Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 37
Tími breytinga ÞAÐ vantar ekki fögur orð og rómantík í stjórnarflokkana þessa dagana, ólíkt því sem verið hefur síðustu tæpu fjögur árin. Í Morg- unblaðinu laugardaginn 8. mars síðastliðinn var fjallað um atvinnu- málafund sóknarprestsins í Sand- gerði. Vaxandi atvinnuleysi og aukin vanlíðan íbúa í kjölfarið var farin að valda prestinum áhyggjum og því efndi hann til fundarins. Ekki vantaði stjórnmálaforkólfana á fundinn, enda kosningar í nánd og allir í óða önn að ota sínum tota. Það sem vakti þó athygli mína hvað mest voru lokaorð greinar- innar: „Fram kom í máli þeirra að allir væru reiðubúnir að styðja við atvinnusköpun á Suðurnesjum og voru heimamenn hvattir til að hafa frumkvæði að efldu atvinnulífi og aukinni fjölbreytni.“ En sú hræsni. Sá sem þetta skrifar vill endilega koma eftirfar- andi á framfæri svo einskis mis- skilnings gæti í byggðamálum stjórnarflokkana. Í byrjun ársins 2002 lauk und- irritaður við viðskiptaáætlun um rekstur fiskvinnslu á Ólafsfirði. Var þar um óhefðbundna vinnslu að ræða sem þó á sér fordæmi í Noregi og hefur verið tíðkuð þar um áratugabil við góðan orðstír og til aukinna útflutningstekna, Norð- mönnum til handa. Var viðskipta- áætlunin gerð í tengslum við verk- smiðju sem staðsett er í Ólafsfirði og er tilbúin til reksturs. Við gerð umræddrar viðskiptaáætlunnar var notast við leiðbeiningar frá Nýsköpunarsjóði og má þess einn- ig geta að í faginu Nýsköpun og frumkvöðlafræði við Viðskiptahá- skólann á Bifröst gaf prófessor nokkur verkefninu 9 í einkunn. Var farið af stað með áætlunina í bankastofnanir til að afla lánsfjár til rekstursins. Til að gera langa sögu stutta neituðu allir bankar og sparisjóðir, sem við var rætt, að lána fé til rekstursins. Gengu sum- ir svo langt í afsökunum sínum að bera við að ekki væri lánað til fleiri sjávarútvegsfyrirtækja innan bankans. Aðrir voru svo hrein- skilnir að segja að verksmiðja á Ólafsfirði væri ónýtt veð, einskis virði, gleymdu því bara vinurinn. Fasteignamat ríkisins verðleggur fasteignina á rúmar 61 milljón króna, brunabótamatið er 162 milljónir og fasteignagjöld og tryggingar eftir því. Engu skipti þó að umsækjendur hefðu reynslu af umræddri vinnslu, tilbúna birgja og sölusambönd á helstu markaðssvæðum. Reyndar var ekkert beðið um þau gögn eða sannanir á slíku. Þetta var bara slegið af sí svona. Þetta var farið að valda mér töluverðu hugar- angri. Spurningar vöknuðu: Er ég með ónýtt plagg í höndunum? Hef ég gert eitthvað rangt? Af hverju er lokað á nefið á mér? Af hverju hafa bankar yfirleitt opið ef þeir ætla ekki að lána peninga? Ég get vel skilið hugarangur prestsins og íbúanna í Sandgerði. Það eru einfaldlega allar dyr lokaðar í Íslandi í dag. Hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða annað. Ungir athafnamenn geta sig hvergi hrært. Hefði maður haldið að atvinnuskapandi og gjaldeyrisaflandi atvinnutækifæri kæmu öllum til góðs, en svo virðist ekki vera samkvæmt ráðamönnum þjóðarinnar. Má í þessu sambandi nefna neitun viðskiptaráðherra í lokasvari vegna styrkumsóknar til Nýsköpunarsjóðs vegna ofan- greinds verkefnis, á þeim forsend- um að fyrirtækið sem undirritaður var í forsvari fyrir væri í sam- keppni við SÍF. Benti ég þá við- skiptaráðherra góðfúslega á það í tölvupósti að ég ætti mjög erfitt með að sjá hvernig samkeppni við SÍF gæti átt sér stað, þar sem þeirra verksmiðjur í viðkomandi vinnslu eru staðsettar í Frakklandi og Kanada. Ekki þóttu þetta svaraverðar ábendingar og var umsóknin slegin af. Já, fyrr má nú rota en dauðrota. Nú mætti