Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKU menntasamtökin hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu vegna málefna leikskól- ans Tjarnaráss í Hafnarfirði: „Enginn hefur skýrt frá því hvaða sérstöku vandamál hafa skyndilega komið fram sem verð- skulda fjölmiðlaumræðu á þessum tímapunkti. Uppsagnir stjórnend- anna tveggja koma til fram- kvæmda nærri lokum skólaársins, en innan örfárra vikna hefðu samn- ingar þeirra við samtökin hvort eð er átt að renna út. Leikskólinn er fremur vinsæll meðal foreldra, sem finnst stöðugleiki eðlilega skipta miklu máli, sem og friður á leik- skólanum. Starfsfólkið vill að sjálfsögðu vinna áfram fyrir leikskólastjóra sinn og aðstoðarleikskólastjóra. Þeirra bíður heldur ekki hætta á að missa starf sitt að lokinni yf- irtöku, eins og sást í málum Ás- landsskóla. ÍMS höfðu óttast að bæjaryfirvöld stefndu að því að fá fram uppgjöf, fremur en að af yf- irtöku yrði. ÍMS óttuðust enn fremur frekari uppsagnir til stuðn- ings. Óöryggi segja ÍMS hafa verið sitt helsta vandamál og að það sé eins og að hendur manns og fætur séu bundin, en um leið sé maður beðinn um að dansa. Að okkar mati er yfirlýsingin varðandi 10. apríl engin lausn, því að áframhaldandi óöryggi í rekstri á þessum tíma- punkti er í raun dauðadómur, með tilliti til ráðninga og áætlana fyrir næsta ár. Vandamálið er augljóslega orðið mun stærra vegna fjölmiðlaum- ræðu sem hófst án þess að málin væru rædd við ÍMS fyrst. Þar af leiðandi koma frekari uppsagnir okkur ekki á óvart. Vilji bæjaryf- irvöld nú ekki taka yfir reksturinn eins og yfirlýsingar þeirra hinn 28. mars sl. benda nú til er eina raun- hæfa lausnin að þau gefi ÍMS vissu um langtímaöryggi án hættu á yf- irtöku á næsta ári þegar nýtt 5 ára tímabil ætti að hefjast. Hugmyndin um yfirtöku kom fyrst fram í fjölmiðlum hinn 18. mars sl. í Morgunblaðinu, þar sem vitnað var í orð fræðslustjóra Hafnarfjarðar: „Hann segir bæj- aryfirvöld reiðubúin að taka yfir reksturinn ef viðræður við ÍMS þróist í þá veru.“ Yfirlýsingarnar voru á þessum tíma eingöngu byggðar á uppsögnunum tveimur. Á fundi fræðsluráðs miðvikudaginn 26. mars, í kjölfar yfirlýsinganna í fjölmiðlum, kom fram að „samtök- unum verður gefinn frestur til 10. apríl næstkomandi til að skýra hvernig þau hyggjast tryggja áframhaldandi rekstur leikskólans þannig að ákvæði rekstrarsamn- ings samtakanna við bæinn verði uppfyllt.“ ÍMS kom þetta mjög á óvart, þar sem enginn grundvöllur var fyrir slíkri viðvörun. Í framhaldinu kom fram í yfirlýsingu frá ÍMS hinn 27. mars að ÍMS væru reiðubúin til að semja við bæjaryf- irvöld, og það sama kom fram í bréfi til foreldra og starfsfólks. Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ÍMS sendi skólaskrifstofa Hafnarfjarðar frá sér fréttatilkynningu, sem birt- ist í Morgunblaðinu 28. mars, þar sem sagði: „Bæjaryfirvöld hafa aldrei gefið til kynna að þau hygð- ust taka yfir rekstur Tjarnaráss.“ Enginn grundvöll- ur fyrir viðvörun Alltaf á þriðjudögum Dæmi um greiðslukjör: 3ja herb. frá 14,2 millj. 4ra herb. íb. frá 17,5 millj. Naustabryggja 4 - nýjar glæsiíbúðir Um er að ræða 3ja herbergja 93- 110 fm og 4ra herbergja 136 fm endaíbúðir. 