Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 15           ! "#          $ %! "  & & ' ! "  # ! & ( "   # $  ) * ) )" & +  + " ## , - -     ! ' ! "   . /              $  ) * ) )" & +  + "  , -"    ' ! " . 0  1" " %   #2 . # 3$  & &  &  ( -  -# # #   5 *   6 /        ! 7  + !  888 $   +  & !!! GOSPELSYSTUR Reykjavíkur halda vortónleika að þessu sinni í samvinnu við KK og Ellen Krist- jánsdóttur. Haldnir verða tvennir tónleikar í Langholtskirkju þriðju- daginn 29. apríl kl. 20.30 og fimmtudaginn 1. maí kl. 20.30. Yfirskrift tónleikanna er Ferða- langar og eru þetta tónleikar á ró- legri nótunum. Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum sem á það sammerkt að fjalla um trú, von, kærleika og frið. Stjórnandi er Margrét J. Pálma- dóttir og um hljómsveitarstjórn sér Stefán S. Stefánsson. Hljóm- sveitina skipa auk Stefáns: Agnar Már Magnússon á píanó, Guð- mundur Pétursson á gítar, Ásgeir Óskarsson á trommur og Birgir Bragason á bassa. Vortón- leikar Gospel- systra NÚ standa yfir vortónleikar hjá tónlistardeild Listaháskóla Íslands og eru tónleikar eftirfarandi: Mánudagur: Hráisalur kl. 20 Petra Spielvogel, mezzósópran, Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópr- an, Steinunn Soffía Skjenstad, sópr- an. Undirleikari á píanó: Richard Simm. Þriðjudagur: Hráisalur kl. 20 Birna Hallgrímsdóttir, píanó, Ása Briem, píanó, Helgi Heiðar Stefáns- son, píanó, Petra Spielvogel, píanó, Ásrún Inga Kondrup, tónsmíðar, Catherine Kiwala, klarinett. Undir- leikari á píanó: Richard Simm. Föstudagur: Flyglasalur kl. 20 Páll Ivan Pálsson, píanó,Hjördís Eva Ólafsdóttir, píanó, Steinunn Soffía Skjenstad, píanó, Ásrún Inga Kondrup, píanó, Ingibjörg Eyþórs- dóttir, sópran, Þóra Gerður Guðrún- ardóttir, mezzósópran / tónsmíðar. Undirleikari á píanó: Richard Simm. Vortón- leikar í LHÍ Mánudagur Súfistinn, Laugavegi 18, kl. 20 Þrír höfundar sem allir hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögur, þau Guðjón Friðriksson, Páll Valsson og Silja Aðalsteinsdótt- ir, spjalla um aðferðir sínar og við- horf til ævisagnaritunar og lesa úr verkum sínum. Vika bókarinnar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FARSI þessi er einn nærri þrjátíu slíkra sem Bretinn Derek Benfield á heiðurinn að. Leikritið „Bedside Manners“, en svo nefnist verkið á frummálinu, var fyrst sett upp í Bonn 1986 en textinn gefinn út fjórum árum síðar. Það kemur ekki á óvart að verkið rati upp á stærsta svið landsins nú sautján árum eftir heimsfrumsýn- inguna, góðir farsar verða oft klass- ískir og hægt að setja þá upp aftur og aftur með jöfnu millibili. En gæða- farsar eru ekki á hverju strái og að mati undirritaðs er þetta ekki einn hinna útvöldu. Hægt er að telja til ástæður fyrir þessari skoðun. Farsinn er svo form- úlukenndur að hann nálgast það að vera næstum geldur. Hér er ekkert sem kemur á óvart í söguþræðinum – hann er svo fyrirsjáanlegur að það er ekki langt liðið á sýninguna þegar vanir farsaaðdáendur eru búnir að reikna út leikslok. Annað er að þrátt fyrir að málfarið á þýðingu Árna Ibsen sé þjált er að- lögun hans að íslenskum veruleika helst til pen. Í textann, eins og hann kemur fyrir á sviðinu, vantar nær all- ar upplýsingar um persónurnar. T.a.m. er hvergi minnst á hvernig framhjáhaldspörin kynntust eða minnst á aðrar utanaðkomandi verur en gullfisk einn. Þetta gefur afar tak- markaðan efnivið í skemmtilega stað- færingu. Verkið er breskt og tekur mið af breskum viðhorfum, aðstæðum og siðferði. Kannski hefði verið af- farasælla hér að gera út á hið sér- breska í verkinu og draga það fram í sýningunni því svigrúmið til að láta verkið gerast hér á landi er lítið sem ekkert. Þá kemur upp sú spurning af hverju verkið er valið til sýningar. Sennilega eru fyrir því tvær ástæður. Í þessum farsa koma einungis fram fimm persónur þannig að það er til- tölulega ódýrt að reka sýninguna fyr- ir Leikfélag Reykjavíkur. Önnur og ef til vill aðalástæðan er sú að hér gefst færi á stjörnuhlutverki fyrir helsta karlkyns gamanleikara