Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 9 - ný sending Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Ég er á leiðinni 40 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þeir bíða spenntir eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Er fjölskylda þín ein af þeim? Viljið þið kynnast,..... .....nýjum viðhorfum? .....framandi menningu? .....nýrri sýn á land og þjóð? Ef svo er, þá gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema í 5—10 mánuði. Ný sending af galla- buxum Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun AÐALFUNDUR Blaðamanna- félags Íslands verður haldinn í kvöld, mánudagskvöldið 28. apríl, í húsnæði félagsins í Síðu- múla 23 í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur frá starfsnefndum, kosningar og önnur mál. Allir BÍ-félagar eru hvattir til að mæta en fundurinn hefst kl. 20:00. Aðalfundur BÍ í kvöld Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi alltaf á föstudögum Á AÐALFUNDI Veiðifélags Árnes- inga, sem haldinn var nýlega, kom fram að veiðiréttareigendur á vatna- svæði Ölfursár og Hvítár skráðu 2.119 laxa veidda í net á síðast ári en stangveiði var 917 laxar á öllu vatna- svæðinu. Þá er veruleg silungsveiði á svæðinu og var skráð veiði á 2.170 bleikjum og 1.499 urriðum. Allt eru þetta bráðabirgðatölur. Flestir veiðiréttareigendur ráð- stafa veiðirétti hver fyrir landi sinnar jarðar nema við Stóru-Laxá, en Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með hana á leigu. Ekki var annað að heyra á máli manna en að flestir vildu hafa óbreytt fyrirkomulag á veiðinni á svæðinu og eru því litlar líkur á að netaveiði leggist með öllu af á þessu mikla vatnasvæði. Fram kom á fundinum að Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefur lagt fram tilboð um ræktunarátak á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Til- boðið byggist á því að farið verði í stórauknar seiðasleppingar á veiði- svæðinu sem síðar muni skila marg- faldri stangaveiði og stórauknum tekjum til hagsbóta fyrir landeigend- ur. Að því verkefni, ef af verður, koma Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiði- félag Árnesinga og Veiðimálastofnun. Skipuð var þrigga manna nefnd veiðibænda til að ræða nánar við SVFR og kanna hvort grundvöllur er fyrir slíku ræktunarsamstarfi. Í við- ræðun efndina voru skipaðir Ragnar Magnússon, Birtingaholti, Þorfinnur Þórarinsson, Spóastöðum og Hrafn- kell Karlsson, Hrauni. Stangaveiðifélagið Lax-á hefur nú tekið Þorleifslæk í Ölfusi á leigu, sett upp veiðihús og hyggst selja ána sem fluguveiðiá í framtíðinni. Ný hreinsi- stöð við Hveragerði mun gjörbreyta mengunaráhrifum í Varmá og Þor- leifslæk. Þá hefur sama veiðifélag tekið á leigu Tungufljót í Biskups- tungum og eru áform um að rækta þá á upp sem laxveiðiá. Á veiðisvæðinu er stundaðar marg- víslegar vísindalegar rannsókir þó fjármunir til þeirra hlut þyrftu að vera miklum mun meiri. Þeir Magnús Jóhannsson og Sigurður Guðjónsson frá Veiðimálastofnun skýrðu frá þeim í máli og myndum. Meðal annars kom fram hjá þeim að ástand seiðabúskap- ar er misjafnt, heldur batnandi í Hvítá sem virðist vera að jafna sig eftir síðasta jökulhlaup en ástandið lakara í Soginu og Stóru-Laxá þar sem miklar sveiflur virðast vera í seiðauppeldinu. Yfir 2.000 laxar veiddust á veiðisvæði Ölfusár og Hvítár í fyrra Óbreytt veiði- fyrirkomulag Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Frá aðalfundi Veiðifélags Árnesinga, fremstir á myndinni eru Kjartan Helgason, Haga, Ketill Ágústsson, Brúnastöðum, Sveinn Skúlason, Bræðratungu, og Þráinn Jónsson, Miklaholti. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.