Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 11 ALBERT Karl Sand- ers, fyrrverandi bæj- arstjóri Njarðvíkur, er látinn, 74 ára að aldri. Albert Karl fæddist á Ísafirði 20. mars 1929. Foreldrar hans voru Karl Sanders, stýrimaður í Noregi, og Jónína Alberts- dóttir á Ísafirði. Al- bert Karl nam raf- virkjun við Iðnskóla Ísafjarðar og lauk sveinsprófi 1951. Hann starfaði í nokk- ur ár á Rafmagnsverkstæðinu Neista og hjá Ísfirðingi hf. og Togarafélag- inu á árunum 1953–1963. Albert Karl starfaði hjá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli á árunum 1964–1974. Hann var bæjarstjóri í Njarðvík 1974–1986 og var veitustjóri hjá Varnarliðinu frá 1986. Hann var formaður skíðaráðs Ísa- fjarðar í nokkur ár og var einnig for- maður Knattspyrnufélags Ísafjarðar um skeið. Albert Karl var formaður Sjálfstæðisfélagsins á Ísafirði á árun- um 1953–1958 og bæjarfulltrúi á Ísa- firði 1954–1962. Hann var formaður Rafiðnaðarfélags Suður- nesja 1969–1974 og átti sæti í stjórn Rafiðnaðar- sambands Íslands 1969– 1976. Albert Karl starfaði einnig mikið innan Sjálf- stæðisflokksins og var um árabil formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Njarðvík og vara- formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna á Reykjanesi. Albert átti sæti í stjórn sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs og var formaður stjórnar Heilsugæslustöðvar Suð- urnesja á árunum 1974–1984. Hann stóð að stofnun Hitaveitu Suðurnesja og átti sæti í stjórn fyrirtækisins og var formaður stjórnar um skeið. Hann átti einnig sæti í stjórnum fjöl- margra annarra stofnana, m.a. í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum, Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, Landssambands sjúkrahúsa, Brunavarna Suðurnesja, Landshafnar Keflavíkur og Njarðvík- ur og í stjórn Vinnueftirlits ríkisins. Eftirlifandi kona Alberts Karls er Sigríður Friðbertsdóttir Sanders. Þau eignuðust sex börn. Andlát ALBERT KARL SANDERS ATHYGLI hefur vakið hversu stórir stærstu sjóbirtingar þess- ara fyrstu veiðidaga hafa verið. Að minnsta kosti þrír um og rúmlega 90 sentímetra langir birtingar hafa veiðst, einn í Tungulæk og tveir í Tungufljóti. Öllum var sleppt lifandi. Birtingar af þessari lengd eru um eða yfir 20 punda fiskar í fullum holdum að hausti, en um- ræddir fiskar voru metnir og skráðir 16 til 19 pund í veiðibæk- ur. Einn 15 pund Þá er kominn einn metinn 15 punda af rúmlega 70 fiskum veiddum úr Vatnamótunum að sögn Ragnar Johansens, leigu- taka svæðisins. Í Tungufljóti veiddust og „margir 10 til 14 punda“, allt að 10 punda í Geir- landsá og 10 og 12 punda fiskar auk þess 15 punda í Vatnamót- um. Nokkuð ósamræmi er í hversu langt hrygningarfiskur- inn er kominn niður úr vatna- kerfunum. Þannig kom á óvart að allur afli í opnun Tungufljóts veiddist neðst í ánni, en í vor- veiði áður hafa menn gjarnan verið að fá afla uppi í á í byrjun maí. Þá er „mest geldfiskur enn og bara stórir fiskar á stangli“ í Vatnamótum eins og Ragnar leigutaki sagði og fannst þar með líklegt að stærri fiskurinn væri enn uppi í Geirlandsá, Fossálum og Hörgsá. Einn stór úr Minnivallalæk Enskur blaðamaður að nafni John Beer veiddi 9 til 10 punda