félagsins, Eggert Þorleifsson. Af ofangreindu mætti ef til vill ætla að sýningin væri algerlega mislukkuð en það er langt í frá. Hún er þvert á móti frekar vel unnin og gengur snurðulaust fyrir sig. Það er greini- legt að mikið starf hefur verið unnið og nýjum smáglettum skotið inn í á allra síðustu dögum. Og það fór ekki á milli mála að hún svínvirkaði – eftir því sem á sýninguna leið færðist líf í áhorfendahópinn og hlátrasköllunum fjölgaði. Miðað við hve leikhópurinn hefur tekið stórstígum framförum allra síðustu daga frá því á forsýn- ingum síðustu viku ætti hún að dafna vel. Eggert Þorleifsson ber af eins og flugeldur af stjörnuljósum. Eftir því sem líður á sýninguna virðist grípa hann æði, það hrannast upp tiktúrur, tilsvör og smáatriði sem sum virðast hafa verið spunnin upp á allra síðustu dögum. Hér hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf sem skilar sér í kraftmiklum leik enda býr Eggert að hárfínu næmi á tímasetningu. Þó er ástæðulaust að ganga svo langt að segja að Eggert beri sýn- inguna uppi. Hinir leikararnir hafa ákaflega mismikla reynslu af gaman- leik en framlag þeirra allra er þakk- arvert. Sigrún Edda Björnsdóttir er sennilega sá fjórmenninganna sem býr að mestri reynslu. Hún skapar meitlaða týpu hvað útlit, skapgerð, hreyfingar og rödd varðar – og fer aldrei út af sporinu. Viðhaldið hennar er leikið af Ellerti Ingimundarsyni. Túlkun hans tekur mið af persónu hennar í leiknum, hann leikur stórt og kemst vel frá því. Björn Ingi Hilmarsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir leika hitt parið í syndinni. Fas þeirra og framkoma er eðlilegri og meira blátt áfram þó að þau taki sínar rispur. Jóhanna Vigdís glæðir sína persónu hæglátri kímni, hún nær langt með einu augnatilliti á hárréttu andartaki. Birni Inga er meira niðri fyrir en að nokkrum skrípaaugnablikum frátöldum heldur hann sig líka við jörðina. María Sigurðardóttir fær hrós fyrir að nota fjölbreytileika í persónuleg- um leikstíl leikaranna til að lífga upp á sýninguna. Sterkum persónuein- kennum er ekki fyrir að fara í text- anum eins og hann kemur frá höfundi en leikurunum tekst hverjum fyrir sig að setja sitt mark á sína persónu. Ekkert þeirra tekst á loft í túlkun sinni en þau verða að sætta sig við það að vera stjörnuljós – en þau eru falleg líka. Sviðsmyndin undirstrikar formúlu- kenndan textann og ljósin voru ein- staka sinnum svo ómarkviss að þau eyðileggja vænlegan brandara í mót- un – í útlitshönnuninni var ekkert að finna sem lífgaði upp á sýninguna. Nú er spurningin hvort áhorfendur sem hafa notið stórkostlegra flugeldasýn- inga í þeim tveimur försum sem best- ir hafa verið sýndir á hinu stóra sviði Borgarleikhússins undanfarin ár sætti sig við einn flugeld og fjögur stjörnuljós. Flugeldar og stjörnuljós LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundur Derek Benfield. Þýðing og að- lögun: Árni Ibsen. Leikstjóri: María Sig- urðardóttir. Leikmynd og búningar: Stein- þór Sigurðsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifs- son, Ellert A. Ingimundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sigrún Edda Björns- dóttir. Sunnudagur 27. apríl. ÖFUGU MEGIN UPPÍ Morgunblaðið/Golli Eggert Þorleifsson í essinu sínu reynir að róa Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Björn Inga Hilmarsson sem fylgjast forviða með. Sveinn Haraldsson Dýrin fylgja Jesú – sögur í dymb- ilviku og á pásk- um er eftir Avril Rowlands í þýð- ingu Hreins S. Hákonarsonar. Uppspretta bókarinnar er Biblían sjálf. Í bókinni eru smásögur sem rekja at- burði dymbilviku og páska með aug- um dýranna. Með þeirra augum sjáum við atburðina í nýju ljósi. Þau fylgja Jesú eftir og segja frá óvænt- um kynnum sínum af honum í að- stæðum sem okkur eru kunnar. Þessi kynni breyta lífi þeirra og þau sjá margt með nýjum hætti eins og lesandinn sjálfur þegar páskadags- morgunn rennur upp. Útgefandi er Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 70 bls. Verð: 1.390 kr. Börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.