Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 39
Allt frá því amma missti afa ung að aldri og sat eftir með tvö lítil börn var líf hennar barátta. En það var barátta sem hún háði hiklaust og með dugnaði og eljusemi tókst henni að sjá sér og börnum sínum far- borða. Amma var nægjusöm, alltaf ánægð með sitt og sérlega heima- kær. Ein þeirra mynda sem skjóta upp kollinum þegar hugurinn reikar til baka er af henni sitjandi í hæg- indastólnum í stofunni, með útvarpið í kjöltunni til að hlusta á útvarps- fréttir meðan beðið var eftir sjón- varpsfréttunum. Þó að líf ömmu hafi orðið auðveld- ara eftir að börn hennar uxu úr grasi var hennar baráttu ekki lokið. Hin seinni ár fór að halla undan fæti þó svo í fyrstu hafi lítið borið á. Amma fékk ekki að njóta elliáranna eins og hennar nánustu höfðu vonast til, en hún hafði þess í stað notið lífsins alls. Hláturmild og undi sér vel í hópi vina og fjölskyldu. Þannig mun ég ávallt minnast ömmu, brosandi með glampa í augunum. Glampa sem dofnaði hin síðustu ár uns hann hvarf. En ég mun aldrei gleyma þessum glampa né öllu sem þú gerð- ir fyrir mig, elsku amma. Hvíldu í friði. Ragnar Jónsson. Sína frænka er óaðskiljanlegur hluti æskuminninga minna. Ástæðan er sú að amma og afi tóku hana að sér á barnsaldri þegar móðir hennar, Lovisa Svava Jónsdóttir, lést langt um aldur fram frá 7 börnum. Var þá gripið til þess ráðs að dreifa barna- hópnum á milli ættingja þar sem ekki var gerlegt fyrir Guðna pabba hennar, sem var sjómaður, að halda heimili fyrir hópinn sinn og stunda atvinnu sína jafnframt. Sína kom til afa og ömmu 4 ára og er því uppeldissystir pabba. Þegar foreldrar mínir stofnuðu heimili voru afi og amma hjá þeim og Sína að sjálfsögðu líka. Sína var okkur eldri börnum foreldra minna eins og stóra systir, kát og hress og sísyngjandi. Þegar ég hugsa til baka man ég ekki síst eftir því þegar hún tók að sér að svæfa okkur hvað hún var óþreyt- andi að syngja fyrir okkur ótal vísur þar til við sofnuðum. Seinna þegar við uxum úr grasi var hún áfram áhugasöm um velferð okkar og vék ósjaldan að okkur ein- hverjum glaðningi. Kom þar vel fram hvað hún var barngóð og hjartahlý. Einnig minnist ég ótal bæjarferða með henni eða heim- sókna á vinnustað hennar þar sem ávallt var tekið á móti manni með virktum og góðgæti. Sína lærði hár- greiðslu hjá Kristínu Ingimundar- dóttur sem rak hárgreiðslustofu í miðbænum en hún reyndist henni af- ar vel og var mikil vinátta milli þeirra alla tíð. Þegar kom að því að Sína giftist ungum læknanema, Ragnari Odd- geirssyni, stofnuðu þau heimili í risí- búð þar sem stórfjölskyldan bjó. Fljótlega fjölgaði hjá þeim og Hel- ena og Siggi komu í heiminn. Var því oft líflegt þegar 8 krakkar voru nán- ast á sama heimili. En samkomulag- ið var gott og allir undu glaðir við sitt. Er Ragnar og Sína höfðu verið gift í 4 ár greindist Ragnar með ill- kynja sjúkdóm sem varð hans bana- mein. Ragnar var gjörvulegur og vel greindur maður og var öllum sem hann þekktu mikill harmdauði. Sína lét ekki bugast við þetta mikla mót- læti og vann áfram við hárgreiðslu, eins og hún hafði lært og unnið við, til að framfleyta sér og sínum af miklum dugnaði: Þau Ragnar voru að undirbúa flutning í nýja íbúð þeg- ar hann féll frá en Sína hélt ótrauð áfram og tókst að flyta inn í hana þrátt fyrir þetta áfall. Þó að Sína flyttist í sitt eigið húsnæði hafa hald- ist áfram sterk bönd milli fjölskyldn- anna og mikið um heimsóknir á báða bóga og ávallt gaman að heimsækja hana þar sem tekið var á móti okkur með glaðværð