Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 29 YURI Bobrov, prófessor ííkonafræðum við Listaaka-demíuna í St. Pétursborg,er staddur hér á landi um þessar mundir og heldur hér nám- skeið um fræði sín í samvinnu við Endurmenntun og guðfræðideild Há- skóla Íslands og tekur þátt í málþingi á vegum sömu aðila í Skálholtsskóla í dag. Námskeiðið hófst á þriðjudags- kvöld og stendur til 15. apríl, og með- al þess sem Yuri Bobrov talar um þar í sjö fyrirlestrum er íkonahefð aust- urkirkjunnar, íkonamyndir af Jesú Kristi, Maríu guðsmóður og dýr- lingum; íkonamyndir út af efni guð- spjallanna og loks talar hann um íkona og rússneskar helgisagnir. Bobrov segir að kjarna þess sem hann fjallar um á námskeiðinu verði einnig að finna í erindi hans á mál- þinginu. „Þar tala ég um rússneskar íkonamyndir af dómsdegi, með ormi. Þetta er mjög áhugavert efni, ekki síst vegna þess að við Pétur Pét- ursson guðfræðingur komumst að því að það er ýmislegt líkt með íslenskum og rússneskum þjóðsagnaarfi hvað dómsdagsímyndir snertir. Kristin hugmyndafræði skarast við heiðna og í hugmyndunum um alheiminn, ekki síst í því er snýr að syndinni, refsingu og ímynd manna um paradís og hel- víti og hvernig á að forðast helvíti og hljóta paradísarvist fyrir augliti Krists og Maríu meyjar. Þetta er mjög áhugavert viðfangsefni og mér hefur þótt áhugavert að vinna að því; – þessa rannsókn gerði ég sér- staklega fyrir komu mína hingað.“ Vinsældir íkona hafa verið miklar á Vesturlöndum síðustu ár, og þá er hægt að kaupa í verslunum sem selja skraut- og listmuni. En er það skil- greiningin á íkoni? - Hvað er hann? „Þetta er nú erfið spurning. Ég get sagt þér það að þegar ég kom fyrst hingað fyrir tveimur árum, og var með námskeið í Skálholti fyrir þá sem vildu læra að mála íkona, varð ég al- veg undrandi á áhuga ykkar Íslend- inga á íkonum. Það hefur verið sér- staklega ánægjulegt fyrir mig að finna þennan mikla áhuga hér. En það má segja að einfaldasta skýringin á því hvað íkon sé, sé að segja að hann sé gluggi að guðlegum heimi. En hvað þýðir það? Frá einu sjónarhorni má líka kalla hann listform, en frá öðru er hann guðfræðilegt hugtak – og þó ekki bara hugtak, það væri of mikil einföldun að segja það. Íkon er mynd af ósýnilegum og óskilvitlegum heimi. Í upphafi kristni var sagt að íkon þyrfti vera fulltrúi guðlegra heima í veraldlegum heimi. Íkona- málarar vita að íkonar hafa alltaf táknræna merkingu, – íkoninn býr því alltaf yfir innra táknmáli. Ég vona að þetta varpi einhverju ljósi á það sem þú spurðir um.“ Rembrandt og íkonahefðin Youri Bobrov segir að almennt sé talað um tvær megingreinar íkona, vestrænu hefðina og svo hefðina sem hefir þróast innan rétttrúnaðarkirkj- unnar. „Þessir straumar voru eitt fyrir elleftu öld, en fóru að greinast eftir það. Vestræni íkoninn þróaðist í að að verða þessi mynd, sem allir þekkja, vegna þess að áherslur þeim megin voru að skapa ímynd raun- veruleikans í málverki. Í rétttrún- aðarhefðinni á býsanstímanum og rússnesku miðöldunum var hug- myndin um listina sem gátt að hinu guðdómlega miklu sterkari, og tákn- mál íkonanna var alla tíð miklu marg- ræðara og rótgrónara í þeirri hefð, al- veg upp að síðari hluta 17. aldar. Áhrifa Péturs mikla á umbætur í vestræna átt í ýmsum málum, fór líka að gæta í íkonahefðinni, og á átjándu öld fór rétttrúnaðaríkoninn aftur að líkjast vestræna mynd-íkoninum. Svo er hægt að finna fleiri greinar innan þessara meginstrauma sem byggjast meðal annars á þjóðlegum hefðum, og innan rétttrúnaðaríkonsins er til dæmis talað um balkönsk stílbrigði, búlgörsk, serbnesk, makedónísk, grísk, rússnesk, armensk, grúsísk og þar fram eftir götunum. Á þessu stigi er mismunurinn milli íkonagerðar kannski ekki svo mikill, en byggist frekar á þessum þjóðlega mun. En þegar við tölum um vestræna íkona- hefð, þá sjáum við hana birtast víðar, – til dæmis í málverkum málara á borð við Rembrandt og því hvernig hann túlkar Krist. Þar sjáum við sömu líkamsstellingar, sömu auka- persónur og margt fleira, á mjög svipaðan hátt og sama viðfangsefni er lýst í íkonunum frá því snemma á miðöldum. Hefðin virðist því ekki rofna, heldur taka á sig ýmsar aðrar myndir.