Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MARKVISS og metnaðarfull mennta- sókn á öllum skólastigum, með sérstaka áherslu á uppbyggingu háskóladeilda og fjarnáms utan höfuðborgarsvæð- isins, er til lengri tíma litið besta byggðastefnan. Þar sem tjöldum öfl- ugra menntastofnana hefur verið slegið upp er uppbygging, bjartsýni og kraft- ur í samfélaginu. Höfn í Hornafirði, Sel- foss, Húsavík og Akureyri eru staðir sem staðfesta þetta. Í höfuðstað Norð- urlands eru skólarnir orðnir burðar- ásar. Þeir skapa atvinnu, blómlega menningu og byggðafestu. Þeir geta orðið enn frjórri jarðvegur fyrir nýja sókn í atvinnumálum. Í skjóli þeirra þarf að örva sprettu sprotafyrirtækja í samvinnu ungs menntafólks, gróinna norðlenskra fyrirtækja og nýrra og öfl- ugra fjárfestingarfélaga, sem hafa orðið til í höfuðstað Norðurlands. Akureyri hefur sem einstakur skólabær alla burði til að skapa sér forskot á sviði há- tækni í komandi framtíð. Framtíðarsýn fyrir Akureyri Í þessu sambandi skiptir miklu máli að Akureyri býr að sterkum og grónum fyrirtækjum, með öfluga stjórnendur sem hafa sýnt að þeir þora að taka áhættu. Reynslan sýnir, að sambýli slíkra fyrirtækja og kröftugra mennta- stofnana er heppilegasti jarðvegurinn fyrir ný fyrirtæki í sólrisugreinum. Það þarf hins vegar áburð og yl í formi stuðnings frá hinu opinbera til að sprot- arnir verði til. Samfylkingin hefur út- færða stefnu um hvernig á að koma ný- græðingnum til. Fyrir skólabæinn Akureyri er sér- lega mikilvægt að ýtt verði undir sam- keppni á háskólastigi, þannig að deildir á sviðum, sem kennd eru við aðra há- skóla, verði líka opnaðar við Háskólann á Akureyri. Sömuleiðis þarf að afla hon- um fjármagns til aukinna rannsókna. Enginn háskóli nær að blómgast og dafna nema hann búi að sterkum rann- sóknargrunni. Hvorttveggja, aukin samkeppni á háskólastigi og auknar fjárveitingar til rannsókna háskólanna, er í forgangi í menntastefnu Samfylk- ingarinnar. Samfylkingin mun beita sér fyrir því að opinberar fjárveitingar til rannsókna við Háskólann á Akureyri verði auknar. Jafnhliða verði með op- inberum aðgerðum ýtt undir að fyr- irtæki vaxi upp í skjóli norðlensku skól- anna. Það er hluti af byggðasýn Samfylkingarinnar að skólabærinn Ak- ureyri verði íslenskur hátæknibær á fyrri hluta þessarar aldar, – og sem fyrst. Framhaldsnám á háskólastigi Háskólinn á Akureyri er dæmi um einhverja best heppnuðu byggðaaðgerð sem nokkru sinni hefur verið ráðist í. Háskólinn hefur virkað sem segull á úr- valsfólk til Akureyrar. Hann hefur líka laðað að ríkisstofnanir til Akureyrar, ýmist heilar eða deildir innan þeirra. Þetta umhverfi, sem sambýli skóla og stofnana hefur skapað, er auðlind í sjálfu sér. Þessa auð miklu betur til hags land og Ísland allt. Samfylkingin mu að fleiri útibú ríkiss í tengslum við háskó arsýn á skólabæinn annars sú að í samv ans, og með auknum menntamálaráðune að koma þar upp stó artengdu framhalds Flestum vísindamön um, að á því stigi æv flestar og bestar vís sem þeir eru oft alla vinna úr. Umhverfi, blandast sterkir skó sóknir og sterk teng eru kringumstæður ný sprotafyrirtæki s stór og öflug fyrirtæ rannsóknartengt há menn geta lokið me orsnámi, getur því s Akureyri og nágren verða svæði, sem ör fyrirtæki. Akureyrar Ein leið til að ýta fræði- og vísindame ureyri eftir nám þar Norðlensku skólarnir o Eftir Kristján Möller „Skólarnir eru stóriðja Norður lands. Við eigum að efla þá á a lund, og kosta miklu til að ska úr þeim skjól fyrir sprotafyrirtæ framtíðinni.