Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Árni Friðriksson kemur í dag. Mána- foss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arklow Day og Green Artic koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13– 16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin versl- unin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, gifs o.fl., kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, kl. 14 brids og almenn spilamennska. Kl.14 verður tískusýning, kynnt verður vortísk- an frá tískuverslun Hrafnhildar, og herrafataversluninni Adam nemendur og gestir stöðvarinnar sýna, stjórnandi Unn- ur Arngrímsdóttir, listastofan verður lok- uð eftir hádegið af þessum sökum. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara.Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á föstudögum kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „op- ið hús“spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30 Glerbræðsla, kl. 14 spænska. Ath. fé- lagsvistinni sem vera átti í Garðabergi í dag er frestað. Nánar auglýst síðar. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Pútt og brids kl 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 kl. 12.20 þáttur um málefni aldraðra. Gerðuberg, fé- lagsstarf, Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 14 kóræfing, kl. 20 dansleikur, hús- ið opnað kl. 19.30. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 9.15 vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist- arhópur, kl. 10 ganga. Kl. 14–15 söngur, Gleðigjafarnir syngja. Hraunbær 105. Kl. 9 bað, handavinna, út- skurður, fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 verður spilað páskabingó. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 13 tréskurður, kl. 9– 17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15– 14.30 handavinna, kl. 10–11 kántrídans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 Sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morgunstund, kl. leik- fimi og 10 fótaðgerð, kl. 12. 30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugard. Félag einhleypra. Fundur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, ganga mánu- og fimmtud. Ungt fólk með ung- ana sína. Hitt húsið býður ungum for- eldrum með börnin sín á fimmtud. kl.13– 15 á Loftinu í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Frá Félagi kennara á eftirlaunum. Skemmtifundur í Húnabúð, Skeifunni 11, laugard. 5. apríl kl. 13.30. Félagsvist, veislukaffi. Kvenfélagið Heima- ey. Hátíðafundur í Skíðaskálanum 7. apr- íl. þátttaka tilkynnist í síma 586 2174 Gyða eða síma 552 1153, Sirrý. Framsóknarfélagið í Mosfellsbæ, félagsvist kl. 20.30 í kvöld í Framsóknarsalnum Háholti 14, 2. hæð. Í dag er föstudagur 4. apríl, 94. dagur ársins 2003, Ambrósíus- messa. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jóh. 15, 17.)     Páll H. Hannesson,starfsmaður BSRB, skrifaði grein hér í blað- ið 11. marz sl. undir fyr- irsögninni „Kranavatnið í boði kóka-kóla?“ Þar segir m.a.: „Ríkisstjórnin hefur enn á ný lagt fram frumvarp um vatnsveitur sveitarfélaga þar sem þeim er í sjálfsvald sett að hlutafélagavæða vatnsveitur landsins. Í umsögn BSRB um laga- frumvarpið er andstaða samtakanna við hluta- félagavæðingu ítrekuð og bent á að Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið skilgreint vatn sem grunnmannréttindi og að ekki beri að líta á það sem verslunarvöru.“ Páll segir ennfremur: „Í dag eru vatnsveitur skylduverkefni sveitarfé- laga. Einkafyrirtæki í vatnsiðnaði sem rekin eru í gróðaskyni hafa að- eins skyldum að gegna við hluthafa. Það er kominn tími til að stjórn- völd setji almannahags- muni í fyrirrúm í stað þess að ráfa eftir blind- götum markaðs- hyggjunnar.