Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16.   Kvikmyndir.is kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. b.I. 14. / kl. 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.55.Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára. Heimilda- og Stuttmyndahátíð SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Stevie sýnd kl. 8 Biggie & Tupac sýnd kl. 10 Ruthie & Connie sýnd kl. 10.30 ÞAÐ eru hasarmyndirnar sem best standa sig á Mynddiskalista vikunnar. xXx er enn á toppi listans yfir nýja útgáfu og pakk- inn tvöfaldi með fyrstu Die Hard- myndunum er að gera það gott í hópi gullmola. Engin furða að þær myndir skuli ganga vel á mynddiski því þær lögðu um margt línurnar í gerð hasar- mynda samtímans. Þar með er hasarinn á listunum ekki upptalinn því gamli kóng- urinn í þeirri deild, hann Arnold Schwarzenegger, kemur askvað- andi inn á listann með viðhafn- arútgáfu á Rándýrinu, Predator, og svo sjálfum Tortímandanum, en eins og flestir ættu að vita verður langþráð þriðja myndin í þeim myndaflokki frumsýnd í sumar. Annars er tónlistin áberandi á topplistanum. Moulin Rouge stekkur hæst allra, Bítlasafnið stóra selst enn mjög vel og vönd- uð útgáfa af Rocky Horror Pict- ure Show rennur jafnt og þétt út. Heitar hasarmyndir Arnold Schwarzenegger hnyklar vöðvana í Rándýrinu.                                     ! "  #       #% #%   " #% #% #%   " #% #% #%     &  "  #'()  *   % "   + ,+  -+   #%   +    #   .  + + #   .    .  + + #   .                    +                * ! /   "  "  "    "0 * /   * #% #% #% #% #% #% #% #% #% #%    &  '(  )*  + ,   skarpi@mbl.is HINIR stökkbreyttu hafa snú- ið aftur og það með látum. Önnur myndin um þá X2, eins og hún kallast vestra, var heimsfrum- sýnd hér á landi á miðvikudaginn var við mikla eftirvæntingu. Fyrr í vikunni, eða á mánudeginum, kom, sumpartinn af því tilefni, í verslanir ný sérstök viðhafnarút- gáfa af fyrstu myndinni á mynd- diski, útgáfa sem kallast X-Men 1.5. Eðlilega vakna spurningar vegna þessa titils. Hefur hann eitthvað með einhverja enn eina nýtísku hljóðrásina að gera eða þá það sem maður er að vona, nýja útgáfu af fyrstu mynd- inni, sem brúar bilið milli hennar og X2? Seinna svarið er rétt, næstum því. Þannig er að það stóð alltaf til að á þessari nýju viðhafnarút- gáfu yrði breytt útgáfa á mynd- inni frá því í bíó, sem myndi eyða meiri tíma í að kynna hina stökk- breyttu til sögunnar, rifja upp þegar þeir uppgötvuðu fyrst of- urkrafta sína á unga aldri. Þess- ar upptökur eru reyndar ekki til, heldur ætlaði Bryan Singer leik- stjóri myndanna að gera þær um leið og hann gerði X2. Á síðustu stundu var síðan hætt við allt saman, af fjárhagsástæðum, Sin- ger til töluverðrar gremja að tal- ið er en honum hafði einmitt fundist það stærsti gallinn á fyrstu myndinni hversu lítinn tíma hann gaf sér í kynningu á ofurhetjunum. En þeir hjá mynddiskadeild Fox héldu samt nafni, fannst það svo svalt, og réttlæta það nú með þeim rökum að allt aukaefnið sem fylgi með sé sannarlega góð- ur einn og hálfur skammtur af X- mennum. Ekki skal alveg gengið svo langt að taka undir þá skýr- inguna en það breytir því ekki að aukaefnið er sannarlega ríflegt, og í raun eitthvert það áhuga- verðasta sem boðið hefur verið uppá á mynddiski. Hann leynir sér nefnilega ekki metnaðurinn að baki útgáfunni og er skýringin einföld. Bryan