“ SKOÐANAKANNANIR benda til þess að hugsanlegt sé að vinstri stjórn verði mynduð að kosningum loknum. Vinstri Grænir, Frjálslyndir og Sam- fylkingin hafa lýst yfir áhuga á að starfa saman í ríkisstjórn. Þetta eru vond tíðindi fyrir þá sem vilja stöð- ugleika og áframhaldandi hagvöxt í landinu. Reynslan er ótvíræð Í nýlegu riti um hagstjórn á Íslandi sem Hagfræðistofnun og Sagn- fræðistofnun Háskóla Íslands standa að er að finna upplýsingar um muninn á hagstjórn hægri og vinstri stjórna. Þar kemur til dæmis fram að verðbólga hefur að meðaltali verið 10% hærri og ríkisútgjöld að meðaltali aukist 8% meira í stjórnartíð vinstri manna. Um langa hríð hafa landsmenn hins vegar búið við stöðugleika og hagsæld og því er hætta á að kollsteypur fyrri ára séu mönnum ekki lengur í fersku minni. En sú upprifjun yrði dýrkeypt. Hættuleg fyrningarleið Eitt af því sem ofangreindir flokkar boða er upptaka veiðiheimilda sem sjávarútvegsfyrirtæki um land allt hafa fest sér, oft með ærnum tilkostn- aði. Þessi svokallaða fyrningarleið var nýlega gagnrýnd af forstjóra Þorbjarna Grindavík, sem sag arleiðinni myndi ha í stórfellt tap hjá sjá irtækjum og þau leg upp laupana á stutt auðvitað hættan sem aðgerð myndi fylgja íslensku atvinnulífi útvegurinn enn mát vinnulífinu. Vörumst vinstri slysin! Eftir Sólveigu Pétursdóttur „…við okkur blasir óábyrg stefna vinstri flokkanna sem getur sett allt á annan end- ann í efnahagslífinu komist hún í framkvæmd.“ SÍÐASTA vetrardag sótti ég kynning- arfund sem haldinn var á vegum Borg- arfræðaseturs vegna útkomu bókar Hörpu Njáls félagsfræðings, Fátækt á Íslandi við upphaf nýrrar aldar – Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins. Á fundinum kynnti Harpa nið- urstöður rannsókna sinna á þróun ís- lenska velferðarkerfisins og fátækt á Íslandi. Harpa nálgaðist efnið á áhugaverðan hátt með því að reyna að gera sér grein fyrir því hvað þyrfti til að lifa sómasamlegu lífi í nútímaþjóð- félagi. Fram kom á fundinum að hún leitaði til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna um upplýsingar og að sjón- um er einkum beint að fátækt í Reykjavík. R-listinn skekkti dæmið Stærstu útgjaldaliðir fólks eru eins og flestir vita matarkaup og húsnæð- iskostnaður og taldi Harpa að veru- lega þyrfti að taka á til þess að allir gætu séð fyrir sér og sínum á nútíma- legan hátt, jafnvel vantaði 30% upp á hjá sumum fjölskyldum. Alláleitin umræða hefur farið fram að undanförnu um vaxandi fjölda þeirra sem leita á náðir hjálparstofn- ana til að framfleyta sér. Svo virðist sem ástandið sé verst í Reykjavík. Það kom skýrt fram í máli Hörpu Njáls að vendipunkturinn hefði orðið árið 1995, í kjölfar þess að Félagsþjónustan í Reykjavík endurskoðaði viðmið- unarkvarða sína fyrir úthlutun styrkja, en ýmsir almannatrygg- ingaþegar hafa átt rétt á bótum til við- bótar frá sveitarfélaginu. Endur- skoðun R-listans í Reykjavík, sem tók við stjórnartaumum í Reykjavík árið 1994, á styrkjum frá Félagsþjónust- unni fólst einkum í tvennu. Ekki var lengur tekið tillit til fjölskyldustærðar umsækjenda eins og áður