“ Í dag er enn verið að mála íkona, og segir Yuri Bobrov það einfaldlega vegna þess að kristnin lifir, og í rétt- trúnaðarkirkjunni gegnir íkoninn enn mikilvægu hlutverki í helgisiðum og bænagjörð. Hér á Vesturlöndum eru tengsl hans við nútímalist hins vegar að verða æ sterkari, þar sem áhrifa hans gætir víða. Yuri Bobrov nefnir sem dæmi um það verk ís- lensku myndlistarkonunnar Krist- ínar Gunnlaugsdóttur sem lærði íkonagerð á Ítalíu. „Ég er mjög spenntur fyrir því hvernig íkona- fræðin og nútímalistin skarast á ýms- um sviðum, ekki bara í málverkinu; – í konseptlistinni líka. Hvor tveggja glímir við heimspekilegar hug- myndir, og það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast allt saman.“ Gáttin að guðdóminum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Yuri Bobrov, prófessor í íkonafræðum, verður í Skálholti í dag. leikinn fer fram úr listinni í öllum „raunverulegum“ víddum, hvort sem þær eru í áttina að hryllingi eða fegurð. Ég gleymi ekki orð- um Svetlönu Alexejvitsj, rithöf- undar og blaðamanns frá Hvíta- Rússlandi, sem meðal annars hef- ur skrifað frábærar bækur um Tsjernóbíl og um innrás Sovét í Afganistan: „Ég hef ekki áhuga á skáldskap. Raunveruleikinn er svo miklu stærri í sniðum en all- ur skáldskapur.“ Í rauninni er japanski leikstjórinn að segja svipað í viðtali við Le Monde, á þá leið að hann sé andvígur þeirri hugmynd að reyna að búa til mynd af því sem gerðist þegar atómsprengjunum var varpað á landið hans. Hvernig væri yfirleitt hægt að búa til nokkuð á þeim raunveru- leikaskala? Í rauninni þýðir þetta að leikreglurnar verða þær þegar listamenn fjalla um raunverulega atburði og mesta hrylling, gjör- eyðingarbrjálæði mannsins sem beinist gegn öðrum mönnum í sinni svæsnustu mynd, Helför eða Atómsprengju, að lítið er annað að gera en að búa til heim við hliðina á þeim sem þetta gerðist í. Bein umfjöllun rekur sig á þá takmörkun að keppa við veruleikann í öllum sínum hryll- ingi og það er í rauninni ekki hægt. Konur í spegli er þar fyr-ir utan mynd úr öðrumheimi, um fólk úr öðr-um hugarheimi og at- burði sem eru af þeirri hryllings- gráðu að hugurinn nær ekki utan um þá. Hún er fallega gerð og fínlega, og myndatakan sérlega vel upp byggð. Eitthvað mátti að finna, dálítið klunnaleg flétta á köflum, samtöl sömuleiðis, og all- brött „moments of truth“. Það var eitthvað íslensk-finnskt við þessa hnökra, sem ég kannast ekki við úr myndum minna helstu japönsku átrúnaðargoða, Kuro- sawa og Misoguchi. Aðalatriðið er að þetta er stór og sterk bíómynd þar sem fléttað er saman stórum spurningum, þar á meðal spurningum um ídentítet, foreldra og börn. Það er færra um svör, eins og sést af endi myndarinnar, en því má ekki gleyma að spurningin er til alls fyrst. CHAMPS-Elysées ognærliggjandi umhverfier ein þekktasta para-dís ferðamannsins í París. Á þeim ódáinsvelli er mik- ill og samþjappaður glæsileiki, og þar er flest að hafa sem hægt er að festa kaup á. Þá er þetta svæði, sérstaklega í grennd við eina af glæsilegu hliðargötunum, Georg V, orðið enn ofar en það var í Michelin stjörnukerfinu, þar sem veitingahús á svæðinu hafa undanfarið sogað til sín stjörnur. Í þessum allsnægtum er líka vel séð fyrir fólki sem hungrar í kvikmyndir, því á og við Champs- Elysées eru sjö kvikmyndahús, og fleiri en einn salur í hverju. Þetta svæði er líka í hjarta franskrar kvikmyndagerðar að því leyti að þarna eru mörg af framleiðslufyrirtækjunum til húsa. Þá er mikið af þar til gerð- um sölum í grenndinni þar sem