Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 31
framreiknaður byggingarkostnaður segir til um miðað við byggingarvísi- tölu. Með þessu hefur tekizt að halda verði á þessum íbúðum í skefjum. Að sögn Guðmundar er það algeng- ast, að fólk eigi einhverja eign frá því áður, sem er seld og andvirðið notað til þess að kaupa íbúð hjá Samtökum aldraðra. Ef á vantar hefur yfirleitt tekizt að brúa bilið með lánum frá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Mikil verkefni framundan Guðmundur segir mikil verkefni framundan hjá Samtökum aldraðra. Samtökin hafi lagt fram tillögur sínar við heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í húsnæðismálum aldr- aðra. Grundvallarhugsunin þar er sú, að mál aldraðra verði leyst í samráði við aldraða og þeir búi í eigin húsnæði eins lengi og kostur er. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir eigin íbúðum aldraðra, sem verði dreifðar um viðkomandi sveitarfélag. Í öðru lagi verði byggðar þjónustu- íbúðir 60-100 ferm. að stærð í fjölbýli eða einhvers konar sambýli. Þær verði fjármagnaðar af eigendum með eigin fé og lánsfé frá Íbúðalánasjóði. Í þriðja lagi verði byggðar 40-60 ferm. smáíbúðir í fjölbýli. Þær verði fjármagnaðar að hluta með framlagi íbúa, að hluta með lánum og að hluta af ríki eða sveitarfélagi. Í fjórða lagi verði byggð dvalar- heimili í sameignarformi, þar sem hver íbúi hefur gott herbergi með hreinlætisaðstöðu og síðan aðgengi að sameiginlegu eldhúsi en matur komi að meginhluta frá einu stóru eldhúsi. Eignarhald verði þannig, að ef fjárhagsstaða leyfir kaupi íbúi sem samsvarar herbergisaðstöðunni en að öðru leyti samkvæmt mati á fjárhags- stöðu viðkomandi. Eignalausir fái að- stöðu í rými, sem er í eigu ríkis eða sveitarfélags. Ennfremur verði byggt sjúkra- heimili, sem verði alfarið í eigu rík- isins. Félagsaðstoð, heimilisaðstoð og hjúkrunaraðstoð verði sameinuð und- ir einn hatt, aukin frá því sem nú er og reynt að veita hana sem mest heima, þannig að fólk þurfi sem minnst að leita út fyrir heimilið eftir þessari þjónustu. Rými fyrir þessa þjónustu mætti því minnka og spara þannig í stofnkostnaði. „Það er mat okkar, sem þegar höf- um byggt 300 íbúðir fyrir aldraða á sl. 15 árum að mikið megi spara í þess- um geira, ef tekið er tillit til þarfa aldraðra og hugmynda þeirra um þarfir sínar,“ segir Guðmundur. „Það má leggja minna upp úr dýrum arki- tektúr með mikilli aðstöðusköpun fyr- ir sérfræðinga, sem ráða mestu um allar útfærslur varðandi framkvæmd- irnar. Ennfremur er því ekki að leyna, að við teljum, að það megi byggja ódýr- ara en markaðurinn segir fyrir um í dag. Það byggjum við á því, að við hjá Samtökum aldraðra liggjum undir ákúrum um að pressa niður íbúðar- verð okkar miðað við það sem kallað er „eðlilegt markaðsverð“ í dag. Þörfin er mikil „Staðreyndin er sú, að verð á okkar íbúðum er kostnaðarverð þeirra mið- að við að halda uppi góðum gæða- stuðli og við gætum fyllsta aðhalds varðandi framkvæmdirnar,“ heldur Guðmundur áfram. „Eigendur íbúð- anna eru ánægðir og fjöldi félaga bíð- ur eftir því, að við byggjum meira. Til marks um þörfina má geta þess, að það komu 103 umsóknir um þær 27 íbúðir, sem nú eru í smíðum við Dal- braut 14. Sjálfir teljum við, að það þyrfti að koma upp 120-150 íbúðum á næstu þremur árum til þess að koma til móts við þörfina, svo að vel sé. Það eykur þörfina, að aldraðir í öðrum bæjar- félögum, eins og Hafnarfirði, Sel- tjarnarnesi og Selfossi, hyggjast nú byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn og hafa þeir leitað til okkar um aðstoð og upplýsingar. Meðalaldur fólks í íbúðum okkar er um 83 ár og hann kemur til vegna þarfa aldraðra. Þetta fólk kemst ekki inn á dvalarheimili en þarf að geta verið í húsnæði, þar sem það getur fengið mat og aðra þjónustu. Nú höfum við sótt um lóð hjá Reykjavíkurborg fyrir fjölbýlishús við Sléttuveg í Fossvogi. Í því verða væntanlega 50-70 íbúðir. Það hefur gengið illa að fá afdráttarlaus svör frá borginni varðandi þessa lóð, en von- andi skýrist það á næstu vikum. Þörf- in fyrir fleiri íbúðir fyrir aldraða er brýn samkvæmt framansögðu og fá- ist þessi lóð verður strax hafizt handa um hönnun hússins.