9 af 16 íbúðum eftir. Vandaðar eikarinnréttingar frá HTH. Flísalagt baðherbergi. Sérþvotta- herbergi í hverri íbúð. Sérinngangur af innbyggðum svalagangi í helmingi íbúða. Lyfta. Stæði í bílskýli fylgir öllum íbúðum. Innangengt í sameign. Afhending fyrstu íbúða svo til strax. Hús og gluggar álklætt og því viðhaldslétt. V. kaupsamn. m. pen. 800.000 V. afh. íb. m. pen. 1.000.000 4-6 mán. e. afh. m. pen. 800.000 8-10 mán. e. afh. m. pen. 800.000 *Lán. v. afh. Nb. ca 1.800.000 húsbréf 9.000.000 Samtals ca kr. 14.200.000 V. kaupsamn. m. pen. 1.200.000 V. afh. íb. m. pen. 1.400.000 4-6 mán. e. afh. m. pen. 1.400.000 8-10 mán. e. afh. m. pen. 1.000.000 *Lán. v. afh. Nb. ca 3.500.000 húsbréf 9.000.000 Samtals ca kr. 17.500.000 *lán til allt að 25 ára frá Nb (Netbankanum) með veði í íbúðinni. Frábær kostur rétt við höfnina og torgið í Bryggjuhverfi! Allar upplýsingar á Valhöll, sími 588 4477 Glæsilegt 16 íbúða lyftuhús - til afhendingar svo til strax BÁTAR SKIP Til sölu Ferðamálasjóður auglýsir til sölu bátinn Móra, sknr. 6665, sem er 5,3 brl. bátur, ætlaður til ferðaþjónustu. Báturinn er Sómi 800, knúinn 165 ha. Volvo Penta díeselvél, smíðaður árið 1985. Frekari upplýsingar eru veittar í Ferðamála- sjóði, Borgartúni 21 í Reykjavík, eða í síma 540 7510. Ferðamálasjóður. Garðbæingar „Opið hús“ laugardaginn 5. apríl með bæj- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins milli kl. 11.00 og 12.00 á Garðatorgi 7. Komdu hugmyndum þínum á framfæri við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Heitt á könnunni. VERUM BLÁTT - ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ. FÉLAGSSTARF Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar auglýsir: Umsóknarfrestur um orlofsdvöl í húsum fé- lagsins er hafinn og stendur til 30. apríl. Upplýsingar á skrifstofu VH — sími 565 1150 og heimasíðu — www.vhf.is . Orlofsnefnd. TIL SÖLU Auglýsing um deiliskipu- lag í Rangárþingi eystra Forsæti 3 Vestur-Landeyjum, deiliskipu- lag frístundahúsa. Samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundahús í landi Forsætis 3, Vestur-Landeyjum. Í tillögunni er gert ráð fyrir byggingu 3 frí- stundahúsa ásamt vegagerð að svæðinu. Teikningar liggja frammi á skrifstofu Rangár- þings eystra, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, frá og með 4. apríl til og með 2. maí nk. Athugasemdafrestur er til kl 16.00 föstudaginn 16. maí 2003. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á skrifstofu Rangárþings eystra fyrir lok ofangreinds frests. Þeir, sem gera ekki athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests, teljast samþykkir henni. Byggingarfulltrúi Rangárþings eystra. Mat á umhverfisáhrifum — Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að allt að 8.000 t eldi á laxi, regnbogasilungi og þorski í sjókvíum í Seyðisfirði skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lög- um nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 2. maí 2003. Skipulagsstofnun. Lagersala á skóm í Askalind 5, Kópavogi, að ofanverðu. Opið frá kl. 13—17. Verð frá 200 kr. Tökum ekki kort. Veitingastaður til sölu Til sölu er veitingahúsið Fimm Fiskar í Stykkis- hólmi ásamt öllum búnaði, tækjum og rekstri. Húsið er byggt árið 1991 og er 164 fm að stærð. Húsið, sem er í fullum rekstri, er vel staðsett í miðbæ Stykkishólms. Nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofutíma. Fasteigna- og skipasala Snæfellsness, Pétur Kristinsson hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali. Sími 438 1199, fax 438 1152, pk@simnet.is . SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  183448½  Sk. I.O.O.F. 1  183448  8½.II. Í kvöld kl. 21 heldur Jón Ellert Benediktsson erindi: „Að vera og gera“ í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Emils Björns- sonar Spjall. Á sunnudögum kl. 17-18 er hug- leiðingarstund með leiðbeining- um fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.30 í umsjá Bjarna Björgvinssonar: „Kyrrðarinnar hljóði fögnuður II“ Guðspekifélagið er 128 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralagi meðal mannkyns. gudspekifelagid.is mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.