margur maðurinn halda að undirritaður hafi fyllst vonleysi og ótta, en svo er nú ald- eilis ekki. Eftir landsfund Frjáls- lynda flokksins nú um helgina, þar sem margt var um manninn og vonin og kjarkurinn blómstruðu, er ég þess fullviss að í komandi kosn- ingum verði núverandi landsstjórn varpað fyrir borð. Verður þá aftur líft á landi voru, sem nú býr við framkvæmdaleysi sem skýra má með þeim hindrunum sem athafna- menn verða fyrir af ýmsum ástæð- um. Um leið og ég óska Frjáls- lynda flokknum til hamingju með velheppnaðan landsfund vil ég hvetja Íslendinga alla til að kynna sér málefni flokksins fyrir komandi kosningar, þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Heimasíðu- slóðin er www.xf.is . Svo vil ég á endanum spara núverandi stjórn- arflokkum tugi milljóna og taka það fram að hræðsluáróður í fjöl- miðlum mun ekki hafa áhrif á neinn. Það er óþarfi að móðga þjóðina með því að halda að menn kaupi hræðsluáróður í eins vel upplýstu samfélagi og við lifum í. Eftir Kristján Ragnar Ásgeirsson Höfundur er viðskiptafræðingur. „Það er óþarfi að móðga þjóð- ina með því að halda að menn kaupi hræðslu- áróður í eins vel upp- lýstu samfélagi og við lifum í.“ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 37 MARGT hefur áunnist á síðustu árum í baráttumálum samkyn- hneigðra, en það er líka margt óunnið og talsverður vegur í átt til jafnræðis milli stöðu gagnkyn- hneigðra og samkynhneigðra. Ég var fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu um að skipa nefnd til að kanna réttarstöðu sam- kynhneigðra. Meðflutningsmenn mínir voru úr öllum flokkum. Til- lagan var samþykkt samhljóða nú á nýafstöðnu þingi. Þessum áfanga ber að fagna. Áður en þessi tillaga kom fram hafði ég beðið um skýrslu um stöðu sambúðarfólks annars vegar og í hjúskap hins vegar. Við vitum vel að stöðugt er verið að auka rétt sam- búðarfólks, hvað varðar skattalög- gjöf, lífeyris- og tryggingamál og fleira. Þetta kom skýrt í ljós í þess- ari skýrslu og hefur hún að bera af- ar gagnlegar upplýsingar um stöðu þessara mála á mjög mörgum svið- um löggjafar. Hins vegar kemur í ljós, sem í raun var ástæðan fyrir beiðninni sjálfri, að staða samkynhneigðra er afleit ef þetta er skoðað náið. Það er nefnilega þannig að samkynhneigð- ir eiga alls ekki þann valkost að skrá sig í sambúð! Þeir geta ein- ungis staðfest sína samvist (lesist: gift sig) og alls ekki skráð sig í venjulega sambúð eins og allir aðr- ir. Auðvitað á ekki að una við slíkt. Það er meðal annars hlutverk þeirrar nefndar sem hér um ræðir að gera samanburð á réttarstöðu þessa hóps, því verulega hallar á hann í allri löggjöf og því afar mik- ilvægt að fara í saumana á laga- greinum og reglugerðum og koma með tillögur til úrbóta í þeim efnum. Ég lít svo á að við eigum að vera í fararbroddi með því að koma með heildstæðar tillögur um réttarbæt- ur fyrir samkynhneigða í þessum málum sem og öðrum. Afstaða samfélagsins hefur breyst – sem betur fer Lögunum um staðfesta samvist var breytt með lögum nr. 52/2000 og nú getur maki í staðfestri samvist fengið heimild til þess að stjúpætt- leiða barn maka síns. Einstaklingar í staðfestri samvist geta ekki fengið tæknifrjóvgun samkvæmt lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun. Fullvíst er að afstaða samfélags- ins til barna í fjölskyldum samkyn- hneigðra hefur breyst undanfarin ár og hefur þetta málefni verið of- arlega í umræðu á öllum Norður- löndum. Árið 1999 var skipuð í Svíþjóð nefnd sem skilaði viðamikilli skýrslu um málefnið árið 2001. Nefndin athugaði m.a. fyrirliggj- andi alþjóðlegar rannsóknir