og rausn. Seinustu ár hefur Sína átt við veikindi að stríða sem hafa hindrað hana í að eiga jafnmikil samskipti við vini og vandamenn og áður en börnin hennar hafa haldið vel utan um hana þessa síðustu tíma sem hún hefur átt erfitt með að sjá um sín mál sjálf eins og hún vildi alltaf gera. Í gegnum tíðina hefur Sína sýnt mikinn dugn- að og ósérplægni við framfleyta sér og sínum og styðja börn sín til mennta. Hún mátti líka vera stolt af árangri erfiðis síns sem helst birtist í gæfuríkum afkomendum hennar. Sína var glaðlynd, hafði gaman að syngja og gleðjast með öðrum, var frændrækin, vinaföst og hélt góðum tengslum við systkini sín og þau hvert við annað. Við systkinin, fjöl- skyldur okkar og ekki síst foreldrar okkar nutum þess að fá að kynnast henni náið og eiga með henni sam- leið. Við kveðjum hana því með sökn- uði og þakklæti fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum. Börnum hennar, Helenu og Sigga, tengdabörnum og barnabörnum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk og huggun í sorg þeirra. Karl F. Garðarsson. Það eru um það bil 24 ár síðan ég kynntist henni Sínu eða Markúsínu Guðnadóttur eins og hún hét fullu nafni. Hún var tengdamóðir Bryn- dísar yngri systur minnar. Þar sem nánasta fjölskylda Sínu og okkar systra er ekki stór voru tengslin því meiri og samgangur alltaf þó nokkur sérstaklega hin seinni ár. Ég dáðist alltaf að henni Sínu, sem varð ekkja um þrítugt með tvö ung börn. Í þá daga var samfélagsþjón- ustan ekki eins og hún er í dag og varð því fólk að treysta á sjálft sig og stóð Sína sig vel þar sem í öðru. Það má segja að hún hafi verið heppin að hafa fengið tækifæri til að læra hárgreiðslu en það var ekki al- gengt að stúlkur af hennar kynslóð hefðu tækifæri til að mennta sig. Menntun hennar kom sér vel fyrir hana og gat hún unnið heima og jafn- framt hugsað um börnin. Eins og ég hef áður nefnt dáðist ég alltaf að henni Sínu, sjálfstæði hennar og dugnaði við að koma börnum sínum á legg og síðast en ekki síst gleðina sem hún bar alltaf með sér. Síðustu ár hafa verið henni og hennar fólki erfið eftir að hún hvarf í heim alzei- mers. Ég, Emma og Halli foreldrar mínir, Sigrún systir og hennar fjöl- skylda þökkum góð kynni og ánægjulegar samverustundir og óskum henni guðs blessunar. Einnig vottum við börnum hennar og þeirra fjölskyldum innilega samúð okkar. Guðrún Halldórsdóttir. Markúsína Guðnadóttir er látin. Nánasta samstarfsfólk hennar hefur fylgst með veikindum hennar. Hún var orðin þreytt á sál og líkama og þá er gott að vita að hún hefur fengið hvíldina. Minningar hrannast upp en þær eru góðar minningar um brosmilda og góða konu. Markúsína kom til starfa í BYKO árið 1985 og vann við þrif. Fyrst á Nýbýlaveginum en fluttist síðan í Breiddina þegar versl- unin fluttist þangað. Markúsína var mikið snyrtimenni og vann sín verk í hljóði, en tók til hendi langt fram yfir það sem henni var ætlað. Kom það berlega í ljós eftir að hún hætti störf- um hjá BYKO í júní 1999, að eigin ósk. Hún hafði hugsað um ýmislegt sem nú kom til kasta annarra. Það stafaði ætíð birtu frá henni. Brosið hennar var alltaf á vörum og falleg orð til samstarfsmanna. Það var alltaf snyrtilegt í kringum hana. Hún var ávallt vel til höfð og með fal- legt hár. Hún var frekar snyrtitækn- ir en ræstitæknir okkar í BYKO. Í einkalífinu var hún gæfusöm að eiga góð börn sem voru henni allt og bera þau bæði móður sinni gott vitni. Ömmubörnin umvafði hún kærleika. Langömmubörnin eru tvö og voru augasteinar hennar. Fjölskyldan umvafði hana kærleika. Markúsína naut einlægrar umönnunnar á Sunnuhlíð síðustu misserin. Nú að leiðarlokum biðjum við góð- an Guð að blessa hana og styrkja fjölskyldu hennar um ókomin ár. Hvíl í friði. Kveðja, samstarfsfólk í BYKO hf. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar. Við systurnar kynntumst Sínu þegar við vorum árs gamlar er Helena dóttir hennar fór að passa okkur. Síðan kallaði hún okkur alltaf tvíburana hennar Helenu. Sína var ákveðin kona og hafði skoðanir á flestu. Lífið var ekki ein- tómur dans á rósum hjá henni. Hún varð ung ekkja og helgaði líf sitt börnum sínum. Sína var hárgreiðslu- meistari og hafði alltaf vinnuaðstöðu heima til þess að þurfa ekki að vera að heiman þegar börnin voru lítil. Þegar við systurnar vorum í heim- sókn hjá Sínu lékum við okkur oft í hárgreiðsluleik og þá máttum við nota allar græjurnar hennar, nema skærin. Það var alltaf gaman að vera hjá Sínu en við urðum að fara eftir reglunum sem hún setti. Eða eins og hún sagði alltaf: „Stelpur, ekkert svindl á mínu heimili!“ Hún var traustur vinur og það var alltaf hægt að leita til hennar. Margs er að minnast eftir öll þessi ár. Sína tók t.d. bílpróf frekar seint, eða 45 ára. Við systurnar hlýddum henni yfir spurningarnar fyrir prófið og svo fengum við að fara með henni á fyrsta rúntinn. Í minningunni er þessi rúntur mjög eftirminnilegur og oft höfum við hlegið þegar við rifjum hann upp. Sína var alltaf hluti af tilveru okk- ar systranna og eigum við eftir að sakna hennar mjög. Við erum þakk- látar fyrir að hafa fengið að kynnast Sínu og trúum því að góður guð taki nú fagnandi á móti henni og biðjum hann að styðja og styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Guðríður og Karólína. Markúsína Guðnadóttir – Sína – móðursystir okkar var um margt óvenjuleg kona. Á bernskuárum okkar voru flestar mæður í nánasta umhverfi okkar heimavinnandi hús- mæður. Þetta var á þeim tíma þegar barneignabylgja eftirstríðsáranna reis sem hæst á Íslandi. Konur á ald- ur við Sínu gátu fleiri en nokkru sinni fyrr eða síðar helgað sig búi og börnum. Hún var hins vegar ekkja og eina fyrirvinna barna sinna. Sína var hárgreiðslumeistari og stundaði sjálfstæðan rekstur samhliða hús- móðurstörfum. Hún var þó jafnan til staðar fyrir börn sín og aðra því hún stundaði launavinnu innan veggja heimilisins. Heimili hennar var spennandi fyr- ir smáfólk, einkum stelpur enda und- irlagt af konum á öllum aldri. Þar voru falleg myndablöð með hárprúð- um konum og skemmtilegt að fylgj- ast með Sínu frænku leika fimum figrum við hár viðskiptavina sinna. Já, vina! Því konurnar sem komu til móðursystur okkar trúðu henni ekki aðeins fyrir hári sínu heldur urðu þær margar trúnaðarvinkonur hennar. Sína hafði jafnan vakandi auga með litlum eyrum sem virtust stundum stækka óeðlilega þegar konurnar í hárgreiðslustólnum fóru að rekja erfiða lífsreynslu. Þá sendi hún okkur smáfólkið í ýmis bráðað- kallandi erindi okkur til sárra von- brigða. Móðursystir okkar var dýr- mætur sálusorgari margra kynsystra sinna. Sína var – til allrar guðs lukku – skapstór kona. Skapgerð hennar og baráttuvilji voru henni mikilvæg haldreipi í sviptiviðrum lífins. Hún bjó að léttri lund og hló mikið og hátt. Sína hafði ákveðnar skoðanir og var ófeimin við að ræða þær við gesti og gangandi. Í fjölskylduboð- um tók hún þátt í umræðum um dægurmál og fjallaði hiklaust um stjórnmál ef því var að skipta. Hún var listakokkur sem kunni að gleðja bragðlauka þeirra matlystugu og snúa á gikkshátt hinna. Sterkasti þáttur í skapgerð hennar