Singer var og hef- ur alltaf verið einlægur bíóunn- andi og hefur engan veginn gleymt rótum sínum. Þannig hef- ur hann lýst yfir að ekkert fari meira í hans fínustu taugar en þegar framleiðendur misnota veikleika þessa hóps, t.d. þannig að féfletta hann með því að reyna að pranga upp á hann efni sem hann þegar á. Eðlilega er Singer því mjög umhugað að allar mynddiskaútgáfur sínar sé í hæsta gæðaflokki, að kaupand- inn, bíóunnandinn, fái sem mest fyrir peninginn. Þegar honum tókst ekki að landa nýrri útgáfu af myndinni lagði hann enn frek- ari áherslu á þetta, að ef gefa ætti út aðra útgáfu af mynd sem þegar hefði komið út á mynd- diski, fyrir ekki lengra síðan, þá yrði hún að innihalda eitthvert bitastætt efni. Hann lét hóa í framleiðandann sem gerði Góð- kunningja lögreglunnar (The Usual Suspects) að einum eftir- tektarverðasta mynddiski sem út hefur komið, vin sinn Rob Meyer Burnett, og saman tóku þeir saman feitan pakka af efni sem fyllir tvo diska. Á þeim fyrri er efnið sem aðdáendur myndarinnar söknuðu svo sárt á fyrstu útgáfu hennar á mynddiski – sem vel að merkja var frekar hroðvirknislega unn- inn og efnisrýr. Við erum að tala um frábæra lýsingu Bryans Sing- ers á gerð myndarinnar. Á fyrri diskinum eru einnig afgangsat- riði sem hægt er að horfa á sér, eitt og eitt eða í einum rykk, eða þá inni í myndinni sjálfri, er reyndar klunnalega skeytt inn, með góðri pásu á milli. Áhuga- verðar senur samt sem áður og græða mjög á lýsingum Singers, sem ekki voru á fyrri útgáfunni. Seinni diskinn er hægt að horfa á í heild sem eina langa og ítarlega heimildarmynd um gerð myndarinar – mikið til eins og fluga á vegg á tökustað – eða þá í köflum. The Uncanny Suspect inniheldur viðtöl við leikara en þar kemur á daginn að nær eng- inn þeirra hefur almennan áhuga eða þekkingu á heimi mynda- sagnanna. Einnig er athyglisverð leikprufan með Hugh Jackman, sem á endanum fékk hlutverk náttúrlega Wolverine. Því næst fær maður að kynnast hvernig X-mennin voru færð af síðum myndablaðsins upp á hvíta tjald- ið, með hjálp förðunarsérfræð- inga og brellumeistara. Hápunktur seinni disksins er svo Production Scrapbook, 64 mínútna „úrklippibók“, sem unn- in er upp úr 60 klukkustundum af efni sem höfundur sögunnar og einn aðalframleiðandinn Tom DeSanto tók á meðan gerð myndarinnar stóð. Þarna fær maður sanna mynd af því sem gekk á, og gengur almennt á, á tökstað. Allur hasarinn, rifrildið, tilfinningaflæðið, ringulreiðin og leiðindin – allt kemst til skila, svolítið í anda Heart of Dark- ness-myndar Eleanor Coppola, sem fjallaði um martröðina sem var gerð Apocalypse Now, mannsins hennar. (Singer fannst reyndar sjálfum of mikið klippt burtu af neikvæðum atvikum). Auðvitað er svo margt fleira á diskinum, sem ekki er unnt að gera skil hér, enda af nógu að taka. Það má því svo sem vel taka undir að hér sé á ferð einn og hálfur skammtur af X-menn- um. Einn og hálfur skammtur af X-mennum Skarphéðinn Guðmundsson X-Men 1.5, sérútgáfa af fyrstu myndinni um ofurmennin, hefur verið gefin út á mynddiski, og brúar að nokkru bilið milli fyrri myndarinnar og hinnar seinni, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum. Með stjórn á veðuröflunum: Neistarnir fljúga frá óskarsverðlauna- leikkonunni Halle Berry sem ofurmennið stökkbreytta, Storm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.