á stöðu barna sem alist hafa upp hjá sam- kynhneigðum og lagði mat á gildi þeirra. Gerðar voru sérstakar rann- sóknir í Svíþjóð, m.a. könnun á af- stöðu almennings til samkyn- hneigðra með börn. Lögð var áhersla á meginregluna um jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra og hagsmuni barnsins en jafnframt var farið yfir öll þau sjón- armið sem notuð hafa verið til að takmarka tengsl barna og samkyn- hneigðra. Var niðurstaða nefndar- innar sú að hvorki rannsóknir né fagleg rök lægju að baki því að neita samkynhneigðum almennt um leyfi til að ættleiða börn. Í kjölfarið var sænsku lögunum um staðfesta sam- vist breytt árið 2002 og geta sam- kynhneigðir nú sótt um að ættleiða börn á sama hátt og gagnkyn- hneigðir. Nauðsynlegt er í vinnu þeirrar nefndar, sem lagt er til að hér verði skipuð, að hún skoði vel þróun þessara mála, annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu, með það að markmiði að styrkja réttarstöðu samkynhneigðra. Öll rök hníga að því að jafna verði stöðu sambúðarfólks í óvígðri sam- búð og óstaðfestri samvist og mik- ilvægt að eyða óvissunni sem ríkir hér á landi. Með skipun nefndarinnar, sem þessi þingsályktunartillaga felur í sér, er lagt það lóð á vogarskálar jafnréttis að skoða stöðu samkyn- hneigðra í samfélaginu og koma með tillögur til úrbóta. Á þessu vori halda Samtökin 7́8 upp á 25 ára afmæli sitt. Ég óska fé- laginu til hamingju á þessum merku tímamótum. Megi hreyfing sam- kynhneigðra hér á landi njóta gæfu og gengis í öllum sínum störfum. Ég vona að þessi afmælisgjöf Alþingis komi sér vel fyrir samkynhneigða og fjölskyldur þeirra. Eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur „Megi hreyf- ing samkyn- hneigðra hér á landi njóta gæfu og gengis í öllum sínum störfum.“ Höfundur er alþingismaður. Á 25 ára afmæli Samtakanna ’78 – staða samkynhneigðra MIG langar til að þakka það frumkvæði sem Alþýðusamband Íslands hefur haft á liðnum árum í baráttu gegn verðbólgu og misrétti í þjóðfélaginu. Snemma í vetur barst mér í hendur ályktun síðasta ársfundar ASÍ í velferðarmálum. Það er eðlilegt, þegar fjallað er um margþætt þjóðfélagsmál, að sitt sýnist hverjum. Ég get tekið undir margt sem í ályktuninni stendur en þar eru einnig atriði sem koma undarlega fyrir sjónir og mér finnst þurfa skýringar við. Af þeirri ástæðu skrifaði ég alllangt bréf til ASÍ hinn 13. nóvember sl. og stílaði það á skrifstofustjórann. Ég hef nú beðið lengi eftir svari og mér þykir miður ef forysta Al- þýðusambands Íslands telur bréf mitt ekki svara vert. Í ASÍ-blöðungnum í Morgun- blaðinu 19 mars sl., Velferð fyrir alla, er nokkuð fjallað um sama efni og í bréfi mínu í nóvember. Því skrifa ég þér opið bréf. Ég tek undir það sem forysta ASÍ segir í blöðungnum um heilbrigðismál að heilsugæslan sé ein af grunnstoð- um velferðarkerfisins og hún eigi að jafnaði að vera fyrsti viðkomu- staðurinn í heilbrigðiskerfinu. En svo skilja leiðir með skoðunum mínum og ASÍ. ASÍ-forystan er þeirrar skoðunar að til þess að heilsugæslan verði fyrsti viðkomu- staður sjúklinga þurfi tilvísana- kerfi. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að vera frjálst val sjúk- linga, hvort þeir leita fyrst til heimilislæknis síns eða snúi sér eitthvað annað. Frjálst val helgast af trausti á þeim lækni, sem farið er til en ekki nauðung eða efna- hagslegum þvingunum. Þar þurfa heimilislæknar engu að kvíða. Hitt er annað mál að heilsugæslan ræð- ur illa við verkefni sín vegna manneklu og er síst á bætandi. Þótt margt komi til þá skýrir þetta að einhverju leyti þá fjölgun sem orðið hefur hjá sérfræðingum síð- ustu árin þrátt fyrir það að sjúk- lingar þurfi að greiða æ stærri hluta kostnaðarins; jafnvel þre- falda til fjórfalda þá upphæð sem þeir greiða hjá heilsugæslunni. Ennfremur segir í ASÍ-blöð- ungnum: „Góð og öflug heilsu- gæsla tryggir í senn ódýrustu meðferð sjúklings og skilvirka þjónustu.