Morgunblaðið - 28.04.2003, Page 18

Morgunblaðið - 28.04.2003, Page 18
18 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BARÁTTAN fyrir jafnrétti og kven- frelsi er órjúfanlegur hluti jafn- aðarstefnunnar. Markmið okkar er samfélag þar sem konur og karlar taka jafnan þátt í atvinnulífi, fjölskyldulífi og mótun samfélagsins. En jafnrétt- ishugtakið nær ekki aðeins til jafnréttis kynja. Krafan um jafnrétti nær einnig til þess að skapa þjóðfélag þar sem fólk nýtur jafnra tækifæra, óháð kyni, efna- hag, uppruna og kynhneigð svo eitthvað sé nefnt. Til þess að vinna að þjóðfélagi jafn- réttis, kvenfrelsis og mannréttinda hef- ur Samfylkingin sett sér afar skýr markmið í þessum málum. Jafnframt hefur Samfylkingin gefið út bækling um jafnréttismál og einnig verða skipaðir jafnréttisfulltrúar flokks- ins til að hafa auga með þessum þáttum í starfinu öllu, hvort sem það er á veg- um Alþingis, sveitarstjórna eða flokks- ins sjálfs. Þetta teljum við afar mik- ilvægt og á þennan hátt höldum við líka stöðugt vöku okkar í þessum málum. Margt að vinna Hér koma nokkur atriði sem við telj- um að leggja beri áherslu á á komandi árum. Lengi býr að fyrstu gerð og því nauðsynlegt að byrja sem fyrst og er þá mikilvægt að nefna tvennt í þessu sambandi:  Að strax í leikskóla miðist uppeldi barna að jafnrétti kynja og á öllum skólastigum verði markvisst unnið að því að koma í veg fyrir fordóma og mismunun. Þrátt fyrir ákvæði í grunnskólalögum í þessum efnum hefur okkur ekki tekist að virkja um- ræðuna nægjanlega um þessi mál meðal skólabarna og því mikilvægt að leggja út í markviss verkefni þessu tengd.  Við viljum að ráðist verði til atlögu við launamun kynjanna með sam- stilltu átaki ríkisvalds og vinnumark- aðar. Sett verði á fót jafnlaunaverk- efni á vegum ríkis og sveitarfélaga og öllum ráðum beitt til að bylta viðhorfi samfélagsins til vinnuframlags kvenna. Það er í raun hreint með ólíkindum hversu langan tíma það tekur að brjóta glerþakið í þessum efnum. Þau tæki sem hér á að nota eru t.d. gerð jafnréttisáætlana fyrir stofnanir og fyrirtæki, svo og skipa jafnréttisfulltrúa á stærri stofnunum. Samþætting fjölskyldu og atvinnulífs er mikilvægur þáttur í þessu tilliti. Jafnframt er mikilvægt að tekið sé mið af mismunandi reynslu, hags- munum og sjónarmiðjum kynjanna. Nauðsynlegt er að skilgreina vel starf jafnréttisfulltrúa og nýta það besta úr reynslunni í þeim efnum. Mik- ilvægt er að sveitarfélög og stofnanir fái hvatningu og leiðbeiningu í þess- um efnum og er hlutverk Jafnrétt- isstofu í lykilhlutverki í þeim efnum. Nauðsynlegt er að gera mat á hverju ári um hvernig til hefur tekist í jafn- réttisáætlunum, þannig að hægt sé að bæta úr því sem ekki var gert. Jafnrétti hafi forgang  Að jafnrétti verði sett í forgang í stjórnkerfinu og sjónarmið þess flétt- uð inn í alla stefnumótun og ákvarð- anatöku innan stjórnsýslunnar. Hug- myndafræði samþættingar verði nýtt. Sérhvert ráðuneyti og stjórnvald verði skyld kvarða jafn sem teknar kynjanna v ákvörðuna er að efla e jafnréttism alla starfsm sinna þessu  Að opinber Slíkt er afa að átta sig erum hverj grípa inn e  Að unnið v kvenna á A um. Samfy sögulega á ur náð með karla í þin sömu mark vangi flokk trúa flokks þess að gæ Aldrei má Stjórnvöl  Við viljum skylt að se sem miðar