Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 27
40% allra íbúðabygginga í landinu um nokkurra ára skeið. Enn voru þó íbúðabyggingar innan eignaríbúðakerfisins um- fangsmestar, þó svo að leiguíbúðir, kaupleiguíbúðir og búseturétt- aríbúðir vægju í fyrsta skipti tals- vert þungt í heildarfjölda ný- byggðra félagslegra íbúða. Efling félagslega íbúðakerfisins á 10. ára- tug 20. aldarinnar var mjög áber- andi í Reykjavík með um 40% fjölgun slíkra íbúða, fjölgunin er mun meiri hvað snertir leiguíbúð- ir, eða nær 70%. Aukningin hefur þó í rauninni verið fremur hægfara í tölum talið, þ.e. um 100 íbúðir á ári að með- altali yfir allan áratuginn. Á þessu er hins vegar að verða stökkbreyt- ing eftir stefnumótun leiguíbúða- nefndar félagsmálaráðherra frá árinu 2000 þess efnis að leiguíbúð- ir skuli í framtíðinni verða helsti kosturinn í félagslegum íbúða- byggingum hér á landi. Mörkun nýrrar leiguíbúðastefnu Stefnumótun núverandi rík- isstjórnar um auknar byggingar leiguíbúða er nú búin að vera í burðarliðnum í nokkur ár og fram- kvæmd hennar hefur dregist nokkuð á langinn. Koma þar m.a. til verulegar vaxtahækkanir sem leitt hafa til þess að byggingar- og rekstraraðilar hafa nokkuð haldið að sér höndum. Mikilvæg breyting til batnaðar fólst hins vegar í afnámi skatt- lagningar húsaleigubóta sem tók gildi 1. janúar 2002, sú aðgerð hef- ur verulega styrkt stöðu leigjenda og um leið stöðu annarra aðila á leigumarkaðnum. Leiguíbúðabygg- ingar hafa eigi að síður tekið veru- lega við sér árin 2001 og 2002, því bæði árin hafa yfir 400 nýjar leiguíbúðir bæst við húsnæðisstofn landsmanna. Í dag virðast stefnumótandi að- ilar sammála um breyttar áherslur hinnar félagslegu húsnæðisstefnu frá eignaríbúðum yfir í leiguíbúðir. Hér skiptir verulegu máli að komnir eru til sögunnar öflugri rekstraraðilar en áður hafa þekkst. Sveitarfélögin eru orðin mun öflugri eftir sameiningarferli síðasta áratugar og geta því betur sinnt málefnum eins og rekstri fé- lagslegra leiguíbúða. Í Reykjavík starfa nú nokkrir tiltölulega stórir rekstraraðilar á leigumarkaðinum, svo sem leigu- íbúðafyrirtæki Reykjavíkurborgar, Félagsbústaðir hf., Öryrkjabanda- lagið, Félagsstofnun stúdenta og Búseti í Reykjavík, sem hefur nú uppi áform um rekstur 300 leigu- íbúða fyrir almennan markað, sem að stórum hluta munu rísa í höf- uðborginni. Þróunin hér er áþekk því sem hefur verið að gerast víða erlendis, þar sem félagasamtökum, sem starfa utan opinbera geirans, er í vaxandi mæli falið að byggja og reka félagslegt leiguhúsnæði. Í Bretlandi eiga félagslegar íbúða- byggingar sér nú t.d. að mestu stað á vegum ýmissa húsnæðis- félaga, sem fengið hafa viðurkenn- ingu opinberra aðila sem svo- nefndir „Registered Social Landlords“. Aukinnar alþjóðavæðingar gætir sem kunnugt er ekki síst á vinnu- markaði hvarvetna í heiminum. Hér á landi birtist þetta skýrt í meira aðstreymi erlendra rík- isborgara til landsins en nokkru sinni fyrr. Þetta veldur aukinni húsnæðisþörf sem líklegt er að verði í vaxandi mæli mætt með byggingu leiguíbúða. Dæmi munu vera um það að fyr- irtæki sem starfa í alþjóðatengd- um atvinnugreinum eigi í erf- iðleikum með að útvega tímabundnum erlendum starfs- mönnum fullnægjandi leigu- húsnæði á almennum markaði. Svar stjórnvalda við þessari þróun hlýtur að vera að efla hinn al- menna leigumarkað til muna frá því sem nú er. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 B 27HeimiliFasteignir Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160 Til sölu/leigu Arnarsmári Kópavogi 230 fm verslunar- eða þjónustuhúsnæði á einni hæð. 1.100 fm fullfrágengin sérlóð með 15 malbikuðum bílastæðum. Stórt hellulagt torg. 25 ára leigusamningur við Olís (OB Bensín) getur fylgt. Góðar tekjur vegna bensínsölu. Kjörið fyrir verslun, heildverslun, söluturn, myndbandaleigu, læknastöð og þess háttar. Laust strax. Leiga kemur til greina. Áhv. lán 15 millj. til 25 ára með 7,7% föstum vöxtum. Einn gjalddagi á ári. Eftirstöðvar 18 afborganir. Næsti gjalddagi 17. janúar 2004. Ýmis eignaskipti. • Einbýli í Selja- eða Skógahverfi með aukaíbúð. Verð 20 - 30 millj. • 3ja til 4ra herb. í Seljahverfi, þarf að vera á 1. hæð. • Sérbýli í vestubæ eða austurbæ. Verð 16-24 millj. • Sérbýli í Grafarvogi eða Árbænum. Verð 18-20 millj. • 2ja herb. íbúðir á 7-10 millj. • 3ja herb. íbúðir miðsvæðis í Reykjavík á 9-12 millj. • MJÖG MIKIL EFTIRSPURN ER EFTIR 2JA OG 3JA HERB. ÍBÚÐUM OG SÉRBÝLUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Óskalistinn f ron . i s Einbýlishús Sérbýli með aukaíbúð Erum með fjársterkan aðila sem vill kaupa 250-300 fm hús með aukaíbúð eða möguleika á aukaíbúð. Kópavogsbraut - tvær íbúðir Um 153 fm einbýli í vesturbæ Kópavogs. Suðursvalir, gengt út í garð. Möguleiki á lítilli séríbúð á jarðhæð. Um 60 fm 3ja herb. íbúð í einbýli á sömu lóð fylgir með. Góð eign. Verð 24,9 millj. Heiðargerði Gott einbýli sem er hæð og ris. 4 svefnherbergi. Arinn í stofu. Húsið hefur verið gert upp. Góður garður með heitum potti. Bílskúr. Áhv. 4,7 millj. Virkilega falleg eign. Tilboð óskast. Miðtún - sérhæð í tvíbýli Góð sérhæð í bakhúsi. Þrjú svefnherbergi. Nýuppgert baðherbergi. Góður garður. Verð 13,6 milljónir. Athugið - Athugið Erum með fjölda annarra eigna á skrá, kíkið á heimasíðu okkar www.fron.is Sérbýli Álfaheiði í Kópavogi Falleg 3ja herb. endaíbúð sem er tæpl. 80 fm. Íbúðin er ein í enda hússins og virkar sem sérbýli. Parket og flísar á öllum gólfum. Afgirt suðurverönd og sérmerkt bílastæði. Mjög góð staðsetning. Verð 12,5 millj. Hlaðbrekka - Kóp. Glæsileg sérhæð á 1. hæð. Merbau-parket á gólfum, glæsileg eldhúsinnrétting, þvottahús og geymsla innan íbúðar. Þrjú svefnherbergi og tvær stofur. Nýlegt hús. Virkilega falleg eign. Verð 17,8 millj. Áhv. 7,5 millj. húsbréf. 