“ Enn segir þar að tilvís- anakerfi sé í senn ódýrast og skil- virkast. Hvernig getur ASÍ fullyrt þetta? Árið 2001 voru komur til lækna við heilsugæsluna á höfuð- borgarsvæðinu 175.729 og kostn- aður við rekstur heilsugæslunnar 1.912 milljónir eða 10.880 kr. á hverja komu. Fleira fer fram í heilsugæslunni en viðtöl við lækna og Ríkisendurskoðun áætlaði að hvert viðtal við lækni kostaði að meðaltali 3.500 kr. Það svarar til þess að viðtölin séu aðeins 32% af rekstrarútgjöldunum og víst væri fróðlegt að vita hvernig þau 68% sem eftir eru af kostnaðinum skiptast milli annarra rekstrarliða. Komur til sérfræðinga voru 460 þúsund og meðalkostnaður við hverja komu 3.668 kr. Þetta er endanlegur kostnaður. Hér munar því ekki miklu á kostnaði við hverja heimsókn, en allur kostn- aðurinn liggur á borðinu hjá sér- fræðingum en ekki hjá heilsugæsl- unni. Fyrir ríkissjóð kostar svo hver heimsókn til heimilislæknis hátt í helmingi meira en koma til sérfræðings vegna minni kostnað- arþátttöku sjúklinga. Tilvísanakerfið, sem ASÍ vill taka upp, var lagt af fyrir fjölda ára vegna augljósra galla, sem bitnuðu hvað harðast á þeim sem minnst máttu sín. Sú meinvilla virðist sitja í forystu ASÍ að tilvís- anakerfið spari peninga, en tölurn- ar hér að ofan sýna að svo er ekki. Margir sem nú fara beint til sér- fræðings myndu fyrst þurfa að fara til heimilislæknis til að útvega tilvísun. Hóflega áætlað myndi komum til lækna fjölga um 150 þúsund á ári vegna tilvísanakerf- isins og kostnaðarauki sjúklinga og Ríkissjóðs gæti numið hálfum til einum milljarði króna eftir því hvort aðeins beinn kostnaður er reiknaður eða óbeinum kostnaði bætt við eins og vinnutapi og ferð- um til og frá lækni. Í tillögum ASÍ um útfærslu kerf- isins tekur fyrst steininn úr. Þar er viðurkennt að heilsugæslan ráði ekki við aukin verkefni. Þess vegna fari sumir beint til sérfræð- inga, sem standi utan trygginga- kerfisins, og borgi brúsann sjálfir. Það væru væntanlega þeir sem ekki hafa heimilislækni, námsfólk og aðrir með tímabundna búsetu, ferðamenn og þeir sem ekki kæm- ust til heimilislæknis síns innan rýmilegs tíma vegna anna hans. Enn fremur segir: „Það er því skynsamlegt að undanskilja vissa hópa lækna. Ef um sérgreina- lækna, eins og augn- eða kven- sjúkdómalækna er að ræða…er eðlilegt að geta snúið sér þangað beint.“ Hér er átt við það að und- anskilja vissa sjúkdóma, þ.e. sjúk- dóma í augum og kvensjúkdóma. Hvers vegna á að mismuna fólki á þennan hátt? Er ein tegund sjúk- dóma mikilvægari en önnur? Eru sjúkdómar kvenna eitthvað öðru- vísi frá tryggingarsjónarmiði en t. d. stækkun á blöðruhálskirtli? Ég dreg ekki í efa góðan ásetn- ing ASÍ-forystunnar með tillögu- gerðinni. Það er líka vel meint af minni hálfu þegar ég til glöggv- unar dreg saman innhald tillagna ASÍ í tvær setningar: ASÍ trúir því að spara megi peninga í heilbrigð- iskerfinu með höftum og forsjár- hyggju. Því leggur ASÍ til að með efnahagslegum þvingunum verði komið á tilvísanakerfi sem mis- munar sjúklingum eftir sjúkdóm- um og kynferði. Opið bréf til forseta ASÍ Eftir Davíð Gíslason „Í tillögum ASÍ um út- færslu kerf- isins tekur fyrst stein- inn úr. Þar er viðurkennt að heilsugæslan ráði ekki við aukin verk- efni.“ Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.