Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 25 DAGNÝ Linda Krist- jándsóttir skíðakona kom heim til Ak- ureyrar í vikunni eftir að hafa verið við æfingar og keppni víða í Evrópu undanfarna þrjá mánuði. Dagnýju Lindu var vel fagnað við heimkomuna en vinir, ættingjar og ungir skíðakrakkar tóku á móti henni á Akureyrarflugvelli. Þessi snjalla skíða- kona er mætt til að taka þátt í Skíðamóti Íslands, sem að þessu sinni fer fram á heimavelli hennar – í Hlíðarfjalli 11.–13. apríl. Dagný Linda varð þrefaldur Ís- landsmeistari á landsmótinu sem fram fór í Böggvisstaðafjalli á Dal- vík fyrir um ári en þar sigraði hún í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Hún hefur því titla að verja en sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ætla að gera sitt besta. „Ég hef ekkert farið á skíði hér heima í vetur og að- stæðurnar í Hlíðarfjalli eru aðeins öðruvísi en maður á að venjast og það getur því allt gerst. Ég ætla hins vegar ekkert að gefa eftir og stefni hátt.“ Dagný Linda hefur lagt mun minni áherslu á svig en aðrar grein- ar og hún sagði það því hafa verið sérstaklega gaman að vinna svigið á landsmótinu í fyrra. „Ég átti alls ekki von á því að vinna svigið og það verður spennandi að sjá hvernig mér tekst til að þessu sinni.“ Dagný Linda hefur verið meira og minna erlendis við æfingar og keppni frá því í ágúst í fyrra en hún var í 10 daga fríi hér heima um jólin. Frá því að keppnistímabilið hófst í nóvember hefur Dagný Linda keppt á 50 mótum á 22 stöðum í 8 Evr- ópulöndum, Austuríki, Sviss, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Slóveníu, Svíþjóð og Noregi. Dagný Linda lauk keppnisferðinni í Noregi sl. mánudag, þar sem hún vann tvö risasvigsmót sama daginn. Hún sagðist mjög ánægð með árang- urinn í vetur en hún hefur bætt sig mikið í bruni og risasvigi. Punkta- staðan í stórsvigi og svigi er hins vegar svipuð og í fyrra. Dagný Linda keppti á heims- meistaramótinu í alpagreinum í St. Moritz í Sviss í byrjun febrúar og náði þar ágætum árangri. „Ég hafði sett mér það markmið að verða í hópi þeirra 30 efstu á mótinu. Ég hafnaði í 27. sæti í risasvigi, 32. sæti í bruni og í 19. sæti í samanlagðri keppni í svigi og bruni og er bara ánægð með árangurinn.“ Dagný Linda hefur sett sér enn frekari markmið fyrir komandi ár. Hún stefnir að þátttöku í Evrópubik- arnum á næsta ári og jafnvel Heims- bikarnum. Auk þess stefnir hún að því að keppa fyrir Íslands hönd á HM 2005 og á Ólympíuleikunum 2006. „Ég er því ekkert að hætta al- veg strax.“ Dagný Linda mætt til þátttöku á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli Dagný Lindu Kristjánsdóttur skíðakonu var vel fagnað við komuna til Akureyrar. Hefur keppt á um 50 mótum í 8 löndum síðustu mánuði Morgunblaðið/Kristján Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosn- ingaskrifstofu sína í Kaupangi við Mýrarveg í dag, föstudaginn 4. apríl, og verður opið frá kl. 17 til 19. Boðið verður upp á léttar veitingar. Í DAG Aðalfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi verður haldinn í Ljósvetningabúð, Köldukinn, laug- ardaginn 5. apríl kl. 13.30. Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa flytur Brynjar Skúlason skógfræðingur erindi um arðsemi skógræktar og Valgerður Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Norður- landsskóga, kynnir starfsemi verk- efnisins. Pétur Pétursson heilsugæslu- læknir er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyfingunni-grænu framboði á Akureyri á morgun, 5. apríl. Erindi Péturs á fundinum ber titilinn „Heilsugæsla í kreppu“. Fundurinn hefst kl. 11 í kosninga- miðstöðinni í Hafnarstræti 94. Á MORGUN UM 10% fleiri farþegar hafa ferðast með Flugfélagi Íslands á flugleiðinni Akureyri–Reykjavík á