“     Það er engu líkara enleiðarahöfundur brezka tímaritsins The Economist 22. marz hafi ekki lesið grein Páls, a.m.k. er hann á allt ann- arri skoðun og telur að einkavæðing vatnsveitna, ekki sízt í þriðja heim- inum, sé af hinu góða. Blaðið bendir á að víða um heim hafi opinberar vatnsveitur brugðizt fá- tækum viðskiptavinum sínum. Stjórn þeirra sé spillt, þær séu óskilvirk- ar og skorti fé til fjár- festinga. Oft komist vatnið ekki á leiðarenda vegna leka, eða þá að það endi bara hjá ríka fólkinu en fátæka fólkið þurfi að borga vatns- berum háar fjárhæðir til að fá vatn. Vitnar blaðið m.a. til nýlegrar rannsóknar, sem sýnir að einkavæð- ing vatnsveitna í Argent- ínu hafi aukið gæði vatns, bætt aðgang al- mennings að hreinu vatni og þannig dregið úr ungbarnadauða.     Efasemdamenn ættu aðminnast þess að eitt ríkt land hefur haft einkavædda vatnsveitu öldum saman. Það eru ekki Bandaríki hins frjálsa markaðar, heldur Frakkland ríkislausn- anna. Raunar eru tvö stærstu einkareknu vatnsfyrirtæki heims frönsk,“ segir The Economist. „Jafnathygl- isvert er að þeir, sem fjandskapast við einka- væðingu vatnsveitna, koma flestir frá ríkum löndum. Mörg fátæk lönd fagna henni; þau hafa miklu meiri áhyggjur af því hvort yfirleitt kemur vatn úr krananum en hvort það kemur frá op- inberum eða einkaað- ilum. Eins og Deng Xiaoping sagði eitt sinn: Það skiptir ekki máli hvort köttur er svartur eða hvítur, svo lengi sem hann veiðir mýs.“ STAKSTEINAR Eru einkavæddar vatns- veitur vondar? Víkverji skrifar... MARGT breytist í henni veröld.Nú les Víkverji að Staðarskáli og Brúarskáli í Hrútafirði hafi sam- einazt, undir merkjum Staðarskála. Víkverji getur ekki annað en glaðzt yfir þessu, því að hann og hans fjöl- skylda héldu alltaf með Staðarskála í gamla daga, þegar þessir tveir án- ingarstaðir í Hrútafirði voru með vissum hætti fulltrúar stríðandi fylkinga í viðskiptalífinu. Einka- framtaksfólk áði í Staðarskála, sem var í einkaeigu, samvinnufólk í Brú- arskála, sem var á vegum Kaup- félags Hrútfirðinga. Þannig brunuðu íhaldsmenn framhjá Brú- arskála þegar komið var ofan af Holtavörðuheiðinni, jafnvel þótt öll fjölskyldan væri komin í spreng, en framsóknarmenn á leiðinni suður óku Hrútafjörðinn á sprungnu dekki fremur en að stoppa í Stað- arskála. x x x MORGUNBLAÐIÐ hefur stutteinkaframtakið í meira en 90 ár og það var ekki alltaf vel séð hjá samvinnumönnum. Það er ekki lengra síðan en á níunda áratug síð- ustu aldar, að Víkverji kom í Kaup- félag Skagfirðinga í Varmahlíð og bað um Morgunblaðið, en fékk þau svör að sá snepill væri ekki seldur þar. Hann gæti hins vegar fengið Tímann. Eftir þetta kom Víkverji við í Varmahlíð á báðum leiðum í hvert einasta skipti sem hann fór norður í land og bað um Morg- unblaðið. Ekki veit Víkverji hvort þessar fyrirspurnir hans höfðu ein- hver áhrif á það að eftir nokkur ár byrjaði Kaupfélagið að selja Morg- unblaðið. Kannski byrjaði það ekki fyrr en hætt var að gefa út Tímann. x x x VÍKVERJI kann sögu af því þeg-ar Heimdellingar úr Reykjavík fóru í rútuferðalag um Suðurland. Stanzað var á Hellu og einn stutt- buxnadrengurinn ætlaði að fara að kaupa sér eitthvað í svanginn, stefn- ir á næstu verzlun en rekur í roga- stanz þegar hann sér að hún er merkt Kaupfélaginu Þór. Heimdell- ingurinn horfir á skiltið og fer með einhverjar formælingar, en verður þá var við að hönd er lögð á öxl hon- um. Þar er kominn heimamaður á efri árum, sem segir hughreystandi: „Þér er óhætt að verzla hér, vinur, þetta er sjálfstæðiskaupfélag.