hafði verið gert og að auki var styrkupphæðin fryst í fjögur ár! Þannig lækkuðu framlög R-listans á verulega og undrar fari að halla undan hjá smáfuglunum. Fleiri leiði Ég spurði Hörpu inum hvort fleiri lei að hækka styrki og upp að þeim mörku væru lágmarksfram vegna þess að mata iskostnaður eru svo útgjöldum heimilan þá skoðun mína að færar. Ég vakti ath R-listans hefði ekki Þannig hefur skipu lóðaskorti, að lóðir byggjendum dýrar Fátækt í Reykjavík og R Eftir Katrínu Fjeldsted „Það kom skýrt fram í máli Hö vendipunkturinn hefði orðið á kjölfar þess að Félagsþjónust vík endurskoðaði viðmiðunark fyrir úthlutun styrkja.“ SKIPTAR SKOÐANIR INNAN STJÓRNARANDSTÖÐU Skoðanir eru bersýnilega skiptarmilli stjórnarandstöðuflokkannaum fiskveiðistefnuna ekkert síð- ur en á meðal annarra í þessu þjóð- félagi og þarf svo sem engum að koma á óvart. En óneitanlega vekur það meiri eftirtekt en ella vegna þess, að nú er tæp vika til kjördags, stjórn- arandstöðuflokkarnir hafa sótt hart að ríkisstjórninni og skoðanakannanir hvað eftir annað sýnt að það væri raunhæfur möguleiki, að þeir tækju höndum saman um myndun ríkis- stjórnar að kosningum loknum. Í samtali við Morgunblaðið sl. laug- ardag sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, að hún vildi að sú aukning á þorsk- kvóta, sem gert er ráð fyrir að verði á næsta fiskveiðiári yrði boðin upp til leigu strax í haust og öllum yrði gefinn kostur á að leigja þær aflaheimildir. Taldi hún að verðmæti þeirra gæti numið um 4,5 milljörðum króna. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna hins vegar: „Ég skrifa að sjálfsögðu ekki upp á þetta því þetta er ekki okkar stefna og ég hef þvert á móti goldið talsverðan var- hug við þessari uppboðsleið Samfylk- ingarinnar. Við erum að tala um veru- lega byggðatengingu réttarins, sem skapar sjávarbyggðunum allt aðra stöðu heldur en að keppa um hvert ein- asta kíló á uppboði. Maður spyr sig að því hvort afl peninganna muni ekki ráða úrslitum, þegar allar veiðiheim- ildir fara á uppboð. Okkar sjávarút- vegsstefna er í grundvallaratriðum ólík og á í raun ekkert sameiginlegt með uppboðsleið Samfylkingarinnar nema þá helzt þetta nafn, sem mikil til- hneiging er til að skella á allar hug- myndir um breytingar, það er að segja fyrningarleið.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varafor- maður Frjálslynda flokksins segir af sama tilefni: „Ég tel að fyrningarleið Samfylking- arinnar gangi ekki upp því menn ætla að vera áfram í kvótakerfi. Mér líst ekki á það, ef það verður einhver aukn- ing í haust, að það eigi að fara að leigja það strax út. Ég tel frekar að menn ættu að fara eftir okkar tillögum og skipta um kerfi og taka upp aflaaukn- ingu í gegnum þær breytingar.“ Af þessum ummælum er ljóst, að sjónarmið tveggja hugsanlegra sam- starfsflokka Samfylkingar í ríkisstjórn eru mjög ólík hugmyndum Ingibjargar Sólrúnar, sem svarar þeim reyndar fullum hálsi í Morgunblaðinu í dag og segir: „Mér finnst að þá þrjóti örendið til þess þegar á reynir og mér finnst þessi viðbrögð sýna það. Þá hlaupa þeir í skjól.