Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 38
38 B ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir H ÚSIÐ var byggt árið 1801 af Ísleifi Einarssyni sem þá hafði verið skipaður yfirdómari í nýstofnuðum Landsyfirrétti. Talið er að þetta hús sé það fyrsta sem byggt var við Aust- urstræti. Það er byggt úr furustokk- um og er líklega af bolhúsagerð. Ráðamönnum í konungsgarði þótti svo vel hafa tekist með bygg- inguna að Ísleifi voru veitt peninga- verðlaun. Undirstöður hússins voru hlaðnar úr holtagrjóti og grunnflöt- ur hússins 11x21 álnir og sneri lengri hliðin að Austurstræti. Sex gluggar voru á þeirri hlið og voru aðaldyr hússins á miðri hliðinni. Aðalstofan var í norðvesturhorn- inu, inn af henni var herbergi. Í norð- austurhorninu var herbergi sem not- að var fyrir skrifstofu og þar inn af herbergi sem náði að suðurvegg hússins. Í suðausturhorninu var borðstofa en í miðju húsinu að sunn- an var eldhús. Árið 1805 seldi Ísleifur Trampe greifa húsið sem þá var orðinn stift- amtmaður yfir Íslandi. Trampe lét gera miklar endurbætur á eigninni t.d. nýja eldstó sem í þurfti 700 múr- steina. Talið er fullvíst að þessi eldstó hafi varðveist og sé sú sama og enn er í húsinu. Trampe lét setja nýja klæðningu á þak og vesturgafl hússins, smíða gluggahlera fyrir flesta glugga og endurbætti vatnsbrettin. Hann lét einnig setja skraut á húsið eins og við aðaldyrnar. Jörgen Jörgensen (hundadaga- konungur) settist að í húsinu árið 1809, þann stutta tíma sem hann hafði völd á Íslandi. Einnig bjó Cast- enskjold stiftamtmaður þar og Molt- ek greifi sem flutti íbúð stiftamt- manns í tukthúsið við Arnarhól árið 1819. Aðsetur Landsyfiréttar til 1873 Landsyfirréttur sem hafði verið í Austurstræti 4 flutti í húsið og var í húsinu til ársins 1873. Þá var búið að byggja Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg og flutti Landsyfirréttur þangað á efri hæðina. Dómsalur Landsyfirréttar var í vesturhluta Aðalstrætis 22, en í austurenda bæj- arþingstofa. Þá höfðu Reykvíkingar á að skipa tveimur lögregluþjónum og höfðu þeir báðir íbúðir í húsinu hvor á sinni hæðinni. Uppi var fangageymsla sem kölluð var Svartholið vegna þess hve dimmt var þar. Í þessu húsi voru hin vin- sælu píuböll haldin í dómsal yfirrétt- ar og mun Hendrichsen lögeglu- þjónn hafa staðið fyrir þeim. Sjálfur lék hann fyrir dansi á flautu og gekk sá orðrómur að hann hafi þá ekki verið alsgáður. En eitt er víst að ekki voru allir sama sinnis um framtak lögregluþjónsins og þannig fór að hann fékk bágt fyrir frá ráðamönn- um og var vikið úr embætti fyrir uppátækið. Næst á eftir Landsyfirrétti var Prestaskólinn í húsinu sem áður hafði verið í Sívertsenhúsi. Kennslu- stofur voru á neðri hæðinni en um- sjónarmaður skólans bjó á efri hæð- inni. Prestaskólinn var í húsinu til ársins 1911 en þá tók guðfræðideild Háskólans til starfa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Í bókinni Kvosin eftir Hjörleif Stefánsson og Guðnýju Gerði Gunn- arsdóttur segir svo: „Danskur her- flokkur sem sendur var til Íslands vegna Þjóðfundarins árið 1851 hafði vetursetu í húsinu. Var þá rauður varðklefi fyrir framan húsið og vopn- aður vörður þar dag og nótt.“ Haraldarbúð frá 1915 Árið 1915 kaupir Haraldur Árna- son kaupmaður húsið. Haraldur var fæddur 4. nóvember 1886 á Akur- eyri. Foreldrar hans voru hjónin Árni Björnsson pósthússkrifari og Kristín Björnsdóttir. Haraldur var á barnsaldri þegar faðir hans lést. Seinni maður Kristínar var Björn Símonarson sem lengi rak gull- smíðavinnustofu og verslun í Vallar- stræti 4. Einnig rak hann bakarí sem Sturlubræður höfðu komu á fót. Eftir að Björn og Kristín keyptu eignina var bakaríið nefnt Björns- bakarí og sá Kristín alfarið um rekstur þess. Til skamms tíma var Björnsbakarí í Vallarstræti 4 en er nú rekið á Skúlagötu og víðar í bæn- um. Húsið Vallarstræti 4 stendur enn og er með fallegustu timburhús- um í Reykjavík. Haraldur Árnason stundaði nám í verslunarfræðum í Englandi. Að því loknu kom hann heim og hóf störf við verslunina Dagsbrún sem var á Hverfisgötu, en fljótlega tók hann við verslunarstjórastarfi hjá Th. Thorsteinsson í Ingólfshvoli. Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 4. nóvember 1986 og er skrifuð af Jóni Bjarna- syni, tengdasyni Haraldar, í tilefni af aldarafmæli Haraldar Árnasonar, kemur fram að Haraldur keypti hús- eignina Austurstræti 22 árið 1915. Einnig að Haraldur keypti verslun Th. Thorteinsson í Ingólfshvoli eftir brunann mikla 1915 og flutti versl- unina í Hafnarstræti 4, en húsnæðið sem hún var í eyðilagðist af eldi. Sama ár flutti verslunin í Austur- stræti 22 þar sem hún var til ársins 1960. Kona Haraldar Árnasonar var Arndís, dóttir hjónanna Hinriks J. Bartels og Söru V. Clausen. Sara var listræn, hafði góða söngrödd og söng í kórum, einnig lék hún í mörgum leikritum. Haraldur og Arndís eign- uðust fimm efnileg börn sem öll kom- ust til fullorðinsára. Haraldarbúð setti mikinn svip á bæinn með smekklegu og fjölbreyttu vöruúrval. Konurnar sem afgreiddu í versluninni voru klæddar eins kjól- um. Yfir þessum klæðnaði var viss hefð eins og versluninni sjálfri. Har- aldarbúð var skipt í margar deildir: Herrafatadeild, dömudeild, snyrti- vörudeild og undirfatadeild. Í versluninni var Lamson-loft- póstakerfi sem virkaði þannig að af- greiðslumaður skrifaði á nótu upp- hæð þess selda og setti peninginn ásamt nótunni í lítið blikkbox sem síðan var stungið inn í rör. Eftir ör- stutta stund kom boxið til baka með afganginn. Haraldur hafði umboð fyrir Lamsonkerfið og voru nokkrar stórar stofnanir sem notuðu það, t.d. Útvegsbankinn. Lagfæringar og breytingar Á meðan Haraldarbúð var í húsinu voru gerðar á því ýmsar lagfæring- ar. Kvistur var byggður á framhlið þess árið 1918, þá var einnig lengt geymsluhús á vesturmörkum lóðar- innar og gerð ný girðing meðfram Austurstræti og byggður skúr á bak- lóð hússins. Einnig var gerður eld- varnarveggur á austurgafl eystri skúrsins og á vesturhlið lengingar- innar á geymsluhúsinu. Á árunum frá 1920 til 1925 voru gerðar talsverðar breytingar á eign- inni. Gerðar voru viðbyggingar inni á lóðinni baka til við aðalhúsið til að fá meira pláss fyrir reksturinn sem óx og dafnaði í höndum Haraldar og fjölskyldu hans. Skemman var ein deild verslunar- innar, þar var seldur kvenundirfatn- aður og snyrtivörur. Uppi var dömu- deild með kjólum og kápum. Þar var einnig saumastofa sem sá um að lag- færa fatnað sem keyptur var í versl- uninni. Það kostaði ekki neitt að lag- færa föt sem verslunin seldi. Einnig voru skrifstofur verslunarinnar uppi. Það er varla ofsagt að Haraldar- búð var fremst í flokki verslana á sínu sviði á meðan hún var starf- rækt. Verslunin hætti rekstri um áramótin 1960–61. Haraldur Árnason var þjóðkunn- ur maður, virtur og vinsæll. Hann andaðist 8. október 1949. Arndís, eiginkona Haraldar, andaðist 16. janúar 1950. Ýmiss konar verslunarrekstur var í húsinu þar til Karnabær kaupir mestan hluta eignarinnar árið 1973. Þá var húsinu breytt talsvert innan dyra. Karnabær var stæsta tísku- verslun bæjarins sem var skipt í dömu-, herra- og skódeild, einnig var þar stór hljómplötuverslun. Teikni- stofan Ármúla 6 sá um hönnun þeirra breytinga sem gerðar voru þegar Karnabær kom í húsið. Karnabær var í húsinu til ársins 1988 en eftir það var hljómplötu- verslun þar og skemmtistaðurinn Astro í vestari hlutanum. Árið 2000 var húsið allt tekið í gegn. Gifsplötur voru settar á veggi og loft, rafmagn endurnýjað, einnig hita- og kaldavatnslagnir. Gólf klædd með nýju gólfefni og stiginn upp breikkaður. Einnig var sett nýtt loftræstikerfi í allt húsið. Þar er skemmtistaðurinn Astro og fyrir ári var hluti hússins tekinn und- ir veitingarekstur. Eldstæðið sem er frá tímum hundadagakonungsins fær að njóta sín í veitingasalnum. Veitingastaðurinn er látlaus og nota- legur. Gamlar myndir prýða veggi og kveikt er á kertum í eldstæðinu. Austurstræti 22 Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldstæðið, sem er frá tímum hundadagakonungsins, fær að njóta sín í veitingasalnum. Austurstræti 22. Þetta er glæsilegt hús enn í dag, en það var byggt 1801. Árið 2000 var húsið allt tekið í gegn. Húsið er yfir 200 ára gamalt og saga þess er þýðingarmikill hluti af sögu miðbæjar Reykja- víkur og raunar landsins alls. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um hús, sem er talið vera fyrsta húsið, sem byggt var við Austurstræti. Helstu heimildir: Borgarskjalasafn, bruna- virðingar, b-skjöl. Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur, II bindi, bls. 88 og Kvosin eftir Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur og Hjörleif Stefánsson. Haraldur Árnason og Arndís kona hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.