var um- hyggja og ræktarsemi í garð allra þeirra sem urðu á vegi hennar. Í stórfjölskyldu okkar systkina gegndi Sína móðursystir okkar hlutverki ættmóður. Hún sýndi elstu kynslóð- inni mikla tryggð og var jafnan fús að rétta þeim öldruðu hjálparhönd. Okkur systkinum og fjölskyldum okkar sýndi hún ávallt umfaðmandi kærleika. Eftir að móðir okkar lést vakti hún yfir velferð okkar, fylgdist af áhuga með því sem við tókum okk- ur fyrir hendur og hvatti okkur til dáða. Við systkinin kváðum eitt sitt upp úr með þá skoðun okkar að Sínu bæri að fá orðu fyrir lífsstarf sitt. Þetta fannst henni fráleit hugmynd og fullyrti að hún hefði aldrei gert neitt annað en skyldu sína. En móð- ursystir okkar gerði miklu meira en skyldu sína í þágu samferðamanna sinna og mörg stöndum við í þakk- arskuld við hana. Mikilvægasti þátturinn í sjálfs- mynd Sínu frænku okkar var móð- urhlutverkið. Börn hennar og síðar tengdabörn og barnabörn voru gleði hennar í lífinu. Í uppeldisaðferðum sínum beitti hún hæfilegri blöndu af dekri, aðhaldi og aga samhliða miklu ástríki. Síðustu árin þegar heilsa Sínu fór að bila naut hún ómældrar umhyggju afkomenda sinna. Lífs- hlaup móðursystur okkar var vissu- lega varðað þungum áföllum en hún var hreinlynd og heilsteypt og hafði hugrekki og styrk til að sigrast á mótlætinu. Við sendum öllum af- komendum hennar, systkinum vin- um og vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um móðursystur okkar, hlátur hennar, umhyggju og ástríki mun ylja öllum sem þekktu Sínu, þeim mest sem þekktu hana best. Guðjón og Margrét. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 39 Hjartans þakklæti öllum þeim, er sýndu okkur samúð og kærleika við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, EYJU PÁLÍNAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Háteigsvegi 15, Reykjavík. Þökkum einnig af alhug þá frábæru og hlýju umhugsun sem Heimahlynning Krabbameinsfélagsins og líknardeild Landspítalans í Kópavogi sýndi henni í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Jónsdóttir, Arnór V. Valdimarsson, Elísabet Jónsdóttir, Grétar Árnason, Auðunn Jónsson, María Níelsdóttir, barnabörn og barnbarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALBERT KARL SANDERS fyrrv. bæjarstjóri, lést fimmtudaginn 3. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Friðbertsdóttir Sanders, Friðbert A. Sanders, Linda María Runólfsdóttir, Jónína A. Sanders, Þorbergur Karlsson, Margrét Ó. A. Sanders, Sigurður Guðnason, Karl A. Sanders, Nicolette Prince, Hörður A. Sanders, Sonja Hermannsdóttir, Birgir A. Sanders, Rakel Ósk Þórðardóttir, Albert H. Ólafsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og mágur, SØREN STAUNSAGER LARSEN, Víkurgrund 8, Bergvík, Reykjavík lést föstudaginn 28. mars. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Anders Staunsager Larsen, Martin Staunsager Larsen, Lóa Katrín Biering, Jens Staunsager Larsen og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VALGERÐUR ALBÍNA SAMSONARDÓTTIR, Bölum 6, Patreksfirði, lést á Heilsugæslustofnuninni Patreksfirði mánudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 12. apríl kl. 14.00. Hafliði Ottósson, Ragnar Hafliðason, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Rafn Hafliðason, Anna Gestsdóttir, Torfey Hafliðadóttir, Ottó Hafliðason, Hrafnhildur Björgvinsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Árný Sigurjónsdóttir, Ari Hafliðason, Guðrún Leifsdóttir, Róbert Hafliðason, Sigurósk Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.