“ Það hefur tekið rúman áratug að ná samkomulagi um það grundvallaratriði að gjald skuli taka fyrir afnot fiskimið- anna, sem renni í almannasjóði. Og enn eru nokkur ágreiningsmál óút- kljáð, sem snúa að smábátum og sjáv- arplássum. En óneitanlega kemur það á óvart eins og Ingibjörg Sólrún segir í Morgunblaðinu í dag, að viðhorf hinna stjórnarandstöðuflokkanna tveggja skuli vera svo gerólík sjónarmiðum Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnir eru þrátt fyrir allt myndaðar um samstöðu um ákveðin málefni, sem samstarfsflokkar ætla að ná fram. Nú er ljóst, að alvarlegur ágrein- ingur er á milli stjórnarandstöðuflokk- anna þriggja um hugmyndir á borð við þær sem talsmaður Samfylkingarinnar setti fram í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag. Í sama viðtali kemur fram að Sam- fylkingin stefnir að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Vinstri grænir og Frjálslyndi flokk- urinn eru hins vegar algerlega andvíg- ir því að sækja um aðild að ESB. Hins vegar má vel vera, að þessir þrír flokkar geti náð saman um ákveðnar aðgerðir í velferðarmálum. Og jafnframt verður forvitnilegt að sjá hver viðbrögð stjórnarandstöðuflokk- anna og raunar stjórnmálaflokkanna allra verða við þeim hugmyndum, sem nú eru að gerjast innan BSRB í skatta- málum, en þau samtök lúta forystu Ög- mundar Jónassonar, sem jafnframt er einn af þingmönnum Vinstri grænna. Í Morgunblaðinu í dag er gerð ítarlegri grein fyrir þeim hugmyndum en áður hefur komið fram og fer ekki á milli mála, að hér eru um að ræða hugmynd- ir um mjög róttækar en jafnframt at- hyglisverðar aðgerðir í skattamálum. Í stjórnmálaumræðum síðustu daga hefur verið dregið í efa að réttmætt væri að nefna hugsanlega ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna vinstri stjórn. Óumdeilt er að Vinstri grænir eru vinstri flokkur og tæpast getur nokkur dregið í efa, að innan Samfylk- ingarinnar er mjög sterkur vinstri armur, sem kemur úr Alþýðubanda- laginu, sem óumdeilanlega var vinstri flokkur. Að vísu er líka til það sem hægt væri að kalla hægri arm eða miðjumenn í Samfylkingunni, sem áttu sér langa sögu í Alþýðuflokknum en völd þeirra og áhrif hafa farið mjög þverrandi innan Samfylkingarinnar. Frjálslyndi flokkurinn verður ekki kallaður vinstri flokkur. Hins vegar er tæpast orðið ljóst hvar á að skipa hon- um í hinu pólitíska litrófi hér á Íslandi. Í ljósi framansagðs getur þó varla talizt ósanngjarnt að segja, að ríkis- stjórn stjórnarandstöðuflokkanna yrði vinstri stjórn, þar sem meginhluti hennar mundi eiga sér rætur í stjórn- málahreyfingu vinstri manna og hún að verulegu leyti byggð upp af fólki, sem tók út sinn pólitíska þroska í Al- þýðubandalaginu. Það hefur lengi loðað við að vinstri stjórnir einkenndust af innbyrðis sundurlyndi. Þar hefur verið vísað til vinstri stjórnanna 1956–1958, 1971– 1974, 1978–1979 og vinstri stjórnarinn- ar í Reykjavík 1978–1982. Í samtalinu við Ingibjörgu Sólrúnu hér í blaðinu sl. laugardag telur hún ekki fara á milli mála, að sá draugur hafi verið kveðinn niður og á þá við samstarfið innan Reykjavíkurlistans í borgarstjórn Reykjavíkur. Í því sambandi má auðvitað spyrja, hvort uppnámið innan Reykjavíkur- listans í desember sl., sem endaði með afsögn þáverandi borgarstjóra sé til marks um það. Og óneitanlega er eftir því tekið, að harðar deilur skuli hafa blossað upp milli stjórnarandstöðuflokkanna nokkrum dögum fyrir kosningar um grundvallaratriði í sjávarútvegsmál- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.