“ „Samtökin hafa skilað af sér góðu verki og vonandi enn meiru með tím- anum,“ segir Guðmundur Gunnars- son, formaður Samtaka aldraðra, að lokum. „Til þess að svo megi verða þarf að efla samtökin fjárhagslega, breikka aldursdreifingu félagsmanna og fá fleira fólk til að ganga í sam- tökin. Þótt aldursmörkin séu 50 ár eru nú flestir félagsmenn yfir 70 ára aldri. Meðalaldur núverandi stjórnar er 75 ár og eldist hún hratt þó hress sé. Hér er verk að vinna og það þyrfti að virkja yngra fólk til starfs í Samtök- um aldraðra.“ Ljósmynd/Sveinn G. Jónsson Aflagrandi 40. Þetta fjölbýlishús var byggt á vegum Samtaka aldraðra árið 1990. Í því er 49 íbúðir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 B 31HeimiliFasteignir FASTEIGNA- MARKAÐURINN Einkasöluþóknun – Fjörföld skráning ÞEGAR ÞJÓNUSTA, TRAUST OG REYNSLA SKIPTIR MÁLI Þegar þú ætlar að selja eða kaupa fasteign þá velur þú fasteignasölu þar sem traust, reynsla og vönduð vinnubrögð eru í fyrirrúmi. Þú vilt meiri þjónustu, minni kostnað og góðan árangur. Fasteignasölurnar Ásbyrgi, Bifröst, Fasteignamarkaðurinn og Fasteignamiðlun eru einu fasteignasölurnar á Íslandi sem eru tengdar saman í miðlægum eignagrunni. Það eitt og sér veitir þér meiri þjónustu, minni kostnað og margfaldan árangur. Hjá þessum fasteignasölum fer saman traust, reynsla og vönduð vinnubrögð. Hafðu allt þetta í huga þegar þú velur fasteignasölu til að vinna fyrir þig. Fjórföld skráning en samt í einkasölu MINNI KOSTNAÐUR - MEIRI ÞJÓNUSTA - EIN SKRÁNING - MARGFALDUR ÁRANGUR Vegmúla 2 - Sími 533 3344 Pálmi B. Almarsson, lögg. fastsali bifrost@fasteignasala.is www.fasteignasala.is Óðinsgötu 4 - Sími 570 4500 Jón Guðmundsson, lögg. fast- og skipasali fastmark@fastmark.is www.fastmark.is Síðumúla 11 - Sími 575 8500 Sverrir Kristjánsson, lögg. fastsali brynjar@fasteignamiðlun.is www.fasteignamidlun.is Suðurlandsbraut 54 - Sími 568 2444 Ingileifur Einarsson, lögg. fastsali asbyrgi@asbyrgi.is www.asbyrgi.is Austur-Húnavatnssýnsla - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Eyjólfsstaðir í Vatnsdal, Áshreppi, Austur- Húnavatnssýslu. Jörðin er um það bil fyrir miðjum dalnum vestanverðum, um 12 km frá þjóðvegi 1. Jörðin er til sölu án bústofns, véla og framleiðslurétt- ar og er ásett verð þannig 20 millj. kr. Á jörðinni er íbúðarhús byggt 1915, en þetta er 225 ferm. stein- hús á þremur hæðum auk geymslulofts. „Þetta er virðulegt hús með góðan stíl,“ sagði Magn- ús Leópoldsson hjá Fasteigna- miðstöðinni. Á jörðinni er ennfremur fjós, sem er steinhús með áburðar- kjallara. Það er með 22 básum og innréttað með brautarkerfi. Geldneyta- og hesthús var byggt 1949 en innréttað 1997. Hlaða er steinhús klætt með bárujárni. Fjárhúsið er 55 ferm. og byggt úr steini. Ennfremur er steinsteypt véla- og verkfæra- geymsla, sem er 73 ferm. Ræktað land er um það bil 26 hektarar og gott til heyskapar auk rennisléttra engja, sem eru um það bil 19 hektarar. „Veiðitekjur af Vatnsdalsá eru 260.000–270.000 kr. á ári og þarna er bæði rjúpna- og gæsa- veiði,“ sagði Magnús Leópolds- son að lokum. „Einnig er jörðin heppileg til skógræktar og fyrir sumarbústaði.“ Á jörðinni er 225 ferm. íbúðarhús á þremur hæðum auk geymslulofts. Jörðin er til sölu án bústofns, véla og framleiðsluréttar og er ásett verð þannig 20 millj. kr., en jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Eyjólfsstaðir Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.