stöðum sam manna, dóm staðar á ve sama skyn vakningu s skiptalífinu Jafnrétti skiptir máli „Með Ingibjörgu fylkingar og sem herraefni Samfy möguleika á að hins betra í okk konur, börn og k Eftir Guðrúnu Ögmundsdóttur og Kristján Möller MEÐ breyttum aðstæðum sem skapast hafa á undanförnum misserum eru nú forsendur fyrir róttækum breytingum á lánakerfi Íbúðalánasjóðs sem miða að aukinni þjónustu og bættum láns- kjörum á heildarfjármögnun íbúða- kaupa almennings. Helstu breytingar eru:  Stofnun Íbúðalánasjóðs og markaðs- væðing íbúðalána sjóðsins  Tilkoma rafrænna húsbréfa  Innkoma erlendra fjárfesta á íslensk- an skuldabréfamarkað  Útrás íslenskra verðbréfafyrirtækja á alþjóðlegan fjármálamarkað Við höfum á undanförnum mánuðum séð mjög vaxandi áhuga erlendra fjár- festa á húsbréfum en kaup þeirra hafa einmitt tryggt afföll í sögulegu lág- marki. Þrátt fyrir ofangreint þarf enn að gera nokkrar breytingar á fyr- irkomulagi íslensks fjármálamarkaðar til að auðvelda aðgengi erlendra fjár- festa að íslenskum skuldabréfaflokkum. Meðal þess sem tryggja þarf má nefna skuldabréfaflokka sem eru a.m.k. 500 milljónir USD að stærð og samninga við alþjóðlega uppgjörsbanka verðbréfa til að sjá um greiðslumiðlun á al- þjóðamarkaði. Hvort tveggja á að vera tiltölulega einfalt og ætti að geta geng- ið eftir á hausti komanda. Markmið með tillögum Framsóknarflokksins um 90% lán Með þeim breytingum sem hér hafa verið raktar skapast svigrúm til skil- virkara og neytendavænna íbúða- lánakerfis. Þess vegna höfum við fram- sóknarmenn sett fram það stefnumið okkar að hækka hlutfall almennra hús- næðislána úr 65–70% í 90% af mats- verði fasteigna. Markmið þessarar breytingar er margþætt. Má þar helst nefna: Gagnvart íbúðakaupendum  Heildarfjármögnun vegna íbúða- kaupa verður möguleg hjá Íbúðalána- sjóði  Þeim sem á annað borð þurfa svo hátt hlutfall kaupverðs fasteignar að láni eru tryggðir lægstu mögulegu markaðsvextir  Mögulegt verður að losa um fjár- magn bundið í steinsteypu, með end- urfjármögnun fasteigna Gagnvart fjármálamarkaði og efna- haglífi:  Skapaðar eru aðstæður fyrir aukinni innkomu erlendra fjárfesta  Lagður er grunnur að stöðugleika til lengri tíma  Draga má úr sveiflum og treysta grundvöll krónunnar með fjárfest- ingum erlendra aðila í þeim gjald- miðli  Lækka má raunvexti til lengri tíma Útfærsla íbúðalána Með hærra lánshlutfalli eykst vissu- lega hættan á útlánatöpum. Því má sjá fyrir sér að lánakerfið verði byggt upp með þremur lánaflokkum, þannig að aukið lánshlutfall leiði af sér aukinn vaxtamun. Þannig beri fyrstu 60–70% ákveðinn vaxtamun, t.d. þann sama og í dag, næstu 10–15% nokkru hærri mun og stærri hluti hans renni í af- skriftasjóð en síðustu 15–20% beri mesta vaxtamuninn og enn hærra hlut- fall hans renni þá í afskriftasjóð. Þetta er í grundvallaratriðum ekki svo ólíkt því sem gjarnan gerist í fast- eignaviðskiptum í dag, því algengt er að gefin séu út tvö fasteignaveðbréf við nýbyggingar lægi fyrst og vaxtamun. Inn Við sjáum fallið hækki í hækki sú hám í fasteignavið ekki nema 8 húsnæðis en hrekkur tíðum breytinganna þessa árs fær skipta í 70% vori um 5%. V hámarkslánið í hvert sinn. Gert verði munur á láns kaupa í fyrst skrefið verði fall. Annað sk gengið hefur aðgerðum til gang erlendr skuldabréfafl fyrir 1. maí 2 tekin á ársfre Ástæ Með því að irkomulagi íb urra ára tíma eftirspurnars íbúðakaupa. H Framtíðarlánakerfi Íbú „Með þeim breytingum sem raktar skapast svigrúm til sk endavænna íbúðalánakerfis um við framsóknarmenn set mið okkar að hækka hlutfall húsnæðislána úr 65–70% í 9 fasteigna.