fresti, 3-4 ára, að fjarlægja eldri greinar innanúr runnanum, nefnt grisjun. 3.) Frekar er mælt með að snyrta runnann eftir blómgun vegna þess að á sýrenum myndast blómin á greinum fyrra árs og við grisjun er hætta á að það sé hreinlega klippt burt. 4.) Sýrenur hér á landi á ekki að klippa niður eins og lýst er í blaðinu nema um sé að ræða algera endurnýjum á runnanum og eru þau tilvik sárafá að þess þurfi ef grisjað er eins og lýst er hér að framan. Með von um leiðréttingu áður en skemmdarverkin hefjast. Með kveðju, Pétur Jónsson. la.petur@itn.is Alltaf á þriðjudögum 1.400 þús Til sölu einbýlishús í Vestmannaeyjum http://ornj.vortex.is/mynd.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.