Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 20
STRÍÐ Í ÍRAK 20 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 11. apríl 2003 og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55.gr.hlutafélagalaga. 3. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð verða að gera það skriflega. Stjórn Hampiðjunnar hf. CHANCE frá CHANEL er kominn.... Clara Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Snyrtivöruverslun Hygea Kringlunni, Snyrtivöruverslun Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslun Hygea Smáralind, Demenhams Smáralind, Andorra snyrtivöruverslun Hafnarfirði. KAVEH Golestan, lausráðinn myndatökumaður hjá BBC, breska ríkisútvarpinu, lét lífið í fyrradag þegar hann steig á jarðsprengju er hann fór út úr bíl sínum við bæinn Kifri í Írak. Golestan var rúmlega fimmtugur að aldri, íranskur að þjóðerni, og var ásamt þremur mönnum öðrum við myndatöku í Kifri. Samstarfsmaður hans og framleiðandi, Stuart Hug- hes, slasaðist einnig í sprengingunni en hinir mennirnir tveir sluppu ómeiddir. Richard Sambrook, yfirmaður fréttadeildar BBC, sagði, að Golest- an hefði verið frábær fréttaljós- myndari, sem hefði meðal annars barist fyrir auknu tjáningarfrelsi í landi sínu, Íran, og verið kunnur fyr- ir störf sín hjá vestrænum fréttastof- um. Hafði hann unnið fyrir BBC í mörg ár og vottaði Sambrook fjöl- skyldu hans samúð en Golestan, sem fékk á sínum tíma Pulitzer-verðlaun- in fyrir fréttamennsku, lætur eftir sig eiginkonu og 19 ára gamlan son. Golestan er þriðji starfsmaður breskra fréttastofnana, sem lætur lífið í Írak frá 20. mars. Gaby Rado lést af slysförum í bænum Sulyam- aniya í Kúrdahéruðunum og talið er, að Terry Lloyd hafi fallið í skothríð bandamanna við borgina Basra. Báðir unnu þeir hjá ITN-sjónvarps- stöðinni. Þá er tveggja samstarfs- manna Lloyds saknað, Fred Neracs, fransks myndatökumanns hans, og líbansks túlks, Husseins Osmans. Ástralska ríkisútvarpið hefur misst einn mann, Paul Moran, en hann týndi lífi í bílsprengingu í bænum Khurmal 22. mars en hún varð alls fimm mönnum að bana. Golestan varð meðal annars kunn- ur fyrir myndir sínar frá kúrdíska bænum Halabja 1988 eftir að Írakar höfðu drepið þar 5.000 með eitur- gasi. „Þetta var eins og kyrralífsmynd, lífi, sem hafði stöðvast. Dauðinn birt- ist mér þarna í nýrri mynd. Ég fór inn í hús, inn í eldhúsið, og sá þar látna konu með hníf í hendi. Hún hafði verið að skera gulrætur,“ sagði Golestan en hann fylgdist einnig með falli og flótta Íranskeisara frá land- inu og þegar íranskir byltingarverð- ir lögðu undir sig bandaríska sendi- ráðið í Teheran. APKaveh Golestan er hann var að störfum í Írak í febrúar síðastliðnum. BBC-maður fórst í sprengingu Að minnsta kosti fjórir fréttamenn hafa týnt lífi í Íraksstríðinu London. AFP. FJÖLMIÐLAHERFERÐIN sem bresk stjórnvöld hafa stað- ið fyrir í tengslum við herför bandamanna í Írak hefur beðið mikinn hnekki og grafið undan forræði ríkisstjórnar Tonys Blairs forsætisráðherra, að mati Tims Crooks, sérfræðings í beitingu áróðurs. „Áróðursaðgerðir Breta hafa gengið afleitlega,“ sagði Crook, sem er lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann í London. Þegar herförin hafði staðið í viku höfðu bresk yfirvöld glatað trú- verðugleika. „Það er að segja, það ber á ósamræmi, rang- færslur þeirra og ýkjur eru of augljósar.“ Hagræðingin hefst með orðalaginu, eins og til dæmis orðinu „bandamenn“, segir Crook. „Við nánari athugun kemur í ljós að fyrst og fremst er um að ræða hernaðarbandalag Bret- lands og Bandaríkjanna. Hug- myndin virðist vera sú, að þeir vilji láta í veðri vaka að þeir njóti stuðnings alls heimsins.“ Yfirlýsingar byggðar á óljósum uppruna Crook segir Breta m.a. beita þeirri áróðursaðferð að gefa af- dráttarlausar yfirlýsingar sem eiga sér óljósan uppruna, t.d. ónafngreinda heimildamenn í leyniþjónustunni. Þegar mis- ræmi komi í ljós geti yfirvöld borið fyrir sig að hafa aldrei fullyrt neitt sjálf. Áróður Breta gagn- rýndur London. AFP. ARABÍSKA sjónvarpsstöðin Al-Ja- zeera tilkynnti í gær, að írösk yfir- völd hefðu rekið einn fréttamanna hennar frá Bagdad og bannað öðrum fréttaflutning. Var engin ástæða gef- in fyrir aðgerðunum, sem stöðin kall- aði „fyrirvara- og ástæðulausar“. Stöðin rauf útsendingu sína til að skýra frá því, að íraska upplýsing- aráðuneytið hefði tilkynnt, að Diar al-Omari, einn fréttamanna stöðvar- innar, mætti ekki flytja fréttir frá Bagdad og annar, Tayseer Allouni, yrði að fara úr landi. „Al-Jazeera hefur ákveðið að hætta fréttaflutningi frá Bagdad, Basra og Mosul en senda samt áfram myndir frá borgunum,“ sagði í yf- irlýsingu stöðvarinnar en að hennar sögn eru átta fréttamenn á hennar vegum í Írak. Verða þeir flestir áfram í landinu þar til írösk yfirvöld hafa gert grein fyrir aðgerðum sín- um. Írakar hafa áður gripið til sams konar aðgerða gegn vestrænum fréttastofum, þar á meðal CNN, en afstaða þeirra til Al-Jazeera kemur á óvart vegna þess, að hún hefur bein- línis verið sökuð um að draga taum Íraka í fréttaflutningi sínum. Það hafa til dæmis stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Bretlandi gert og gagn- rýnt hana fyrir að sýna myndir af lík- um bandarískra og breskra hermanna. Yfirheyrðir sem njósnarar Íraksstjórn hefur verið að þrengja að erlendum fréttamönnum í Bagd- ad en síðastliðinn þriðjudag rak hún burt tvo fréttamenn, ástralskan og suður-afrískan og handtók tvo fréttamenn hjá ástralska blaðinu The Australian. Haft er eftir fjórum fréttamönn- um, breskum, spánskum, bandarísk- um og dönskum, að þeir hafi verið í haldi í alræmdasta fangelsinu í Bagdad í viku og óttast þar um líf sitt. Voru þeir yfirheyrðir daglega sem njósnarar en sleppt að lokum og eru nú komnir heilu og höldnu til Amman í Jórdaníu. Írakar amast við Al-Jazeera Einn fréttamaður rekinn og öðrum bannaður fréttaflutningur Doha. AP, AFP. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.