“ Eftir Árna Magnússon ÓVISSA OG UPPLAUSN Sveiflur í skoðanakönnunum end-urspegla þá óvissu, sem er ístjórnmálum landsins fyrir kom- andi kosningar. Fjöldi framboða end- urspeglar ákveðna upplausn. Það er hins vegar umhugsunarefni, að hvorki staða efnahagsmála né aðrir þættir í þjóðarbúskapnum gefa tilefni til óvissu eða upplausnar. Að sjálfsögðu er ekkert við því að segja, að framboðum fjölgi. Það eru leikreglur lýðræðisins. Hins vegar er augljóst að eftir því, sem framboðslist- ar eru fleiri dreifast atkvæði meir á milli flokka og lista og stöðugleikinn í stjórnmálum verður minni. Mestan hluta lýðveldistímans hafa verið gerðar tilraunir með að stofna nýja flokka, sem jafnan hafa runnið út í sandinn eft- ir einar til tvennar kosningar. Það sem óneitanlega kemur á óvart nú er að Frjálslyndi flokkurinn, sem bauð í fyrsta sinn fram fyrir fjórum árum, er að styrkjast verulega í kosningabarátt- unni að þessu sinni, ef marka má skoð- anakannanir, en yfirleitt hefur reynsl- an verið sú, að frekar halli undan fæti hjá nýjum flokkum eða framboðslistum í öðrum kosningum eftir stofnun þeirra. Svonefnt Nýtt afl býður nú fram í öll- um kjördæmum landsins en að því framboði standa m.a. einstaklingar sem eiga sér langa sögu í öðrum stjórn- málaflokkum. Í einu kjördæmi, Suður- kjördæmi, er sérframboð á ferð en reynslan sýnir að slík framboð hafa stundum haft áhrif í kosningum, þótt þau nái ekki manni á þing. Sumar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið síðustu vikur, hafa gefið til kynna að núverandi stjórnarflokkar gætu tapað meirihluta sínum á Alþingi. Af því tilefni vakti Davíð Oddsson for- sætisráðherra athygli á því í sjónvarps- þætti fyrir skömmu, að þá lægi beint við að stjórnarandstöðuflokkarnir, þ.e. Samfylking, Frjálslyndi flokkurinn og vinstri-grænir, mynduðu nýja ríkis- stjórn. Það kom skýrt fram í umrædd- um sjónvarpsþætti, að þessi hugmynd féll ekki í góðan jarðveg hjá talsmanni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur. Við liggur að nú þegar, tveimur vik- um fyrir kosningar, sé komið upp ein- hvers konar rifrildi á milli þessara hugsanlegu samstarfsflokka. Í viðtali við Morgunblaðið í gær fjallar Stein- grímur J. Sigfússon, formaður vinstri- grænna, um slíka stjórnarmyndun og segir: „Undir þetta hafa til dæmis vinir okkar í Frjálslynda flokknum tekið nokkuð skýrt. Það veldur vissulega vonbrigðum, að Samfylkingin hefur átt í einhverjum vandræðum með að taka jafnskýra afstöðu. Það hefur líka vakið athygli, að Samfylkingin hefur haldið dyrunum merkilega opnum fyrir sam- starfi með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa menn spurt: Er það þá allt og sumt, sem yrði í boði, ný Viðeyjarstjórn krata og sjálfstæðismanna?