algengt er að hafa forsýningar á bíómyndum. Ein af myndunum semvoru frumsýndar í vik-unni í bíóháborginni erFemmes en miroir, Konur í spegli, eftir japanska leikstjórann Kiju Yoshida. Hún er sýnd á nokkrum stöðum, en ég tók stefnuna á Elysées Lincoln, alveg við Champs Elysées, á rue Lincoln, metróstöð Georg V. Þetta er ekki stórt bíó, en mjög notalegt og vel búið að bíógestum eins og yfirleitt er í kvikmynda- húsum á þessu svæði. Konur í spegli, þrjár kynslóðir, í skugga atómsprengjunnar og Hiroshima. Þetta er ekkert létt- meti og vægðarlaust reynt að komast að kjarna og spyrja spurninga sem skipta alvörumáli. Leikstjórinn er orðinn sjötugur, væntanlega á réttum aldri til að gera loksins bíómynd um það efni sem mest áhrif hefur haft á hans eigið líf og landsins hans. En hann er í sömu klípu og aðrir listamenn með það að raunveru- Konur í brotnum spegli Eftir Steinunni Sigurðardóttur B í ó k v ö l d í P a r í s Morgunblaðið/Ómar Á Champs-Elysées í París er mikill og samþjappaður glæsileiki. Verksmiðjan, Skólavörðustíg 4 kl. 16 Sjö íslenskrir hönnuðir, í sam- vinnu við bókaútgáfuna Sölku, opna Verksmiðjuna en þar er á boðstólum íslensk hönnun, m.a. fatnaður, skart- gripir, húsgögn, lampar, myndlist og bækur. Hönnuðirnir eru Anna Guð- mundsdóttir, Helga K. Hjálm- arsdóttir, Hildur Hermóðsdóttir, Kristín Birgisdóttir, Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Ragnheiður Guðmunds- dóttir, Rebekka Rán Samper, Rósa Helgadóttir; Þorbjörg Valdemars- dóttir. Þær hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, bæði hér heima og erlendis. Verslunin 12 tónar, Skólavörðu- stíg 5 kl. 16 Myndlistarsýning Finns Arnars opnuð. Sýningin er innsetning og samanstendur af ljósmyndum, myndböndum og hljóði. Yfirskriftin er „Að vera eða að þykjast ekki vera“. Þá leikur hljómsveitin Kitchen Mot- ors nokkur lög en hana skipa Hilmar Jensson, Kristín Björk og Jóhann Jó- hannsson. Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg 22 kl. 21 Kristján Einarsson og Kolbeinn Höskuldsson opna sýn- inguna „Kee-deep in the dead“. Til 10. apríl. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÍÐASTA sýning á dansverkinu Lát hjartað ráða för, sem Íslenski dans- flokkurinn sýnir á Stóra sviði Borg- arleikhússins, verður í kvöld, föstu- dagskvöld. Verkin eru þrjú: Stingray eftir Katrínu Hall, samið fyrir 7 dansara flokksins. Black Wrap eftir Ed Wubbe. Níu dansarar flokksins taka þátt í því. Dúettinn Elsa eftir Láru Stefánsdóttur en hann hlaut fyrstu verðlaun í danshöfundasamkeppni í Helsinki í Finnlandi sumarið 2001. Lát hjartað ráða för af fjölunum Nýlistasafnið Sýningum á verkum Dags Sigurð- arsonar og Serge Comte lýkur á sunnudag. Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦ SKÁTAKÓRINN sýnir Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner í Félags- heimili Seltjarnarness í dag, föstudag, kl. 18. Það eru kór- félagar sjálfir sem sjá um upp- færsluna og er leikstjórn í höndum Ástu Bjarneyjar Elí- asdóttur og tónlistarstjóri er Arnar Arnarsson, en skáta- kórinn hefur á að skipa hljóð- færaleikurum. Útsetningar eru í höndum Skarphéðins Hjartarsonar en uppfærslan er sniðin að kórnum með sögu- manni. Flestir eru að stíga sín fyrstu leiklistarspor á sviði og er mikil aldursbreidd í kórn- um, þeir yngstu um tvítugt og þeir elstu yfir sextugt. Aðgöngumiða má nálgast á netfanginu skatakor@binet.is. Næstu sýningar eru á morgun, laugardag. Skátakórinn sýnir Karde- mommubæinn RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Rafhlöður VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Nýjar hleðslurafhlöður í flest tæki og síma einnig viðgerðir og smíði Endurlífgum rafhlöður w w w .d es ig n. is © 20 03 Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is VÉLA- VIÐGERÐIR d es ig n. is 2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.