Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 49 DAGBÓK Laugavegi 54, sími 552 5201 Gallabuxur áður 6.990 nú 3.990 Gallapils áður 5.990 nú 3.990 Hermanna- buxur áður 5.990 nú 3.990 Bolir áður 1.990 nú 990 Kynningar- og skemmtifundur á vegum bindindissamtakanna IOGT í leikhússal í Iðnó við Tjörnina laugardaginn 5. apríl 2003 klukkan 13.30-15.30 Dagskrá: 1. Ávarp: Gunnar Þorláksson, formaður Bindindissamtakanna IOGT. 2. Ávarp: Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. 3. Ávarp: Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu. 4. „Slegið á létta strengi“: Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður. 5. Nokkur orð: Svava Dóra Svavarsdóttir, formaður Ungmenna hreyfingar IOGT- U. 6. Danssýning. 7. Lokaorð: Áhersluatriði IOGT: Einar Hannesson í Svæðisráði IOGT. Árni Norðfjörð annast um tónlist milli dagskráratriða. Fundarstjóri Aðalsteinn Gunnarsson, formaður Barnahreyfingar IOGT-B. Kaffiveitingar. Opinn Gúttó-fundur Breyttar áherslur - Betra líf ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hlédrægur einstaklingur, en í raun ertu bæði raungóður og ráðhollur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinn- una. Allt á sinn tíma og nú er það vinnan sem þarf að hafa forgang. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert eitthvað orkulaus og illa fyrirkallaður og þarft að gæta þín á að aðrir notfæri sér það ekki. Láttu því engan vaða yfir þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þeir eru margir sem líta til þín í von um að geta lært guðs ótta og góða siði. Vertu bara þú sjálfur, því þannig ertu besta fyrirmyndin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú ert það þú sem átt að taka frumkvæðið og laða svo aðra til samstarfs við þig. Vertu hvergi smeykur, því þú ert með allt þitt á hreinu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Stórhuga áætlun þín gengur ekki upp nema þú leitir þér aðstoðar hjá öðrum því það er ekki á eins manns færi að hrinda henni í framkvæmd svo vel sé. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Taktu það ekki illa upp þótt vinir þínir séu þér ekki sam- mála í öllu. Heilbrigð skoð- anaskipti eru af hinu góða og sá er vinur sem til vamms segir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ýmis tækifæri standa þér op- in og það er erfitt að velja. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari manna og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver óánægja hefur kom- ið upp meðal starfsfélaga þinna og það er á þínu færi að koma á sáttum svo þú skalt ekki slá því á frest. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Leyfðu félagsþörfinni að fá útrás núna. Þetta er ekki tími sem er best varið til einveru, þvert á móti, þú hefur þörf fyrir félagsskap annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ekki ólíklegt að vanda- mál komi upp í nánum sam- böndum þínum við aðra. Reyndu að hemja skap þitt og forðast rifrildi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki nóg að fá hug- myndir ef þú hrindir þeim ekki í framkvæmd. Þú sérð að þú hefur tækifæri til að fara inn á nýjar brautir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er eitt og annað sem þú átt ógert. Það er ekki eftir neinu að bíða með að hefjast handa svo drífðu þig af stað. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TALAÐ er um tvöfalda kastþröng þegar báðir andstæðingarnir lenda í vandræðum með afköst. Hvor um sig þarf þá að valda einn lit sérstaklega og báðir þriðja litinn sam- eiginlega. Á síðasta spila- kvöldi Bridsfélags Reykjavíkur kom upp „kennslubókarspil“ í tvö- faldri kastþröng. Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KD1074 ♥ 872 ♦ ÁKD6 ♣10 Vestur Austur ♠ Á2 ♠ 8653 ♥ G10 ♥ 9643 ♦ G9754 ♦ 8 ♣K632 ♣DG74 Suður ♠ G9 ♥ ÁKD5 ♦ 1032 ♣Á985 Hinn almenni samn- ingur var þrjú grönd í suður, oft eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Vestur er ekki öfunds- verður af útspilinu, því NS hafa sagt í báðum litunum hans. Hjarta er eini ósagði liturinn og flestir komu því út með hjartagosann. Suður sótti spaðaásinn og yfirleitt hélt vestur sínu striki og spilaði áfram hjarta. Þar með er sviðið sett fyrir tvöfalda þvingun. Sagnhafi tekur einfaldlega háspilin í rauðu litunum og alla spaðana. Svona er staðan þegar blindur spilar síð- asta spaðanum: Norður ♠ 7 ♥ – ♦ 6 ♣10 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ 9 ♦ G ♦ – ♣K6 ♣DG Suður ♠ – ♥ 5 ♦ – ♣Á9 Austur á hæsta hjarta og verður því að kasta laufi í spaðasjöuna. Suður hendir þá hjartafimmu og lætur vestur kveljast. Hann verður að hanga á hæsta tíglinum og hendir því líka laufi. Nían í laufi verður þar með tólfti slag- urinn. Þetta er nánast sjálf- spilandi, enda fengust tólf slagir á 15 borðum af 25. Með laufi út fær sagnhafi aðeins 10 slagi, og vestur getur haldið sagnhafa í 11 slögum með því að skipta yfir í lauf þegar hann er inni á spaðaás. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Bjargið alda Bjargið alda, borgin mín, byrg þú mig í skjóli þín. Heilsubrunnur öld og ár er þitt dýra hjartasár. Þvo mig hreinan, líknarlind, lauga mig af hverri synd. Heilög boðin, Herra, þín hefur brotið syndin mín. Engin bót og engin tár orka mín að græða sár. Ónýt verk og ónýt trú, enginn hjálpar nema þú. Titrandi með tóma hönd til þín, Guð, ég varpa önd, nakinn kem ég, klæddu mig, krankur er ég, græddu mig, óhreinn kem ég, vei, ó, vei, væg mér, Herra, deyð mig ei. Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól: Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín. Matthías Jochumsson LJÓÐABROT 70 ÁRA afmæli. Sjötugverður hinn 6. apríl Aðalborg Guttormsdóttir, Skeljagranda 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 5. apríl milli kl. 17-21. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 5. apríl, er sextug Ólöf Pálsdóttir, tónlistarkennari og söngstjóri, Bessastöðum í Húnaþingi. Karlakórinn Lóuþrælar og Sönghóp- urinn Sandlóur halda henni veislu í Félagsheimili Hvammstanga á laug- ardagskvöld. Húsið opnað kl. 20. Vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 O-O 14. Rce3 Be6 15. Bd3 f5 16. Dh5 e4 17. Bc2 Re7 18. Bb3 f4 19. Rxe7+ Dxe7 20. Rf5 Df6 21. g4 Kh8 22. Rxg7 Bxb3 23. axb3 Dxg7 24. O-O-O b4 25. c4 a5 26. Hxd6 a4 27. bxa4 Hxa4 28. Kb1 Hfa8 29. Dd5 Ha1+ 30. Kc2 Staðan kom upp á Amber- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Alexei Shirov (2.723) hafði svart gegn Ljubomir Ljubojevic (2.570). 30... b3+! 31. Kxb3 Hb8+ og hvítur gafst upp. Gamli refurinn „Ljubo“ er góðvinur þess sem fjármagnar og skipu- leggur mótið og hefur hann tekið þátt í þeim öll- um. Hin síðari ári hafi hann verið tugum stigum lægri en næststigalægsti þátttakandinn og hefur nær undantekningarlaust vermt neðsta sætið. Skákirnar hans eru alltaf mjög líflegar þótt hann sé nú oftar öfugum megin við borðið en áður fyrr. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SMÆLKI AÐALFUNDUR Samtaka náttúru- stofa (SNS) var haldinn föstudaginn 28. mars síðastliðinn. Aðilar að samtökunum eru starf- andi náttúrustofur á landinu, þ.e. Náttúrustofa Vesturlands (NSV), Náttúrustofa Vestfjarða (NV), Nátt- úrustofa Norðurlands vestra (NNV), Náttúrustofa Austurlands (NA), Náttúrustofa Suðurlands (NS) og Náttúrustofa Reykjaness (NR). Fulltrúum væntanlegrar náttúru- stofu á Norðurlandi eystra var boðið á fundinn og gerðu þeir grein fyrir upp- byggingu stofu þar. Í stjórn samtakanna voru kosnir Ingvar Atli Sigurðsson (NS), formað- ur, Róbert A. Stefánsson (NSV), rit- ari og Þorleifur Eiríksson (NV), gjaldkeri. Einnig var kosið í þrjár nefndir til að kynna náttúrustofurnar og auka samstarf þeirra við stofnanir og fyrirtæki innan lands og utan. Helstu markmið með Samtökum náttúrustofa eru að efla starfsemi, samstarf og kynningu náttúrustofa, fjalla um sameiginleg málefni þeirra, auka samstarf við stofnanir á sviði náttúrufræða og umhverfisverndar og fjölga störfum í náttúruvísindum á landsbyggðinni. Þá er stefnt að auknu samstarfi við umhverfisráðuneytið og sveitarfélög á landinu, m.a. við gerð fræðsluefnis um umhverfismál og náttúrufar á landinu og þar með að efla meðvitund almennings heima í héraði um nánasta umhverfi sitt. Sérstaklega var ályktað um að náttúrustofurnar geta tengst upp- byggingu háskólasetra á landsbyggð- inni. Samtök náttúrustofa efla umhverfisvitund FRÉTTIR Menntamálaráðuneyti hafa borist upplýsingar um nám í ungverskri tungu, sögu Ung- verjalands og menningu fyrir erlenda námsmenn við Balassi Bálint Institute í Búdapest. Um er að ræða 10 mánaða nám skólaárið 2003-2004. Unnt er að sækja um styrki fyrir námið til stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást hjá ráðuneytinu og á heimasíðu Balassi Bálint Institute: www.bbi.hu Styrkir til náms í Ungverjalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.