3ja herb. Miðtún - sérhæð í tvíbýli Góð sérhæð í bakhúsi. Þrjú svefnherbergi, nýuppgert baðherbergi. Góður garður. Verð 13,6 millj. Krummahólar Góð íbúð í grónu hverfi. Stutt í alla þjónustu. Tvö góð herbergi. Búið að gera íbúðina alla upp nýlega. Skemmtilegt útsýni. Verð 9,5 millj. F R Ó N SÍÐUMÚLA 2 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali Ertu í söluhugleiðingum? Settu íbúðina þína í sölu þessa viku og hún fær sérumfjöllun á forsíðu www.fron.is . Komum og skoðum samdægurs. Njörvasund 67 fm falleg, rúmgóð íbúð með sérinngangi á jarðhæð í mjög fallegu húsi. 2 svefnherbergi, parket á stofu, nýtt loft í íbúð, rúmgott eldhús með nýrri innréttingu og borðkrók. Ný rafmagnstafla. Áhv. 4,1 millj. byggsj. Verð 10,5 millj. Landsbyggðin Hólatjörn á Selfossi Gott 161,6 fm einbýli með góðum sólpalli og bílskúr. Verð 16,5 millj. Sóltún - Selfossi 4ra herb. enda- raðhús úr timbri í nýju uppbyggðu hverfi. Tilbúin til innréttinga. Verð 11,4 millj. Kambahraun - Hverag. 141,8 fm einbýlishús úr steini, ásamt tvöföldum 45,5 fm bílskúr. Eignin stendur á góðum stað í Hveragerði. Stofa með fallegum, hlöðnum arni. Stór og góð herbergi. Verð 15,5 millj. Dverghólar - Selfossi Í byggingu vönduð raðhús. Húsin eru steinsteypt með klæðningu. Gluggar eru álklæddir trégluggar með tvöföldu gleri. Verð 11,7 millj. Einbýli í Ólafsvík 100 fm hús sem er hæð og ris. Nýlegt bað, gott eldhús, parket og flísar á gólfum. Gott útsýni. Hentugt fyrir viðbótarlán. Útb. 650 þ. Ahent fljótlega. Verð 6,5 millj. Reykjavík - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu íbúðarhús á tveim- ur hæðum á Hæðarseli 7 í Reykja- vík. Þetta er steinhús, byggt 1980 og er það 173,3 ferm., en bílskúr er 28,1 ferm. „Um er að ræða vandað hús með lítilli aukaíbúð, – vel staðsett. Þetta er glæsileg eign sem lítur mjög vel út bæði að innan sem utan,“ sagði Snorri Gunnarsson hjá Borgum. „Komið er inn í forstofu með fataskáp, þá er komið í hol sem er opið að góðri stofu og er útgengi út á stóra timburverönd frá stofunni. Eldhúsið er með fallegri eikarinn- réttingu – borðkrók og inn af eld- húsi er þvottahús og búr. Bakinngangur er og inn í þvotta- húsið. Baðherbergið er fallegt með kari, nýjum flísum, tækjum og inn- réttingu. Þá eru á hæðinni tvö góð herbergi með skápum. Breiður stigi er upp á efri hæð- ina, þar er mjög rúmgóð stofa fal- lega innréttuð, baðherbergi með sturtuklefa, gott herbergi og hjóna- herbergi. Nýtanlegir fermetrar hússins eru um 220 auk bílskúrsins. Gólfefni eru að mestu parket og flísar. Bílskúrinn er með öllum lögnum og fjarstýrðum hurðaopnara, geymsluris er yfir bílskúr. Undir bílskúr er 28 ferm. fullgild stúd- íóíbúð. Um er sem sagt að ræða glæsilega eign sem er vel staðsett. Ásett verð er 25 millj. kr. Þetta er steinhús, 173 ferm. að stærð, en bílskúrinn er 28 ferm. Ásett verð er 25 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Borgum. Hæðarsel 7 FASTEIGNIR mbl.is HANDPRESSUR úr gleri voru eitt sinn sjálfsögð eign í eldhúsinu og þær standa enn fyrir sínu. Á vorin vantar okkur stund- um vítamín. Þá er ráð að taka appelsínur, sem oft eru ódýrar í innkaupi núna, og kreista úr þeim safann á handpressunni. Svo má drekka safann með von- glöðu sinni og þá magnast áhrifin á sál og líkama. Vítamín í appelsínu- drykkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.