fyrstu þrem- ur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Jón Karl Ólafsson framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands sagði að farþegum félagsins hefði fækkað nokkuð á síðustu tveimur árum, en í lok síðasta árs hafi menn tekið eftir jákvæðum breytingum og farþegum tekið að fjölga á ný. Jón Karl sagði að aukning hefði einnig orðið á leið- inni til Ísafjarðar, um 10–12% á fyrstu þremur mánuðum ársins mið- að við sama tímabili á liðnu ári og hið sama gilti um Egilsstaði. Raunar hefði farþegum fjölgað um allt að 18% ef aðeins séu skoðaðar tölur fyr- ir marsmánuð. „Það er greinilegt að það er að lifna vel yfir mannlífinu fyrir austan og við gerum ráð fyrir að farþegum á þeirri leið muni fjölga verulega á næstu mánuðum,“ sagði Jón Karl. Af þessum sökum verðum ferðatíðni í komandi sumaráætlun meiri en verið hefur og gildir það um alla áðurnefnda áfangastaði. Þó svo að snjóleysi hafi sett strik í reikninginn hjá skíðafólki sagði Jón Karl að ferðafólk sem væri að skjót- ast í helgarferðir norður hefði mikið verið á ferðinni. Mikið hefði verið um fundi og ráðstefnur að undanförnu og þá kæmi fólk af höfuðborgar- svæðinu í auknum mæli í árshátíð- arferðir til Akureyrar. Jón Karl sagði að umsvif kringum Háskólann á Akureyri hefði einnig sitt að segja og eins umsvif kringum viðskiptalíf- ið, en hann áætlaði að um 25–30% farþeganna ferðuðust á milli Reykja- víkur og Akureyrar í tengslum við viðskiptalífið eða háskólann. Jón Karl sagði að með aukinni net- notkun væri fólk farið að átta sig á að flug væri hagkvæmur kostur, en ávallt væru í boði netfargjöld sem kostuðu á bilinu 4.500 til 6.000 krón- ur, en áætla mætti að útlagður kostnaður við akstur einkabíls milli staðanna tveggja væri um 25 þúsund krónur. Um 150 þúsund farþegar ferðast með félaginu á flugleiðinni milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur árlega. „Við erum nokkuð brött, þetta er allt á uppleið og mér sýnist sem sam- dráttarskeiðinu sem staðið hefur síð- ustu tvö ár sé lokið,“ sagði Jón Karl. Farþegum Flugfélags Íslands fjölgar frá áramótum Um 10–18% aukning farþega www.islandia.is/~heilsuhorn Garlic Fyrir hjartað og æðakerfið PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Jólahúsið í Kópavogi Smiðjuvegi 23a • sími 568 8181 • www.jolahusid.com Rýmingarsala 40% afsláttur á vörum frá Williray studio Lóð - Vöruhús – Til sölu Nú er til sölu atvinnuhúsnæði á góðum stað á Oddeyri Húsið er staðsett við Laufásgötu á Akur- eyri. Grunnflötur hússins er um 360 fm. Lofthæð er góð, tvennar innkeyrsludyr eru á austurstafni hússins. Geymsluloft er yfir öllu húsinu, hluti þess er steyptur en hluti úr timbri. Eigninni fylgir stór lóð sem býður upp á mikla möguleika. Tilboð óskast Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni Byggð (Björn), s. 462 1744 og 462 1820, s. 897 7832 (Björn), fax 462 7746. Ný sending  Kápur  Jakkar  Hörfatnaður  Bolir  Jakkapeysur  Buxur  Samkvæmisfatnaður Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin. Laugardagskaffi í Valhöll Fylgist með næstu fundum á xd.is Allir velkomnir Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opna spjallfundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardags- morgnum fram að kosningum. Annar fundurinn verður á morgun, laugardaginn 8. mars, kl. 11.00. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Sími 515 1700 Upplýsinga- og fræðslunefnd Þriðji fundur verður á morgun, laugardaginn 15. mars, kl. 11 00. Gestur fundarins verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Ásta Möller, alþingismaður Dagný Halldórsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Gestir á morgun klukkan 11.00 verða Ásta Guðfinna Dagný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.