Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND hefur á ótrúlega skömmum tíma unnið sig upp um nokkrar deildir í samkeppni þjóð- anna. Þannig er tiltölulega stutt síðan menn spáðu því að landið gæti orðið hið fátækasta í Vestur- Evrópu en í dag er því skipað í efstu deild í heiminum með löndum á borð við Bandaríkin þegar láns- hæfni landa er metin. Grunnur að öflugu velferðarkerfi til framtíðar hefur verið lagður með tiltekt í rík- isfjármálum. Sú tiltekt hefur tekið langan tíma og þótt búið sé að byggja ríkissjóð vel upp þá megum við ekki gleyma okkur. Séríslenskar aðstæður – séríslenskar tillögur Á síðustu árum hefur rekstrar- umhverfi ríkis og fyrirtækja verið stórbætt. Fái Sjálfstæðisflokkur- inn afl til að koma skattatillögum sínum í framkvæmd er ljóst að ein- staklingar og sveitarfélög munu fá mest í sinn hlut. Einstaklingar af því að 4% skattalækkun er raun- veruleg kjarabót fyrir alla sem borga tekjuskatt, auk þess sem lækkun matarskatts og virðisauka- skatts á rafmagn og hita nýtist þeim sem engan tekjuskatt borga. Sveitarfélög af því að skattatillög- ur Sjálfstæðisflokksins eru vinnu- hvetjandi, sem er einkar mikilvægt vegna fyrirhugaðra framkvæmda, og óbreytt útsvarshlutfallið kemur vel út fyrir sveitarfélögin. Margir einstaklingar og mörg sveitarfélög eru full skuldsett í dag og því er það skynsamlegt að gera þeim kleift að lækka skuldir sínar hrað- ar en ella. Sjálfstæðisflokkurinn – og þá sérstaklega Davíð Oddsson for- maður hans – sýnir það enn einu sinni að hann er flokkur sem ein- beitir sér að íslenskum aðstæðum og íslenskum raunveruleika. Fræðikenningar um að nú eigi að hækka skatta vegna fyrirsjáan- legrar þenslu eiga ekki við. Þessar fræðikenningar taka ekki mið af þeim íslenska raunveruleika að ís- lenskar fjölskyldur og íslensk sveitarfélög hafa verið að stórauka skuldsetningu sína á síðustu árum. Hinir skuldsettu þurfa aðgerðir strax! Íslenska þjóðin og sveitarfélög á Íslandi þurfa aðgerðir strax. Þjóð- in þarf sjálfstæðu leiðina. Þjóðin þarf áfram styrka stjórn. Því hvet ég lesendur til að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn í komandi kosningum. Þannig náum við að halda áfram að efla þjóðarhag og gera Ísland að landi tækifæranna. Töpum ekki tækifærunum! Nú er komið að mér, þér og sveitarfélögunum Eftir Hilmar Gunnlaugsson „Fái Sjálf- stæðisflokk- urinn afl til að koma skatta- tillögum sínum í fram- kvæmd er ljóst að ein- staklingar og sveitarfélög munu fá mest í sinn hlut.“ Höfundur er lögmaður og skipar 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðausturkjördæmi. SVO hefur gárungum stundum mælst þegar eitthvert vorhretið hefur dunið yfir landið. Veðrið hef- ur löngum verið Íslendingum til- efni umræðna og menn grípa gjarnan til þess að notast við lík- ingar úr veðurfari eða árstíðum til að leggja áherslu á mál sitt eða skreyta orðfæri sitt. Íslenskir stjórnmálamenn eru þar ekki und- anskildir. Færum vorið inn í stjórnmálin Í setningarávarpi á vorþingi Samfylkingarinnar á dögunum sagði Össur Skarphéðinsson, oft titlaður formaður fylkingarinnar, að tilgangur hennar væri sá að færa vorið inn í stjórnmálin. „Færa nýjan yl, nýja umhyggju, nýtt líf inn í pólitíska umræðu, og bræða af henni þau klakabönd sem hún hefur verið í átta árum of lengi.“ Eflaust var Össur þarna að vísa til þess að pólitíkin væri búin að vera í klakaböndum frá því að Framsóknarflokkurinn settist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki fyrir bráðum átta árum. Kjörtíma- bilið á undan hafði Alþýðuflokk- urinn setið í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum og þá voru meðal ráðherra þeir Össur Skarphéðins- son, Guðmundur Árni Stefánsson (um tíma), Rannveig Guðmunds- dóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Allt er þetta fólk í efstu sætum sinna kjördæma nú og því afar lík- legt að eitthvert þeirra verði ráð- herrar ef Samfylkingin fær styrk til þess að mynda ríkisstjórn að kosningum loknum. Gekk á með linnulitlum stór- hríðum langt fram eftir sumri