“ Gera má ráð fyrir, að talsmenn Sam- fylkingar séu tregir til að taka undir hugmyndir um stjórnarmyndun núver- andi stjórnarandstöðuflokka vegna þess, að þeir telji að það dragi úr líkum á því að stjórnarflokkarnir missi meiri- hlutann, ef almenningur áttar sig á, að afleiðing þess gæti orðið myndun þriggja flokka ríkisstjórnar Samfylk- ingar, Frjálslynda flokksins og vinstri- grænna. Það er áreiðanlega rétt mat hjá forystumönnum Samfylkingarinn- ar. Hins vegar breytir það engu um hinn pólitíska veruleika, þótt Samfylkingin vilji ekki horfast í augu við hann. Feng- in reynsla sýnir, að yfirgnæfandi líkur eru á, að tapi núverandi stjórnarflokk- ar meirihlutanum, yrði slík þriggja flokka ríkisstjórn mynduð. Sumarið 1971 höfðu sömu flokkar átt aðild að ríkisstjórn, þ.e. Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur, í tólf ár. Þeir misstu þingmeirihluta sinn í kosning- unum þá um sumarið. Vitað var að for- ystumenn nýs flokks, sem þá bauð fram í fyrsta sinn til Alþingis, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, höfðu lít- inn sem engan áhuga á því að taka upp stjórnarsamstarf við Alþýðubandalag- ið. Það var skiljanlegt. Forráðamenn hins nýja flokks höfðu nokkrum árum áður starfað innan Alþýðubandalagsins og lent í harkalegum deilum við fulltrúa Sósíalistaflokksins innan þess. Í ljós kom hins vegar að þrýstingur frá al- mennum flokksmönnum í öllum flokk- unum þremur, sem höfðu verið í stjórn- arandstöðu í tólf ár, var svo mikill að forystumennirnir fengu engu um það ráðið. Þeir hlutu að mynda saman rík- isstjórn og eins og oft hefur verið rifjað upp í Morgunblaðinu reyndist það stjórnarsamstarf ekki farsælt. Staðan nú er mjög svipuð. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur átt aðild að ríkis- stjórn í tólf ár samfleytt, þótt sam- starfsaðilarnir hafi verið tveir, fyrst Alþýðuflokkur í fjögur ár og síðan Framsóknarflokkur í átta ár. Missi nú- verandi stjórnarflokkar meirihluta sinn á Alþingi er augljóst, að mikill þrýstingur verður innan stjórnarand- stöðuflokkanna á að taka höndum sam- an í ríkisstjórn og ósennilegt að for- ystumenn einstakra flokka eins og t.d. Samfylkingar geti staðizt þann þrýst- ing. Af orðum talsmanns Samfylkingar- innar í fyrrnefndum sjónvarpsþætti má ráða, að Samfylkingin kysi að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og frjálslyndum. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, hefur tal- að á þann veg, að ólíklegt er að hann mundi taka þátt í slíku stjórnarsam- starfi. Skýringin á því að Samfylkingin vill ekki mynda ríkisstjórn með þátt- töku vinstri-grænna er sennilega sú, að það Alþýðubandalagsfólk, sem nú ræð- ur ferðinni innan Samfylkingar, telji sig eiga óuppgerðar sakir við forystu- menn vinstri-grænna, eftir samstarf þessara aðila á vettvangi Alþýðubanda- lagsins. Talsmaður Samfylkingarinnar hefur tekið sérstaklega fram, að það sé ekki markmið hennar að framlengja völd formanns Sjálfstæðisflokksins. Í ljósi þeirra yfirlýsinga er ólíklegt að sam- starf gæti tekizt milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það er því erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að langlíklegasta stjórnarmynztrið að loknum kosning- um, ef svo færi að núverandi stjórnar- flokkar misstu meirihluta sinn á Al- þingi, yrði ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka. Það er svo kjósenda að meta, hvort þeim þyki sá kostur líklegur til að við- halda þeim pólitíska og efnahagslega stöðugleika, sem ríkt hefur um árabil á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.