urriðahæng, alls 72 sentímetra langan á örsmáa gráa púpu í Húsabreiðu í Minnivallalæk á þriðjudaginn og er það stærsti fiskurinn úr ánni það sem af er. Nokkrir 5 til 6 punda hafa veiðst, en enginn smár af einhverjum tuttugu fiskum sem veiðst hafa. Morgunblaðið/Golli Flugunni kastað með tilþrifum við Vífilsstaðavatn í Garðabæ. Óvenjustórir vorbirtingar ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HARÐAR deilur risu í dómsal í gær milli verjanda og ákæruvaldsins í hinu svokallaða stóra málverkaföls- unarmáli, þegar vitnaleiðslur stóðu sem hæst. Búið var að yfirheyra 15 vitni, flest málverkakaupendur, sem töldu sig hafa orðið fórnarlömb blekk- inga ákærðu, þegar sextánda vitnið, dóttir Jóns Stefánssonar listmálara, kom fyrir dóm. Sýndi Jón H. Snorra- son saksóknari vitninu meint falsmál- verk eignuð hinum látna meistara og spurði vitnið út í þau, m.a. hvort vitnið hefði séð þau. Svaraði vitnið því neit- andi og spurði saksóknari þá hvort vitnið teldi umrædd verk vera eftir Jón Stefánsson. Þessum spurningum var harðlega mótmælt af Sigríði Rut Júlíusdóttur hdl., verjanda ákærða, Péturs Þórs Gunnarssonar. Rök hennar voru þau að saksóknari væri kominn út fyrir sakarefnið og farinn að leita eftir skoðununum vitnisins þvert á ákvæði 59. grein laga um með- ferð opinberra mála. Pétur Guðgeirs- son dómsformaður samþykkti mót- mælin og bannaði saksóknara að spyrja vitnið með þessum hætti. Jón H. Snorrason varði rétt sinn til spurninganna með vísun til náinna tengsla vitnisins við Jón Stefánsson. Sagði hann ennfremur að þekking þessa tiltekna vitnis hefði skipt máli í dómi Hæstaréttar frá nóvember 1999 í fyrra málverkafölsunarmálinu, en þá var Pétur Þór dæmdur í hálfs árs fangelsi. Þegar hér var komið sögu gerði dómsformaður hlé á þinghaldinu og yfirgaf dómsal á meðan hann íhugaði þessi rök í samráði við meðdómendur sína. Féllst hann á rök saksóknara og gaf honum leyfi til að spyrja vitnið sem fyrr, á þeim forsendum að sér- staklega stæði á. Verjandinn mót- mælti þessari ákvörðun og krafðist dómsúrskurðar, sem tafarlaust yrði kærður til Hæstaréttar. Ágreiningur- inn var ekki tekinn til úrskurðar á staðnum heldur ákveðið að geyma ít- arlegri yfirheyrslur yfir vitninu. Í framburði sínum sagði Jónas Freydal Þorsteinsson, aðspurður af verjanda sínum að lögreglurannsókn- in á málinu, svo og fréttaflutningur af því hefðu haft umtalsverð áhrif á líf sitt og æra hans beðið henkki. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag, föstudag, þar sem fleiri vitni í málinu verða leidd fram. Umdeildar vitnaleiðslur SAMNINGAFUNDI EFTA- ríkjanna þriggja, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambands- ins sem vera átti í dag hefur verið frestað fram til fimmtudagsins 10. apríl. Er frestunin að ósk samninga- nefndar ESB sem telur sig þurfa að ræða málin betur við nýju aðildarrík- in. Ráðuneytisstjóri íslenska utanrík- isráðuneytisins segir ekki vera ástæðu til þess túlka frestunina á verri veg. Samningaviðræður um að- lögun EES-samningsins að stækkun ESB séu að vísu enn í járnum og ekkert fast í hendi, en að því er snerti samninga um fjárframlög séu menn þó komnir langt frá upphaflegum hugmyndum ESB. Þreföldun fram- laga ásamt með aukaframlagi frá Norðmönnum sé mun nær því að vera umræðugrundvöllurinn nú en þrítugföldun framlagannna eins og ESB hafi lagt upp með. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir ekki ástæðu til þess að túlka frestunina sem sérstök ógæfutíðindi. „Það sem er aftur á móti dálítið hættulegt er að þetta minnkar lík- urnar á því að við getum haft form- lega undirritun á tilsettum tíma. Það verður að minnsta kosti dálítið tæpt og líklega frekar snúið að hafa texta tilbúinn til undirritunar í Aþenu 16. apríl. Ef til vill er mögulegt að vera með undirritun á einhverju lægra plani á öðrum tíma en ná samt þess- ari fullgildingarlest, ef svo má kom- ast að orði, þ.e. að þetta fylgi með í fullgildingarpakkanum vegna stækkunar Evrópusambandsins. En ég tek fram að það liggur ekki enn al- veg fyrir hverju er enn hægt að ná í þessum efnum.“ Spurður um ástæðu frestunarinn- ar segir Gunnar Snorri að Evrópu- sambandið hafi fengið bakþanka og ekki talið sig vera í stakk búið til þess að efna til fundarins sem vera átti í dag, m.a. vegna þess að samninga- nefnd ESB hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki haft nýju umsóknarríkin nægjanlega vel með í ráðum og eigi eftir að ræða málin betur við þau öll. Spurður hvort þessir bakþankar ESB nú tengist kröfum aðildarlanda við Eystrasalt, eins og t.d. Póllands, um áframhaldandi tollfrjálsan inn- flutning á fiski frá Noregi og Íslandi segir Gunnar Snorri það ekki nauð- synlega þurfa að vera svo. „Ég geri þó ráð fyrir að það kunni að vera ein af ástæðunum. Alla jafna hefur okk- ar sýnst afstaða t.d. Pólverja vera sú að þeir vilji gjarna meira fé frá EFTA-ríkjunum þremur en þeir eru jafnframt opnir fyrir möguleikanum á áframhaldandi fríverslun með fisk, eins og raunar hefur komið fram.“ Gunnar Snorri segir fyrirstöðuna í því efni miklu frekar vera af hálfu embættismanna framkvæmda- stjórnarinnar og meðal ákveðinna afla í núverandi aðildarríkjum ESB, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, eins og t.d. Írland, Holland og Dan- mörk sem séu frekar viðkvæm fyrir breytingum á verslun með fisk eins og t.d. síld. Kröfur EFTA og aðildarlandanna keimlíkar Gunnar Snorri segir að íslenska samninganefndin hafi lagt mikla áherslu á að komast hjá innflutnings- kvóta vegna inngöngu nýju aðildar- ríkjanna: „Þegar litið er á innflutn- ingstölur til ríkjanna í Austur-Evrópu er mjög áberandi skörp uppsveifla síðustu tvö árin. Þannig var útflutningur þangað í fyrra miklu, miklu meiri en árið 1999. Það er því ljóst að þessir mark- aðir eru að taka við sér og það er mjög erfitt að semja um og fá inn- flutningskvóta sem endurspegla þetta.“ Norska blaðið Nationen hefur eft- ir Vaiodotas Amonas, fulltrúa í við- ræðunefnd Litháens, að þrjár samn- ingstillögur hafi verið lagðar fram, ein frá ESB, ein frá EFTA-ríkjunum þremur og ein frá nýju aðildarlönd- unum. „Í grundvallaratriðum eru til- lögur EFTA-landanna og nýju aðild- arlandanna eins. Bæði við og EFTA-ríkin vilja áframhaldandi frí- verslun með fisktegundir eins og síld og makríl í stækkuðu Evrópusam- bandi.“ Viðræður enn í járnum Lokasamningafundi EFTA-ríkjanna og ESB frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.