Össur talaði sem sagt fjálglega um að færa vorið inn í íslensk stjórnmál. Ef litið er átta ár aftur í tímann, til þess tíma er hausti tók að halla eða vetur að byrja sam- kvæmt tímatali Össurar Skarphéð- inssonar, þá er ljóst að sumarið þar á undan hefur verið einkar hretsamt og landsmönnum óhag- stætt. Lítum á nokkur dæmi þessu til sönnunar: Kaupmáttur meðallauna rýrnaði um 0.9%. Kaupmáttur lægstu launa hækk- aði um aðeins 3,8%. Óskertur lágmarkslífeyrir aldr- aðra rýrnaði um 2,1%. Óskertur lágmarkslífeyrir ör- yrkja rýrnaði um 0,8%. Atvinnuleysi fór upp í um 5% í lok kjörtímabilsins. Breytingar voru gerðar á Lána- sjóði íslenskra námsmanna sem urðu m.a. til þess að endur- greiðsluhlutfall námslána hækk- aði upp í allt að 7%. Eins og sjá má virðist sem ein- hver hugtakabrenglun hafi átt sér stað í hausnum á Össuri Skarphéð- inssyni þegar hann var að und- irbúa setningarræðu vorþings Samfylkingarinnar. Hann hlýtur að hafa meint vetur þegar hann talaði um vor. Ef svo ólíklega vill hins vegar til að Össur hafi nú einu sinni meint það sem hann sagði er ekki víst að kjósendur séu jafn hrifnir af vori Samfylkingar- innar og Össur heldur. Loks braust sólin fram Frá því að Framsóknarflokkur- inn kom að ríkisstjórn árið 1995 hafa orðið alger umskipti í ís- lensku þjóðlífi. Nú ríkir uppgang- ur og bjartsýni í stað kyrrstöðu og vonleysis. Hjól efnahagslífsins voru drifin af stað en eins og allir vita er traustur efnahagur und- irstaða öflugs velferðarkerfis. Öfl- ugt velferðarkerfi er svo aftur undirstaða samfélags í fremstu röð í heiminum. Frá 1995 hefur: Kaupmáttur meðallauna hækkað um nærri þriðjung Kaupmáttur lægstu launa hækk- að um 44,1% Óskertur lágmarkslífeyrir aldr- aðra hækkað um 39,7%. Óskertur lágmarkslífeyrir ör- yrkja hækkað um 39,3%. Kaupmáttur vaxið á hverju ári, 8 ár í röð. Slíkt er án fordæma á lýðveldistímanum. Gangi spár eftir mun kaupmátturinn vaxa á árinu 2003, níunda árið í röð. Tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður um 4%. Tekjulágum einstaklingum verið auðveldað meir en nokkru sinni fyrr að komast í eigið húsnæði með hjálp 90% húsnæðislána. Atvinnuleysi lengst af verið mjög lágt. Atvinnuleysi var að meðaltali 2,4% árið 2002 og mun fara lækkandi á þessu ári. Náðst einhver stærsti áfangi í jafnréttismálum Íslandssögunn- ar með breytingum á fæðing- arorlofi. Endurgreiðsluhlutfall námslána verið lækkað niður í 4,75%. Stefna Framsóknarflokksins er að gera enn betur í þessum málaflokki á næsta kjörtímabili. Vorhret eða sól og sumar upp úr kjörkössunum? Er vor Samfylkingarinnar vorið sem landsmenn vilja kjósa yfir sig? Vilja menn sömu illviðri og menn bjuggu við 1991–1995 á sumri Össurar Skarphéðinssonar, tímabili þar sem ríkti stöðnun, kreppa og atvinnuleysi? Vill fólk ógna stöðugleikanum og fá sams konar ríkisstjórn og hér sat 1991– 1995, með nánast sömu Alþýðu- flokksráðherrunum? Vilja menn ríkisstjórn sem er ekki starfa sín- um vaxin og eyðir kröftum sínum í að bera deilur á torg fjölmiðla í stað þess að einbeita sér að brýn- ustu úrlausnarmálum þjóðfélags- ins? Atkvæði greitt Samfylkingunni í maí er ávísun á sama ríkisstjórn- armynstur og var við lýði 1991– 1995. Atkvæði greitt Framsókn- arflokknum er hins vegar varið í traust og ábyrgt stjórnmálaafl, viðhaldi stöðugleikans og ávísun á áframhaldandi góðæri, landi og þjóð til heilla. Þetta vor haustaði óvenju snemma Eftir Sigfús Inga Sigfússon Höfundur situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra framsóknarmanna. „Frá því að Framsókn- arflokkurinn kom að rík- isstjórn árið 1995 hafa orðið alger umskipti í íslensku þjóðlífi.