Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 19
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 19 MAGÎCils MIKILL LITUR - SKOLAST AUÐVELDLEGA AF - ÓTRÚLEGA ENDINGAR- GÓÐUR MASKARI SEM LENGIR AUGNHÁRIN Augnhárin eru löng og þakin töfrandi lit sem endist allan daginn. Skemmtu augnhárunum með Magîcils og skolaðu þau síðan einfaldlega hrein! TRÚÐU Á FEGURÐ Töfrandi litir: Maskari sem endist allan daginn og skolast af með vatni! Kynning í dag og á morgun, laugardag. Ýmsar skemmtilegar nýjungar verða kynntar s.s. nýr maskari og ný andlitskrem. Frábær tilboð á öllum rakakremunum og glæsilegir kaupaukar. Kringlan, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 NÝTT heimsæktu www.lancome.com ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR HEIMIR GUÐMUNDSSON, byggingameistari, í símum: 892 3742 og 483 3693 eða á www.tresmidjan.is TRÉSMIÐJA HEIMIS GUÐMUNDSSONAR - ÞORLÁKSHÖFN STARFSMANNAFÉLÖG, EINSTKALINGAR OG AÐILAR Í FERÐAÞJÓNUSTU: ERUM AÐ FRAMLEIÐA STÓRGLÆSILEG OG VÖNDUÐ SUMARHÚS - ORLOFSHÚS Í ÝMSUM STÆRÐUM.  HÖFUM TIL SÝNIS Á STAÐNUM HÚS Á ÝMSUM BYGGINGARSTIGUM-HÖFUM EINNIG FULLBÚIN SUMARHÚS TIL SÝNINGAR.  HEF TIL SÖLU SUMARHÚSASLÓÐIR, EF ÓSKAÐ ER, Á FRÁBÆRUM STAÐ ÞAR SEM ER HITAVEITA, RAFMAGN, STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU, SUND OG GOLFVÖLL.  TÖKUM EINNIG AÐ OKKUR VIÐHALD OG BREYTINGAR Á ELDRI HÚSUM, SETJUM NIÐUR HEITA POTTA OG SMÍÐUM PALLA OG SKJÓLVEGGI. BANDARÍSKAR hersveitir eru nú nálægt Bagdad en sérfræðing- ar í hermálum telja að framrásin geti verið merki um að liðsmenn Lýðveldisvarðarins, úrvalssveita Írakshers, hafi hörfað inn í höf- uðborgina til að búa sig undir lokaorrustuna og „móður alls borgarhernaðar“, svo notuð séu orð sem eru leiðtogum Íraks töm. Fyrirskipað að fara aftur inn í Bagdad „Ég er ekki alveg viss um að Bandaríkjamenn hafi slegið her- fylkjum Lýðveldisvarðarins við,“ sagði Willam Hopkinson, hermála- sérfræðingur við virta rannsókna- stofnun í London, Royal Institute of International Affairs. Hann skírskotaði til yfirlýsinga banda- rískra herforingja í fyrradag um að tveimur herfylkjum Lýðveldis- varðarins af sex hefði verið „eytt“ og sagði að væri það rétt mætti búast við því að miklu meira sæist af eyðilögðum skriðdrekum og jafnvel líkum íraskra hermanna. Hopkinson bætti við að „jafnvel þótt aðeins helmingur Lýðveldis- varðarins hefði hörfað óskaddaður væri það ekki góðs viti“. The New York Times hafði eftir hátt settum embættismanni í bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu að yfirmenn Írakshers væru að safna saman eins mörgum her- mönnum og þeir gætu og „fyrir- skipa þeim að fara aftur inn í borgina til að undirbúa lokaupp- gjör“. Bandaríski undirhershöfðinginn Stanley McChrystal sagði í fyrra- dag að Medina- og Bagdad-her- fylki Lýðveldisvarðarins væru ekki lengur „trúverðugur herafli“ en þau hefðu fengið liðsauka frá öðrum sveitum Írakshers. Cliff Beal, ritstjóri virts tímarits um hermál, Jane’s Defense Weekly, sagði að svo virtist sem liðsflutn- ingar væru hafnir í Bagdad, her- menn væru að setja upp stór- skotavopn og varnarviðbúnað- urinn hefði verið aukinn. Hann sagði þó of snemmt að fullyrða nokkuð um hvað Íraksher hygðist fyrir. Þurfa að verjast inni í borginni Beal sagði að Írakar hefðu „spil- að vel úr slæmum spilum“ því þeir ættu við ofurefli að etja á ber- svæðinu fyrir utan borgina. Þeir vissu að þeir þyrftu að lokum að verjast inni í borginni þar sem tæknilegir yfirburðir bandarísku og bresku hersveitanna nýttust síður. Borgarhernaður gæti einnig leitt til mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og ráðamenn- irnir í Bagdad vonuðu að það yrði til þess að Bandaríkjamenn og Bretar neyddust til þess að hætta árásunum. Bandamenn geta ekki gengið hart fram Beal sagði að orrustan um Bagdad gæti orðið „umfangsmesti borgarhernaður frá átökunum í Grosní“ og skírskotaði til árása rússneska hersins á höfuðborg Tétsníu. Rússar lögðu megnið af Grosní í rúst en Beal sagði að bandamenn gætu ekki gengið hart fram þar sem þeir hefðu lagt áherslu á að allt yrði gert til að þyrma lífi óbreyttra borgara. „Saddam Hussein veit að hann getur ekki sigrað beiti Banda- ríkjamenn og Bretar öllum hern- aðarmættinum þannig að hann heldur áfram að reyna að vinna al- menning á sitt band. Hann getur gert það með því að lýsa hermönn- unum sem innrásarliði sem drepi saklaust fólk.“ Efast um að Lýðveldisvörðurinn hafi verið yfirbugaður Taldir undirbúa blóðugt lokauppgjör London. AFP. ’ Gæti orðið umfangsmesti borgarhernaður frá átökunum í Grosní. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.