“ Ing- ólfur Jónsson, lengi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, stofnaði Kaupfélagið Þór árið 1935. Nú er það reyndar liðið undir lok eins og svo mörg önnur kaupfélög. „Sjálfstæðiskaupfélagið“ Þór á Hellu á meðan það var og hét. ÞAKKA ber góða fræðslu- þætti sem hafa verið í sjón- varpinu það sem af er vetri, en hvernig væri nú að við fengjum að sjá aftur þáttinn „Þjóð í hlekkjum hugarfars- ins“ eftir Baldur Her- mannsson, það væri góð við- bót við þáttinn „20. öldin“ sem var jú að mestu úr bæj- arlífinu. Einnig var hér fyrir nokkrum árum sýndur frá- bær þáttur, „Krossferðirn- ar“, sem tímabært væri að sýna nú í viðsjárverðum heimi. Vinsamlega með fyrir- fram þakklæti. Sjónvarpsáhugamaður. Hlaupabóluáburður ÉG las í Morgunblaðinu laugardaginn 29. mars sl. að allur hlaupabóluáburður væri uppurinn vegna mikils faraldurs hlaupabólunnar. Ég veit alveg hvað það er að vera með veikt barn sem getur ekki borið af sér vegna vanlíðunar og kláða. Mig langar til að benda á krem sem Volare framleiðir, en það heitir Forte, og hefur verið notað með frábærum árangri á hlaupabólu, of- næmi og hvers kyns vanlíð- an en það róar og kælir. Lesandi. Ég hrópa ÉG er ein þeirra sem einatt hrópa „Þjóðgarð, ekki Kárahnjúkavirkjun“. Núna hrópa ég líka „Ekkert blóð fyrir olíu“. Samt er það ekki vegna ofreynslu við þessi og önnur ámóta hróp, sem hjarta mitt skelfist og verkj- ar, eins og trampað hafi ver- ið á því, heldur vegna verka óbilgjarnra og vondra ráða- manna. Bush-stjórnin var frá byrjun staðráðin í að beita hervaldi og hunsaði þar af leiðandi öll góð ráð. Á sama hátt er það með ráðamenn okkar lands hvað snertir Kárahnjúkavirkjun. Stað- reyndum er sópað undir mottu og anað út í mestu og áhættusömustu eyðilegg- ingu Íslandssögunnar. Miskunnarlaust eru mik- ilfenglegustu gljúfur lands- ins, Dimmugljúfur, tætt nið- ur, á sama frumstæða hátt og viðhafður var þegar tal- ibanarnir skemmdu Búdda- líkneskin. Gjörðir þeirra, eins og ráðamanna hérlend- is, eru samviskulaus og óþarfur eyðileggingarhern- aður gegn ómetanlegum dýrgripum þjóða sinna, sem þeir þar með brjóta á, í nútíð og um framtíð. Í bernsku var mér kennt að meta hið fagra, sanna, göfga og góða. Hvað hafa ungmennin fyrir augunum í dag og hvernig geta þau eignast von um bjarta framtíð? Er hún kannski fólgin í því að bræða hráál til stríðsvopna sem limlesta og myrða lítil börn fyrir olíu? Frá sjúkraliða. Okurverð ÉG fór á veitingastaðinn Pítuna í Skipholti á laugar- daginn sl. og blöskrar mér að píta með kjúklingabringu án meðlætis skuli kosta 820 kr. Þvílíkt okur! Þar sem kjúklingur er nú á svo góðu verði í dag, þá finnst mér þetta ekki hægt. Ég er sammála því sem Víkverji sagði 31. mars, að nú sé kominn tími á að veit- ingastaðir fari að endur- skoða verðið á kjúklingi á matseðli sínum! Anna Sig. Hver tók upp myndina? NÝLEGA var sýnd mynd í sjónvarpinu um taílenskar stúlkur sem giftust íslensk- um strákum. Ég ætlaði að sjá þessa mynd en missti af henni. Ef einhver hefur tek- ið þessa mynd upp á spólu vinsamlega hafið samband við Gunnlaug í síma 698 9910. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Góðir fræðsluþættir Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 mikill snjór, 8 hreinar, 9 kliður, 10 fara til fiskj- ar, 11 lúra, 13 glæsileiki, 15 kút, 18 rithöfundur, 21 títt, 22 ófullkomið, 23 eldstæði, 24 skipshlið. LÓÐRÉTT 2 mánuður, 3 gabba, 4 lýkur, 5 farsæld, 6 bak- hluti, 7 hugboð, 12 þreyta, 14 tré, 15 amboð, 16 grámóða, 17 bogin, 18 framendi, 19 héldu, 20 látni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 áfall, 4 frost, 7 andóf, 8 úlfúð, 9 nær, 11 inni, 13 enda, 14 látún, 15 spöl, 17 nekt, 20 ári, 22 rílum, 23 lukka, 24 kamar, 25 tunga. Lóðrétt: 1 ávani, 2 aldin, 3 Lofn, 4 frúr, 5 orfin, 6 tuðra, 10 æstur, 12 ill, 13 enn, 15 sprek, 16 öflum, 18 eikin, 19 trana, 20 ámur, 21 illt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.