“ HAFA framsóknarmenn staðið sig alveg sérstaklega illa í stjórn landsins upp á síðkastið? Hafa þeir ekki haft forystu um mörg þjóð- þrifamál sem tæplega nokkur flokk- ur hefði haft bak til að koma í gegn? Fyrir rétt um ári virtist allt á leið fjandans til, brauðið hækkaði upp úr öllu valdi og traustir heim- ilisfeður tárfelldu við þröskuld at- vinnumiðlananna. Gósentíðin á enda, mögru kýrnar sjö birtust hverjum manni í draumi. Þá var nú gott að hafa einhvern traustan til að venda frá skerinu sem þjóð- arbúið stefndi á. Eitt stykki álver og allir gátu tekið gleði sína á ný, þurfti reyndar að fórna spildu af landi undir uppistöðulón, en hverju skipti það þegar um framfærslu fjölskyldunnar var að tefla? Í dag eru þeir fáir spámennirnir sem sjá fyrir ragnarök íslensku þjóðarinnar næstu fjögur árin í það minnsta. Menn eru hins vegar óðir yfir því hvernig skuli splitta tertunni sem maddaman hefur dundað sér í hæg- læti sínu við að baka síðustu árin. Eru ótraustir þingmenn málið? Treystum við ekki maddömunni til að halda sunnudagskaffið sem hún er búin að vera að baka fyrir alla vikuna? Það virðist ekki lengur vera nóg þegar maður spilar í ís- lenskri pólitík að vinna vel fyrir umbjóðendur sína. Þeir sætta sig ekki lengur við ríkulega uppskeru vinnu fulltrúa sinna heldur heimta að auki glamúr og helst að sjá þá í Innliti-útliti, eða í einlægu einka- viðtali í Mannlífi. Enn hvers virði er það fyrir pólitíkus að ná flottri mynd af sér í kokteilboði síðum Séð og heyrt, hjá því að ná hælkrók á efnahagsvandann og hafa undir, fjarri síðum glansritanna? Er vanhugsuð framtíðarsýn málið? Fyrirheitin um framtíðina, eru þau Framsóknarflokknum fjötur um fót? Eins og framsóknarmanna er von er ekkert sett fram nema með ásetningi um efndir. Þeir kunna því illa að lofa upp í ermina á sér. Loforð flokksins að þessu sinni eru fyrirheit til ungs fólks. Þeirra sem eru að koma undir sig fót- unum, hafa ágætar tekjur en háa greiðslubyrði, ung börn á framfæri og standa í því að koma fjölskyld- unni í öruggt húsnæði. Flokkurinn lofar þessum stóra hópi venjulegra Íslendinga verulegri kjarabót og styrkri hjálparhönd í gegnum fyrstu og erfiðustu ár brauðstrits- ins. Hvert er vandamálið? Er Davíð Oddsson stærsta vandamál Framsóknarflokksins næsta mánuðinn? Þjóðin virðist hafa skipt sér í tvær fylkingar. Með Davíð Oddssyni eða á móti Davíð Oddssyni. Fylkingarnar virðast vera nokkuð jafnar að stærð þó svo að heldur fleiri virðist vera á því að gefa honum frí. Þetta verður spurn- ing sem stór hluti kjósenda á eftir að svara með atkvæði sínu í maí. Óákveðnir eiga eftir að spyrja sig að því hvort það sé að kjósa með Davíð eða móti þegar það veltir fyr- ir sér Framsóknarflokknum, svarið við spurningunni er nokkuð ljóst ef tekið er mið af viðbrögðum foryst- unnar. Hún er ekki á móti Davíð, enda gengið vel að vinna með kauða. Þar með er spurningu kjós- andans svarað og hann kýs þá bara Davíð beint fyrst hann er hvort sem er fylgjandi honum eða að hann velur einhvern af stjórnarand- stöðuflokkunum þremur þar sem þeir eru klárlega á móti Davíð. Þannig lendir Framsóknarflokkur- inn í því að einungis hörðustu fylg- ismenn flokksins eru tilbúnir að kjósa hann, en það er hópur sem mundi aldrei í lífinu kjósa annað, jafnvel ekki þótt Saddam Husein yrði formaður flokksins. Samúðar- atkvæði sjálfstæðismanna hljóta að teljast ósennileg þegar sótt er jafn hart að foringjanum, þeir þurfa allt sitt. Málið er … Í mínum huga er lausnin aðeins ein, Framsóknarflokkurinn hefur engu að tapa, hann er þegar búinn að tapa öllu nema harðasta kjarn- anum. Forystan á að lýsa yfir ský- lausum vilja til að taka upp rík- isstjórnarsamstarf við Vinstri græna og Samfylkingu í anda Reykjavíkurlistasamstarfsins. Það er löngu úrelt lumma að ganga óbundinn til kosninga eins og vel- gengni R-listans hefur þegar sann- að. Þar hafa flokkarnir gefið út fyr- irfram hvernig stjórn borgarinnar yrði háttað fengju þeir tilskilið fylgi. Fólk vill vita hvað það fær upp úr hattinum á kjördag. Eins og staðan er í dag er það ekki áfram- haldandi ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar Af hverju vill enginn merkja x við B? Eftir Hauk Loga Karlsson Höfundur er formaður FUF Rvk. suður. „Forystan á að lýsa yfir skýlausum vilja til að taka upp rík- isstjórnarsamstarf við Vinstri græna og Sam- fylkingu í anda Reykja- víkurlistasamstarfs- ins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.